Þjóðviljinn - 07.04.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.04.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fiinnitudagur 7. apríl 1983 Alþjóða heilbrigðisdagurinn 1983 er í dag „Heilbrigði fyrir alla árið 2000” er markmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag er Alþjóðaheilbrigðis- dagurinn, sem haldinn er árlega 7. apríl í því skyni að vekja athygli á nauðsyn átaks til betra og heilbrigðara lífs. Þessi dagur er að sjálfsögðu haldinn við mjög mis- munandi aðstæður í löndum heimsins, en engu að síður er dag- urinn helgaður sama málefni hvarvetna. íslendingum er sjálfsagt í fersku minni að árið 1982 var helgað mál- efnum aldraðra og áður hefur mál- efnum fatlaðra verið sérstakur gaumur gefinn í tilefni alþjóðaheil- brigðisdagsins. Á þessu ári hafa aðildarþjóðir Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar ákveðið að taka sérstaklega til meöferðar stefnu- mótun í heilbrigðismálum til ársins 2000. Hefur Alþóðaheilbrigðisstofn- unin ákveðið að beina athygli fólks að markmiði stofnunarinnar um „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Forsaga þessa markmiðs er í stuttu máli, að Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin og barnahjálp Sameinuðu þjóðanna héldu sameiginlega ráðstefnu áriö 1978. Sú ráðstefna samþykkti yfirlýsingu sem nefnd er ALMA-ATA yfirlýsingin. í henni segir að almenn heilsugæsla sé lyk- ill að átaki í heilbrigðismálum fyrst og fremst í þróunarlöndum. í fram- haldi af þessari ályktun hefur Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin mótað stefnuna í heilbrigðismálum til aldamóta og er almenn heilsugæsla og þáttur einstaklingsins sjálfs í heilsuvernd talin mikilvægust. Þegar rætt er um heilbrigðismál á svo breiðum grundvelli er þess að gæta, aö grundvallarheilbrigðis- vandamál fátæks þróunarlands er oft skortur á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Þar af leiðandi eru sjúkdómar í meltingarfærum og hvers konar smitsjúkdómar landlægir. Við slíkar aðstæður þarfnast mannslíkaminn vatns sem oftast er mengað. Þetta er orðið að hringrás þar sem lyf koma að tak- mörkuðu gagni. Fyrir okkur á Is- landi er þetta ákaflega framandi. Við búum við gnægð af hreinu vatni og góðar vatnsveitur og all- góð skolpkerfi. Markmiðin í heilbrigðismálum til næstu aldamóta hefur einnig borið á góma á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hefur á- lýktað að umbætur í heilbrigðis- málum sé mikilvægur hlekkur í fé- lagslegri og efnahagslegri þróun í heiminum. Allsherjarþingið hefur því beint því til Alþjóðabankans og Þróunarsjóðs S.Þ. að sinna heilbrigðismálum sérstaklega og þá einkum verkefnum sem lúta að vatnsöflun og bættri hreinlætisað- stöðu í þriðja heiminum. Jafnframt hafa þessar peningastofnanir feng- ið sérstök fyrirmæli um að styrkja rannsóknir á hitabéltissjúkdómum og eflingu bólusetninga og dreif- ingar á nauðsynjalyfjum. Með þessum yfirlýsingum og aðgerðum af hálfu Sameinuðu þjóðanna er í raun viðurkennt að heilbrigðismál, hvort sem er innan einstakra landa eða í alþjóðlegu samhengi, ber að skoða sem hluta að stærri heild. Viðunandi heilbrigðisþjónusta er forsenda fyrir félagslegum og efnahags- Iegum framförum og er þar af leiðandi órofa hluti af þróun og framförum hvers lands. Hvernig snertir markmiðið „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“ okkur íslendinga? Erum við ekki langt komin með að leysa öll helstu vandamál með byggingu nýrra sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, heilsugæslustöðva, dvalarheimila. o.s.frv.? Sjúkrahús eru til aðhlynningar og meðferðar á sjúkum, en megin- atriði er hins vegar að koma í veg fyrir eins og unnt er að fólk fái sjúk- dóm. Þetta er í daglegu máli kallað heilsuvernd eða fyrirbyggjandi starf, stundum forvarnir. Forvarnir gegn sjúkdómum eru aðeins að takmörkuðu leyti á valdi heilbrigðisstarfsmanna. Til þess