Þjóðviljinn - 24.03.1983, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 24.03.1983, Qupperneq 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1983 BLAÐAUKI llmur María: „Ég á bágtmeð að trúa þessu með Adam og Evu.“ Jón Óskar: „Fólk verðurekkert fullorðið við að fermast frekar en maður stækkar þegarhanná afmæli. “ Stór vertíð hjá sumum Nú um páskana munu 1622 börn á landinu gangast undir þá helgu og merkilegu athöfn, sem fermingin er. Þau stað- festa skírnina og eru tekin í kristinna manna tölu - og hér áðurfyrreinnig ífullorðinna manna tölu. Okkur lék forvitni á að vita dálítið um hugarheim þeirra sem á þessum tímamót- um standa og fengum í því skyni þrjá unglinga til að tjá sig umferminguna. Umræðustjóri var Helgi Hjörvar. Unglingarnir heita Anna Þóra Benediktsdóttir, Ilmur María Stef- ánsdóttir og Jón Óskar Hallgríms- son og þau eru öll í Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla ís- lands. Þær Anna Þóra og Ilmur ætla að láta ferma sig í Háteigs- kirkju, en Jón Óskar ætlar alveg að sleppa því. Og við vindum okkur auðvitað strax að Jóni Óskari og spyrjum hvers vegna hann vilji ekki láta ferma sig. Jón Óskar: „Ég er voða lítið trú- aður. Það er ýmislegt til í Biblíunni - ég held t.d. að Jesús hafi verið til. En þetta eru allt gamlar sögur og ýmislegt hefur held ég skolast til“. - Hefurðu lesið Biblíuna? Jón Óskar: „Já, ég er að lesa hana núna. Það er sumt skemmti- legt, en maður á nú bágt með að skilja allt“. Þær Anna Þóra og Ilmur standa þarna langt að baki þeim sem ekki ætlar að fermast - þær hafa hvorug- ar lesið Biblíuna. Ætla þó að gera það einhvern tíma, segja þær. En trúa þær? Ilmur: „Já, ég trúi Biblíunni. Ég trúi þvt t.d. að Guð hafi skapað heiminn, en ég á bágt með að trúa sögunni um Adam og Evu. Annars lesum við sérstakt fermingarkver hjá prestinum, og mér finnst að það mætti vera skýrara. Það er lítið um svör við ýmsu í þessu kveri og maður fær svo sem litlar upplýsing- ar. En ég trúi og þess vegna læt ég fermast". - Hvað táknar fermingin í þín- um huga? Ilmur: „Hún táknar það að ganga inn í trúna - mér finnst nauð- synlegt að trúa, en það fólk sem ekki trúir finnst mér ekkert verra fyrir vikið. En annars væri mér al- veg sama þótt þetta væri aflagt. Það eru ýmsir siðir í kirkjunni, sem eru bara siðir og ekkert bráðnauð- synlegir. Fermingin er einn slíkur siður“. — En þú Anna Þóra — hvers vegna fermist þú? Anna Þóra: „Ég trúi dálítið, en er engin ofsatrúarmanneskja. Ætli ég geri þetta ekki vegna þess að allir aðrir gera þetta - en það er þó ekki eina málið, ég trúi líka á Guð“. - En hvað táknar fermingin? Anna Þóra: „Ja, það er nú það. Ég veit það hreinlega ekki. Ég hef verið að reyna að finna svör við því, en fæ engin, hvorki hjá prest- inum né öðrum. Ég er sammála Immu um það, að maður fær litlar upplýsingar um þctta". I Æfingaskólanum eru 54 börn á fermingaraldri og ætla öll að ferm- Fermingaraldursbörnin ásamt umræðustjóranum Helga Hjörvar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.