Þjóðviljinn - 05.07.1983, Side 15
Þriðjudagur 5. júlí‘ 198^' 'ÞJ'ÓÐViLJÍNN - SÍÐA '19
RUV ©
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn
Tónleikar Þulur velur og kynnir
7.25 Leikfimi. Tónleikar.
7.55Daglegt mál. Endurt. þáttur Árna
Böðvarssonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir Dagskrá 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: Guðríður Jónsdóttir talar
Tónleikar.
8.30 Mylsna Þáttur fyrir morgunhressa
krakka. Stjórnendur: Ása Helga Ragn-
arsdóttir og Þorsteinn Marelsson.
8.40 Tónbilið
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Stroku-
drengurinn" ettir Astrid Lindgren Þýð-
andi: Jónína Steinþórsdóttir. Gréta Ól-
afsdóttir les (17).
10.35 „Man eg það sem löngu leið“ Ragn-
heiður Viggósdóttir sér um þáttinn.
11.05 íslenskir einsöngvarar og kórar
syngja
11.30 Blandað geði við Borgfirðinga
Hverahitun húsa og brautryðjandinn Er-
lendur Gunnarsson, Sturlu-Reykjum.
Umsjón: Bragi Þórðarson.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Þriðjudagssyrpa - Páll Þorsteins-
son.
14.00 „Refurinn í hænsnakofanum" eftir
Ephraim Kishon í þýðingu Ingibjargar
Bergþórsdóttur. Róbert Arnfinnsson les
(7) Þriðjudagssyrpa frh.
15.20 Andartak Umsjón: Sigmar B. Hauks-
son
16.20 Síðdegistónleikar. Álfred Sous og
Endres-kvartettinn leika Óbókvartett i
F-dúr K.370 eftir Wolfgang Amadeus
Mozart / Kammersveitin i Stuttgart leikur
Serenöðu fyrir strengjasveit op. 6 eftir
Josef Suk; Karl Munchinger stj.
17.05 Spegilbrot. Þáttur um sérstæða tón-
listarmenn síðasta áratugar. Umsjónar-
menn: Snorri Guðvarðarson og Benedikt
Már Aðalsteinsson (RÚVAK).
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar
19.50 Við stokkinn. I kvöld segir Gunnvör
Braga börnunum sögu fyrir svefninn.
20.00 Sagan: “Flambardssetrið" eftir
K.M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les
þýðingu sina. (9)
20.30 Sönghátíð í Reykjavik 1983. Frá
Ijóðatónleikum Gérards Souzay i Austur-
bæjarbíói 27. f.m. Dalton Baldwin leikur
á píanó. - Kynnir: Hanna G. Sigurðar-
dóttir.
21.40 Útvarpssagan: „Leyndarmál lög-
reglumanns“ eftir Sigrúnu Schneider
Ólafur Byron Guðmundsson lýkur lestrin-
um (6)
22.35 Skruggur. Þættir úr islenskri sam-
tímasögu. 10. maí 1940 Umsjón: Eggert
Þór Bernharðsson. Lesari með umsjón-
armanni: Þórunn Valdimarsdóttir.
23.15 Rispur. Draumlönd í fjarska Um-
sjónarmenn: Árni Óskarsson og Friðrik
Þór Friðriksson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
RUV
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Einmitt svona sögur Breskur teikni
myndaflokkur gerður eftir dýrasögum
Rudyards Kiplings. Þýðandi Guðni Kol-
beinsson. Sögumaður Viðar Eggertsson.
20.50 Derrick 10. þáttur. Þýskur saka-
málamyndaflokkur. Þýðandi Veturliði
Guðnason.
21.50 Mannsheilinn - Nýr flokkur - Fyrsti
þáttur Fræðslumyndaflokkur frá BBC.
Heilinn er flóknasta líffæri mannslikamv
ans og þrátt fyrir miklar rannsóknir er enn
margt á huldu um starfsemi hans. I
þessum myndaflokki er gerð grein fyrir
því helsta sem vitað er um mannsheil-
ann, einkum hvað varðar hugsun, minni,
mál, skynjun og stjórn hreyfinga, ótta og
loks geðsjúkdóma. Umsjónarmenn: Dick
Gilling og Robin Brightwell. Þýðandi og
þulur Jón O. Edwald.
22.45 Dagskrárlok.
Sjónvarp kl. 21.50
Skyggnst um
í heilabúinu
Klukkan 21.50 sýnir Sjónvarpið
fyrsta þátt í nýjum fræðlsumynda-
flokki frá BBC. Er þar fjallað um
furðufyrirbærið mannsheilann.
F>ótt „margt sé skrítið í kýrhöfðinu"
og mannslíkaminn, eins og hann
leggur sig, hið mesta völundarsmíði,
þá mun þó heilinn taka öðrum líffær-
um fram um flókna og duiarfulla gerð.
Og þó aö læknar og vísindamenn hafi
reynt að hnýsast í heilabúið eftir föng-
um og orðið ýmislegs áskynja um
það, er þó enn margt í myrkri um
starfsemi þess.
í þessum myndaflokki er gerð grein
fyrir því helsta, sem vitað er um
mannsheilann, einkum hvað varðar
hugsun, minni, mál, skynjun og stjórn
hreyfinga, ótta og loks geösjúkdóma.
