Þjóðviljinn - 07.04.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.04.1983, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. apríl 1983 HIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvaemdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Fteykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Með sterkan hnefa • Framsóknarflokkurinn vill sterka stjórn eftir kosn- ingar. Hvers vegna? Það kemur fram í kosningastefnu Framsóknarflokksins. Sterka stjórnin þarf að hafa svo sterkan hnefa að hún geti afnumið samningsrétt verka- lýðsfélaga í tvö ár. Framsóknarflokkurinn vill telja nið- ur í tvö ár og að því leyti sem framfærslukostnaður eykst á tímabilinu umfram þau mörk sem ákveðin verða á að bæta launafólki það upp að einhverju leyti með millifærslum. Það hefur komið glöggt í ljós á síð- ustu árum að forysta Framsóknarflokksins hefur fyrst og fremst áhuga á að telja niður kaupið á undan öllu öðru. Og hvernig halda menn að niðurtalning Fram- sóknar verði útfærð í sterkri stjórn með Sjálfstæðis- flokknum? Útkoman yrði óhjákvæmilega sú að kaupið hrapaði með leifturhraða í niðurtalningarsókn. Tómasar—stefnan • Framsóknarmenn eru mikið tvíhyggjufólk. Á flokksþingum Framsóknar eru gerðar samþykktir um takmarkanir á innflutningi en í ríkisstjórn eru ráðherrar flokksins kaþólskari en páfinn þegar innflutningur á í hlut. Þeir hafa staðið gegn því að brugðist yrði við hömlulausum innflutningi með ráðum sem tiltæk eru innan ramma fríverslunarsamninga íslands. • Enda þótt fyrir liggi að íslenskur iðnaður á í sam- keppni á heimamarkaði við vöru sem flutt er inn á undirboðsverði og oft er framleidd af ríkisstyrktum iðngreinum erlendis hefur Tómas Árnason viðskipta- ráðherra ekki hirt um að láta fulltrúa sinn mæta í nefnd stjórnaraðila, sem gerði tillögur um aðhald í innflutn- ingi. • í ræðu sem Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra flutti á þingi iðnrekenda kvaðst hann ekki telja að við ættum að hverfa aftur til haftastefnu. „En það er langur vegur frá slíkri stefnu annars vegar og halda að sér höndum hinsvegar“, sagði Hjörleifur. Hann minnti á margítrekaðar tillögur iðnaðarráðuneytisins um framlengingu aðlögunargjalds, og um beitingu jöfnun- artolla og annarra sértækra aðgerða, þegar um augljós undirboð og ríkisstyrki hefur verið að ræða á innflutt- um vörum. Þessum tillögum hefur verið sýnd andstaða af hálfu Framsóknarflokksins, og svo er um fjölmargar aðrar hugmyndir um að draga úr viðskiptahalla og styrkja samkeppnisstöðu innlendra atvinnugreina með aðgerðum, sem samrýmast alþjóðlegum skuldbinding- um íslendinga í utanríkisviðskiptum. Álit nefndar sem farið hefur yfir þessi mál að undanförnu hefur legið fyrir hjá ríkisstjórninni. Um frammistöðu Framsóknar- flokksins þegar um er að ræða aðhald að innflutningi sagði Hjörleifur Guttormsson á ársþingi iðnrekenda: • „Það er hinsvegar táknrænt, að sá stjórnaraðili sem ber ábyrgð á utanríkisviðskiptum hætti starfi að þessum málum í miðjum klíðum og dró fulltrúa sinn til baka. Sami aðili gerir hástemmdar samþykktir á flokksþing- um um hömlur gegn innflutningi. Svo langt er milli orða og athafna. Yfir slíkum vinnubrögðum er ástæðulaust að þegja. Til þess eru þau þjóðarbúinu og innlendum iðnaði of dýrkeypt.“ • • Orvænting Jóns Baldvins • Kosningabarátta Alþýðuflokksins gerist ærið ör- væntingarfull ef dæma má hana af athöfnum Jóns Bald- vins Hannibalssonar efsta manns A-listans í Reykjavík. Eina leiðin til þess að koma sér inn í kosningamyndina er að skora á efstu menn listanna í Reykjavík til kapp- ræðna. Svavar Gestsson efsti maður G-listans í Reykja- vík telur sig ekki eiga neitt vantalað við Jón Baldvin Hannibalsson. Alþýðubandalagið er í kosningaslag við Sjálfstæðisflokkinn en ekki við undirlægjur hans. -ekh. klippt Vísbending um ritskoðun Björn Bjarnason er ýmislegt í senn: árvökull, velvakandi og alltaf á verði. Hann er á verði með „varnarliðinu", að það verði ekki fyrir óþægilegri umfjöllun óprúttinna fjölmiðla. Sumarið 1980 varð nokkur um- ræða um kjarnorkuvígbúnað Bandaríkjahers hér á landi og leyfði hljóðvarpið sér að miðla upplýsingum til landsmanna um þessi mál. Morgunblaðið brást hart við þá og heldur enn áfram. Reyndar urðu viðbrögðin slík, að fréttamaður hjá útvarpinu segist veigra sér við að taka mál sem' varða herinn á íslandi til