Þjóðviljinn - 16.03.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.03.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVIIJINN Miðvikudagur 16. mars 1983 Ársskýrsla Bókasafns Kópavogs 1982: Húsakynni Bókasafns Kópavogs eru hin glæsilegustu í dag og safnið er annað stærsta almenningsbókasafn á iandinu þegar miðað er við útlán á ári. Bókasafn Kópavogs 30 ára: Ekki má lengur dragast að koma á fót bókasafni sagði í orðsendingu undirbúnings- nefndarinnar að stofnun safnsins Frá opnun bókasafnsins í Fannborginni 1981, talið frá vinstri: Jón úr Vðr, fyrsti bæjarbókavörðurinn; Andrea Jóhannsdóttir, aðstoðar- maður bókafulltrúa ríkisins; Hrafn Harðarson, bæjarbókavörður, og Guðmundur Ólafsson, bókbindari. „Framfarafélagið hefur falið okkur undirrituðum að undirbúa stofnun lestrarfélags hér í hrep- pnum. Eigi þarf að styðja það rökum, svo augljóst hlýtur það að vera, að í svo fjölmennu byggðar- lagi sem hér er orðið, á að vera bókasafn. Samkvæmt lands- lögum ber hreppsnefnd, sýslu og ríki að styrkja lestrarfélög árlega með töluverðum fjárframlögum eða í hlutfalli við félagatölu og bókaútlán. Við megum því ekki láta það dragast lengur að koma á fót bókasafni". Þannig hljóðaði orðsending til bæjarbúa og var undirrituð 30. janúar árið 1953, eða fyrir 30 árum síðan. Undir orðsending- una rituðu þau nafn sitt Áslaug Eggertsdóttir, Jón úr Vör og Jón Þorsteinsson, en þeim hafði verið falið það verkefni af Framfarafé- lagi Kópavogs að beita sér fyrir stofnun Bókasafns. Málinu hafði fyrst verið hreyft á fundi í Framfarafélaginu haustið 1952 og þau þrjú fyrr- nefndu sett í nefnd til að annast undirbúning. Eftir að orðsend- ingin hafði verið borin í hús í bænum var leitað til hreppsbúa um stofnun lestrarfélagsins. Menn tóku vel í málið og föstu- daginn 13. mars árið 1953 hljóðaði svofelld auglýsing í Rík- isútvarpinu: . „Kópavogsbúar! Stofnfundur Lestrarfélagsins verður kl. 2 sunnudaginn 15. mars í Barnask- ólanum. Bókamarkaður til ágóða fyrir safnið í Barnaskólanum og Alþýðuheimilinu, opinn allan sunnudaginn frá kl. 10 árdegis. Hundruð ódýrra bóka. Undir- búningsnefndin“. Á stofnfundinn þennan sunnu- dag mættu 20 manns, sem hlýtur að teljast allgóð þátttaka miðað við fjölda Kópavogsbúa þá. Til er plagg með undirskriftum stofn- endanna en þeir voru þessir: Jón S. Ásgeirsson, Sigríður Gísla- dóttir, Finnbogi Rútur Valdi- marsson, Örn Harðarson, Ólafur Jónsson, Pétur Sumarliðason, Gunnar Bergmann, Hulda Jak- obsdóttir, Ingvi Loftsson, Þórar- inn Lýðsson, Jón úr Vör, Áslaug Eggertsdóttir, Kristín Kjartans- dóttir, Ágústa Guðmundsdóttir, Kristmundur Halldórsson, Þór Erlingur Jónsson, Jón Þorsteins- son, Guðmundur Matthíasson, Einar Óskarsson og Magnús B. Kristinsson. Stofnendum fjölgaði nú mjög næstu daga og vikur og stofninn að Bókasafni Kópavogs varð til með þeim hætti að Jón úr Vör stóð þá fyrir bókamörkuðum Bóksalafélagsins víða um land og hafði því aðstöðu til að útvega hinu nýja félagi í Kópavogi ódýr- ar bækur. Auk þess lækkuðu bækur mjög í verði fyrst eftir stríðið og það nýttu menn sér auðvitað þegar verið var að safna í hillurnar hjá hinu unga Lestrar- félagi. Fyrstu árin hafði Lestrarfé- lagið aðstöðu í barnaskólanum (Kópavogsskóla) og voru bækur aðeins lánaðar út á kvöldin en síðar var einnig stofnað útibú í Kársnesskóla. Árið 1964 fluttist' safnið loks í 150 fermetra hús- næði á annarri hæð Félagsheimil- is Kópavogs og tveimur árum síð- ar var útibúinu í Kársnesskóla lokað með tilkomu skólasafns þar. Jón úr Vör og Sigurður Ólafs- son síðar skrifstofustjóri Kópa- vogskaupstaðar voru fyrstu starfsmenn safnsins og haustið 1962 tók Jón einn við safninu. í>á fljótlega varð ljóst að einn maður annaði ekki því starfi og var Þor- steinn frá Hamri ráðinn bóka- vörður. Þegar safnið flutti í Fél- agsheimilið voru þeir tveir fastir starfsmenn en þáverandi formað- ur bókasafnsstjórnar var Ásgeir Blöndal Magnússon og með hon- um í stjórn þeir Frímann Jónas- son og Guðmundur Þor- steinsson. Bókasafn Kópavogs flutti í hið glæsilega húsnæði sitt