Þjóðviljinn - 16.03.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.03.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. mars 1983 Bridge Pú ertsagnhafi í 6gröndum á eftirfarandi spil: ÁDG 73 1043 ÁKG32 K2 ákd2 ÁK852 76 Þú situr í Suður og faerð út spaðatíu frá Vestri. Spilaáætlun: 3 slagir á spaða, 3 slagir á hjarta, 2 á tígul og 2 á lauf sjáan- legir á toppi. Og þá er það spurningin: Hvernig förum við í tígulinn (því vitanlega reynum við hann á undan laufinu). Við tökum slaginn á gosa í borði, spilum lágum tigli á ás og gosinn kemur frá Vestri (fyrir affan okkur). Hvað næst? Hafirðu ekki spilað lágum tígli frá kóngn- um, að tíunni, þá ættirðu að hafa samband við Jakob R. Möller og fá tíma i öryggisspil- amennskunni. Hendur A/V gátu litið' svona út: 1098765 654 G 1098 43 G1098 D976 D54 Þú sérð væntanlega, aö ef þú tekur á kónginn í tígli á eftir ásnum, áttu þessa 10 slagi sem taldirvoru í upphafi, en það dugir víst skammt. Skák Karpov að tafli - 112 Þegar sovéska sveitin mætti þeirri bandarísku var orðið Ijóst að engin sveit gæti ógnað sigri þeirrar sovésku. Loka- niðurstaðan varð reyndar enn einu sinni á þá lund að sveit nr. 2 var skilin eftir langt á eftir. Á 1. borði hlaut Karpov 12 vinninga af 14, á 2. borði fékk Kortsnoj 11 'h af 15 („Ég var líka alltaf látinn hafa svart eða því sem næst" - Kortsnoj) Spasski fékk 11 vinn- ingaaf 15, Petrosjan 12'/z af 14,Tal 11 af 13 og Kusmin 12’/2 af 15. Enginn þeirra tapaði skák. Bandarfska sveitin var án Fischers. Fischer var sá sem allir töluðu um. Inn á FIDE-þingið sem haldið var sam- hliða olympíumótinu, sendi hann skeyti þar sem finna mátti 900 kröfur varðandi næsta heimsmeistaraeinvígi. Hann lét það fylgja með að ef þessar kröfur yrðu ekki sam- þykktar myndi hann ekki verja titilinn og afsala sér titlinum „FIDE-heimsmeistari", eins og hann orðaði það. Flestar þessar kröfur voru í raun sjálfsagðar og vörðuðu aðbúnað keppenda á mótsstað. En ein stóð i mönnum. Krafan um ótakmarkaðan skákafjölda og að sá ynni einvígið sem fyrr sigraði i 10 skákum, þó þannig að áskor- andinn yrði að vinna með tveggja vinninga mun, þ.e. einvíginu yrði hætt ef staðan væri 9:9. Nóg um það, hér er niðurlagið úr skák Karpovs og Kavaleks: Karpov - Kavalek 35. Kd3 Kf5 40. Ke3 He7+ 41. Kf3 a5 42. a4 Hc7 43. Be4+ Kf6 44. Hh6 Hg7 45. Kg4! - Svartur er í leikþröng. Hann gafst því uþp. Gœtum tungunnar Heyrst hefur: Hann er að fara eitthvert út í buskann, líklega eitthvað gönuskeið. Rétt væri: Hann er að fara eitthvað út í buskann, líklega eitthvert gönuskeið. að vera með góða hnífa í þessu ” Nautgripa- fóstur kyngreind Vísindamenn í Denver í Color- ado hafa fundið upp aðferð til þess að kyngreina 6 daga gömul fóstur úr kúm. Þetta gerir þeim kleift að koma fyrir slíkum fóstr- um í kúm sem eru tilbúnar að taka á móti, og geta þannig haft mun meiri stjórn á nautgripa- ræktinni. Fram að þessu hafa menn ekki vitað um kyn kálfa fyrr en við fæðingu, en það getur haft mjög mikla þýðingu