Þjóðviljinn - 19.04.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. apríl 1983
Bör Börsson og companí.
Góð sýning í Stapa
Leikfclag Keflavíkur sýnir um
þessar mundir leikritið Bör Börs-
son, en frumsýning var í Stapa á
sunnudaginn 10. þ.m. Leikrit þetta
er eftir frægri sögu Johan Falk-
berget, fært í leikbúninga af Toralf
Sandö og íslenskað af Sigurði
Kristjánssyni.
Hér er um nokkuð fjölmenna
sýningu að ræða því leikarar, sem
sumir fara með tvö hlutverk, munu
vera 18 talsins og því vafalaust yfir
30 manna hópur, sem hér leggur
hönd á plóginn, með einum eða
öðrum hætti.
Aðalhlutverkið, Bör júníor, er í
höndum Jóhannesar Kjartans-
sonar. Þetta er mjög stórt hlutverk
því segja má að Jóhannes sé á
sviðinu nánasf alla sýninguna.
Jóhannes er skýr og áheyrilegur
og tekst mætavel að koma upp-
skafningshætti, tilgerð og einfeldni
Börs til skila. Hinsvegar fannst mér
nokkuð skorta á að fas Börs og
gervi væri nægilega álappalegt,
einkum í byrjun. Það var sem sé
tæplega nægilega rnikill munur á
fasi hins upprennandi prangara á
Öldustað og fullsköpuðum general
miljóner. En að öllu samanlögðu
komst Jóhannes mætavel frá hlut-
verki sínu.
Önnur stærri hlutverk eru í
höndum þeirra Gísla Gunnarsson-
ar, Guðfinns Kristjánssonar og
Árna Margeirssonar. Allir eru þeir
reyndir leikarar hjá Leikfélagi
Keflavíkur og allir koma þeir hlut-
verkum sínum trúlega til skila og
gera margt vel þótt þá bagi nokkuð
sá' þráláti bersnkusjúkdómur á-
hugaleikara, sem er nokkuð óskýr
framsögn á köflum.
Það, sem mesta athygli vekur á
þessari sýningu, er stórgóð
frammistaða margra þeirra, sem
fóru með ýmis smærri hlutverk.
Þar ber hæst Sigrúnu Guðmunds-
dóttur, sem lék Jósefínu í Þórsey af
skemmtilegum þokka, Höllu
Sverrisdóttur, sem lék Láru ísak-
sen og þær Kolbrún Valdimars-
dóttir og Helga ’ Gunnólfsdóttir
skiluðu fjórum smáhlutverkum
sérlega vel.
Leikstjóri er Sigrún Valbergs-
dóttir og hefur hún greinilega unn-
ið sitt starf af vandvirkni því hér er
á ferðinni skemmtileg sýning, sem
rennur fram hratt og hnökralaust
eins og vera ber í góðum gaman-
leikjum. Sviðsmyndir eru vel
gerðar og notkun leikstjóra á fram-
sviði og sjálfum salnum er lífleg.
Undirritaður minnist þess að
hafa heyrt frá því sagt að veturinn
1944 er Helgi Hjörvar las söguna
um Bör Börsson sem útvarpssögu
hafi götur tæmst og menn setið
heima og hlustað á lesturinn. Á
þeim árum a.m.k. virðist sagan um
Bör hafa átt hljómgrunn hjá ís-
lenskum áheyrendum. 4
Ekki veit ég hvort áhugi á líts-
hlaupi gróssérans á Öldustað hefur
minnkað með íslendingum á þeim
tíma, sem síðan er liðinn, eða hvort
sýning Leikfélags Keflavíkur jafn-
ast á við lestur Helga en hitt getur
maður sannfærst um í Stapa þessa
dagana að Leikfélagi Keflavíkur
hefur tekist að gæða söguna lífi og
skapa áhugaverða sýningu, sem á
það fyililega skilið að Keflvíkingar
fjölmenni í Stapa og þakki þannig
Leikfélaginu gott starf.
Á sýningu þeirri, nú á þriðjudag,
sem undirritaður sá, duldist manni
ekki að allir lögðu sig fram fullir af
áhuga. - Allir nema áhorfendur. -
Þeir sátu flestir heima.