í Fannborg- inni árið 1981 en þar er raunar aðeins um bráðabirgðahúsnæði að ræða þar til menningarmið- stöð verður reist í .Kópavogi. Safnið hefur til umráða 580 fer- metra húsnæði þar af 120 fer- metra sem Ólafssafn er geymt. í ársbyrjun 1977 var núverandi bæjarbókavörður ráðinn til safn- sins, Hrafn Harðarson bóka- safnsfræðingur. Núverandi stjórn Bókasafns Kópavogs skipa þau Magnús Bjarnfreðsson formaður og aðrir í stjórn eru Kristín Líndal, Þór- unn Theódórsdóttir, Guðmund- ur Gíslason og Gylfi Gröndal. —v. RlKISÚTVARPIÐ Auglýsingaseðill N9 4150 Auglýsandi : Lestrarfélag Kápavogsbfia. j6n tSr Yör. 3ox2=6o °rð£ 3.00 =l8o.oopP. (f Stornfurulur Lestr?:fílcgslns veröur kl. 2 sunnudaglnn 15. marz í Bamaskólanura. Bókamarkaöur til ágóða fyrir safnið f . arnaskólanura og Alþýðuheimilinu , opinn allan sunnudaginn n frá kl. lo árdegis. Hundrúð ódýrra bóka. IJidirb-óningsnefndin . Eyðublað nr. 14. Eftirrit. Auglýsingaseðill Ríkisútvarpsins, en af honum las þulurinn þegar stofnfundur Lestrarfélagsins var auglýstur fyrir réttum 30 árum. Fróðleiks- molar Opnunartími safnsins var óbreyttur, mánudag til föstudag kl. 11-21 og laugardaga (mánuðina 1. okt. - 30. apríl) kl. 14-17. Ólafsstofa. í mars var lokið við að flytja Ólafssafn og var það tekið í notkun í maí og er opinn lestrar- salur með aðstöðu fyrir gesti tvisvar í viku, á mánudögum og miðviku- dögum kl. 4-7. Gestir í Ólafsstofu á árinu voru samtals 57 auk 60 bókavarða sem sóttu námskeið um tölvur, sem haldið var í safninu á vegum 7. landsfundar Bókavarðarfélags ís- lands í september. Ekki er lánað úr Ólafsstofu, en tekin voru ljósrit úr blöðum og tímaritum, samtals 9 sinnum. Auk þess vann nemi við Háskóla íslands að skráningu eldri bóka. Merking sáfnsins gengur ágæt- lega, en þörf er á sérstökum starfs- manni til að sinna þessu merka safni. Hljómplötur, snældur. Á árinu voru keyptar 29 hljómplötur og 41 snælda og á safnið nú 118 hljóm- plötur og 132 snældur. Stefnt er að heimlánum á hljómplötum og snældum síðar. Bókakostur. 4347 bækur bættust |við safnkostinn á árinu, eða 772 Ibókum fleira en árið áður (3375). Bundnar voru inn 176 bækur. Afskrifaðar, ónýtar og glataðar bækur voru 866. Bókakostur var því í árslok 41.547, auk Ólafssafns, sem er um 10.000 bindi. Tímarita- áskriftir voru 124. Lánþegar. Enn fjölgar þeim, sem nota sér þjónustu safnsins. Fengu 1822 (1707) skírteini yngri en 16 ára, og 2283 (2077) fullorðnir eða smtals 4105 (3784). Þar af voru 144 úr Reykjavík, 42 úr Garðabæ, 18 úr Hafnarfirði og 4 úr Mosfells- sveit. Skírteini kostuðu kr. 30.00 fyrir fullorðna en ekkert fyrir böm yngri en 16 ára og fólk eldra en 67 ára. Sögustund. Sögustundir voru 42, samtals sóttu 632 börn sögustundir á árinu, eða 15 börn að meðaltali f hverri sögustund. Útlán. Útlán urðu samtals 155.334 (144.505), sem jafngildir því að hver Kópavogsbúi hafi feng- ið að láni 11 (10) bækur, eða að hver skráður lánþegi hafi fengið að meðaltali 38 bækur yfir árið. Út- lánaaukning milli ára varð þvf 13.829 (19.230) bækur. Nú er Bókasafn Kópavogs orðið næst stærsta almenningsbókasafn á landinu hvað útlán snertir, næst á eftir Reykjavík. Sýningar eru orðnar fastur liður í starfsemi safnsins. Á árinu voru haldnar þessar sýningar: Amnesty International í júlí, tölvukynning fyrir bókaverði í september, ljós- myndasýning í desember, en auk þess voru smærri bókakynningar og útstillingar, sem sé ævisögur frægra kvenna, föndurbækur, úr- vals bamabækur, bækur um vefnað, hesta, atómskáld, írland og nor- rænir kvenrithöfundar. Þá héldu áhugamyndlistarmenn úr Kópavogi sýningu í september. Tölva. í september var hafin skráning á bókum, plötum og snældum safnsins inn á tölvu bæjar- ins (sem er IBM S34) með lykla- borði og skermi sem staðsett er í safninu. í lok ársins var búið að skrá um 6000 titla. Reglulega eru prentaðar skrár yfir nýjar bækur og liggja þær frammi í safninu fyrir lánþega. Þetta voru fróðleiksmolar upp úi ársskýrslu Bókasafns Kópavogs fyrir síðasta ár. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.