Þjóðviljinn - 27.05.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.05.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. maí 1983 Hart deilt um fræðslustjóramálið í borgarstjórn Brambolt í hefndarskyni Sagt frá umræðum í borgarstjórn Reykjavíkur Allt er þetta brambolt Sjálfstæð- isflokksins einungis vegna þess að menntamálaráðherra leyfði sér að skipa annan fræðslustjóra í Reykjavík en meirihluti borgar- stjórnar hafði velþóknun á, sagði Sigurjón Pétursson þegar fræðslu- stjóramálið var til umræðu í borg- arstjórn í sl. viku. Aðrir borgarf- ulltrúar tóku í sama streng. Sigurjón Pétursson sagði ein- kennandi fyrir vinnubrögð meiri- hluta að fylgja ekkí þessum breyt- ingatillögum úr hlaði í borgar- stjórn. Rakti hann í stuttu máli sögu þessa máls, allt frá því menntamálaráðherra skipaði As- laugu Brynjólfsdóttur fræðslu- stjóra, en meirihluti fræðsluráðs •(4) mælti með Sigurjóni Fjeldsted borgarfulltrúa í þá stöðu. Minni- hluti ráðsins (3) mælti með Ás- laugu sem ráðherra skipaði. Slíkar skipanir eru næsta algengar þegar ekki munar meiru og ekkert til- tökumál. Meirihluti borgarstjórn- ar hafði þá strax í frammi hótanir um að breyta skipulagi yfirstjórnar fræðslumála og var skipuð þriggja manna nefnd, af borgarráði til að semja við menntamálaráðuneytið um slíkar breytingar. í nefndinni áttu sæti Markús Örn Antonsson (sem einnig er formaður fræðslu- ráðs),Ragnar Júlíusson borgarfull- trúi og dr. Bragi Jósefsson sem einnig eiga báðir sæti í fræðsluráði. Markús Órn og Ragnar eru skip- aðir sem fulltrúar meirihluta en dr. Bragi var kosirin í nefndina sam- kvæmt samkomulagi um nefndar- kosningarsem Kvennaframboðið, Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur gerðu með sér. Sigurjón iagði áherslu á að mikil leynd hefði hvílt yfir störfum þess- arar nefndar og hún hafi ekki gefið neina skýrslu til borgarráðs eða fræðsluráðs á m'eðan á þessari samningagerð stóð. Nefndin skilaði áliti fyrir skömmu, þarsem gert er ráð fyrir að verkefni núver- andi fræðslustjóra verði falin öðr- um, og að búin verði til ný yfir- stjórn fræðslumála í Reykjavík. Hrokafull afstaða Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins lögðu fram frávísunartil- lögu á borgarstjórnarfundinum þarsem segir ma. „Samkvæmt samdóma áliti tveggja lögfræðinga og mennta- málaráðherra stríðir samkomu- lagið gegn lögum, og hefur reyndar þegar verið hafnað af ráðherranum í bréfi til borgarstjóra dagsettu í gær. Loks eru efnislegir annmarkar á samkomulaginu svo alvarlegir að fráleitt er að samþykkja það. Vís- ast í því efni til greinargerðar fræðslustjóra, dags. 11. þ.m. og áðurnefnds bréfs menntamálaráð- herra.“ Æruleysi og múgsefjun Davíð Odsson sagði að sam- komulagsdrögin hefðu verið gerð með vitund og vilja menntamála- ráðherra. Viðbrögð hans með bréfi til borgarstjóra væri út í hött. Hann væri að ómerkja orð og athafnir undirmanna sinna í menntamála- ráðuneytinu og það væri ódrengi- leg framkoma og dæmalaus. Fyrir- komulagið á yfirstjórn fræðslumála hefði áður verið bundið við pers- ónu eins manns. Pað væri óeðlilegt að ríkisstarfsmaður einsog fræðslu- stjóri réði yfir 