að forvarnir beri árangur þarf ein- staklingurinn að vera virkur. Lykill- inn að góðri heilsu er heilbrigðir lifnaðarhættir sem eru að sjálf- sögðu á valdi hvers einstaklings. Undir þetta fellur að sjálfsögðu heilbrigt mataræði, líkamsrækt, bindindi eða hófsemi í meðferð áfengis, tóbaks og lyfja og hæfileg „Nú er kominn tími til sérstaks þjóðarátaks um varnir gegn sjúkdóm- um. í tilefni alþjóða heilbrigðisdagsins 1983 hvetja heilbrigðisyfírvöld almenning til þess að gefa þessum málum aukinn gaum“, segir í frétta- tilkynningu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. hvíld. I þessu sambandi er rétt að minnast þess að um 3/4 allra dán- armeina eru hjarta- og æðasjúk- dómar, krabbamein og slys. Enda þótt ábyrgð einstaklingsins í heilsuvernd sé þannig mikil, hefur heilbrigðisþjónustan einnig stóru hlutverki að gegna og þarf að að- laga sína þjónustu að heilsuvernd. Jafnframt eiga frjáls félagasamtök mikinn þátt í slíku starfi eins og við þekkjum mæta vel hér á landi, m.a. af starfi Hjartaverndar, Krabba- meinsfélaganna og Rauða korssins, að ógleymdum fjölda áhuga- mannafélaga og samtaka sjúkra og áðstandenda þeirra. Það eru aðeins 17 ár til aldamóta og eins og að framan segir hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sett háleitt markmið urn „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Þeir eru marg- ir sem telja þetta markmið óraun- sætt. Þess ber þó að geta að mark- miðið er sett af fulltrúum heilbrigðisþjónustunnar í heimin- um og þeir hafa væntanlega gert sér Ijóst að til þess að nálgast þetta markmið þarf að gefa sér ákveðnar forsendur svo sem viðunandi efna- hagslega þróun í þriðja heiminum og að friður haldist. Enda þótt við lítum sérstaklega í eigin barm þegar heilbrigðisástand ber á góma, er nauðsynlegt að líta á þessi mál í alþjóðlegu samhengi. Þar kemur hvort tveggja til að ýms- ar greinar heilbrigðismála, einkurn baráttan við smitsjúkdóma, krefst sameinaðs alþjóðlegs átaks og svo ekki síður hitt að okkur sem búum við góðar aðstæður efnahagslega ber siðferðisleg skylda til að aðstoða fólk og þjóðir annars stað- ar til að komast út úr ástandi ör- birgðar, fátæktar og vanheilsu. Fjölmargar vel heppnaðar lands- safnanir í þágu fólks í þriðja heiminum bera þess skýran vott, að íslendingar eru tilbúnir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Nú er kominn tími til sérstaks þjóðarátaks urn varnir gegn sjúk- dómum. í tilefni alþjóða- heilbrigðisdagsins 1983 hvetja heilbrigðisyfirvöld almenning til þess að gefa þessum málum aukinn gaum. »> „Anœgjulegt er að vita að kvennalistinn hér á Islandi œtlarsko ekki að láta bendla sig við slíkt. Allur er varinn góður. Pað er hagnýtt stundum að hafa hóflega mikla hugsjón.. “ Hófleg hugsjón og hagnýt heimspeki Árið 1948 samþykkti allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna hina alþjóðlegu mannréttinda yfirlýs- ingu, til að skilgreina og tryggja 30 grundvallar-mannréttindi sem talið var að allir ættu heimtingu á. Meðal þeirra réttinda er skoðana- og málfrelsi, skv. 19. grein, sem er svohljóðandi: Allir eiga rétt á skoðana- og málfrelsi; þar meö er talið rétt- ur til að halda skoðunum án þvingana og að leita, fá og senda upplýsingar og hug- myndir í gegnum hvaða miðil sem er, án tillits til landamæra. 1948. í New York. Merkilegt. Merkilegt, meðal annars þegar maður hugsar til þess, að árið 1946 tók Joseph McCarthy sæti í öldungadeild á þingi Bandaríkj- anna. Og einmitt á árunum 1948 til 1953 stóðu galdraofsóknir hans, yfirheyrslur „óamerísku nefndarinnar“ á kommúnistum sem hæst. Ekki áttu þeir rétt á skoðunum. Og það voru furðu margir sem ásakaðir voru um vinstri skoðanir - kommúnistar leyndust á bak við hverja hurð. Jafnvel utanríkisráðherra Ache- son og Marshall herforingi þurftu að svara fyrir sig. Öfgasinni? McCarthy var engin rödd í eyðimörkinni - flestir fremstu stjórnmálamenn