þegar verið er að rækta mjólkurkýr. Þannig er söluverðmæti nautkálfs af mjólk- urkúakyni ekki nema 50 dollarar á meðan kvíga af sama kyni kost- ar 2500 dollara nýfædd. Þessi nýja aðferð gefur einnig nýja möguleika fyrir þróunar- löndin. Hægt er að senda á milli landa djúpfryst 6 daga gömul fóstur af úrvals mjólkurkúm eða holdanautum, allt eftir þörfum. Mjólkurkýr í þróunarlöndunum eru yfirleitt nytjalitlar vegna lítill- ar ræktunar. Er algengt að þær mjólki ekki meira en 1500 lítra á ári á meðan bandarískar mjólkur- kýr mjólka um 8000 lítra á ári. Hægt er að koma fóstri af mjólkurríku kúakyni fyrir í móðurlífi vangæfara kúakyns. ólg/Spiegel „Þetta er vorvinnan okkar”, sögðu félagarnir Kristinn Agúst Sigurðsson og Gísli Friðriksson, þar sem þeir kepptust við að skera utan af nctum inni á baklóð í miðju íbúðarhverfi. Það var haugur af netatægjum í innkeyrslunni og netatcinar lágu hringaðir eins og slöngur í hita- belti Afríku, á votu túninu. Eins og gefur að skilja vorum við ekki staddir í miðri Afríku heldur í einu af nýrri íbúðar- hverfunum á Stokkseyri. Og það var víðar hægt að sjá netahrúgur og afskorna teina úti um tún og engi. „Mikið að gera?”, endurtóku strákarnir spurningu blaðamanns meðan þeir kepptust við að skera netin af teininum. „Það er mis- jafnt. Við erum á samningi við netaverkstæðið og fáum borgað fyrir hvert net. Ætlunin var að halda það á árinu 1982, en engir peningar fengust til þess þá svo það dróst fram á þetta ár. Þingið skiptist í fjóra umræðu- hópa og voru heiti þeirra þessi: 1. vinna kvenna í samfélaginu, 2. samtök kvenna, 3. kynferði og frjósemi og 4. félagsmótun. Þá voru flutt 9 framsöguerindi og innlegg íslands í þau var erindi Þórunnar: „Sjósókn sunnlenskra kvenna 1697-1980”. Þórunn skrifaði Cand. mag ritgerð sína í sagnfræði um þetta efni og bar húri sama titil. Ætlunin er að fá framsöguerindin birt í tímaritinu: „Kvinnovetenskaplig forskning”. Tímaritið er til sölu í Félagsstofn- un stúdenta og áhugasömum er hér með bent á þá stofnun vilji þær kynna sér þessi efni.t Inga Huld Hákonardóttir flutti erindi í sínum hópi og byggði það á bók sinni: „Hélstu að lífið væri svona?” sem kom út árið 1981. Bókin eru viðtöl við 10 konur á aldrinum 19-77 ára og lýsir köld- um veruleika íslenskra lág- launakvenna. Inga Huld fékk ótæpilega aðstoð frá Sókn þegar hún vann að bók sinni og segist hafa komist að raun um það, að ef félagsins hefði ekki notið við hefðu sumar þessara kvenna enga möguleika í lífinu. Þær Þórunn og Inga Huld voru kosnar í undirbúningsnefnd næsta Kvennasöguþings, en næst verður það haldið í Danmörku. Sagði Þórunn að meiningin væri að halda slík þing á tveggja til þriggja ára fresti og væri mikill hugur í kvensagnfræðingum Norðurlandanna um kvenna- sögu. „Kvennasaga - það erum við sjálfar,” sagði Þórunn um viðfangsefnið. Þórunn mun segja frá Kvennasöguþinginu og viðfangsefnum þess í næsta hefti tímaritsins SÖGU. Hún kennir reyndar kvennasögu í Fjöl- brautaskólanum á Selfossi