Á.Á.
»>
„Hjörleifur hefurfyrstur manna gert
athugun á samskiptamálum lslands og
Alusuisse. Efhann hefði ekkigertþað,
vissifólkið íþessu landi ekki að í þeim
málum er víða pottur brotinn“
Með Hjörleifi
gegn Alusuisse
Eftir mikið málaþóf við Alu-
suísse allt frá seinni hluta ársins
1980, tókst loks í ágúst 1981 að
koma á fyrsta viðræðufundinum
við það ágæta fyrirtæki. Þar
mætti af íslands hálfu álviðræðu-
nefnd skipuð af iðnaðarráðherra
en í henni voru ýmsir sérfræðing-
ar og fulltrúar allra stjórnmála-
flokka landsins. Á þessum fundi
vildi aðalfulltrúi Alusuisse ekki
ræða breytingar á orkuverði til
álversins í Straumsvík. Á næsta
fundi sem haldinn var í desember
’81, neitar Alusuisse-fulltrúinn
svo afdráttarlaust að ræða
breytingar á raforkuverðinu.
Nú var ákveðinn fundur í janú-
ar ’82, en fulltrúar Alusuisse
höfðu sína hentisemi þar sem
endranær og mættu ekkí til þess
fundar fyrr en í febrúar og vildu
þá hvorki ræða við iðnaðarráð-
herra né álviðræðunefnd en
höfðu meðferðis bréf til ríkis-
stjórnarinnar sem þeir ræddu við
formenn ákveðinna stjórnmála-
flokka. Næst ætluðu aðilar að
hittast í Kaupmannahöfn en áður
en til fundarins kom tilkynnti
Alusuisse að fulltrúar þeirra
mættu ekki til þess fundar. Af
framantöldu má aðeins ráða eitt:
Alusuisse hefur aldrei ætlað sér
að semja.
Við tíðindi þessi gerði íslenska
ríkisstjórnin ýtarlega samþykkt
um samskiptamál Islands og Álu-
suisse.en henni lauk með þessum
orðum: „Ef ekki reynist unnt að
fá samþykki Alusuisse og hefja
án tafar viðræður á ofan-
greindum grundvelli, áskilur ís-
lenska ríkisstjórnin sér allan rétt
til þess að fara eigin leiðir til þess
að ná fram nauðsynlegum
breytingum á gildandi samning-
um.“ Ekkert í þá átt hefur sést frá
ríkisstjórninni.
Rétt er að geta þess að að þessu
máli öllu hefur verið staðið ein-
staklega vel af hálfu iðnaðarráð-
herra. Á sínum snærum hefur
hann haft íslenska lögfræðinga og
tæknimenn sem og breskt endur-
skoðunarfyrirtæki. Ekki hefur
verið flanað að neinu heldur hlut-
irnir framkvæmdir að vel athug-
uðu máli svo allt verði sem affara-
sælast íslensku þjóðinni, án þess
þó að sýna með nokkru móti
ósanngirni í garð Alusuisse. Allt
sem iðnaðarráðherra hefur sagt
og gert er því á haldgóðum rökum
reist og hvergi hægt að hrekja það
í neinu.
Afstaða Alusuisse hefur verið
æði skrítin í þessu máli og mál-
flutningur þeirra hálfgerð rök-
leysa t.d. hótuðu Alusuisse-
menn á einhverju stigi málsins að
loka álverinu í Straumsvík, á
þeim forsendum að eins og málin
stæðu nú gætu þeir allt eins gert
það eins og semja um hækkun
raforkuverðsins.
Þetta skýtur nú svolítið skökku
við 'þegar meðalorkuverð til ál-
vera í heiminum er nú um 34 sinn-
um hærra en til álversins í
Straumsvík. Þettaáeinnigvið um
orkuverð til álvera í eigu Alu-
suisse, því meðalverð sem fyrir-
tækið greiðir er um 3 sinnum
hærra en til álversins í
Straumsvík. En þó Alusuisse telji
anna milli Alusuisse og Islands.
