Þjóðviljinn - 07.04.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.04.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Portúgalir kvarta undan selormi í saltfiski: 1200 tonn af salt- fiski send heim Saltfiskframleiðendum framvegis gert að ormahreinsa allan fisk „Af fram komnum kvörtunum frá portúgölskum matvælayfirv- öldum tókum við' það ráð að kalla aftur þann 1200 tonna farm sem ráðgert var að MS. Suðurland los- aði í Aveiro í Portúgal. Matvælayf- irvöld skoðuðu farminn og báru fram kvartanir, en þó voru Portúg- alarnir fúsir til að taka við farmin- um og þiggja einhverjar skaðabæt- ur. Á fundi hjá SÍF tókum við hins- vegar þá ákvörðun að endurkalla farminn. í dag sendi stjórn SÍF og Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða öllum saltfiskframleiðendum skeyti þar sem farið var fram á við þá að fram- vegis yrði allur orrnur hreinsaður úr fiski sem fer í saltfiskverkun, og gildir þá einu fyrir livaða markað fiskurinn er unninn," sagði Sigurð- ur Haraldsson skrifstofustjóri hjá Sölusambandi íslenskra fiskfram- leiðenda þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á helstu saltfiskmörkuðum okkar - þá, að kaupendur gera.æ ofan í æ athugasemdir við íslcnska salt- fiskinn. Sigurður sagði að portúgalska matvælaeftirlitið hefði aldrei áður gert athugasemd við saltfiskinn vegna selorms (hringorms í sel). Svipaðar kvartanir hefðu þó áður borist frá grískum heilbrigðisyfir- völdum og því væri nú svo komið að róttækra breytinga þyrfti við verkun saltfisks. Sigurður sagði að svipaður kostnaður væri af því, að senda saltfiskfarminn til baka og að láta skoða allan farminn ytra. „Áhættu- þátturinn í þessu máli var það sem réði úrslitum þegar kom að því að taka ákvöröun", sagði Sigurður. Sigurður sagði að selormur í fiski væri vaxandi vandamál í sjávarút- vegi Islendinga, en hvort hann hefði aukist eða ekki á milli ára væri ekki gott að segja. - hól Úthlutað úr Kvikmyndasjóði: _ Nálægt 20 prósent af framleiðslukostnaði Sex leiknar íslenskar myndir fá um það bil 80% af fímm milj- ón króna úthiutun úr Kvik- myndasjóði í ár. Meðal þeirra tvær nýlega frumsýndar: Á hjara veraldar (850 þúsund) og Húsið (350 þús.). Aðrar leiknar myndir sem veitt er fé til eru Einu sinni var, land- námsmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar (850 þúsund), Atómstöðin sem Þorsteinn Jónsson stjórnar, „Skilaboð til Söndru“, sem Guðný Halldórsdóttir, Kristín Pálsdóttir ofl. gera eftir skáldsögu Jökuls Jak- obssonar og gamanmynd sem Jón Hermannsson og Þráinn Bertels- sen eru að gera í Vestmannaeyjum og heitir „Nýtt líf‘ (600 þús. hver mynd). Fjárveiting til Kvikmyndasjóðs hefur hækkað verulega milli ára, en í fyrra var úthlutað úr honum 1,5 miljónum króna. Fram- leiðslukostnaður Á hjara veraldar er gefinn upp um 4 miljónir og fer styrkveiting þá að nema um 20% kostnaðar. 50 þúsund króna styrkir til hand- ritagerðar voru veittir Ágúst Guðmundssyni vegna „Skálda- sögu“ (sem byggð er á þáttum úr Hauksbók), til Lárusar Ymis Ósk- arssonar vegna Fjalla-Eyvindar og Viðars Víkingssonar vegna „Viki- vaka“ (eftir skáldsögu Gunnars Gunnarssonar). Sjö styrkir voru veittir til heim- ildamynda. Myndirnar eru: Mý- vatnseldar (Vilhjálmur Knudsen, 150 þús. kr.), Síldarævintýrið á Djúpavík (Hjálmtýr Heiðdal ofl.), íslenski hrafninn (Valdimar Leifs- son), Saga hvalveiða (Páll Steingrímsson), Miðnesheiði (Sig- urður Snæberg Jónsson) - 75 þús. kr. til hverrar myndar. Línuveiðar frá Vestfjörðum eftir Heiðar Mar- teinsson og mynd um Sigurjón Ólafsson myndhöggvara eftir Þor- stein Ú. Björnsson fá 40 þús. kr. hvor. Þá er um 10% fjárins veitt til kynningar á íslenskri kvikmynda- gerð. Þetta fé gengur m.a. til út- gáfu kynningarbæklings um íslen- skar kvikmyndir á ensku, til að kosta textun og annað