Þjóðviljinn - 27.05.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 27. mai 1983 ÞJÓÐYILJINN - SÍÐA 15
RUV 0
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orö: Bernharður Guðmundsson talar
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna: „Laxa-
börnin", eftir R.N. Stewart þýðandi:
Eyjólfur Eyjólfsson. Guðrún Birna Hann-
esdóttir lýkur lestrinum (5).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagb. (útdr.).
10.35 „Það er svo margt að minnast á“
Torfi Magnússon sér um þáttinn.
11.05 „Ég man þá tfð Lög frá liðnum árum.
Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson.
11.35 Frá norðurlöndum Umsjónarmaður:
Borgþór Kjærnested.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Á frívaktinni Sigrún Sigurðardóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 „Gott land“ eftir Pearl S. Buck
Magnús Ásgeirsson og Magnús Magnus-
son þýddu. Kristín Anna Þórarinsdóttir
les (9)
15.00 Miðdegistónleikar
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Útvarpssaga barnanna: Sögur frá
æskuárum frægra manna eftir Ada
Hensel og P. Falk Rönne. „Örninn í
Pyreneafjöllum" saga um Jean Bapt-
iste Bernadotte Ástráður Sigurstein-
dórsson les þýðingu sína (18).
16.40 Litli barnatfminn Stjórnandi: Gréta
Ólafsdóttir (RÚVAK).
17.00 Með á nótunum Létt tónlist og leið-
beiningar til vegfarenda. Umsjónarmenn:
Ragnheiður Davíðsdóttir og Tryggvi
Jakobsson.
17.30 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor-
steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljóm-
plötur. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.40 Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor-
oddsen kynnir.
20.40 Kvöldtónleikar
21.40 „Hve létt og lipurt“ Sjötti þáttur
Höskuldar Skagfjörð
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Órlagaglfma" eftir Guðmund L.
Friðfinnsson Höfundur les (19).
23.00 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar
Jónassonar
00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir.
01.10 Á næturvaktinni Sigmar B. Hauks-
son - Ása Jóhannesdóttir.
03.00 Dagskrárlok
Þættir Borgþórs Kjærnested í
útvarpinu, „Frá Norðurlöndum"
hafa vakið óskipta athygli
þeirra, sem hlustað hafa. Þeir
eru afskaplega fróðlegir og
skemmtilegir áheyrnar. Þarna
er drepið á ótalmörgu í fari og
menningu nágrannaþjóða okk-
ar og Borgþór kynnir ótal margt
fólk og hefur við það viðtöl.
Þættir þessir eru á föstudags-
morgnum klukkan 11.30.
fr
ncflum
RUV
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
20.50 Steini og Olli Mannelska geitin
Skopmyndasyrpa með Stan Laurel og
Oliver Hardy.
21.15 Umræðuþáttur
22.10 Horfnu miljónirnar (Wheeler and
Murdoch) Bandarísk sakamálamynd frá
1970. Leikstjóri: Joseph Sargent. Aðal-
hlutverk: Jack Warden, Christopher
Stone og Van Johnson. Tveir einkaspæj-
arar grafast fyrir um mafíumorð og mil-
jónarán. Þýðandi Heba Júlíusdóttjr.
23.25 Dagskrárlok
Fallkandídat
í ráðherra-
stól
Áhugasamur lesandi hringdi:
Hann vildi varpa þeirri spurn-
ingu til formanns Sjálfstæðis-
flokksins, stjómarformanns í
Árvakri og hins nýja utanríkis-
ráðherra, en þessum embættum
gegnir einn og sami maðurinn
Geir Hallgrímsson, hvort hann
teldi það virkilega í anda
lýðræðisins að maður sem þjóðin
hefði hafnað settist nú í ráðherra-
sæti. Hvort er nú lýðræðislegra
að fela fallkandídatnum frá síð-
ustu alþingiskosningum ráð-
herraembætti eða Svavari Gest-
ssyni umboð til stjórnarmynd-
unar?
Um sorphreinsun borgarinnar:
Er fólki
mismunað eftir
hverfum?
Reiður iesandi skrifar:
Þad er margt rætt og ritad um
svokallaða stéttskiptingu hér á
landi og sýnist sitt hverjum. „Hér
hafa það allir svo gott,“ segja
sumir og strjúka sólbrúna vel-
megunarístruna af velþóknun, en
sjá ekki eda vilja ekki sjá
lífskjaramuninn sem hér er. Og
það er kannski ekki von að
velmegunarfólkið sjái flísina í
augum landsins, því fólk á einka-
bílum sér aldrei neitt. Ef það tæki
t.d. einhvern tíma strætó sæi það,
bara á klæðaburði fólks, að hér
búa margar stéttir.
Einu merki stéttaskiptingar
langar mig til að koma á framfæri
- og jafnvel fá einhver svör við
hjá bæjaryfirvöldum ef þau
nenna þá að svara. Það mál
varðar sorphreinsunardeild borg-
arinnar.
Þannig er, að ég hef sem
Ieigjandi þurft að flytja æði oft
undanfarin ár og hef þá búið í
mismunandi hverfum borgarinn-
ar, fínum sem ófínum. Og það
hefur vakið athygli mína, að
sorphreinsunarbflar borgarinnar
koma á mjög mismunandi tímum
í hin ýmsu hverfi.
Þannig koma bflarnir í
Breiðholtshverfin um áttaleytið á
morgnana. í miðbæinn, þar scm
ég bjó um skeið, komu þeir upp-
úr sjö. En í fínni hverfum'eins og
Hlíðunumog á Högunum komu
þeir ekki fyrr en uppúr klukkan
níu eða síðar.
