Þjóðviljinn - 07.04.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.04.1983, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Engilbert Guðmundsson skrifar Alusuisse óttaslegið Alusuisse hefur samþykkt allt að 150 prósenta hækkun orkuverðs til álversins í Straumsvík: „Hjöríeifur hefur staðið í veginum” — segir einn af helstu talsmönnum álversins í samtali við DV Aiusuisse er reiöubúiö til þess aö hennar um hækkun orkuverösins ti fallast á hækkun orkuverðs til álvers isals. ’ Aætlun sérfræöinga norskí Isals í Straumsvík upp í 15-16,5 US- álfyrirtækisins Ardal og Sunndal Veri — Hvað veldur tilboði huldumannsins? Einhver merkilegasta frétt ársins birtist í DV í gær. Séu upplýsing- arnar sem þar koma fram réttar er þarna á ferðinni einhver mesta kjarabót ársins. Þar segir: „Alu- suisse er reiðubúið til þess að fallast á hækkun orkuverðs til álvers Isal í Straumsvík upp í 15-16,5 US mill á kílóvattstund, úr 6,45 mill, sem ál- verið greiðir nú. Þetta yrði allt að 150% hækkun og myndi skipta sköpum varðandi rekstur Lands- virkjunar og verð á raforku til al- mennra notenda“. Auðvitað er þetta allt of gott til að geta verið satt. Alusuisse er ekki og hefur aldrei verið reiðubúið til að fallast á neina umtalsverða hækkun á raforkuverði. En hvers vegna er þá skyndilega dreginn fram huldumaður, kynnt- ur sem einn af „helstu talsmönnum álversins“, og látinn lýsa þessu yfir? Svarið er einfalt. Alusuisse er uggandi um sinn hag. Þeir eru hræddir um að íslendingar muni taka öðrum kostupi varðandi upp- byggingu stóriðju en að semja við Alusuisse. Það er engin tilviljun að þessar yfirlýsingar koma stuttu eftir að kynntar voru niðurstöður athugun- ar um hagkvæmni nýrrar álverk- smiðju. Þá könnun gerði norska fyrirtækið Árdal-Sunndal Verket, stóraðili á sviði þungaiðnaðar. Niðurstaða athugunarinnar var sú að nýtt álver gæti greitt 17,5 mills á kílóvattstund og samt skilað góð- um arði. Tveir valkostir voru í hinni norsku athugun, 60 þús. tonna álver og 130 þús. tonná álv- er. í báðum tilfellum var miðað við 17,5 mills í raforkuverði, og í báð- um tilfellum var það verð sem álv- erið gat greitt. Stærra álverið var hinsvegar lítilsháttar arðbærara. Þeir hjá Alusuisse eru uggandi um sinn hag. Þeir vita sem er, að allar kannanir og öll upplýsingaöfl- un styður þá skoðun, að af öllum erlendum álhringum, svo slæmir samstarfsaðilar sem þeir eru, sé síst af öllu ástæða til að hafa samstarf við Alusuisse. Þar kemur m.a. til að afkoma Alusuisse er miklu verri en annarra álhringa, svo sem Þjóð- viljinn hefur bent á og jafnvel hætta á að hringurinn verði að leggja upp laupana. Enda hefur Múller verið sviptur völdum og er í raun að skila af sér með viðræðun- um við fslendinga. Þeir hjá Alusuisse eru uggandi vegna þess, að þeir vita að aðrir sterkari álhringar hafa verið að bera víurnar í okkur varðandi sam- starf um rekstur álvers. Og þeir eru uggandi um sinn hag eftir að aðför hinna ál-íslensku flokka að iðnaðarráðherra mistókst nú í þinglokin. Sér til varnar hrópa þeir nú upp um að Hjörleifur Guttormsson hafi staðið f vegi íyrir samningum. Mætti biðja þessa herramenn um að skýra nákvæmlega með hvaða hætti hann hefur staðið í vegi fyrir samningum? En þetta nýja útspil Alusuisse manna sýnir að þeir eru komnir í vörn. Með samstöðu innanlands er hægt að knýja fram sigur í málinu. -eng. Tónleikar og söngnámskeið á Akranesi Á föstudaginn hefst á vegum Tónlistarskólans á Akranesi söng- námskeið undir stjórn breska bary- tónsöngvarans Andrew Knight, en alls eru um 30 söngnemendur við skólann. