Þjóðviljinn - 27.05.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.05.1983, Blaðsíða 1
DJOÐVILIINN Blaðamaður Þjóðviljans fór fyrir * ' ' \ skömmu í leiðangur um Suðurnes og árangurinn birtist í máli og myndumí blaðinu í dag. Sjá 9 maí 1983 föstudagur 113. tölublað 48. árgangur Stjómarskipti síðdegis í gær Stjórnarskipti fóru fram í gær. Um klukkan 11 fyrir hádegi mætti ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen til síð- asta ríkisráðsfundar á Bessastöðum og var henni að fundi loknum veitt lausn frá störfum greiddu 121 atkvæði með þáttöku í stjórninni á þeim grundvelli sem fyrir lá, 31 greiddi atkvæði á móti og 9 sátu hjá. Skipting ráðuneyta og skipan ráðherra í stjórn Steingríms er sem hér segir. Steingrímur Hermannsson er forsætisráðherra, Halldór Ás- grimsson, sjávarútvegsráðherra, Alexander Stefánsson, félagsmála- ráðherra og Jón Helgason fer með landbúnaðarmál ásamt dóms- og kirkjumálum. - Eru þá taldir allir ráðherrar Framsóknarflokksins. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru þessir: Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, Sverrir Hermannsson, iðnaðar- og orkumálaráðherra og Matthías Bjarnason fer með heilbrigðis- og tryggingarnál ásamt samgöngu - málum. Sjá 5 Hin nýja ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók síðan við stjórnartaumunum eftir hádegið í gær. í miðstjórn Framsóknar- flokksins var stjórnarþátttaka í hinni nýju ríkisstjórn samþykkt án mótatkvæða á fundi í fyrrakvöld, en í flokksráði Sjálfstæðisflokksins 6 Allt á sömu bók hjá meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Sagt frá málum á síðasta fundi borgar- stjórnar. Einn kemur þá annar fer. Dr. Gunnar Thoroddsen afhenti Steingrími Hermannssyni forsjá þjóðarbúsins í stjórnarráðinu í gær. Ljósm. Atli. Tíu mánuðir frá 1.3. til 31. 12. 1983: Verðlagið hækkar um 60%. kaup um 12,3% á sama tíma Þetta er 30% kauplækkun með leiftursókn Þann 1. mars s.I. voru verð- bætur á laun síðast greiddar út í samræmi við kjarasamninga. Samkvæmt boðaðri stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar, þá mun framfærslukostnaður hækka um nær 60% frá 1. mars til ársloka, en á þessum sömu tíu mánuðum á kaupið hins veg- ar aðeins að hækka um 12,3% í krónutölu. Það er augljóst mál, að nái þessi stefna ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar fram að ganga, þá verður kaupmáttur almennra launa um 30% lakari við lok þessa árs heldur en tíu mánuðum fyrr. Og um kaupið fer ekkert milli mála. Krónutala þess á aðeins að hækka um 8% 1. júní og um 4% 1. október, eða samtals um 12,3%, á móti 60% hækkun verðlags. Sú kjaraskerðing sem þarna er boðið upp á er svo hrikaleg að við fátt verður jafnað, og munar þá litlu þótt bætt sé við kaupið þeim skitnu 2 prósentum, sem fólk með mánaðartekjur undir 9.581.- krón- ur á að fá aukalega í skaðabætur! framfærslukostnaður myndi hækka frá upphafi til loka þessa árs miðað við það sem fyrir liggur um áform ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. - Svarið var að þessi hækkun yrði um 80%, nema eitthvað óvænt kæmi upp á. Miðað við aðrar upplýsingar sem fyrir liggja þá er ljóst að þetta þýðir eins og áður sagði um 60% hækkun framfærslukostnaðar á 10 mánuð- um, frá 1. mars til áramóta. Boðskapur ríkisstjórnarinnar er stríðsyfirlýsing á hendur samtaka launafólks, og felur í sér alvarleg- ustu tilraun sem hér hefur verið gerð um langt skeið til að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu í grundvallaratriðum alþýðu manna í óhag. k. Sjá4 Ályktun miðstjórnar ASÍ Afnám samningsréttar Á miðstjórnarfundi Al- þýðusambands íslands, sem haldinn var í gær, var sam- þykkt samhljóða eftirfarandi ályktun: „Ný ríkisstjórn er tekin við völdum. Þær aðgerðir sem hún hefur boðað sýnast að meginefni snúast um afnám samningsréttar um kaup og kjör og kaupmáttarskerðingu tvöfalt til þrefalt meiri en nemur samdrætti þjóðartekna síðastliðin tvö ár, Stefnt virðist að því að um næstu áramót verði kaupmáttur um fjórðungi lakari en á síðasta ári. Ekki verður séð að mótuð hafi verið samræmd atvinnu - stefna, þannig að enn á ný er kjaraskerðing eina svarið til þjóðarinnar. Verkalýðshreyfíngin mót- mælir þessum aðgerðum harðlega og miðstjórn AI- þýðusambands íslands sam- þykkir að boða til formanna- ráðstefnú 6. júní næstkom- andi. Sjá viðtöl við nokkra forystumenn launafólks á baksíðu Frá miðstjórnarfundi Alþýðusambands íslands sem hófst kl. 15 í gær og lauk um kvöldmatarleytið. Það eru þau Kristín Mántyla, Guðjón Jónsson og Ásmundur Stefánsson sem bera saman bækur sínar. Ljósm. Atli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.