Þjóðviljinn - 24.03.1983, Side 20

Þjóðviljinn - 24.03.1983, Side 20
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ] Fimmtudagur 24. mars 1983 Blaklandsleikirnir gegn Færeyingum Torfi Magnússon: „Ætlum að keyra hraðann upp.“ Stúlkurnar allar úr íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Leikmenn Vals og IR: Lofa fjör- ugum úr- slitaleik Úrslitaleikur bikarkeppninnar í körfuknattleik, milli Vals og IR, verður háður í Laugardalshöllinni í kvöld og hefst kl. 20.30. Þetta er lokalcikur keppnistímabils körf- uknattleiksmanna, og má búast við honum fjörugum og skemmti- legum, enda lofuðu leikmenn beggja liða því hátíðlega á blaða- mannafundi í gær. Á undan, eða kl. 19, mætast KR og Njarðvík í úr- slitaleik bikarkeppni kvenna. Gangur leiksins í kvöld ræðst mikið af því hvort lið nær að stjórna hraðanum. „Við ætlum að keyra hraðann upp,“ sagði Torfi Magnússon fyrirliði Vals, „ÍR er það lið í úrvalsdeildinni sem hefur fengið fæst stig á sig í vetur, og er það ekki síst vegna þess hve hægan og rólegan sóknarleik liðið leikur.“ „Við komum til með að leika eins og vanalega,“ sagði Pétur Guðmundsson, risinn í IR-liðinu. „Okkur gengur erfiðlega að ráða við hraða og reynum að halda hon- um niðri. Valsmenn skora mikið úr hraðaupphlaupum og til að varna því, munum við sækja hart fram í að hriða sóknarfráköst undir þeirra körfu. Ég lofa skemmtilegum leik, en það er ljóst að við verðum að spila betur en á meðaldegi til að leggja íslandsmeistara Vals að velli.“ „Valsmenn áttu skilið að hljóta meistaratitilinn," sagði Jim Dool- ey, þjálfari ÍR. „Þeir áttu jafna og góða leiki í úrvalsdeildinni frá upp- hafi til enda, eru í virkilega góðu formi og leikirnir tveir gegn Kefla- vík nú á dögunum voru þeirra bestu í vetur. ÍR hefur farið vaxandi síð- ari hluta mótsins svo það stefnir allt í stórleik." Bæði lið verða með alla sína sterkustu leikmenn og meiðsli setja hvergi strik í reikninginn. Tveir síðari leikir liðanna í úrvals- deildinni í vetur voru hörkuspenn- andi og stórskemmtilegir, þau unnu sinn hvort, og þótt nýkrýndir íslandsmeistarar Vals séu kannski örlítið sigurstranglegir þá hefur komið í ljós síðari hluta vetrar að ÍR getur tekið hvaða íslenskt lið sem er í karphúsið, hvenær sem er. Eins og Valsmennirnir Ríkharður Hrafnkelsson og Kristján Ágústs- son sögðu: „Því fleiri áhorfendur- því skemmtilegri leikur,“ og það er óhætt að mæla með þessari úrslita- viðureign við alla körfuknatt- leiksunnendur; þeir fá vafalaust eitthvað fyrir aurana sína í Höllinni í kvöld. -VS Þrótti, ÍS og UBK Enn sigur hjá Bjarna *■ Bjarni Friðriksson úr Ármanni varö íslandsmeistari í opnum flokki í júdó fimmta árið í röð en keppnin fór fram um síðustu helgi. Bjarni sigraði Kolbein Gíslason, Ármanni, í úrslitaviðureign. Mar- grét Þráinsdóttir, Ármanni, sigraði í opnum flokki kvenna. Þetta var annar hluti íslandsmótsins en sá þriðji fer fram á laugardag. Þá verður keppt í flokkum 17-19 ára, 14-16 ára og þyngdarflokkum kvenna. Enn á bratt- annhjáFram Leynimótinu mikla, fallkeppni 1. deildar karla í handknattleik, var fram haldið í fyrrakvöld. Þar munu Þróttarar hafa sigrað Fram 29-23 og Valsmenn ÍR 34-19. Val- ur hefur því 21 stig, Þróttur 17, Fram 14 en ÍR ekkert. Lokastaðan Lokastaðan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, sem lauk á mánu- dagskvöldið, varð þessi: Valur..........20 15 5 1796-1619 30 Keflavík.......20 14 6 1684-1666 28 ÍR.............20 9 11 1586-1600 18 Njarðvík.......20 8 12 1640-1690 16 KR........... 20 8 12 1694-1775 16, Fram...........20 6 14 1705-1755 12 Kvennalandsliðið í blaki, scm leikur þrjá landsleiki gegn Færey- ingum hér á landi í næstu viku, hef- ur verið valið. Það er alfarið skipað