og stofnaði fyrsta kvennasöguáfang- ann á íslandi árið 1980, er hún kenndi sagnfræði við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Áfanginn hét „Atvinnusaga íslenskra kvenna á 20. öld” og heiti hans er hið sama nú. Þórunn segist vera með 30 nemendur í áfanganum, allt kon- ur, og sýni þær feikilegan áhuga. ast Á hverju neti eru tveir teinar. Netinu er hent en teinarnir hirtir og notaðir aftur og aftur og aftur. „Lengi? Það er dálítið mis- jafnt”, segja strákarnir og líta aðeins upp frá verkinu. „Það fer eftir því hve netið er flækt”. í þetta sinn gekk greiðlega og þeir drógu teininn hraustlega í gegn- um netafaldinn. Brátt safnaðist upp hraukur og þá tók Gísli upp kutann og brá honum á flækjuna. - Er þetta ekki ægilega beittur hnífur? - Jú, það þýðir ekkert annað ef þetta á að ganga. Við þurfum að vera með góða hnífa í þessu. - Skerið þið ykkur? - Það kemur einstaka sinnum fyrir að við skerum okkur, en það er ekkert hættulegt, smáskeinur, segja strákarnir sem eru klæddir þykkum og góðum vettlingum. - Fáið þið sæmilega borgað Kristinn Ágúst t.v. og Gísli, báðir 15 ára innfæddir Stokkseyringar. Mynd -eik. fyrir þetta strákar? - Já, svona ágætt. Góðan vasa- pening, segjaþeirogkeppastvið, enda best að drífa þetta verk af. Svo koma þeir af netaverk- stæðinu kannski á morgun með ný net og teina, allt í einni flækju. Strákarnir greiða úr því. -Ig. „Kvennasaga - það erum við sjálfar”, segir þessi kona um viðfangsefni kvennasögu. Og óhætt er að segja um Þórunni Magnúsdóttur að hún geymi mikla sögu - hún er konan sem Morgunblaðið kallaði „fulltrúa braggabúa í borgarstjórn”, en hún átti sæti í þeirri stofnun árið 1953-57 fyrir Sósíalistaflokkinn og kynntist þar ýmsu. Þórunn tók Cand. mag. próf í sagnfræði á síðasta ári - þá 62 ára gömul. (Ljósm -eik-) Af kvennasögu- þingi í Noregi K VENN ASÖGUÞIN G var haldið dagana 20.-23. febrúar í Lysebu í Noregi og sóttu það 44 sagnfræðingar af kvenkyninu. 7 komu frá Finnlandi, 10 frá Sví- þjóð, 11 frá Danmörku, 14 frá Noregi og2 frá íslandi. íslending- arnir 2 voru þær Inga Huld Há- konardóttir og Þórunn Magnús- dóttir. Inga Huld er erlendis um þessar mundir, en við náðum tali af Þórunni og fengum hjá henni upplýsingar um þingið. Upphaf þessa sérstaka kvenn- asöguþings er að rekja til sam- norræns sagnfræðingaþings, sem haldið var 10.-14. ágúst 1981 í Ju- váskylá í Finnlandi. Þar fjallaði einn hópurinn um vinnu kvenna í samfélaginu og vildu þátttakend- ur í þeim hópi gjarnan hittast aftur og bera saman bækur sínar. Þær kusu því undirbúningsnefnd og áttu sæti í henni Gro Hage- mann frá Noregi, Bente Rosen- beck frá Danmörku, Aura Korppi-Tommola frá Finnlandi og Annika frá Svíþjóð. Danski fulltrúinn stakk upp á því að haft væri samband við lslendinga, þannig að öll Norðurlöndin yrðu með, og skrifuðu þær Sagn- fræðistofnun íslands, sem fékk Þórunni í málið. Norsku konurnar buðust til að halda þingið í sínu heimalandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.