Þetta er öllum íslendingum mikið
hagsmunamál og þegar auðhring-
urinn Alusuisse setur okkur
skilyrði sem við getum ekki geng-
ið að nema tapa á því, stendur
Hjörleifur bjargfastur í vegi fyrir
því, auðvitað, og ver þannig
hagsmuni íslands.
Er ekki annars merkilegt að
hann standi einn uppi í þessu bar-
áttumáli þjóðarinnar en aðrir
menn eins og Guðmundur nokk-
ur Þórarinson með flokk sinn að
baki ráðist gegn honum. Með því
framferði sýna þeir Alusuisse
aðeins sundurlyndi íslands í mál-
inu. Alusuisse sér þar leik á
borði og er nú bara að bíða eftir
því að hér fari fram kosningar, ný
ríkisstjórn komi og þá kannski
samningamenn af Islands hálfu
sem létu Alusuisse hafa sitt fram.
f þessu tiltölulega litla og harð-
býla landi okkar er svo margt sem
beint og óbeint tengist því hvort
góðir samningar, um orkuverð,
skattamál ofl. náist, svo að fram-
gangur mála kemur okkur öllum
við.
Hvert sem litið er eru atvinnu-
fyrirtækin að stöðvast og
iðnaðurinn berst í bökkum.
Tökum sem dæmi iðnfyrirtæki úti
á landi sem borgar nú 2 krónur og
44 aura fyrir hverja KW stund,
meðan álverið borgar 13 aura.
Landsbyggðariðnaðurinn greiðir
því nærri 20 sinnum hærra verð
fyrir rafmagnið en álverið í
Straumsvík.
Ef álverið greiddi sanngjarnt
verð fýrir sitt rafmagn gæti raf-
það miklum erfiðleikum háð að
starfrækja álver á íslandi eru ekki
allir sama sinnis. Mörg erlend
fyrirtæki virðast hafa áhuga á að
reka svipaða starfsemi hér á ís-
landi og Alusuisse gerir, t.d. hef-
ur verið rætt við Japanskt fyrir-
tæki um samstarf um rekstur ál-
vers sem ísland ætti meirihluta í.
Undanfarið hefur mikið verið
skrifað, um þetta svokallaða „ál-
mál“, og þá sérstaklega af þeim
sem ég verð að kalla andstæðinga
Hjörleifs Guttormssonar iðn-.
aðarráðherra. I þessum skrif-
um hefur margt undarlegt sést.
Tökum sem dæmi grein sem birt-
ist í D.V. miðvikudaginn 6. apríl
síðastliðinn. Þar segir einn af
helstu talsmönnum álversins
m.a.: „Alusuisse hefur sámþykkt
allt að 150% hækkun orkuverðs
til álversins í Straumsvík. Hjör-
Kristínn
Steinn
Guð'
mundsson
skrifar
leifur hefur staðið í veginum". En
er þetta rétt? Hefur Alusuisse
samþykkt þetta? Já það má kann-
ski túlka þetta þannig, en málið
er nú ekki alveg svona einfalt.
Þeir ágætu menn halda nefnilega
að þeir geti sett smáþjóð úti á
hjara veraldar, einsog okkur ís-
lendingum stólinn fyrir dyrnar.
Alusuisse setur nefnilega fram
ákveðin skilyrði og segir svo:
Þegar þið hafið gengið að öllum
okkar kröfum þá skulum við at-
huga hvort við getum ekki hækk-
að orkuverðið eitthvað, en ef til
kæmi þá verður það nú í einhverj-
uro áföngum. Eftir hentisemi
Alusuisse líklega.
Hentisemi
Alusuisse
Þá er komið að stóru spurning-
unni. Hefur Hjörleifur staðið í
veginum? Svarið yrði eitthvað á
þessa leið: Já, hann hefur staðið í
veginum, en í veginum fyrir
hverju? Eitt er víst og það er það
að Hjörleifur hefur ekki staðið í
veginum fyrir hækkun raforku-
verðs og endurskoðun samning-
orka til íslensks iðnaðar íækkað.