700 borgarstarfs- mönnum. Menntamálaráðuneytið hefði viðurkennt þetta og þess vegna gengið til viðræðna við full- trúa borgarinnar með vitund og vilja ráðherrans. Hann hefði hins vegar nú gert samstarfsmenn sína ærulausr. með hinu dæmalausa plaggi. Þar segir að þyrfti breytingu á lögum, - þetta er óskiljanlegt hjá þessum blessaða manni, þetta er bara bull, sagði borgarstjórinn í Reykjavík. Þá sagði Davíð að Alþýðubanda- lagið hefði reynt að skapa múgsefj- un um þetta mál. „Það gekk meira að segja svo langt að halda fund“. Þar voru mættir 19 manns, sagði Davíð. Davíð Oddsson sagði enn frem- ur að ekkert pukur og engin leynd hefðu verið í þessu máli. í samn- inganefnd borgarinnar hefðu verið fuíltrúar bæði meirihluta og minnihluta. Þá sagði hann að fræðslustjóri hefði unnið að þesu máli af miklum heilindum. Menntamálaráðherra hefði skrifað bréf sittán þess að nokkur starfs- maður ráðuneytisins hefði verið honum til ráðuneytis. Hann hefði skrifað þetta bréf án þess að nokk- ur embættismaður hefði fengið að sjá það. Þá lagði Davíð fram bókun þarsem segir að borgarstjórn feli borgarstjóra að sjá um framkvæmd þessa máls, þ.e. að samningsdrögin taki gildi. Markús Örn Antonsson formað- ur fræðsluráðs og nefndarmaður í samninganefndinni, sagði að samninganefndin hefði ákveðið á " sta.fundi sínum að taka einungis Ofangreindar ástæður eru víta- ffúx yfirstjórn fræðslumála. Á skuld fullnægjandi til að bafna todi fræösluráðs hefði venö lyst samkomulaginu, én við þær bætist./ ýfir sérstakri ánægju með störf að nær állir hagsmunáaðilar, sem ' samningamanna borgannnar og rnálið snertir, hafa verið sniþ- ’þar héfð| engin ágreintngsefm ver- gengriiráhinnósvífnastahátt.Sér- »<!• Á fúndum neftidannnar haft staklega er ámælisverð hin .hroka- aldrei komið ahnaö frarn en rað- fulla afstaða meirihluta frædslu- her/á hefð. fylgst með gangt mala ráðs, sem m.a. hefur tvfyegí's neít- Q£ fræðslustjöra hefdi venð kynnt að að ieita umsagnar sámtaka wðurstaða nefridanmfaT. Sátnn- skólamanna í Reykjavík um sam- inganefndin hetði s komulagið. Þessi málsmeðferð ein fræði sér mundi næg.......... samkomulaginu Gerður Steinþórsdóttir sagði að fræðslustjóri hefði fyrst tekið þetta mál upp af eigin frumkvæði í fræðsluráði en ekki fyrir tilstuðlan samningamanna borgarinnar sem ættu þó allir sæti í fræðsluráði. Til þess hefði verið ætlast að samn- inganefndin hefði mjög víðtækt verkefnasvið til að ræða við starfs- menn ráðuneytisins, en hins vegar hefði sú orðið raun á að einungis yfirstjórn hefði verið til umfjöllun- ar og þá til þess að klekkja á fræðslustjóra. I ítarlegri ræðu sinni kom Gerður víða við í sögu þessa máls. Kom t.d. fram að fræðslu- stjóri hefði ekki aðgang að gögnum fræðsluráðs, þrátt fyrir að sam- kvæmt orðanna hljóðan eigi hún að vera framkvæmdastjóri ráðsins. Minnti Gerður á að með samþykktinni í fræðsluráði um ágætt starf nefndarinnar væru nefndarmenn að gefa sjálfum sér einkunn. Breytingarnar sem fælust í þessum tillögum væru þess eðlis að krefðust gjörbreytinga á gild- andi lögum. Á skákborði valdanna Guðrún Jónsdóttir sagði þetta mál dæmigert fyrir alla framkomu meirihluta