Þjóðviljinn - 16.03.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.03.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. mars 1983 Foreldra- og styrktarfélag blindra og sjónskertra: Furðulegt að hafna Arnþóri Félagsfundur í Foreldra- og styrktarfélagi blindra og sjón- skertra sem haldinn var þann 9. mars síðastliðinn sendi blöðum og fjölmiðlum ályktun þar sem ráðning Amþórs Helgasonar í stöðu deildarstjóra við námsbóka- deild Blindrabókasafnsins er gerð að umtalsefni og þá einkum sú á- kvörðun meirihluta stjórnar Blindrabókasafnsins að hafna Arn- þóri. Ályktunin er svohljóðandi: Félag bókasafnsfræðinga: Harmar ummæli nenntamálaráðherra „Við lýsum furðu okkar á á- kvörðun meirihluta stjómar Blindrabókasafns íslands, þar sem umsókn Arnþórs Helgasonar um deildarstjórastöðu námsbóka- deildar safnsins var hafnað vegna þess að hann er blindur. j Eftir því sem við best vitum, uppfyllir Arnþór þær kröfur sem settar vom um menntun tilvonandi | deildarstjóra. 1 Arnþór hefur sjálfur stundað framhaldsnám sem blindur ein- staklingur og er sjálfsagt manna kunnastur því, hvernig námsefni fyrir blinda nemendur þarf að vera I tilreitt. Arnþór er einnigfær um að lesa bækur og blöð á svartletri með aðstoð ritsjár þeirrar sem hann hef- ur til umráða. Við sem foreldrar blindra og sjónskertra barna emm mjög ugg- andi yfir þeirri stefnu sem fram kemur í þessu máli og hljótum að spyrja þessarar spurningar: Til hvers er verið að mennta blind og sjónskert börn í þessu landi, ef þau síðan sem fullorðnir I einstaklingar teljast ekki sjálf dómbær um, hvort eða hversu mik- ið fötlun þeirra háir þeim í starfi?“ í Morgunblaðinu föstudaginn 11. mars er viðtal við menntamála- ráðherra, Ingvar Gíslason um stöðuveitingu við Blindrabókasafn íslands. Þar segir orðrétt: „Ég er búinn að kynna mér þetta mál mjög vel undanfarna daga og álít að það sem gerst hefur í stjórninni sé það að bókasafnfræðingar hafi ráðið þama ákaflega miklu. Það er tilhneiging hjá þessum sérfræðing- um að gera mjög mikið úr störfum | sem snerta þeirra verksvið“. Stjóm Félags bókasafnsfræðinga telur að þarna sé ómaklega ráðist að tveimur af fjómm fulltrúum stjórnarmeirihlutans, þeim Krist- ínu H. Pétursdóttur, bókafulltrúa ríkisins og Elfu Björk Gunnars- dóttur, Borgarbókaverði, fulltrúa Bókavarðafélags fslands, auk þess sem stjórnin harmar ummæli ráð- herrans í garð stéttarinnar. Gefið er í skyn að bókasafnsfræðingar hafi verið að ota sínum tota í máli þessu. Það verður að teljast ein- kennileg niðurstaða þegar haft er í huga að stjórn Blindrabókasafns íslands var sammála um að stöðunni skyldi gegna kennari á framhaldsskólastigi - ekki bóka- safnsfræðingur. Kristín H. Pétursdóttir og Elfa Björk Gunnarsdóttur hafa einnig verið bornar þeim sökum í fjölm- iðlum að fordómar hafi ráðið ák- vörðun þeirra. Það er samdóma álit stjómar Félags bókasafns- fræðinga að slíkár aðdróttanir hafi ekki við rök að styðjast, einkum ef haft er í huga að umræddir aðilar hafa átt drýgstan þátt í að byggja upp bókasafnsþjónustu við sjúka og fatlaða á íslandi. Það er sannfæring stjómar Fé- lags bókasafnsfræðinga að á- kvörðun þeirra hefur ekki verið tekin nema að vel athuguðu máli og með hag fatlaðra, þ.e. notenda- hóps safnsins, í huga. Fréttatilkynning frá stjórn Félags bókasafnsfræðinga sjónarhorn Leitandi læknar, erlendir, eru farnir að beita kvöldvorrósarolíunni. Megi hún verða sem flestum að sem mestu gagni, hér sem annarsstaðar. Fœkkum meinum, fjölgum árum, fögnum hollefnum. Kvöldvorrósarolían „Dropar“ Tímans sem fjalla um hin óskyldustu efni í léttum tón, bregða í helgarblaðinu á galgopalegan leik með kvöldrós- arolíuna, og jafna henni við bramalífselexír og voltakross, all- rameinabót þeirra tíma. Þjóðviljinn fjallar einnig um hana undir fyrirsögninni: „Lyf, sem læknar allt og alla?