Þjóðviljinn - 19.04.1983, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 19.04.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. aprfl 1983 Kosnlngafundur G-listans Það ríkti sönn baráttugleði á kosningafundi Alþýðubandalagsins s.l. laugar- dag í Háskólabíói. Húsfyllir var og að lokinni formlegri dagskrá fundarins var opið hús í anddyrinu. Þar stöldruðu menn við hátt í klukkutíma og ræddu við frambjóðendur og aðra um kosningaslaginn, einstök málasvið og málflutning andstæðinganna. A fundinum fluttu frambjóðendur á G-listanum ávörp, sungu og lásu upp. „Óskabörn þjóðarinnar“, 14 manna leikflokkur flutti þríþættan leik um mál málanna: álmálið, Bubbi Morthens söng og Guðmundur Ingólfsson lék á píanó. Á fundinum töluðu þau Guðmundur J. Guðmundsson, Arnór Pétursson, Guðrún Helgadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson. Guðrún Hallgrímsdóttir las kafla úr Leigjandanum eftir Svövu Jakobsdóttur en fundar- stjórar voru Margvét S. Björnsdóttir og Álfheiður Ingadóttir. Á fundinum kom fram klofningsframboð á G-listanum í Reykjavík. „Söng- sérframboð“ nefndu fjórir frambjóðendur sig og fluttu áróður sinn í gamanví- sum. Þar voru á ferð Grétar Þorsteinsson, Margrét Pála Ólafsdóttir, Sigrún Valbergsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir. Fengu önnur framboð, þ.á. m. G- listinn þar sinn skammt. „Óskabörn þjóðarinnar" sýndu á myndrænan hátt þrjá þætti álmálsins: tapið á álverinu og viðbrögð við því, - hækkun í hafi og útsöluprísinn á raforku til álversins. Voru þau hin skrautlegustu á að líta, talaður texti var nær enginn en myndir og leikur alls ráðandi. Þeir sem „innrættu“ óskabörnunum voru Árni Björnsson og Jón Hjartarson, en forsprakki þeirra var Guðjón Pedersen. „Það cr langur sjóvegur frá Ástralíu til íslands“, - Óskabörn þjóðarinnar túlka „Hækkun í hafi“ þar sem súrálsverðið blæs út á leiðinni. LjósmAtli. Elísabet Þorgeirsdóttir, Guðmundur Benediktsson og Álfheiður Inga- Vilhjálmur Vilhjálmsson, Kristinn Sigurjónsson, Fríða Kristinsdóttir og Margrét S. Björnsdóttir. dóttir. Ljósm.-ívar. Ljósm.-ívar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.