umfjöll- unar, þarsem von sé á hrellingum frá Morgunblaðinu. Þarmeð er komin vísbending um það, hvaða ritskoðunarhlutverki Morgun- blaðið gegnir t.d. gagnvart hljóðvarpinu. Samsœrið á öldum hljóðvakans Var Tyrkjaránið innanríkismál Alsírs? Fyrir páskana birtir svo Morg- unblaðið sex blaðsíðna langhund eftir Björn Bjarnason, þarsem umræðan frá 1980 var rifjuð upp - í gegnum sjónpípu Björns að sjálfsögðu. Mun það lengsta grein í íslensku dagblaði. Til- gangur greinarinnar er m.a. sá“ samkvæmt niðurlagsorðum, að koma í veg fyrir að einhver reyni að „endurtaka þennan eða svip- aðan leik“. Umræðan um kjarn- orkuvopn á íslandi sumarið 1980 sé meira að segja ekki mál okkar íslendinga. Björn Bjarnason segir: „Það er óskemmtilegt fyrir smáþjóð einsog íslendinga að verða leiksoppur í baráttu sem í raun snýst um framkvæmdaratr- iði í bandaríska stjórnkerfinu“! Þetta er óneitanlega undir- furðulegur skilningur, og seint hefðu forfeður vorir kallað víg- búnað Tyrkja á ströndum hér- lendis „innanríkismál Alsírs" eða framkvæmdaratriði í alsírSka stjórnkerfinu. I langhundi Björns um páskana var sagt frá því að með Markúsi Erni Antonssyni hefði blundað grunur um „samsæri“ herstöðva- andstæðinga og fréttamanna út- varpsins. í opnu Morgunblaðsins í gær er Björn að reyna að krafsa-í bakk- ann vegna þessa máls. Og þar kemur hann aftur og einu sinni enn að „samsærinu“ sem virðist stjórna skrifum hans um þá sem eru honum ósammála. í augum Björns Bjarnasonar virðast menn og miðlar ekki vera meira sjálf- stæðir en svo, að allir verða þeir „Ieiksoppar, handbendi", en ekki það sem þeir eru. Allir eru grunaðir um græsku, sem ekki spila eftir hljóðpípu Björns Bjarnasonar. Þannig segir Björn að málið „vekur amk. þann grun, að Hallgrími Thorsteinssyni hafi í raun verið att af stað án þess að hann sæi við þeim sem leiddu hann í gildru, hann hafi verið „nytsamur sakleysingi.“ Vorboðinn Ijúfi Björn Bjarnason hefur að mestu takmarkað umfjöllun sína við að gera Alþýðubandalagið að eins konar deild í áróðursmála- ráðuneyti Sovétríkjanna. Óneit- anlega byrgir þetta manni á ofan- verðri tuttugustu öld heimssýn- ina, en máske er einhver gaman- samur tónn í hinum alvöruþrung- nu skrifum Björns Bjarnasonar. Nýverið var Björn beðinn um að halda erindi hjá Vorboðanum í Hafnarfirði um sérfræði sín. Og blaðið Hamar í Hafnarfirði birtir þetta erindi. Þar lætur Björn sér ekki nægja óánægju með að menn bregði sér útaf Morgunblaðslínunni á ís- landi: „Hitt hlýtur þó ávallt að vera áhyggjuefni ef öryggismálin verða að pólitísku bitbeini með sama hætti og orðið hefur í Nor- egi, þannig að flokkar þvælist út af skynsamlegri braut vegna átaka í sínum eigin röðum". Jamm, heill flokkur, ein þjóð, einn foringi ..0g fuglinn trúr sem fer - í vestur. ' -óg- Stuðningur við iðnaðinn Margt hefur verið rætt og ritað um stöðu iðnaðarins í landinu og ekki nema eðlilegt að þau mál séu í brennidepli nú fyrir kosning- arnar. Alþýðubandalagið hefur vakið athygli á því, að nauðsynlegt sé að veita aðhald í innflutningi, sér- staklega á vörum sem við fram- leiðum sjálfir og standast ítrustu • kröfur um gæði. Framsóknar- flokkurinn virðist vera sammála þessu innávið, en hefur staðið í vegi fyrir aðhaldsaðgerðum þeg- ar færi gefst. Ungir Framsóknar- menn eru harðir í afstöðu sinni til þessa máls, nema Björn Líndal sem fylgir línu Tómasar Árnason- ar í málinu. Björn ritar grein í Tímann sinn nýverið þarsem segirm.a.: „Framsóknarflokkur- inn hefur um margt viljað fara aðrar leiðir til stuðnings iðnaði en Alþýðubandalagið, sem haldið er þeirri bábilju, að leysa megi nán- ast allan vanda iðnaðarins með því að hefta innflutning“. Áhugalaus frambjóðandi Þessi skrif Björns Líndal hljóta að vera ungum Framsóknar- mönnum sérstakt úmhugsunar- efni. Reyndar hefur Alþýðu- bandalagið alls ekki talað um höft í þessu sambandi heldur að- hald en það má einu gilda í þessu samhengi. Hitt er merkilegra, að sá maður sem grípur ritgeir sinn á loft til lofs og dýrðar aðgerðar- leysi Tómasar Árnasonar við- skiptaráðherra í málefnum iðnaðarins, var skipaður í nefnd til að fjalla um stuðningsaðgerðir við iðnaðinn í landinu. Er skemmst frá því að segja, að hann mætti aldrei. Það væri þokki fyrir Framsókn að fá svona mann kjör- inn á þing. Áhorfsmál hvort hann mætti!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.