Þjóðviljinn - 07.04.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.04.1983, Blaðsíða 9
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. apríl 1983 „í samskiptum og samningum iðnaðarráðherra, Hjörleifs Guttormssonar, við álhringinn hefur komiðfram að fulltrúar hans eru ósveigjanlegir í viðskiptum. Gegn þeirri óbilgirni þurfa Islendingar að sýna órofa samstöðu“. „Ef íslendingar f allast fyrirf ram á stækkun áiversins og fá svo ekki þá raf- orkuverðshækkun sem þeim er nauðsynleg, mun raforkuverðtil almennings enn hækka verulega með nýjum og dýrari rafvirkjunum“. Þverbrestir í íslenskri þjóðarsál Helgi J. Halldórsson skrifar „Pegar býður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál. “ Þannig orti Einar Benediktsson forðum um Breta meðan veldi þeirra var hvað mest. Því miður er víst ekki alltaf hægt að heimfæra þessi orð upp á Islendinga. Það sannast átakanlega um þessar mundir. Smáþjóð verður ævinlega að vera við því búin að sækja rétt sinn og verja, verja sjálfstæði sitt. Á næstliðnum árum tókst íslend- ingum að fá viðurkenndan rétt sinn til fiskimiðanna í kringum landið. Það kostaði harðfylgi og til þess þurfti þjóðareiningu. Nú er önnur auðlind íslendinga í hættu, orkan frá fallvötnum landsins. Árið 1966 voru íslendingar svo óheppnir, mér liggur við að segja misvitrir að semja um sölu á veru- legum hluta þessarar orku á lágu verði föstu til 25 ára. Ég á hér að sjálfsögðu við orkusölusamninginn við Álverið í Straumsvík. Það er ástæðulaust að þrátta um ástæðuna fyrir þessari óhagstæðu samnings- gerð, en meginástæðan mun hafa verið sú að þeir sem þá réðu ferð- inni trúðu því að íslendingar væru að missa af strætisvagninum, ná væri hver síðastur að selja raforku úr fallvötnum, kjarnorkan væri að taka við. Nú hefur það gerst vegna verðþróunar á orku að undanförnu að samningur þessi, sem engan veginn var hagstæður í upphafi, er orðinn svo óhagstæður að við neyðumst til að selja helming raf- orku okkar til erlendrar stóriðju fyrir 1/3 þess sem kostar að fram- leiða hana. Mismuninn verða ís- lendingar sjálfir að greiða með sí- hækkandi raforkuverði til almenn- ingsnota. Veila í þjóöarsál Mesta hagsmuna- og sjálfstæðis- mál íslendinga um þessar mundir er að fá raforkuverðið til Álversins í Straumsvík hækkað verulega. En þá gerast furðulegir hlutir. Þegar iðnaðarráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson, hefur af frábærum dugn- aði hafið þá sókn með aðstoð hinna færustu sérfræðinga innlendra og erlendra og jafnframt með aðstoð erlends endurskoðunarfyrirtækis fengið upplýst að Álverið hefur reiknað sér hráefnisaðföng á óeðli- lega háu verði til að fela dulinn hagnað, þá gerast þau firn að for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins í stað þess að styðja ráðherrann í þessu hagsmunamáli íslendinga snúast gegn honum, samanber um- ræður á Alþingi utan dagskrár og ummæli íMorgunblaðinu. Þarhafa verið fremstir í flokki formaður flokksins, formaður þingflokksins og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. Það er ekki ónýtt fyrir hinn erlenda samningsaðila að eiga sér slíka stuðningsmenn hér innan- lands. í stað þess að styðja ráðherrann og hvetja til þjóðarsamstöðu heitir það í fyrirsögn á forystugrein í Morgunblaðinu 5. mars: „Þjóðar- samstaða gegn Hjörleifi". Það er ekki við því að búast að hinn er- lendi aðila sé fljótur til samninga þegar hann skynjar svona veilu í þjóðarsál íslendinga. Tveim dögum áður en þessi for- ystujrein birtist í Morgunblaðinu flokkum mislíkaði í málsmeðferð Hjörleifs Guttormssonar? Svo virðist sem það hafi einkum verið höfðu og þau tíðindi gerst að full- trúar Sjálfstæðisflokksins, Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins í atvinnumálanefnd