Þjóðviljinn - 24.03.1983, Page 6
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1983
BLAÐAUKI
Er á móti miklu tilstandi
Ferming í Kirkju
Óháða
safnaðarins
Pálmasunnudag 27. mars kl.
10.30 verða þessir unglingar
fermdir í Kirkju Óháða safn-
aðarins:
Sigríður Dóra Gísladóttir, Móa-
flöt 12, Garðabæ, Arnar Arnars-
son, Dalseli 29, Reykjavík, Mark-
ús Jósefsson, Víghólastíg 18, Kóp-
avogi, Rúnar Jónsson, Akraseli 20,
Reykjavík, Sverrir Kjartansson,
Grófarseli 7, Reykjavík.
Fermingarbarnið Unnur Baldursdóttir ásamt foreldrum sínum, Arndísi Steinþórsdóttur og Baidri Baldvinssyni. - (Ljósm.eik-).
Hvernig hagar
þú undirbúningi
fermingarinnar?
Rætt við Arndísi
Steinþórsdóttur
Unnur Baldursdóttir býr að
Aðallandi 16 ásamtforeldrum
sínum Baldri Baldvinssyni og
Arndísi Steinþórsdóttur og á að
fermast 10. apríl. Unnur á einn
eldri bróður.
„Við bjóðum örfáum vinum og
ættingjum, allt fólk sem við um-
göngumst,“ segir móðirin Arndís í
spjalli um fermingartilstandið.
„Þetta verður allt mjög hóflegt. Ég
sé um eitthvað af þessu sjálf; ég er
að hugsa um að grafa lax og sjóða,
en flest mun ég kaupa tilbúið. Ég
vinn úti allan daginn og verð að
haga þessu í samræmi við minn
tíma.
Nei, ég hef nú ekki reiknað út
ennþá hvað þetta kemur til með að
kosta. Ég á eftir að athuga það -
það er mikið auglýst núna í sam-
bandi við fermingarmat og kaffi,
en ég hef ekki gengið neitt frá
slíku.“
Arndís og Unnur hafa þegar
keypt fermingarfatnaðinn: kjól,
jakka, sokka og skó ásamt undir-
pilsi. Allt kostaði þetta 3.740 krón-
ur. Gjöfum verður stillt í hóf. Arn-
dís sagði þau hjónin ætla að gefa
Unni hljóðfæri í fermingargjöf -
klarinett, en Unnur leikur í skóla-
hljómsveit á klarinett. „Ég er á
móti miklu tilstandi í sambandi við
fermingarnar,“ sagði Arndís. „Og
leiðinlegt finnst mér þegar kynna
þarf fermingarbarnið fyrir gestun-
um - þá er nú gengið út í öfgar í
þessu tilliti.“
Við óskum Unni Baldursdóttur
til hamingju með væntanlega ferm-
ingu og óskum henni allra heilla.
ast
_ húsbyggjendur
ylurinn er
" góður
Algreiðutn einangrunarplast á
Stór-Reykjavikursvaðið (ra
mánudegi — fostudags
Afhendum vöruna á byggingarstað.
viðskiptamónnum að kostnaðar
lausu. Hagkvsmt verð og
greiðsluskilmalar
við flestra hcfi.
Borgarplait hf
Borgameti umi*l n?0
allt til
módelsmída
Póstsendum
samdægurs
Fjarstýröir bilar, fjölmargargerðir
(þessir bilar ná allt aö 70 km. hraöa)
111
Flugmódel i miklu úrvali. Svifflugur og mótorvélar fyrir
fjarstýringar, linustýringar eöa frittfljúgandi.
Fjarstýringar 2ja—8 rása.
Fjarstýrð bátamódel i miklu úrvali.
TðmSTUflDflHÚSID HF
Laueouesi 16t-Rajtéuit s=S1901