borgarstjórnar. Meiri- hlutinn kynni ekki að fara samn- ingaleiðina í neinu máli. Og í þessu máli gerðist það aftur að ekki væri litið á fólk einsog manneskjur held- ur sem dauða hluti á skákborði valdanna. Skipti engu máli hvernig þetta bitnaði á fólki bara ef það þjónaði valdahvötum manna. Breytingar á skipan fræðslumála sem hér væri um að ræða væru t.d. ekki komnar vegna sparnaðar eða vegna þess að einhver hagsmuna- samtök eða einhver viðkomandi hópa hefði viljað breytingar ein- mitt í þessa veru. Málsmeðferðin væri fyrir neðan allar hellur. Guðrún ítrekaði að dr. Bragi væri ekki fulltrúi Kvennafram- boðsins í þessari nefnd heldur til kominn í nefndina vegna áðurn- efnds samkomulags um nefndar- kosningar. Allt væri þetta mál með eindæm- um. Valdníðslan og hrokinn væri slíkur hjá meirihluta borgarstjórn- ar að hvað eftir annað kallaði á dómsmál. Spurði Guðrún hvort meirihlutinn vildi nú ekki doka við og ieita álits óvilhallra lögfræðinga áður en lengra væri haldið á þessari braut. Gerði Guðrún síðan grein fyrir bókun fulltrúa Kvennafram- boðs um mótmæli við þessum gjörningi. Bent er á í þeirri bókun, að breytingarnar feli ekki í sér bætt skólahald í Reykjavík né fjárhags- legan ávinning. Þær hafi ekki hlotið neina umfjöllun viðkomandi starfshópa og vafasamt hvort þær samrýmist lögum. Þá var lögð fram -tillaga frá Kvennaframboðinu um frestun afgreiðslu málsins þartil umsagnir hefðu borist. Auka við báknið Þorbjörn Broddason sagði það einkennilegan málflutning að segja að íslensk lög, en um embætti fræðslustjóra er kveðið á í lögum, séu bundin við persónu eins manns einsog borgarstjóri hafi haldið fram. Sagðist Þorbjörn þakka fyrir það að sumir Sjálfstæðismenn væru nægilegar heiðarlegir til að viður- kenna það, að þetta mál sé til kom- ið vegna þess að menntamálaráð- herra skipaði annan mann en þeir vildu í embætti fræðslustjóra. Það væri í sjálfu sér eðlilegt að skiptar skoðanir væru um það hver ætti að hljóta slík embætti, hins vegar væri með öllu óskiljanlegt eftir að búið væri að veita það að koma af stað slíkum hamagangi. Rifjaði Þor- björn einnig það upp, að formaður fræðsluráðs (Markús Örn) hefði ekki þorað að láta fara fram leyni- lega atkvæðagreiðslu á sínum tíma um það með hverjum skyldi mælt í embætti fræðslustjóra. En talið er að þá hefðu flokksbönd Sjálfstæð- ismanna ekki haldið. Þá sagði Þor- björn það vera miðlungi smekklegt hjá borgarstjóra að kalla málflutn- ing manns „bara bull“, að honum fjarstöddum. Þá benti Þorbjörn á misræmi í málflutningi borgar- stjóra og formanns fræðsluráðs af þessu máli. Gagnrýndi hann hörð- um orðum málsmeðferð alla í þessu máli og kvað hörkuna og óbilgirnina gagnvart Áslaugu Brynjólfsdóttur vera óþolandi. Af hverju í ósköpunum hefðu þessar tillögur ekki verið sendar skóla- stjórum, kennurum og sálfræði- deild skóla? Það væri svo táknrænt, að samningamennirnir hefðu sam- þykkt sjálfshól f fræðsluráði. Til- lögurnar væru að hluta til lögleysa, þær fælu í sér kostnaðarauka fyrir borgina og væru í rauninni í þá veru að auka við báknið. Með tímanum gætu þessar breytingar orðið til þess að vald sé dregið inní