Þjóðviljinn - 05.07.1983, Side 11
Þriðjudagur 5. júlí 1982 ÞJÓÐVILJÍNN — SÍÐÁ 15
Sérstætt dómsmál:
Ummæli menntamála-
ráöherra dæmd ómerk
„Stefndi, Ingvar Gíslason, greiði
stefnanda, Margréti Guðnadóttur,
kr. 10.000.00 í málskostnað. Fram-
angreind ummæli skuiu vera
ómerk. Kröfur stefnanda um refs-
ingu og fégjald til að kosta birtingu
forsendna og dómsorð eru ekki
tekin til greina. Dómi þessum ber
að fullnægja innan 15 daga frá lög-
birtingu hans að viðlagðri aðför að
lögum.“
Þannig hljóða dómsorð borgar-
dómara, Eggerts Óskarssonar, í
málinu „Margrét Guðnadóttir
gegn Ingvari Gíslasyni“ en þau
voru kveðin upp í Bæjarþingi
Reykjavíkur hinn 4. maí sl. Mar-
grét Guðnadóttir er prófessor við
læknadeild Háskóla Islands - Ing-
var Gíslason er fyrrverandi
menntamálaráðherra. Það telst til
tíðinda, að æðsti yfirmaður
menntamála landsins skuli sóttur
til saka og dæmur og ummæli hans
dæmd ómerk. f frásögninni af
þessu einstæða máli er stuðst við
endurrit úr Dómabók Bæjarþings
Reykjavíkur.
Sótt um
prófessorembœtti
Margrét Guðnadóttir var í ágúst-
mánuði 1980 skipuð í dómnefnd
skv. tilnefningu læknadeildar HÍ til
að fjalla um hæfni tveggja umsækj-
enda, sem sótt höfðu um prófess-
Margrét Guðnadóttir: tatdi æðsta
yfirmann menntamála í landinu
hafá farið út fyrir öll velsæmis-
mörk.
orsembætti í ónæmisfræði við
læknadeildina. Umsækjendur voru
dr. Helga Ögmundsdóttir, læknir,
og Helgi Valdimarsson, dósent.
Auk Margrétar áttu sæti í dóm-
nefndinni Guðmundur Pétursson,
læknir, og Sigurður Samúelsson,
prófessor, og var Margrét formað-
ur nefndarinnar.
Á almennum deildarfundi í
læknadeild hinn 24. nóvember
1980 var ráðstöfun þessa prófess-
orsembættis tekin til umfjöllunar
og afgreiðslu, en dómnefndin hafði
komist að þeirri niðurstöðu, að
F.Í.B. félagar
athugið
Félag íslenskra bifreiðaeigenda efnir til full-
trúakjörfundar fyrir umdæmi 1 - Höfuðborg-
arsvæði, þriðjudaginn, 12. júlí n.k. á skrif-
stofu félagsins að Borgartúni 33, Reykjavík
kl. 20.30. Dagskrá fundarins: Kjör fulltrúa til
fulltrúaþings F.Í.B.
Atkvæðisrétt hafa allir fullgildir félagsmenn
F.Í.B. sem greitt hafa árgjaldið 1983 og fram-
vísa félagsskírteini við innganginn.
Stjórn Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Laus staða
Hldtastaða dósents (37%) í geislalæknisfræði við
læknadeild Háskóla Islands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um-
sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil
og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. ágúst n.k.
Starf yfirfiskmatsmanns
á Snæfellsnesi
Starf yfirfiskmatsmanns hjá Framleiðslueftir-
liti sjávarafurða, með búsetu á Snæfellsnesi,
er laust til umsóknar.
Reynsla af framleiðslu og meðferð sjávar-
afurða svo og matsréttindi í sem flestum
greinum fiskmats æskileg.
Umsóknir sendist sjávarútvegsráðuneytinu
fyrir 15. júlí n.k.
Sjávarútvegsráðuneytið,
30. júní 1983.
báðir umsækjendur væru hæfir til
að gegna stöðunni. í áliti
dómnefndar var ekki mælt með
öðrum hvorum umsækjandanum. í
atkvæðagreiðslu um meðmæli
deildarinnar varðandi þessa stöðu-
veitingu hlaut Helga Ögmunds-
dóttir 22 atkvæði,' Helgi Valdi-
marsson 21 atkvæði,2 seðlar voru
auðir og 1 ógildur.
Ingvar veitir
Helga embœttið
Menntamálaráðherra, Ingvari
Gíslasyni, var kynnt þessi niður-
staða deildarfundarins með bréfi
deildarforseta læknadeildar í des-
ember 1980. Með bréfi dagsettu
sama dag og bréf deildarforsetans,
sem undirritað var af fjórum kenn-
urum við læknadeild Háskólans,
var ráðherra sendur undirskrifta-
listi með nöfnum 41 kennara lækn-
adeildar þar sem þeir mæltu ein-
dregið með því, að Helga Valdi-
marssyni yrði veitt prófessorsstað-
an (Helgi varð dósent við lækna-
deildina 1974). f lok desember
1980 skipaði menntamálaráðherra
Helga Valdimarsson í embætti
prófessors í ónæmisfræði við lækn-
adeild Háskóla íslands.