Það kæmi sér vissulega vel fyrir
afkomu þessara fyrirtækja. Ekki
er þetta þó allt. Því ef álverið
borgaði sanngjarnt verð þá fyndir
þú, sem þetta lest, svo og lands-
menn allir það á sinni eigin
buddu. Sanngjarnt raforkuverð
til álversins þýðir nefnilega lækk-
að raforkuverð til þín. íslending-
ar eru með öðrum orðum að
borga stóran hluta orkunnar sem
notuð er í Straumsvík.
Við höfum áður staðið í samn-
ingaþófi við Alusuisse. Árið
1975, þegar Gunnar Thoroddsen
var iðnaðarráðherra, fór hann og
nefnd á hans vegum fram á það
við Alusuisse að þeir féllust á að
greiða hærra orkuverð. Þessu
neituði Alusuisse alfarið nema
þeir fengju að stækka álverið um
þriðjung, og sú krafa þeirra var
samþykkt. Stækkun álversins um
þriðjung þýðir: fleira starfsfólk,
meiri tekjur í ríkissjóð af aukinni
framleiðslu og síðast en ekki síst
þriðjungi meiri raforkunotkun.
Þessa viðbótarorku áttu íslend-
ingar ekki til þá. Svo að ráðast
varð í nýja virkjun og hún reist
með forgangshraði með er-
lendum lántökum. Þegar öll
kurl voru komin til grafar og
dæmið hafði verið fullreiknað
kom í ljós að við hefðum allt eins
getað haldið áfram að selja ísal
raforkuna á óbreyttu verði. Raf-
orkuverðið hafði sem sé aðeins
hækkað í krónutölu en ekki í
raun. í lögum um Landsvirkjun
er grein sem kveður á um það að
raforkuverð langtímasamninga,
(þar undir hlýtur að flokkast raf-
orkusölusamningur milli Lands-
virkjunar og íslenska álfélagsins
h/f), verði aldrei það lágt að það
valdi hækkun á raforku til al-
mennings í landinu. Þar sem nú
er komið í ljós að hið smánarlega
lága orkuverð sem álverið greið-
ir, hefur valdið og veldur enn
hækkun á raforku landsmanna,
og hinir háu herrar Alusuisse
hafa ekki viljað semja, getur
ríkisstjórnin hækkað orkuverðið
einhliða. Án þess að brjóta þann
samning sem í gildi er milli þess-
ara aðila.
En hér erum við aftur komin
að samstöðuleysi íslensku ríkis-
stjórnarinnar og þingsins. Það
virðist helst vera einn maður,
Hjörleifur Guttormsson, sem vill
ná fram réttmætum kröfum í máli
þessu. Ástæðurnar fyrir því að
ekki hefur verið samið við Alu-
suiss_e eru því fyrst og fremst þær
að Alusuisse hefur aldrei ætlað
að semja og svo sundrung af ís-
lands hálfu.
Að lokum vil ég minnast á eitt
atriði sem hvergi hefur komið
fram þó þungt sé það á metaskál-
unum. Það er, að Hjörleifur hefúr
fyrstur manna gert athugun á
samskiptamálum íslands og Alu-
suisse. Ef hann hefði ekki gert
það vissi fólkið í þessu landi ekki
að í þeim málum væri víða pottur
brotinn.
Málið snýst því ekki um pólit-
íska skoðun. Það snýst um það að
íslendingar standi sem einn
maður, með Hjörleif í broddi
fylkingar, í samningunum við
auðhringinn Alusuisse.
Nú ætti hver maður að sjá
hversu drengilega Hjörleifur
Guttormsson hefur staðið að
þessu máli, sem og öðrum, og nú
verður hver og einn að gera það
upp við sína réttlætiskennd hvort
hann ætlar að standa að baki
Hjörleifi og fá fram réttláta
samninga í þessu máli eða þá
standa gegn honum og þar með
standa með sundrungunni.
Kristinn Steinn Guðmundsson er
iðnverkamaður í Reykjavík.
Kristinn sem er Austfírðingur að
ætt, hefur og lagt stund á raf-
eindavirkjun.