Þjóðviljinn - 27.05.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.05.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Föstudagur 27. maí 1983 Bridge Það setti nokkuð svip sinn á úrslit fsl. mótsins í tvímenning, hve mörg pör skipt- ust á um að leiða keppnina. Að 18 umf. loknum af 23 höfðu t.d. Þorgeir Eyjólfsson og Guðmundur Sveinsson forystuna, en fengu þá slæmt bakslag. Þetta spil átti sinn stóra þátt í því. A gefur. Enginn á hættu: Norður S G109743 H 7542 T - L KD9 Austur S K H K T G986532 L A1062 Suður S 86 H AG83 T 1074 L G873 Þeir félagar spila eðlilegt kerfi þótt ein- hver íhaldssamur telji hönd austurs ca. 5-8 punkta virði, hljóta margir að vera sam- mála ákvörðun Þorgeirs að vekja á spilin, á 1-tígli. Á slík skiptingaspil er til góð regla sem hljóðar eitthvað á þá leið: — því fyrr, því betra. Það er nefnilega ekki víst aö mörg tækifæri gefist til að lýsa skiptingunni, og á þetta brak ætlum við vissulega að melda tigul, aftur tígul og enn tígul... Nú, allar þessar tígulsagnir (..urðu 3-4) sannfærðu Guðmund um að slögum í spil- inu fjölgaði að sama skapi. Ekki galin á- lyktun. En Guðmundur var of frekur til fjörs- ins og valdi að enda í grandslemmunni. Norður hafði sagt á spaða-hundana og heyrt félaga sinn styðja, en spilaði engu að siður út lauf-kóng. Spilið er kross stíflað í gröndum og samningurinn varð tvo niður. „Semi"-botn. Tvenn pör unnu tígulslemmuna i austur, enda er lauf út- spilið hið eina sem bannar slemmu, hvort heldur er tígul- eða grand. En suður á erf- iðara um vik, að finna laufútspil. Skák Vestur S AD52 H D1096 T AKD L 54 13 ! : Og hér hafa Skessa, Gjósta og Askó komið sér í röðina, krakkarnir komu á bak, og forvitin ungmenni safnast til myndatöku. Hneggjuðu hestar kurteislega Úpp við blokk í Engihjalla í Kópavogi stungu hestar þrír saman nefjum og umhverfis þá krakkafjöldi sem ýmist klappaði þeim undir kinn ellegar gaf þeim gras að bíta úr lófa sér. Hestar þessir hneggjuðu kurteislega er Þjóðviljann bar að garði, og þeg- ar fram kom ósk um að þeir færu í einfalda röð með umráðamenn sína Lilju Kristinsdóttur, Sigrúnu Sigursteinsdóttur og Stellu Krist- insdóttur á baki, þá var ekkert sjálfsagðara, jafnvel þó svo að þær stöllur Skessa og Gjósta skikkuðu félaga sinn hann Askó ögn hryssingslega í röðina. Rétt áður vippaði hann Erlendur Atla- son sér á bak Skessu með aðstoð móður sinnar... Einn,tveir og þrír. Erlendur Atla- son bregður sér á bak með aðstoð móður sinnar. Ljósm.: -eik. Karpov að tafli - 144 Friðrik mætti heimsmeistaranum Anatoly Karpov í 2. umferð Euwe-mótsins. Fyrir- fram var búist við harðri baráttu, en þegar til kom spöruðu skákmennirnir kraftanna og þráléku: abcdef ah Frlðrik - Karpov Klassísk staða sem Friðrik hefði teflt áfram gegn flestum öðrum en Karpov. Hann afréð þó að taka enga áhættu og sætti sig við jafntefli með eftirfarandi leikjaröð: 15. Bh6 He8 16. Had1 Bf8 17. Bg5 Be7 18. Bh6 Bf8 - og hér sömdu keppendurnir um jafntefli. Timmann vann Browne í þessari umferð þannig að staðan eftir 2 umferðir var þann- ig: 1 -2. Karpov og Friðrik 1 '2 v. 3. Timman 1 v. 4. Browne 0 v. Ath. Vitlaus stöðumynd birtist með skákþættinum á 2. síðu i blaðinu i gær. Þátturinn birtist hér aftur og eru lesend- ur um leið beðnir velvirðingar á mistök- unum. Gætum tungunnar Sagt var: Farsi getur verið gott leikhús. Rétt væri: Farsi getur verið gott leikverk. (Enska orðið theatre merkir fleira en íslenska orðið leikhús og verður því ekki ævin- lega þýtt með því.) gimbilinn hennar fráa. “ „Þá er börnum betra hér við bæarlækinn smáa, í túninu þar sem tryppið er. Tvævetluna gráa skal ég góði gefa þér og gimbilinn hennar fráa.“ Þannig orti Halldór Laxness í íslensku vögguljóði á Hörpu fyrir' um 50 árum. Og enn eru þessar ljóðlínur í fullu gildi þegar haldið erút ínáttúrunaogsjámálömb- in smá á leik. Systurnar Björg t.v. og Hrund Jóhannesdætur fóru einn daginn út fyrir bæinn og léku við lömb í vorblíðunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.