mennta- málaráðuneytið sem nú er fyrir utan það. Máske það væri ein skýr- ingin á því hvers vegna starfsmenn ráðuneytisins samþykktu þetta? Kristján Bencdiktsson sagði að dr. Bragi hefði verið fulltrúi Al- þýðuflokksins og sjálfs sín í þessari riefncf en ekki annara flokka. Át- áldi Kristján svo borgarstjóra og meiríhluta Sjálfstæðisflokks fyrir framgöngu í þessu máli öllu/Ó- maKlegum gíluryrðum borgar- stjóra úm menntamálaráðherra vísaðj hann til föðurhúsanna og sagði nóg komiö af yfirgangi og of- , forsi þessa meirihlufa. Vitnaði 1,1 R Kristján m.a. til álits tveggja lög- fræðinga sem telja að breytingarn- ar samræmist ekki gildandi lögum. Sigurður E. Guðmundsson lýsti sig sammála áliti dr. Braga og Sjálf- stæðisflokknum í þessu máli. Ragnar Júlíusson sagði að Krist- ján Benediktsson hefði trúlega vél- ritað bréf ráðherra eða væri jafnvel höfundur þess. Þá sagðist hann vita fyrir víst að ekki hefðu verið nema 19 manns á fundi Alþýðubanda- lagsins um fræðslustjóramálið, hann hefði meira að segja nöfn þeirra sem sóttu fundinn. Adda Bára Sigfúsdóttir sagði að skipti máli hvort samningur af þessum toga væri lögleysa eða ekki - og þessi væri það. Hér-væri um að ræða einfalda ofsókn á hendur embættismanni sem ekki væri Sjálfstæðismaður. Einungis vegna þess að ráðherra hefði skipað í embætti fræðslustjóra í óþökk hins almátka meirihluta. Með breyting- um væri verið að búa til tvær stofn- anir úr einni. Þá vakti Adda Bára sérstaka athygli á því að í tillögun- um væri gert ráð fyrir að starfs- menn sálfræðideildar skóla fari af ráðningu hjá borgarsjóði miðað við 31 júlí nk. en ráðuneytið endur- áði þá alla „eða að hluta“. Hvort það gæti í rauninni verið meiningin að fækka þessum starfsmönnum sem yfrið nóg verkefni hefðu fyrir? Snuðrað um fólk? Þorbjörn Broddason sagði mál- flutning Ragnars Júlíussonar um fundarsókn hjá Alþýðubandalag- inu vera í meira lagi furðulegan. Væri vart hægt að skilja yfirlýsing- ar Ragnars öðruvísi en sem svo að þeir hefðu sent snuðrara á fundinn til að skrifa niður nöfn manna. Þetta væri fáheyrð framkoma og spurning hvort ekki varðaði við lög. Væri þetta undarlegasta og ómerkilegasta yfirlýsing sem hann hefði heyrt í borgarstjón. Davíð Oddsson sagði að þetta hefði verið opinn fundur og því ekkert eðlilegra en menn vissu hversu margir hefðu sótt hann. Markús Órn Antonsson rakti m.a. símtal sem hann hefði átt við einn samnefndarmann sinn, sem er deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu og hefði hann aðgætt hvort menntamálaráðherra hefði haft einhvern sér til ráðuneytis við sam- ingu bréfsins til borgarstjóra. Hefði hann tjáð sér að svo væri ekki. Gerður Steinþórsdóttir sagði m.a. að ekki væri ólíklegt að við- komandi starfsmenn ráðuneytisins væru óhæfir sem slíkir. Hér væri um fáheyrðan dónaskap að ræða. Síðan voru tillögur Kvenna- framboðs og Alþýðubandalags felldar en samþykkt að fela borg- arstjóranum framkvæmd breyting- anna efirleiðis. Borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins, Sigurður E. Guð- mundsson greiddi atkvæði með Sjálfstæðismönnum. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.