þess tíma tóku undir málflutning hans og jafnvel aðferðir. Eða þeir tóku a.m.k. ekki afstöðu á móti! Svo seint sem 1955 sýndu skoðanakannanir að yfir 50% Bandaríkjamanna taldi McCart- hy hafa rétt fyrir sér. Og það tók mörg ár fyrir þau sem höfðu lent á svarta listann t.d. að fá vinnu. eða sleppa úr haldí. En langtíma- áhrif McCarthyismans urðu fyrst og fremst gífurlegur þrýstingur á almenning í Bandaríkjunum að hafa engar „afbrigðilegar" skoð- anir, að hugsa í einu og öllu sam- kvæmt fyrirmælum. Fegurðar- drottningar og glímukappar t.d. urðu að sverja af sér kommún- ismann áður en þau fengu verð- laun. En, segið þið, þetta var af- leiðing kaldastríðsins. And- kommúnismi heyrir fortíðinni til núorðið. Jæja. Hafið þið lesið eitthvað um E1 Salvador nýlega? Eða Nic- aragua? Það er sjálfsagt að láta Pólland vera Pólland, eins og Re- agan orðaði það, og fordæma innrásina í Afghaninstan. Kúgun og ofbeldi! En þegar óæskilegra skoðana gætir á yfirráðasvæði Bandaríkjanna (sem ku víst vera ansi víða) þá er um „vinstri niður- rifsmenn“ að ræða og örlög þeirra eru ráðin. Dauði Rómeos erkibiskups og Marianellu Garcia-Villas eru sláandi dæníi þess. Og mannréttindi? Og Chile? Hvernig fór fyrir vinstri mönnum þar? Kvikmynd- in „Týndur" segir frá ungum Bandaríkjamanni sem var tekinn aflífi ívaldaráninu 1973. Um leið er varpað ásökun á bandarísk stjórnvöld fyrir þátttöku í valda- ráninu. Hvernig er þessu svarað? Jú, tilraun er gerð til að sverta piltinn, jafnvel að réttlæta aftök- una vegna þess að hann hefði haft tengsl við vinstrimenn og hefði „unnið gegn stjórnvöldum í sínu eigin landi". Og við íslendingar þurfum ekki að bíða lengi eftir svipuðum viðbrögðum. Morgunblaðið birti langa grein um daginn, þýdda úr bandarísku blaöi, „Hverjar eru staðreyndir um kvikmyndina „Týndur“?“. Þar getum við fræðst um margt. M.a. segir í greininni að, „í kvikmyndinni birtist okkur Charles Horman sem geðugur meinleysingi..." en staðreyndir voru „...að Charles Horman hafi lent í átökum við Kenneva Kunz skrifar lögregluna í Grand Park í Chic- ago árið 1968 (mótmæli gegn Vi- etnam stríðinu) og verið blaða- maður við blaðið „Nation“ (vinstri sinnað blað í Bandaríkj- unum)“. þar með er málið af- greitt. Og dómurinn kveðinn upp: „Hvað ef Charles Horman hefði verið sýndur í myndinni sem ungur, bandarískur róttæk- lingur, sem dáðst hefði að stjórn marxista í Chile og unnið gegn stjórnvöldum í sínu eígin landi? Er þá ekki hætt við, að sumir áhorfendur hefðu ekki talið hann alveg jafnsaklausan og látið er í veðri vaka og öðrum jafnvel fundist hann eiga örlög sín skilið?“ Það er virkilega gott að vita um slíkar staðreyndir. Þá veit niaður betur hvernig á að haga sér, a.m.k. á yfirráðasvæöi Banda- ríkjanna. Hafa engar óæskilegar skoðanir. Því jafnvel konurnar eru orðaðar við kommúnisma þessa daga. Já, víða í Evrópu hafa þær mótmælt vitfirringu víg- búnaðarkapphlaups, gegndar- lausum fjáraustri í hernað og morðtól og jafnvel fleiri helgustu markmiðum hernaðarbandalags okkar. Ánægjulegt er að vita að kvennalistinn hér á íslandi ætlar sko ekki að láta bendla sig við slíkt. Allur er varinn góður. Það er hagnýtt stundum að hafa hóf- lega miída hugsjón, eða eins og Jóhannes skáld úr Kötlum orðaði það: Um allt þetta fólk sem á svo bágt, ég aldregi framar hirði, en viS getum talað um blómið blátt og báruna á þessum lírði. — Það er nú orðið svo ósköp fátt, sem er manni nokkurs virði. Þær bugsjónír líða hljóðar brott, sem liófu oss úr „bölsins skorum'1. Á vörum tímans er tvírætt glott Og tilgangsleysi í hans sporum. O, að það væri nú ennþá skott hér aftan á rassi vorum! Hafnarfirði 4. apríl Keneva Kunz Kenncva Kunz er kcnnari við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Hún hefur unnið að friðarmálum, skrifað greinar og staðið fyrir kvikmyndasýningunt á þeim vettvangi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.