vegna þátt- töku á kvikmyndahátíðum. Umsóknir voru alls 42, þar af níu vegna leikinna kvikmynda. - áb Franskir söngvar og matargerð I kvöld hefst frönsk vika á Hótel Luftleiðum. Á meðan á henni stendur skemmtir gestum kunn frönsk söngkona, Yvonnc Germa- in, en hún hefur víða farið með franska söngva og harmonikuspil. Frægur matreiðslumeistari, Jean Louis Tavernier, verður eldhús- meistari frönsku vikunnar og mun einnig standa að kynningu á franskri matargerð fyrir áhugafólk. Hann hefur m.a. komið fram í mat- argerðarþáttum sjónvarpsins franska. Framkvæmdastofnun ríkisins auglýsir Út hafa verið gefin eftirtalin rit: 1) „ÍBÚÐASPÁ TIL ÁRSINS 1990“. Fjallað er ýtarlega um húsnæðismarkað hér- lendis, fjármunamyndun, íbúðabyggingar og fjármögnun þeirra. Ennfremur er í ritinu yfirlit yfirþróun mannfjöldans, búferlaflutningao.fl. Loks er frameikningur mannfjöldans til ársins 1990 og byggingarþörf í samræmi við niður- stöður og tölfræðileg athugun á fjármuna- myndun í íbúðarhúsnæði. 2) „MANNAFLI VIÐ VIRKJANAFRAM- KVÆMDIR“. Lýst er rannsókn á mannafla við Hrauneyjarfossvirkjun, fjölda manna við störf og starfstéttum. Könnuð eru staðbundin áhrif framkvæmdanna í Rangárvallasýslu. Niður- stöður eru síðan notaðar sem grundvöllur spár um vinnuaflsþörf og áhrif Blönduvirkj- unar. 3) „VINNUMARKAÐURINN 1981“. Fjallað er um mannafla og tekjur á landinu öllu og í landshlutum 1980-1981, mannafla og tekjur eftir atvinnuvegum sömu ár og lýst atvinnuþátttöku á árinu 1981. Rit þessi fást keypt í húsi stofnunarinnar, Rauðarárstíg 25, 3. hæð og kosta 40 kr. og 50 kr. Framkvæmdastofnun ríkisins Áætlanadeild Rauðarárstíg 25 105 Reykjavík. - OpU fri kl. 8-S alla virka daga og 8—12 alla laugardaga. Simtvari aHa aðra tíma. Sævar Geirdal: Hvetjið alla þá sem hugsanlega verða utan heimilis á kjördag til að kjósa strax og látið vita um alla þá sem mögulega eru ekki á kjörskrám. Verður þú ekki heima á kjördag? Kj óstu þá strax „Við lcggjum höfuðáhcrslu á að allir þeir sem eiga rétt til að vera á kjörskrá séu þar inni og að þeir nýti sér þann rétt til fullnustu“, sögðu starfsmenn utankjörstaðaat- kvæðagreiðslu Alþýðuhandalags- ins, þeir Gunnar Gunnarsson og Sævar Geirdal er Þjóðviljamenn litu við í kosningamiðstöð flokksins í gær. „Það er því miður of algengt að fólk áttar sig ekki á því að það verð- ur fjarverandi á kjördag og því vill verða mikil örtröð á utankjörstaði síðustu dagaria fyrir hinn almenna kjördag 23. apríl. Við hvetjum því alla til að láta okkur vita um vini, kunningja og vinnufélaga, sern hugsanlega verða fjarverandi á kjördag", sögðu þeif félagar einn- *g- Þjónusta Alþýðubandalagsins vegna utankjörstaðaatkvæða- greiðslunnar er í kosningamiðstöð- inni að Hverfisgötu 105 og þar eru veittar upplýsingar um kjörskrá og aðstoð veitt við kjörskrárkærur, milligöngu um atkvæðasendingar og fleira. Þess má geta að á morg- un, föstudaginn 8. apríl rennur kærufrestur út en eftir það eru möguleikar á að kæra menn inn á kjörskrá með dómi. Símarnir hjá þeim Gunnari og Sævari eru 11432 og 19792. -v. SVARTAHAFSSTRÖNDIN - BÚLGARÍA ÁGÆTAR FERÐIR - ÁGÆTT VERÐ THvaHnn stadur til orlafs hvort haldur er fyrlr böm aOa fullorOna. Sól- akkt öruggt, loftslag mUt. Þjónusta og hótef égmt. MatarrmOar sem hmgt er mO notm i Okum vaftingaatOOmm tif mO keupm met og vin. Alþfáotagir og 6úfgarskir rOttír. Imngar og brolOmr baOstrendur meO hvtíum smndi. Sjórinn tmr og hreinn. Skemmtanekf fjöibreytt. SkaOun- erferöir um kmdfO og sigiing tP IstanbuL 00% uppbót í ferOamanna- gtaUeyri. Hótel og sumarhús ú Gullnu ströndhtnl. Lúxushóteiiö Vama i Vináttuströndinni. Bameofslittur 2—12 ira. Sendum bmklinga og verO- lista. Ferðaskrífstofa Kjartans He/gasonar Gnoðarvogi 44 Reykjavík Sími 86255

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.