Þjóðviljinn - 07.04.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.04.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. aprfl 1983 Opið hÚS í kosningamiðstöð Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi og 1. deild Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík gangast fyrir opnu húsi í kosningamiðstöð Alþýðubandalagsins að Hverfis- götu 105, fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.30. Gestir kvöldsins: Elsa Kristjánsdóttir og Svava Jak- obsdóttir. tlndirbúningsnefndin ÚTBOÐ =|= Tilboð óskast í að leggja hitaveitu í Selás 6. áfanga fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3 Reykjavík, gegn 3000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 20. apríl 1983 kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Sex prestaköll laus til umsóknar Að venju auglýsir Biskup íslands á vordögum þau prestaköll sem þjónað er af settum prestum svo og prestaköll sem laus hafa orð- ið vegna mannaskipta. Nú eru auglýst fimm prestaköll laus til umsóknar auk embættis farprests. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 1983. 1. DJÚPAVOGSPRESTAKALL í AUSTFJARÐAPRÓFASTSDÆMI Þar hefur séra Jón ísfeld annast þjónustu L vetur sem settur prestur, eftir að séra Trausti Pétursson fékk lausn frá embætti vegna aldurs. í prestakallinu eru fjórar sóknir, Djúpavogs- Beruness- Berufjarðar og Hofs- sóknir. Prestakallið veitist frá 1. júní. 2. HÓLMAVÍKURPRESTAKALL, HÚNAVATNSPRÓFASTSDÆMI Þar eru fimm sóknir Kaldrananess- Drangsness- Staðar- Hólmavíkur- og Kolla- fjarðarsóknir. Er sr. Andrés Ólafsson lét af prestsstarfi eftir áratuga þjónustu í presta- kallinu, hefur sr. Ingólfur Astmarsson gegnt þar þjónustu sem settur prestur. Prestakallið veitist frá 1. júlí. 3. HRÍSEYJARPRESTAKALL, EYJAFJARÐARPRÓFASTSDÆMI Þar hefur þjónað um skeið sr. Sigurður Arn- grímsson sem vígðist þangað sem settur prestur. Ásamt Hríseyjarsókn er Stærri Ár- skógssókn í prestakallinu sem veitist frá 1. júní. 4. SAUÐLAUKSDALSPRESTAKALL í BARÐASTRANDARPRÓFASTSDÆMI Þetta prestakall hefur verið prestslaust um skeið en nýtur nágrannaþjónustu prófastsins sr. Þórarins Þór. í því eru Sauðlauksdals-, Saurbæjar- Brjánslækjar- Haga- og Breiða- víkursóknir. Það veitist frá 1. júní. 5. MÆLIFELLSPRESTAKALL í SKAGAFJARÐARPRÓFASTSDÆMI Sr. Ágúst Sigurðsson sem þar hefur þjónað undanfarið hefur nú verið skipaður prestur íslendinga í Danmörku. í prestakallinu sem veitist frá 15. júní eru fjórar sóknir, Mælifells- Reykja- Goðdala og Arbæjarsóknir. 6. EMBÆTTI FARPRESTS ÞJÓÐKIRKJUNNAR er einnig laust til umsóknar. Því hefur gegnt sr. Jón Ragnarsson sem nú hefur verið kjör- inn sóknarprestur í Bolungarvík. Embætti farprests veitist frá 1. maí. Sigurmundur Gíslason fyrrverandi deildarstjóri Fœddur 22. febrúar 1913 - % Dáinn 29. mars 1983 m I í dag kveðjum við Sigurmund Gíslason, fyrrverandi deildarstjóra við tollgæsíuna í Reykjavík. Sigurmundur var fæddur 22. febrúar 1913, sonur Gísla Guðmundssonar, verkstjóra hjá Reykjavíkurborg, og konu hans Guðrúnar Einarsdóttur. Veturinn 1930-31 var hann við nám í Héraðsskólanum að Laugar- vatni. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla fslands vorið 1933. Sama vor eða þann 10. maí hóf Sigurmundur störf við tollgæsluna í Reykjavík, þá tvítugur að aldri. Með ráðningu Sigurmundar og starfsfélaga hans, Sigurðar heitins Sigurbjörnssonar, hófst nýr þáttur í starfssviði tollgæslu hérlendis. Það var upphafið að starfsemi deildar, sem í daglegu tali er nefnd vöruskoðun. Þegar tímar liðu, skiptust störf- in. Vörur eru fluttar á milli landa ýmist í frakt eða pósti. Sigurmund- ur gerðist yfirmaður tollafgreiðslu í pósti. Um áratugi stjórnaði hann þeirri deild tollgæslunnar. Starfið. tók ekki til Reykjavíkur einnar, heldur til landsins alls. Örari samgöngum landa á milli fylgdi fjölþjóðleg samvinna í tolla- málum, m.a. i flokkun vara. Sigur- mundur var á meðal þeirra fyrstu, sem falið var að kynnast flokkun- arreglum Tollsamvinnuráðsins, en það var stofnað af Efnahags- og framfarastofnun Evrópu árið 1950. í þessu skyni dvaldi Sigurmund- ur ásamt tveimur starfsfélögum öðrum um tíma í Danmörku síðla árs 1962. Ný tollskrá, sem grund- völluð var á flokkunarreglum Toll- samvinnuráðsins, var samþykkt á Alþingi vorið 1963. Sigurmundur var á meðal þeirra, sem tóku að sér að leiðbeina öðr- um starfsfélögum í notkun hinna nýju reglna. Hann var einnig á meðal fyrstu kennara við Tollskóla ríkisins. Störf Sigurmundar í þágu toll- gæslunnar kröfðust bæði reynslu og þekkingar. Traust stjórn, virðu- leg framganga og ljúfmannlegt við- mót hans í starfi, skipuðu honum um langan aldur virðingarsess á meðal kunnugra, jafnt utan stofn- unar sem innan. Mörg eru þau vandamál, sem Sigurmundur leysti af festu og ör- yggi hins reynda tollmanns. Sá sem þessar línur ritar minnist með þakklæti leiðbeininga hans og vin- áttu, sem aldrei bar skugga á. Nú er að baki nærfellt hálfrar aldar farsæll starfsferill. Á sjötugs- afmæli Sigurmundar 22. febrúar sl. lýsti hann fyrir gestum sínum starfsaðstöðunni, sem þeir frum- herjarnir áttu við að búa í byrjun. Sú lýsing var bæði fræðandi og eftirminnileg. Um síðustu áramót sagði Sigur- mundur deildarstjórastarfinu lausu, þá á sjötugasta aldursári. Hann vann þó áfram hluta úr degi. Sigurmundur varð' frumherji á öðru sviði á meðal tollvarða. Þann 8. desember 1935 af Tollvarðafélag íslands stofnað. Stofnendur voru 13 tollverðir í Reykjavík og var Sigurmundur þeirra á meðal. Af þessum 13stofnendum eru lOfalln- ir frá en 3 hættir störfum fyrir aldurs sakir. Sigurmundur var alla tíð virkur í félagsstarfi Tollvarðafélagsins og oft kjörinn til trúnaðarstarfa fyrir það. Hann var félagslyndur að eðlisfari og vildi treysta samtaka- mátt manna í baráttunni fyrir góð- um málum og réttlæti á vettvangi samfélagsins. Söngrödd hafði Sigurmundur góða. Hann var lengi virkur kórfé- lagi í Fóstbræðrum og var vinsæll og virtur á meðal kórfélaga. Um miðjan sl. mánuð lagðist Sigurmundur á Borgarspítalann. Þar andaðist hann að morgni 29. mars. Með