Alþingis höfðu sameinast um að leggja til að skipuð yrði ný samninganefnd um álmálið og yrði hún ekki undir for- ystu Hjörleifs Guttormssonar, iðn- aðarráðherra. Þeir sem samþykktu þá tillögu voru: Eggert Haukdal, Friðrik Sófusson, Halldór Ás- grímsson, Jón Baldvin Hannibals- son, Ólafur Þórðarson og Sverrir Hermannsson. Hvað var það svo sem þessum tvennt: 1 fyrsta lagi að hann skyldi halda til streitu að fá greiddan við- bótarskatt vegna dulins hagnaðar í stað þess að láta sér nægja að fá aðeins einhverja hsekkun á raforku- verðinu. í öðru lagi að hann skyldi ekki vilja samþykkja kröfu Alusuisse um stækkun álversins áður en gengið yrði til samninga. Um fyrra atriðið er það að segja að ekki væri amalegt fyrir þá sem skjóta undan skatti ef slík undan- skot yrðu almennt viðurkennd gegn annarri smávegis þóknun. Högg á pólitískan andstæöing Hitt er þó alvarlegra. Ef íslend- ingar fallast fyrirfram á stækkun álversins og fá svo ekki þá raforku- verðshækkun sem þeim er nauð- synleg, mun raforkuverð til al- mennings enn hækka verulega með nýjum og dýrari rafvirkjunum. En hvað veldur því að svo illa tekst til um þjóðarsamstöðu? Ástæður munu líklega einkum tvær. í fyrsta lagi hefur skapast sú venja með þessu fyrirkomulagi um meirihlutastjórn að stjórnarand- • staða er ævinlega andvíg því sem stjórnin gerir og reynir að torvelda framgang þess. Á þetta við bæði Fimmtudagur 7. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 um borgarstjórn og ríkisstjórn. Þetta kom einna átakanlegast fram í átökunum um bráðabirgðalög nú- verandi ríkisstjórnar. Stjórnarand- staðan lýsti strax í upphafi and- stöðu við þau og hamraði á þeirri skoðun sinni langan tíma þar til hún að lokum hleypti þeim í gegn með hjásetu af því að hún óttaðist að annað mundi mælast illa fyrir hjá stuðningsmönnum sínum. í öðru lagi eru menn í álmálinu að reyna að koma höggi á pólitískan andstæðing þó að þessi aðferð verði að teljast harla undarleg. Én það eru aðrir þættir í þessu máli og þeir eru ennþá alvarlegri. Það eru þverbrestir í þjóðarsálinni. Með þjóðinni eru öfl sem framar öllu dá auðinn og það vald sem hann veitir. Þessi öfl finna til al- þjóðlegrar samkenndar og hefur svo ævinlega verið. Þessi öfl er einkum ingu til þeirra sem eru kunnugir íslenskri sögu að fornu. Er ekki staða Geirs Hallgrímssonar í nú- tíma þjóðfélagi íslensku að ein- hverju leyti áþekk stöðu Gissurar Þorvaldssonar í íslensku þjóðfélagi á 13. öld? Er ekki að finna svipaða eðlisþætti hjá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og Þorgilsi skarða? Og oft hafa mér þótt koma fram svipaðir eðlisþættir hjá Framsókn- arflokknum og Hrafni Oddssyni sem dokaði við þegar hinir áköf- ustu gerðust handgengir Noregs- konungi en kom svo í humátt á eftir. Ég held að taki ekki að leita að hliðstæðum við Alþýðuflokk- inn. í umræðum á Alþingi um ál|- |málið hafði einn í þeim flokki helst tilmálanna |að leggja |áhyggjur af þeim kostnaði sem það hefur haft í för með sér að fjölfalda þau gögn sem iðnaðarráðherra hefur aflað til „Er ekki staða Geirs Hallgrímssonar í nútíma þjóðfélagi islensku að ein- hverju leyti áþekk stöðu Gissurar Þorvaldssonar í íslensku þjóðfélagi á 13. öld? Er ekki að finna svipaða eðlisþætti hjá Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni og Þorgilsi skarða?