Þjóðviljinn - 24.03.1983, Side 1
FERMINGIN
BLAÐAUKI
Fermingarbörn í spurningatíma í Bústaðakirkju. (Ljósm. eik)
Hvað er ferming
nú um stundir?
séra Gunnar Kristjánsson á
Reynivöllum situr fyrir svörum
Hvað er ferming nú á
dögum? Uppfræðsla í
trúfræðum, manndóms-
vígsla, tilefni til að sýnast
maður með mönnum,
tækifæri til að kveðja saman
stórfjölskylduna? Kannski
alit þetta í senn í síbreytileg-
um hlutföllum?
í endurminningum og öðrum
bókmenntum er að finna fróðlegar
lýsingar á fermingum: þær gefa
með sínum hætti innsýn í siði og
efnahag, og það er líka Ijóst, að
fermingar með opinberum yfir-
heyrslum úr kverinu voru allmikil
þrekraun. Séra Árni Þórarinsson
rifjar það til dæmis upp í ævisögu
sinni að hann lærir utan að svo-
nefnt Balslevskver. Hann nefnir
dæmi um yfirheyrsluaðferðina sem
er eitthvað á þessa leið:
„Fyrsta greinin í Balslevskveri er
svona:
„Hvað er það sem okkur mönn-
unum ríður mest á?
Svar: Oss mönnunum ríður mest
af öllu á að geta verið og orðið
Guðs ástfólgin börn, sem lifi hon-
um til þóknunar og verði sáluhólp-
in í sameiningu um hann“.
Þegar barnið hefur þulið grein-
ina, segir presturinn:
„Það er rétt. Hvað er þá fyrst?"
Barnið: „Að vera Guðs ástfólgin
börn“.
Presturinn: „Hvernig á að fara
að því?“
Barnið: „ Að lifa honum til þókn-
unar“.
Presturinn: „Hvaða afleiðingar
hefur það?“
Barnið: „Að við verðum sálu-
hólpin í sameiningu við Guð“...
Þetta þykir séra Árna, eftir á að
hyggja, ekki snjallt uppeldi, enda
er það löngu iyrir bí. En hvaða
augum líta menn silfrið í dag? Við
notum tækifærið og kyrrsetjum
ungan prest, séra Gunnar Krist-
jánsson á Reynivöllum og spyrjum
hann nokkurra spurninga um ferm-
ingu í samtímanum.
Fermingin á sér langa sögu í
kristninni, þótt hún sé hvergi á dag-
skrá í Nýja testamentinu. Skírninni
fylgdi handayfirlagning, sem bisk-
upar önnuðust og svo er komið á
Sjá næstu síðu
Farsælast er að reyna að fá börnin til samstarfs. (Ljósm. Atli).