“ Bæði blöðin vitna í grein í DV 10. þ.m. Fyrirsögn þess á forsíðu var: „Kvöldrósarolía: Er hún svarið við menningarsjúkdómum?" Og inni í blaðinu er fyrirsögn: „Kvöldrósarolía: Svar gegn krabbameini?" Fyrirsagnimar eru í spurnarformi, og í greininni er ekki minnst á LYF, heldur tekið fram að olían sé „fæðu- efni“, eins og rétt er. Og land- læknir kannast ekki við hana sem lyf. Enda er hún næringarefni, eins og aðrar algengar jurtaolíur. Sem slík er hún framleidd og seld. En rannsóknir og reynsla virðast sanna, að kvöldrósarolían sé gædd mikilvægum eiginleikum gegn menningarsjúkdómum okk- ar, sem ég vil nú frekar kenna við ómenningu. Hún fellur því vel inn í hugsjón og kenningu Hipp- okratesar, föður læknisfræðinn- ar, að fæðan eigi að vera okkar lyf - það er öllu verðugra og heiðar- legra markmið en að berjast GEGN vítamínum, steinefum o.fl. mikilvægum næringar- efnum. Þjóðviljinn nafngreinir undir- ritaðan sem innflytjanda kvöld-. rósaroh'unnar, sem er nú ekki lengur einu sinni 1/2 sannleikur- inn. Eigi að síður fer víst best á, að ég svari, þar sem nafn mitt og Elmaro er tengt þeirri „ósvinnu" að hafa hafið innflutning víta- mína til dreifinga utan apóteka, fyrir 30 árum. En hlálegt er það, að innflutningur hollefna hefur kostað - með nokkrum hléum - 30 ára stríð við lyfjavaldið. Og friður er ekki í sjónmáli, því að ekki verður séð, að þeim, sem tekið hafa sér vald til að ákveða þjóðinni, hverra vitamína og stei- nefna hún megi neyta, og hverra EKKI, komi fremur við, hvers við neytum en okkur, hvers þeir neyta. Það er einkamál hvers og eins. Enda berum við sjálf ábyrgð á heilsu okkar. Leiðréttingar upplýsingar athugasemdir Kvöldrósarolía hefur vakið mikla athygli víða um heim, fyrst og fremst vegna þess, hve virk hún virðist vera gegn okkar hættulegustu heilsu- og lífsfjend- um. Heimildir sínar geri ég ráð fyrir, að DV hafi fengið úr grein í l.h. „Hollefni og heilsurækt“ 1982, blaði Heilsuhringsins. Hér skulu teknar upp nokkrar milifyr- irsagnir greinarinnar: Fjölómett- aðar fitusýrur - Gamma- línolensýra og prostaglandin - hjarta- og æðasjúkdómar - Liðagigt - Offita - Taugabilun og geðbilun - Áfengissýki og timb- urmenn - Heila- og mænusigg - Tíðaverkir og þrymlar í brjóstum - Krabbamein og ónæmi o.fl. Reynir Eyjólfsson, lyfja- fræðingur, fer rangt með, er hann segir, „að ekki hafi verið hægt að sýna fram á, að hún (olían) gagn- aði sem lækning á neinum sjúk- dómi“. Eftir kynni mín af Reyni tel ég víst, að hann fari ekki vilj- andi rangt með. Hann hefur vant- að gögn. Mér hafa borist greinar, sem sanna hið gagnstæða. Og mun birta þær, þar eð miklar lík- ur eru til að þær geti orðið ein- hverjum að gangi, þótt jafnfávís- legt sé að alhæfa einstök dæmi eins og að afneita þeim. Reynslan verður að skera úr. En Reynir fer án efa rétt með, er hann segir um fjölómettaðar fitusýrur í sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma: „Niðurstöður séu allar á einn veg, - þarna eru fjölmargir þættir og samspil þeirra að verki m.a. lífsvenjur, mataræði og stress“. - Það er ánægjulegt, að einn víðmennt- aðasti lyfjafræðingur okkar bendir á það, sem ég hef talið grundvallaratriði heilbrigði og vanheilsu, nema hvað ég tel „stressið“, sem tröllríður þjóðfé- laginu, sé afleiðing af lífsvenjum okkar OG mataræði, þar á meðal MIKLU meiri skortur vitamína og steinefna en læknar virðast vilja viðurkenna. Þjóðin stendur í þakkarskuld við þá víðsýnu áhugamenn í læknastétt, sem stofnuðu Hjarta- vernd og Krabbameinsfélagið, og þá sem þar hafa starfað og án efa bjargað mörgum mannslífum. Og bæta má 3ja félaginu, Geðvernd, við. En hryggilegt er hve lítið þessi félög öll sinna lífs- venjum og mataræði. Fylgdi ekki vöxtur hjarta- og æðasjúkdóma í kjölfar fínvinnslu korns? Neytandinn er rændur B6 og E-vit. W.E. Shute hjartasér- fræðingur við stofnun, sem við hann er kennd í Kanada, hefur notað E-vitamín yfir 30 ár gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Er reynsla hans markleysa og bull? Er það rangt, að E-vitamín sé mikilvæg trygging gegn blóðtappa? Þegar hafinn var inn- flutningur á því hér, fyrir um 20 árum, var hlegið að því. Það var fjósemisvitamín. Svo er raunar einnig. En það