Sigurmundi Gíslasyni er horfinn af sjónarsviði mikilhæfur drengskaparmaður, sem tollverðir munu lengi minnast með virðingu og þakklæti. Við vottum eftirlifandi eigin- konu hans, frú Sæunni Friðjóns- dóttur, börnum þeirra, Úlfi, Stef- áni Gísla og Margréti Rún, svo og öðru skyldfólki dýpstu samúð. Jón Mýrdal. Hörður Askelsson heldur orgeltónleika á Akureyri og í Köln Hörður Áskelsson orgelleikari heldur tónleika í Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Á efnisskránni vcrða verk eftir Cesar Franck, Oliver Messiacn, Pál ísólfsson, Þorkel Sigurbjörns- son og flytjandann, Hörð Áskelsson. Hörður hefur þegið boð um að halda tónléika við Postulakirkjuna í Köln í Þýskalandi og leikur hann þar sömu tónverkin og á Akureyri einni viku síðar. Orgel Akureyrarkirkju er stærsta pípuorgel landsins og kemst næst þeini orgelum, sem Hörður mun leika á í Þýskalandi. Það, og að Hörður er fæddur og uppalinn á Akureyri, ræður vali á Akureyrarkirkju fyrir tónleikana. Á þeim fjórum aðaltónleikum, sem organistum er boðið að halda í Þýskalandi, leika auk Harðar þeir Rudolf Heinemann og Michael Schneider, báðir heimsþekktir. Það er því mikill heiður fyrir Hörð að hafa fengið þetta tilboð frá Köln. Hörður hóf orgelnám við Tón- listarskólann á Akureyri, hjá Gígju Kjartansdóttur, lauk tónkennara- prófi við Tónlistarskólann í Reykjavík og ári síðar B-lokaprófi í orgelleik. Var Marteinn Hunger Friðriksson kennari hans þar. Síð- an stundaði Hörður framhaldsnám við tónlistarháskólann í Dússeldorf í Þýskalandi og lauk þaðan æðsta prófi í kirkjutónlist og orgelleik vorið 1981, og með hæsta vitnis- burði, sem veittur er við skólann, meðaleinkunn A úr öllum grein- um. Hörður starfaði svo eitt ár við helstu tónlistarkirkjuna í Dússel- dorf, Neanderkirkjuna, og auk einleiks á orgel flutti hann þar sem stjórnandi nokkur stór verk fyrir kór og hljómsveit. Hörður er nú organisti við Hall- grímskirkju og var aðalhvatamað- Hörður Áskelsson í Diisseldorf 1981. ur áð stofnun listvinafélags við kirkjuna, sem stendur að flutningi og sýningu kirkjulegrar listar. Þá hefur hann og stofnað mót- ettukór við kirkjuna, sem flutt hef- ur tónlist við ýmis tækifæri. Hann hefur verið aðstoðarstjórnandi Pólýfónkórsins og var aðalstjórn- andi hans á síðustu jólatónleikum. Hann hélt orgeltónleika í boði dómkirkjunnar í Þrándheimi á tónlistarhátíð þar árið 1982 og lék á Spáni á sl. sumri. -mhg Tónleikar í meimingar- íniðstöðinni í Breiðholti Jónas Ingimundarson píanó- lcikari, Gunnar Björnsson selló- leikari og Ágústa Ágústsdóttir sópr- ansöngkona halda tónleika í menn- ingarmiðstöðinni í Breiðholti í kvöld, fimmtudag. Hefjast tónleikarnir kl. 21. í menningarmiðstöðinni í Breiðholti hefur skapast ný og bætt aðstaða fyrir tónlistarmenn á Reykjavíkur- svæðinu. Á sunnudaginn mun svo Kamm- ersveit Reykjavíkur halda tónleika í menningarmiðstöðinni. Fleiri tónleikar eru fyrirhugaðir í apríl- mánuði. Jónas Ingimundarson píanóleikari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.