Fína fólkið býr ekki á miðbæj-
arsvæðinu né heldur í blokkunum
í Breiðholtinu. ófínna fólkið býr
ekki í Hlíðunum eða á Högunum.
Nú er það svo, að þessum sorp-
hreinsunaraðgerðum fylgir ansi
mikill skarkali og því hætt við að
fólk hrökkvi af værum blundi
þegar hreinsunarmenn eru á ferð
(því má vel bæta við, að hávaðinn
frá þeim er oft skelfilegur og ár-
eiðanlega meiri en nauðsyn þyrfti
að vera).. Mér segir svo hugur
um, að hér sé á ferðinni dæmi um
skipulagningu að ofan, þ.e.a.s.
raskið ekki ró góðborgaranna
fyrr en þeir hafa silast á sínar
breiðu fætur sjálfir. Látið almúg-
ann hafa það.
Eða er þetta bara tilviljun? Ég
held hreint ekki, en myndi fagna
svari frá viðkomandi yfirvöldum.
Hilmar Magnússon, yfirverkstjóri:
Fólki ekki mismunað
eftir hverfum
„Er fólki mismunað eftir hverf-
um?“ spurði „reiður lesandi" í
blaðinu miðvikudaginn 25. maí.
Þar er vikið nokkuð að sorp-
hreinsun í Reykjavík og spurt,
hvort skipulagt sé af yfirvöldum á
hvaða tíma dags sorphreinsunar-
bílarnir komi í tiltekin hverfi
borgarinnar.
Við höfðum samband við
Hilmar Magnússon, yfirverk-
stjóra sorphreinsunardeildar
Reykjavíkurborgar vegna bréfs
þessa. Hilmar kvað enga skipu-
lagningu vera hvað tímann
varðaði hvenær sorphreinsunar-
bílar kæmu í tiltekin hverfi. 10
flokkar sjá um að hreinsa borgina
og byrja þeir ætíð klukkan 7 á
morgnana og hefur hver flokkur
viku til þess að fara yfir sitt svæði.
Flokkarnir byrjuðu að morgni
þar sem þeir hættu að kvöldi.
Nokkuð misjafnt væri hversu
fljótir þeir væru, þannig það gæti
hreyst nokkuð til hvenær þeir
kæmu í hverfin.
Það er nú það. Gaman væri að
heyra í fleiri lesendum um mál
þetta.
barnahorn
Föndur
Hér sjáið þið hvernig þið getið teiknað
skemmtilegar myndir hvort af öðru. Þið
límið teiknipappírsörk á vegginn í hæfi-
legri hæð, síðan sest sá sem teikna á við
teiknipappírinn eins og myndin sýnir.
Lampa er stillt upp við hliðina á fyrirsæt-
unni. Nú er aðeins eftir að teikna, og það
ætti ekki að vera vandasamt. Sá sem sit-
ur fyrir verður auðvitað að vera graf-
kyrr. Góða skemmtun.
Hér kemur annar teiknileikur og er
hann öllu vandasamari, en með góðri
æfingu ættuð þið að geta gert margar og
skemmtilegar myndir. Þið látið kunn-
ingja ykkar hafa blað og blýant og segið
honum að teikna óregluleg strik og
bogalínur. Síðan eigið þið að halda
áfram með teikninguna og búa til myndir
úr strikunum. Þetta verður auðvitað erf-
itt til að byrja með en smám saman kom-
ist þið upp.á lag með þetta. Hér á mynd-
inni sjáið þið nokkur dæmi um þennan
leik.
Var ekki
svangur
Eftirfarandi samtal átti sér stað milli lítils
drengs og móður hans:
Mamma, af hverju viltu ekki leika við mig?
Ég hef ekki tíma til þess, væni minn.
Af hverju hefurðu ekki tíma til þess?
Ég þarf að vinna.
Af hverju þarftu að vinna?
Til þess að fá peninga.
Hvers vegna þarftu að fá peninga?
Til þess að geta keypt mat handa þér.
Þögn.
Ég er ekkert svangur.
Spýturnar
• • •
sjo
Faðir nokkur átti sjö sonu, og kom þeim
illa saman. Þras þeirra og rifrildi gerði þá
hirðulausa um það sem þeir áttu að gera.
Faðir þeirra, sem var mesti heiðursmaður,
hafði lengi tekið eftir þessu, og fékk það hon-
um áhyggju. Einn dag kallar hann þá alla á
fund sinn og leggur fyrir þá sjö spýtur, fast-
lega samanbundnar í knippi og segir: „Hverj-
um ykkar, sem getur mölvað þetta spýtu-
knippi í sundur, skal ég gefa hundrað ríkis-
dali.“
Bræðurnir þreyttu nú á þessu aflsmuni
sína, hver eftir annan, en allir jafnt fyrir gýg:
„Það er bráðómögulegt", sögðu þeir allir.
„Nei, ónei“, sagði faðirinn, „ekkert er
auðveldara“. Þá leysti hann sundur knippið
og mölvaði síðan hæglega hverja spýtuna
eftir aðra. „Já með þessu móti“, gullu við allir
synirnir, „þá er það reyndar hægðarleikur
þetta getur hvert barn gert“.
En faðirinn tók þannig til orða: „Svona fór
nú með spýturnar synir mínir, en gætið þess
að ekki fari eins fyrir ykkur, því hér er líkt;
komið. Svo lengi sem þið eruð sáttir og hald
ið hóp sem einn maður, mun enginn yfirbuga
ykkur, en ef einingarbandið slitnar, sem á að
halda ykkur saman, þá munuð þið fá sömu
afdrifin eins og þessar spýtur, sem liggja hér
brotnar fyrir fótum okkar.
(Úr Lestrarbók Þórarins
Böðvarssonar).