Athugasemdir
í útvarpi
í kvöldfréttatíma Ríkisútvarps-
ins hinn 3. febrúar 1981 var fjaliað
um veitingu þessa prófessorsem-
bættis og var í því sambandi leitað
álits Ingvars Gíslasonar, Víkings
Arnórssonar, deildarforseta
læknadeildar, svo og Margrétar
Guðnadóttur. Þar með hafði verið
vakin athygli á veitingunni, og næst
gerist það, að Kvennréttindafélag
Islands sendir Jafnréttisráði bréf,
þar sem þeim tilmælum er beint til
ráðsins, að það taki til meðferðar
veitingu embættisins. í bréfi þessu
er þess farið á leit af hálfu Jafnrétt-
isráðs áð Ingvar Gíslason veiti um-
sögn sína varðandi veitingu em-
bættisins með tilvísun til laga um
jafnrétti karla og kvenna.
Hin œrumeiðandi
ummœli mennta-
málaráðherra
í júnímánuði 1981 var greinar-
gerð sú, sem Ingvar Gíslason sendi
Jafnréttisráði birt í Þjóðviljanum,
Tímanum og Vísi og auk þess flutt í
Ríkisútvarpinu. Fram kemur í
Dómabók Bæjarþings Reykjavík-
ur, að Ingvar Gíslason hafi tekið
ákvörðun um birtingu þessa, „Þar
sem fjölmiðlar höfðu hvað eftir
annað fjallað um mál þetta, oftast á
þann veg, að brotið hefði verið
gegn jafnrétti kynjanna um veit-
ingu prófessorsembættis í ónæmis-
fræði. Með birtingu á greinar-
gerðinni vildi stefndi koma sjónar-
miðum sínum á framfæri, í eitt
skipti fyrir öll.“
Ummælin, sem birt voru, eru
þessi:
„En ég get ekki legið á því lengur,
eins og við mig er látið, að Margrét
Guðnadóttir hefur við viss tækifæri
brugðist hlutlægnisskyldu sinni og
trúnaði sem formaður dómnefnd-
ar. Alveg sérstaklega brást hún
trúnaði samnefndarmanna sinna
þcgar hún lagði dómncfndarálitið
fyrir læknadeild til atkvæða-
greiðslu. Af því hef ég órækar frá-
sagnir. Hún hafði framsögu f.h.
dómnefndar, en hagaði máli sínu
þannig, að það var „samfelld fram-
boðsræða f.h. Helgu Ögmunds-
dóttur“, eins og einn áheyrandi
orðaði það í mín eyru og bar þar í
öllu saman við það sem aðrir höfðu
að segja um ræðuflutning for-
mannsins í það sinn. Þar sem ég
þekki til þykja það ekki heiðarleg
vinnubrögð, þegar framsögu -
naður nefndar notar ræðutíma sinn
til þess að reka áróður fyrir einka-
skoðunum sínum og villa um fyrir
áheyrendum hvað varðar skoðanir
annarra nefndarmanna.“
Allt dœmt \
ómerkt
Það eru þessi ummæli, sem borg-
ardómari dæmdi ómerk hinn 4.
maí. Þess ber að geta, að Margrét
Guðnadóttir óskaði eftir því við
ríkissaksóknara með bréfi dags. 3.
desember 1981, að opinber rann-
sókn færi fram á aðdróttunum og
ærumeiðingum þeim, sem voru í
greinargerð stefnda. Ríkis-
saksóknari hafnaði þessari beiðni
og því höfðaði Margrét einkamál á
hendur Ingvari, og sýnist full á -
;tæða hafa v^rið til.þrátt fyrir við-
brögð ríkissaksóknara (hvað sem
þeim nú olli).
í forsendu dómsins er hann rök-
studdur svo:
„Ekki er unnt að fallast á þá rök-
semd stefnda, að hin umdeildu um-
mæli geti ekki talist vera ærumeið-
andi í garð stefnanda almennt séð.
Þótt umræða almennt kunni að
vera opnari en áður, þá eru mál-
frelsinu eftir sem áður takmörk sett
og æra manna vernduð lögum sam-
Ingvar Gísiason: allt dæmt ómerkt
og Ingvari gert að greiða máls-
kostnað Margrétar.
kvæmt. Þá er og á það að líta, að
ummæli þau, sem mál þetta er
sprottið af tengjast ekki þjóðmál-
aumræðu með þeim hætti að leiða
kunni til rýmkaðs málfrelsis.