“ að finna meðal ráðandi manna í Sjálfstæðisflokknum þó að þeir geri sér sennilega ekki grein fyrir því sjálfir og þaðanaf síður fylgis- menn þeirra. Þetta veldur því að Sjálfstæðisflokknum hættir til að taka afstöðu með erlendu valdi gegn íslenskum hagsmunum. Þetta kom að nokkru fram í landhelgis- málinu. Þegar íslendingar börðust fyrir stækkun landhelgi sinnar á sínum tíma var ekki einungis að Sjálfstæðisflokkinn brysti framsýni og kjark til að hafa forystu í því máli heldur var síður en svo að mál- gagn flokksins, Morgunblaðið, væri sókndjarft fyrstu ár barátt- unnar meðan hún var hörðust og tvísýnust. Það þýðir ekkert að and- mæla þessu. Morgunblaðið er til frá þessum tíma og nú eru til ljósrit- unarvélar þannig að auðvelt er að rifja upp þessa sögu ef menn eru búnir að gleyma henni. Baráttan var að sjálfsögðu hörðust meðan verið var að stækka fiskveiðiland- helgina úr fjórum mílum í tólf og tólf í fimmtíu. Á þeim árum höfðu aðrir en Sjálfstæðisflokkurinn for- ystu í því máli. Giftudrýgst var for- ysta Lúðvíks Jósepssonar sem þá var sjávarútvegsráðherra. Hvernig hefði farið þá ef landhelgismálið hefði verið tekið úr höndum Lúðvtks Jósepssonar og jrjóðar- samstöðunni sundrað eins og menn vilja nú taka álmálið úr höndum Hjörleifs Guttormssonar? Færslan í 200 tnílur var í rauninni aðeins formsatriði þegar búið var að ryðja brautina. Að dá auðinn og valdið Ég sagði áðan að samkennd þeirra sem dá auðinn og valdið væri alþjóðleg og hefði alltaf verið. Fróðlegt væri að huga nánar að þessu en er ekki kostur í stuttri blaðagrein. Ég varpa aðeins spurn- að styrkja málstað Islendinga. Það er dýrt að vera sjálfstæður en þó dýrara að vera ósjálfstæður því að sjálfan sig selur enginn nema með tapi. Freistandi væri að ræða nokkuð almennt um erlenda stóriðju og fjölþjóðafyrirtæki. Af þeim málum hafa íslendingar nú fengið nokkra reynslu og er hún miður góð. Þó getur hún sennilega orðið ennþá verri. Lærdómsríkt væri ef einhver fróður maður gerði okkur grein fyrir því hvernig þessum málum er háttað t.d. í Mið- og Suður- Ameríku þar sem umboðsmenn er- lendra auðhringa halda öllu mann- lífi í heljargreipum undir verndar- vængi stóra bróður í norðri sem tel- ur sig hafa þar hagsmuna að gæta. Órofa samstaða nauðsyn í samskiptum og samningum iðnaðarráðherra, Hjörleifs Gutt- ormssonar, við álhringinn hefur komið fram að fulltrúar hans eru ósveigjanlegir í viðskiptum. Gegn þeirri óbilgirni þurfa íslendingar að sýna órofa samstöðu. Þess vegna er ákaflega alvarlegt hvernig stjórnmálamenn okkar hafa brugð- ist í þessu máli með því að snúast gegn þeim sem fastast hefur staðið í ístaðinu. Nú þurfa þeir sérfræðing- ar, sem dyggilegast hafa stutt iðn- aðarráðherra í baráttu hans fyrir rétti íslendinga, að láta til sín heyra. Allur almenningur þarf að koma vitinu fyrir misvitra stjórn- málamenn. Ég skora á kjósendur í Austurlandskjördæmi að gera hlut Hjörleifs Guttormssonar sem mestan í komandi kosningum, með því geta þeir sýnt að þeir kunna að meta það sem vel er gert í þágu íslands og refsað þeim sem bregð- ast íslenskum hagsmunum á ör- lagastundu. Helgi J. Halldórsson. Eins og flestum er kunnugt, hef- ur kvennaathvarf verið starfrækt hér á höfuðborgarsvæðinu í nær fjóra mánuði. Að athvarfinu standa Samtök um kvennaathvarf, sem stofnuð voru 2. júní sl. og hafa að markmiði „að koma'á fót og reka athvarf, annars vegar fyrir konur og börn þeirra, þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs of- beldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna, og hins vegar fyrir konur, sem verða fyrir nauðgun“. (Úr 3ju gr. laga Sam- taka um kvennaathvarf). Kvennaathvarfið var síðan opn- að 6. desember sl. og eftir þriggja mánaða rekstur birtu samtökin fyrstu uppiýsingarnar um fjölda þeirra kvenna, sem til athvarfsins leituðu á tímabilinu. Niðurstöður komu mörgum á óvart. 