stúlkum úr Þrótti, ÍS og Breiðabliki og þær eru eftirtaldar: Auður Aðalsteinsdóttir, ÍAS Birna Kristjánsdóttir, ÍS Björg Björnsdóttir, Þrótti Hulda Laxdal Hauksdóttir, Þrótti Jóhanna Guðjónsdóttir, Þrótti Málfríður Pálsdóttir, ÍS Margrét Aðalsteinsdóttir, ÍS Oddný Erlendsdóttir, UBK Sigurborg Gunnarsdóttir, UBK Sigurlín Sæmundsdóttir, UBK Þorbjörg Rögnvaldsdóttir, UBK Birna verður einungis með í þriðja leiknum, á miðvikudags- kvölið. Þá verða þær Auður og Margrét hins vegar ekki með, verða flognar til síns heima norður um heiðar. Haraldur Geir ekki með Ein breyting hefur verið gerð á karlaliðinu frá því skipan þess var birt hér í blaðinu á þriðjudag. Hinn hávaxni Haraldur Geir Hlöðvers- son gefur ekki kost á sér og er þar skarð fyrir skildi en í hópinn kemur í staðinn Þórður Svanbergsson, ÍS. Leikið í Keflavík Nú hefur verið ákveðið að lands- leikirnir á þriðjudag fari fram í Keflavík. Það verða fyrstu blak- landsleikirnir sem fram fara í þeirn bæ og hefst kvennaleikurinn kl. 18.30 en karlaleikurinn kl. 20. Á mánudag og miðvikudag verður hins vegar leikið í Hagaskóla í Reykjavík. Sama tímasetning verður á mánudeginum og þriðju- Síðustu leikirnir í 1. deild karla í körfuknattleik fóru fram um helg- ina. Þór frá Akureyri lék tvo leiki sunnan heiða, tapaði 112-59 fyrir Haukum og 107-88 fyrir Grinda- vík. Áður höfðu Grindavíkingar sigrað Skallagrím 102-61. Lokastaðan í deildinni varð þessi: Haukar.......16 14 2 1556-1131 28 Fyrri hluti unglingameistara- móts Islands í badminton fer frain á Akureyri um helgina og verður keppt í flokkum 10-16 ára. Keppni hefst kl. 9 á laugardagsmorgun en úrslitaleikir fara fram á sunnudag kl. 14. Meistaramót íslands verður síð- an haldið í Laugardalshöllinni 9,- deginum en á miðvikudag hefst kvennaleikurinn kl. 17.30, karla- leikurinn kl. 19. -VS IS..............16 11 5 1408-1132 22 ÞÓrAk...........16 10 6 1323-1303 20 Grindavík.......16 5 11 1175-1330 10 Skallagrímur..16 0 16 1007-1563 0 Skallagrímur úr Borgarnesi heldur sæti sínu í 1. deild þar sem liðum verður fjölgað um eitt næsta vetur. Haukar úr Hafnarfirði flytj- ast hins vegar upp í úrvalsdeiidina í fyrsta skipti. 10. apríl. Keppt verður í meistara- flokki, A-flokki, öðlingaflokki og æðstaflokki, í öllurn greinum karla og kvenna ef næg þátttaka fæst. Þátttökugjöld verða kr. 150 í einliðaleik og 120 í tvíliða- og tvenndarleik. Þátttökutilkynn- ingar þurfa að hafa borist BSÍ fyrir 28. mars. Þórsarar töpuðu báðum og lentu i þriðja sæti Unglingamótið i bad- minton á Akureyri Pétur Guðmundsson: „Vörnum hraðaupphlaupum með því að hirða fleiri sóknarfráköst.“ Reynir með nýtt met Reynir Kristófersson setti nýtt íslandmet í 90 kg flokki í lyftingum fatlaðra í Norðurlandamótinu í bogfimi og lyftingum sem fram fór í Finnlandi um helgina. Reynir varð þriðji í 90 kg flokki og lyfti alls 110 kílóum. Elísabet Viljálmsdóttir keppti í bogfimi kvenna og varð í fjórða sæti af tíu keppendum. Rúnar Björnsson keppti í bogfimi karla og varð í þrettánda sæti. Næsta Norðurlandamót í bog- fimi verður haldið hér á landi að tveimur árum liðnum. Aftureld- ing með 5 Badmintonfólk úr Aftureldingu í Mosfellssveit sigraði í fimm flokk- um af sjö á UMSK-mótinu sem haldið var í Garðabæ fyrir skömmu. Jón Björn Friðgeirsson vann í einliðaleik drengja. Jón Gestsson og Marteinn Þórsson í tvfliðaleik drengja, Reynir Ö. Pálmason í ein- liðaleik hnokka, Kjartan Níelsson í einliðaleik karla og þeir Steinar Haraldsson og Kjartan Níelsson í tvfliðaleik karla. Stjarnan úr Garðabæ átti hina tvo sigurvegarana. Þeir voru Krist- björg Jónsdóttir í einliðaleik stúlkna og Kristbjörg og Björg Pálsdóttir í tvíliðaleik stúlkna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.