Stefndi þykir ekki hafa sýnt fram
á í þessu, að framganga stefnanda á
greindum fundi læknadeildar, eða
við önnur tækifæri, hafi verið með
þeim hætti, að réttlætt geti þau um-
mæli er hann viðhafði, og aðila-
skýrsla stefnanda, sem stefndi
byggir á að þessu leyti, þykir held-
ur ekki gefa tilefni til þess.“
Og, eins og áður sagði, ber Ing-
vari Gíslasyni, fyrrverandi
menntamálaráðherra, nú að greiða
Margréti Guðnadóttur, prófessor,
krónur 10 þúsund í málskostnað.
Lögmaður Margrétar var Gísli
Gíslason og sagðist hann í samtali
við blaðið líta svo á, að Ingvari bæri
sjálfum að greiða þennan kostnað,
ekki menntamálaráðuneytinu.
Lögmaður Ingvars var Eiríkur
Tómasson.
ast
Athugasemd
frá aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar
Hr. ritstjóri
Eftirfarandi óskast birt í blaði
yðar.
Á forsíðu Þjóðviljans þann 30. júní
s.l. var birt frétt, þar sem því var
slegið upp með stóru letri að
stjórnarformaður Landsvirkjunar
Jóhannes Nordal hafi látið vísa til-
lögu um eðlilegt upplýsingastreymi
til stjórnar Landsvirkjunar frá
varðandi endurskoðun samninga
við Alusuisse. Hér er um stórlega
villandi fréttaflutning að ræða og
ómakleg árás á stjórnarformann
Landsvirkjunar. Óhjákvæmilegt
er því að gera eftirfarandi athuga-
semd.
Á fundi stjórnar Landsvirkjunar
þann 28. júní s.l. var lagt fram bréf
frá iðnaðarráðuneytinu þar sem
segir:
„Iðnaðarráðherra hefur með bréfi
dags. 14. júní 1983, skipað nefnd,
„Samninganefnd um stóriðju", til
þess að annast viðræður og samn-
inga um orkufrekan iðnað.
Eitt fyrsta verkefni nefndarinnar er
að vinna að samningum við Alu-
suisse, m.a. um hækkun rafórku-
verðs til ISAL. í því efni hefur
nefndinni verið falið að hafa nána
samvinnu við stjórn Landsvirkjun-
ar, sem verður hinn formlegi samn-
ingsaðili um raforkuverðið.“
f tilefni af bréfi þessu lagði Guð-
mundur Magnússon stjórnarm-
aður fram eftirfarandi tillögu:
„Stjórn Landsvirkjunar óskar eftir
því að í samingum við Alusuisse
verði haft fullt samráð við stjórn
Landsvirkjunar og hafi hún ætíð
greiðan aðgang að öllum upplýs-
ingurn er snerta samninga um
orkuverð."
í umræðum um þessa tillögu kom
fram hjá ýmsum stjórnarmönnum
að hingað til hefðu stjórnarmenn
ávallt haft greiðan aðgang að öllum
þeim upplýsingum sem tiltækar
væru hjá fyrirtækinu og væri engin
ástæða til að véfengja rétt stjórnar-
manna til að afla þeirra. Formaður
tók fram að samráð yrði haft við
nefnd þá, sem stjórn Landsvirkj-
unar kaus á 462. fundi sínum 30.
desember s.l. til að fjalla um verð-
lagningu og söluskilmála til orku-
freks iðnaðar, en ljóst væri að
stjórn Landsvirkjunar hefðiþó síð-
asta orðið í þessum efnum, þar sem
ofangreind nefnd stjórnarinnar
hafi ekkert umboð til samninga um
þessi mál. Formaður lagði síðan
fram eftirfarandi frávísunartillögu:
„í bréfi iðnaðarrráðuneytisins
dags. 23. þ.m. til stjórnar Lands-
virkjunar eru lagðar fram tillögur
um skipan samningamála við Alu-
suisse, sem stjórn Landsvirkjunar
getur samþykkt, auk þess sem í
bréfinu er óskað náins samráðs
Samninganefndar um stóriðju og
stjórnar Landsvirkjunar. Með vís-
an til þessa sé ég ekki ástæðu fyrir
þessa tillögu og legg til að henni
verði vísað frá.“
Gengið var til atkvæða um frá-
vísunartillöguna og hún samþykkt
með 6 atkvæðum á móti einu.
Eins og ljóst má vera af ofan-
greindu, mun stjórn Landsvirkjun-
ar óhjákvæmilega fylgjast mjög ná-
ið með starfi „Samninganefndar
um stóriðju" hvað varðar raforku-
verðið til ISAL og áðurnefnd frétt
Þjóðviljans því byggð á misskiln-
ingi eða rangtúlkun á því sem gerð-
ist á áðurnefndum fundi stjórnar
Landsvirkjunar.
Reykjavík 1. júlí 1983 _
Jóhann Már Maríusson
aðst. forstjóri