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er haldið í skólanum. Þá muh Andrew Knight halda tónleika í kvöld í Fjölbrautaskói- anum á Akranesi kl. 20.30, ásamt Unni Jensdóttur söngkonu, við undirleik Jónínu Gísladóttur. Á efnisskránni verða lög eftir Kalda- lóns, Finzé, Schubert, Granados, dúett eftir Purcell, dúettar eftir Mozart og dúett eftir Gershwin. Andrew Knight stundaði nám í „Royal Academy of Music“ í London og hefur unnið til verð- launa í alþjóðlegum söngkeppnum víða um heim. Unnur Jensdóttir stundaði pían- ónám um 11 ára skeið og söngnám við söngskólann í Reykjavík. Hún kennir nú söng við Tónlistar- skólann á Akranesi. Jónína Gísladóttir lauk tón- Andrew Knight menntakennaraprófi við Tónlistar- skólann í Reykjavík og er nú pían- ókennari og undirleikari við Söng- skólann í Reykjavík. Klukkur sem skrifa! — fermingargjöfin í ár :> Ja, þu færð margt skemmtilegt í STUD-búðinni. Þar færð þú t.d.: * Klistraöar köngulær sem skríða. * LAST-vökvann sem gerir plötúna betri en nýja. * Leigöar videospólur (VHS) meö Bob Marley, Black Uhuru, Grace Jones, Joy Division, Ca- baret Voltaire, Kid Creola, Doors, Madness, Kate Bush, Siouxie & The Banshees og mörg- um mörgum fleiri. * Flestar — ef ekki bara allar plöturnar með: Stranglers • Doors • Tangerine Dream • D.A.F. • Art Bears • David Bowie • P.I.L. • Pere Ubu • John Lennon • Beatles • Rolling Stones • Brian Eno • Kizz • Mike Oldfield • Iron Maiden • Mississippi Delta Blues Band • Work • Killing Joke • Misty • Defunfct • * Vinsælustu plöturnar frá Sk^ndinavíu. DAVE VAN RONK: Sunday Street Virtasti blússöngvari heims meö sína allra bestu plötu. RAR’s Greatest Hits Satnplatan vinsæla meö Clash, Tom Robinson, Stiff Little Fingers, Elvis Costello. Gang of 4 o.m.fl. TIL HVERS? fyrir hvern? uSrTUh^!^rlnn w PMStuklúbb- ur. hugsabur sem bætt þjóousta Þa sem aöhytlast tramMek^ rokk. a!íl'Íbburlnn w »yrlr þá sem vl'ia fyffijast með því helsta w ao fiarast á svSl'ÍS^T nar rokktónllstar. i STUOklúbbnum ti refilulega helmsendar udoIvs ^Oar um hvaða plöL inm STUn ' b,íómP|ö'vverslun- Plötur. ™ ' braarlnfiar , bransanum o.s.frv. um a=íi/á..,élaaar 1 STUDklúbbn- oi afsJatt a öllum fáanleaum btíf m" ;íald0*,ar þKStur; Þ*é,,ah.maravlste8ar plðtur á malrlháttar tllboösveröl. svo adelns látl eltt sé nefnt. Velkomln/nl Laugavegi20 Sími27670 Málanám fyrir utanlandsferðina Nú fer sá tími í hönd að menn hyggi að sumarleyfinu, og þá hyggja margir á utanlandsferð. Fátt eykur gildi og skemmtun utan- landsferðar meira en að kunna nokkur skil á tungumáli því sem talað er í viðkomandi landi. Bréfaskólinn Lindargötu 9a veitir mönnunt ódýra aðstoð við tungumálanámið með námsefni frá Assintil, sem er franskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í tungumál- akennslu. Með því að eyða unt 15-20 mín- útum daglega í 2-3 mánuði með Assimil-lesefni má ná góðunt tökum á tungumálinu. Nántsefnið er bók með 120-150 lesköflum og fylgir hljóðritaður framburður á snældum. í bókinni eru þýðingar á lesköflununt yfir á ensku, þýsku eða frönsku. Einn helsti kostur þessa námsfyrirkomulags er sá að nentandinn getur algjörlega ráðið námshraðanum sjálfur. Til skamrns tíma seldi Bréfaskólinn þetta námsefni í ensku, þýsku, spænsku og frönsku og hafði auk þess á boðstólum íslenska þýðingu leskaflanna. Nú hefur úrval þessa námsefnis aukist, og er á boðstól - um námsefni fyrir 14 tungumál. Þeir sem vilja setja sig inn í tungumálið fyrir utanlandsferðina geta haft samband við Bréfa- skólann, Lindargötu 9a í síma 26344. blaðið semvitnaðerí Síminn er Er ekki tilvalid að gerast áskrifandi? 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.