eru ekki nema 10 ár síðan virtur læknir sagði að E- vítamín væri „helv... húmbúkk“. Nú myndi hann ekki segja slíkt. Eða er það enn talið húmbúkk gegn hjarta- og æðasjúkdómum? Hafa hinar stórmerku næring- arrannsóknir og tilraunir Mc. Carrison nokkru sinni verið skoðaðar í sambandi við hjarta- og krabbasjúkdóma? Og í sam- bandi við alla okkar „menningar- sjúkdóma" sem hann varð aldrei var við þau 7 ár, sem hann þjón- aði Hunza-þjóðflokknum. Hann notaði albino-rottur til tilrauna, þar eð þær þrífast vel - eða vanþrífast af fæðu mannsins. í 27 mánuði fóðraði hann þær á Hunza-fæði, það svaraði til 55 ára manna. Rotturnar urðu þrek- mikiar og GÓÐLYNDAR og lausar við sjúkdóma. Síðan skipti hann rottunum - 2243 í 8 jafna hópa. Ög 8. hópinn fóðraði hann á venjulegu fæði breskra verka- manna, hina á fæði ýmsra héraða Indlands. Og þar með var para- dísarlífi og heilbrigði rottanna lokið. Lífsþróttur, frjósemi, góð- lyndi þvarr, og sjúkdómar „menningarinnar" kvistuðu þær niður. Eftir 16 daga á breska fæðinu fór að bera á taugaóstyrk og bráðlyndi, þær fóru að bíta hver aðra og drepa þær veikustu og éta þær. Dr. Max Gerson afhenti öld- ungadeild Bandaríkjaþings 1946 skýrslu, sem síðan kom út á bók „A Cancer Therapy", þar sem hann skýrir frá yfir 50 dæmum um lækningu krabbameins með mat- aræði. Þýski krabbameinssérfræðing- urinn, dr. Issels, læknar 17% dauðadæmdra og beitir m.a. fæðunni í baráttunni við dauðann. Hann hefur komist að raun um að vissir þættir matar- æðis örva krabbamein, eins og hvítt hveiti og hvítur sykur o.fl., sem líklega allir ísl. krabbasjúk- lingar neyta, hvort sem þeir liggja í sjúkrahúsi eða heima. Stutt grein var um þetta í Hollefni og heilsurækt 1981. Síðan sú grein var skrifuð, minnir mig, að ég hafi rekist á fregn um, að dr. Is- sels hafi verið kallaður til ráðu- neytis í baráttunni gegn krabb- ameini. Um áratugi hafa þessar upplýs- ingar o.fl. verið fyrir hendi. En hefur þeim nokkru sinni verið sinnt? Eða er Semmelweiss- sorgarleikurinn í raun alltaf að endurtaka sig? í ágústhefti Life skýrir læknir frá, hvemig hann læknaði sig af alvarlegu krabbameini með mat- aræði. Greinin „Physican, Heal Thyself", er athyglisverð. í síð- ustu heftum af Hollefni og heilsu- rækt em frásagnir af dauða- dæmdum krabbameinssjúk- lingum, sem læknuðust með nátt- úrlegum aðferðum. Og slík frá- sögn verður í hefti, sem nú er í prentun. í því er einnig athyglis- verð grein ,um mann, sem hafði verið alvarlega lamaður og al- gjörlega ósjálfbjarga í tvö ár eftir heilablæðingu. Og læknar veittu enga von um bata, enda var hann orðinn 76 ára. En konan hans fór að gefa honum PRE-GLANDIN (kvöldrósarolían) með þeim ár- angri, að hann sigraðist á lömun- inni. En ég vil undirstrika, að Pre-Glandin eða kvöldrósarolían er ekki nein allrameinabót. Slíkt efni hefur aldrei verið til og verð- ur aldrei til. En allar rannsóknir og reynsla virðast benda til þess, að upplýsingar og reynsla vísind- amanna um eiginleika kvöldrós- arolíunnar, séu hvorki „skrum eða della“. Ég hef heyrt getið nokkurra dæma, sem ég á eftir að kanna. En í dag kom til mín kunnur borgari og sagði mér, að sín kona hefði fengið áberandi heilsubæt- ur eftir að hún fór að nota Pre- Glandin. Sjálfur var hann alvar- legur hjartasjúklingur með háa blóðfitu og háan blóðþrýsting, og gert ráð fýrir að hann yrði að vera á lyfjum til lífstíðar. Nú hefut hann - í samvinnu við sinn lækni - verið án blóðþrýstingslyfja í marga mánuði, og blóðþrýsting- ur í lagi. Blóðfita talsvert undir venjulega. Og læknirinn hafði sagt að honum væri óhætt að hefja aftur fjallgöngur. Hann er á engum lyfjum, en hefur verið á náttúrlegum efnum minnsta kosti ár. Leitandi læknar, erlendir, eru farnir að beita kvöldrósarolíunni. Megi hún verða sem FLESTUM að sem MESTU gagni, hér sem annars staðar. - Fækkum meinum, fjölgum áruin, fögnum hollefnum - þau hafa bætt heilsu margra, sem lyf hafa brugðist. Marteinn M. Skaftfells 13. 3. ’83

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.