34 konur og 31 barn höfðu þurft að flýja heimili sín vegna ofbeldis og að jafnaði dvöldust 3 konur og 4 börn í at- hvarfinu á dag. Þessar tölur sýna ljóslega að þörfin var aðkallandi og á næstu vikum munu samtökin leggja allt kapp á að tryggja sér framtíðarhúsnæði, en rekstur at- hvarfsins fer nú fram í leiguhús- næði, sem samtökin missa í maí nk. Tölulegum upplýsingum um starfsemi athvarfsins fylgdu einnig þær orsakir helstar, er voru fyrir komu kvennanna. Langvarandi of- beldi, andlegt og líkamlegt, var þar Kvennaathvarf Kemur það börnum við? nefnt og að auki morðhótanir svo og ofbeldi gegn börnum. Þessar upplýsingar eru uggvænlegar staðreyndir, sem enginn getur litið fram hjá. Fjöldi kvenna býr við ofbeldi - barsmíðar og skelfingu á eigin heimilum. Fjöldi kvenna verður að flýja heimili sín og leita skjóls' og verndar. Þessar konur eiga sín börn, sem alast upp við sama of- beldi og skelfingu. Þannig hefur rekstur kvennaathvarfsins sýnt fram á það að börn í okkar samfé- lagi búa við andlegar og í sumum tilvikum líkamlegar misþyrmingar, þó enginn geti sagt um, í hversu miklum mæli það eigi sér stað. Því kemur kvennaathvarf börnum við og á sania hátt kemur starfsemi at- hvarfsins okkur öllum við. Börn hvers samfélags eru fram- tíðin og því er uppeldi ekki einka- mál hvers og eins. Lagasetning um vernd barna og unglinga segir sína sögu um ábyrgð hins opinbera, sem ber að grípa inn í, ef börn búa við ófullnægjandi uppeldisaðstæður. Á sama hátt er ábyrgð okkar allra lögfest, því okkur ber skylda til að tilkynna réttum aðilum s.s. barna- verndarnefnd, um allt það, er okk- ur virðist standa uppvexti og þroska barna fyrir þrifum. Nú stöndum við berskjölduð frammi fyrir þeim skelfilega harmleik að börnin okkar alast upp í skugga of- beldis. Hvað hefur brugðist? Hví hefur svo lítið heyrst um ofbeldi á heimil- um - og áhrif þess á börn? Er hér um að ræða feimnismál okkar tíma, leyndarmál, sem ekki má minnast á? Og hvern er verið að vernda? Rétt er að líta nánar á þátt barn- anna sem þolenda í ofbeldi á heimilum. Forsenda þess að börn vaxi upp sem heilsteyptar og ham- ingjusamar mannverur er að þau myndi eðlileg tilfinningatengsl og fái traust á uppalendum sínum. Jafnframt þurfa þau að öðlast Margrét Pála Ólafsdóttir forstöðu- maður í Steinahlíð er varaformað- ur Fóstrufélags íslands. Margrét Pála skipar 12. sæti G-listans við komandi alþingiskosningar. grundvallaröryggi í sínu nánasta umhverfi. Á þessum grundvelli móta þau sjálfsmynd sína, sem þó verður í sífelldri þróun, en fyrsta upplifun barnsins af sjálfu sér og umhverfinu skiptir verulega miklu máli fyrir áframhaldandi þroska þess. Þannig má segja að reynsla barnsins af sínum nánustu og um- hverfinu leggi þann grunn, sem barnið mun byggja á allt sitt lff. Öll viljum við að börn, börn okkar allra, fái sem best tækifæri til að rækta sitt andlega og líkamlega at- gervi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Þau þarfnast stuðnings og okkar er að skapa þeim tækifæri. Því getum við ekki firrt okkur ábyrgð og horft aðgerðarlaus á það að börn búi við uppvaxtarskilyrði þar sem bar- smíðar og misþyrmingar viðgang- ast og skelfing og ótti marka bernsku þeirra. Það er mikið ábyrgðarleysi að láta ofbeldi á heimilum liggja í þagnargildi í stað þess að veita kon- um og börnum raunhæfa aðstoð og vernd. Nær væri að stuðla að op- inni umræðu, er miðaði að því að útrýma ofbeldi gegn konum og börnum. Starfsemi kvennaat- hvarfsins er aðeins leið að því endanlega marki, en þeirri leið verður að halda opinni. Það gerum við með þátttöku í átaki Samtaka um kvennaathvarf dagana 8. og 9. apríl, sem miðast að fjársöfnun til húsakaupa. Þannig getum við tryggt framtíð athvarfsins. 3. apríl 1983. Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra. „Þvígetum við ekkifirrt okkur ábyrgð og horft aðgerðarlaus á það að börn búi við uppvaxtarskilyrðiþarsem barsmíðar og misþyrmingar viðgangast og skelfing og ótti marka bernsku þeirra. “

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.