Umsjónarmenn þáttaris eru Dick
Gilling og Robin Brigthwell en þýö-
andi og þulur Jón O. Edwald.
- mhg
fr
Sjónvarpið
tryggi sér sýn-
ingarréttinn
Englandsfari hringdi og lét í
Ijós ánægju með þýðingu og lest-
ur sögunnar Flambard, sem Silja
Aðalsteinsdóttir á heiðurinn af.
Kvaðst Englandsfarinn hafa
séð þessa sögu í enska sjónvarp-
inu, sem framhaldsþætti, og
væruþeir það besta, sem hann
hefði séð af því tagi
Bað Englandsfari Þjóðviljann
að koma þeirri ósk á framfæri að
Sjónvarpið tryggi sér sýningar-
réttinn á þessum þáttum og sýni
þá sem allra fyrst.
Hrafnista í Hafnarfirði:
Af hverju ekki
strœtisvagnaferðir?
Gömul kona á Hrafnistu í Hafn-
arfirði hringdi og sagði að það
hefði valdið töluverðri óánægju á
þessu annars ágæta vistheimili fyrir
aldrað fólk að engar strætisvagna-
ferðir eru að húsinu.
Þarna þú búa nokkur hundruð
manns svo að það er á við heilt
þorp úti á landi og yfirleitt ætti
þetta fólk ekki bíl og væri margt
vanbúið til að ganga alla leið út á
Hafnarfjarðarveg til að ná í strætis-
bíl þar. Ennfremur veldur þetta allt
óarfa einangrun fólks sem vill
halda sambandi við ættingja og
vini. Hún sagði að erindi hefði bor-
ist til Landleiða og bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar út af þessu máli en
ekkert komið út úr því ennþá. Væri
nú fólk orðið samfært um að ekkert
yrði gert í málinu. Taldi hún þetta
leiða af einkarekstri á almennings-
farartækjum.
Rauðgrani sendir eftirfarandi Ijóð, sem hann segir stoiið og skrum-|
skælt:
Órœkt í Hvíta húsinu
Athugasemd
Borgnesingur hringdi og vildi
gera athugasemd við skrif Inga
Hans Jónssonar frá Grundarfirði
um starfmenn Vegagerðar ríkis-
ins. Kvað hann þetta ómaklegan
áburð og órökstuddan. Þarna
væri hærra reitt til höggs en
sæmilegt væri.
Sagði Borgnesingurinn að
Þjóðviljinn væri þekktur fyrir
hófsama umfjöllun um slysfarir,
en þarna hefði kveðið við annan
tón og vildi hann láta í ljós óá-
nægju með að sjá slíkt í blaðinu.
Illgresi vex fyrir vestan,
og veturinn bitur og sár
kemur á dökkum kufli,
kuldalegur og grár.
Ó, hvað eg hata arfann,
sem einatt stari eg á.
Eg vildi að eg gæti gleymt að
hann getur og vill og má.
Því teyga eg lífsins lindir
uns loga mun akur og gil.
Illgresi vex fyrir vestan
og veit ekki að eg er til.
W
J&L jSl-JSá
Trúðar hafsins
í gamla daga höfðu Rómverjar og Grikk-
ir hvalinn sem við köllum höfrung, mjög í
hávegum og veittu honum þann heiður að
móta mynd hans á pening, vasa og ýmsa
dýrgripi. Þeir gerðu þetta ekki vegna þess,
að þeim þætti höfrungarnir fallegar
skepnur, heldur af því að þeir álitu þá vera
vini mannanna og sérstaklega sjómanna og
fiskimanna. Heimkynni höfrunganna eru
aðallega í Miðjarðarhafinu og öðrum hlýj-
um höfum en stundum kemur það fyrir að
þeir elta ýmis skip langt út á Norður-
Atlanshaf. Synda þeir þá í kjölfar skipanna,
dansa, hoppa og kafa í öldunum með yndis-
þokka ballettdansmeyja.
Margt er skrýtið við höfrungana. Þeir
anda með lungum eins og önnur spendýr.
Höfrungar hafa mjög gaman af að leika sér,
sérlega þó ungarnir, þeir leika sér alveg eins
og kettlingar og alveg eins og kettlingar
verða þeir virðulegri með aldrinum. Ogþað
er raunar sorglegt því, að það er svo ganian
að horfa á þá. Á Nýja-Sjálandi áttu þeir
einu sinni höfrung, sem var mjög frægur,
menn komu víðsvegar að úr heiminum til
þess að sjá hann. Hann lék sér við börn,
leyfði þeim að sitja á bakinu á sér og sitt
hvað fleira. Margar sögur eru til um höfr-
unga, en við látum þetta nægja að sinni.
Ljósaperan
Eins og þið eflaust vitið eru inni í
öllum rafmagnsperum nokkrir örmjóir
þræðir. Og það eru einmitt þessir
þræðir sem gera það að verkum að ljós
kviknar í þessum glerkúlum.
Þegar uppfinningamaðurinn Tómas
Edison, var að gera tilraunir með þessa
uppfinningu sína, leitaði hann fín-
gerðra þráða er nota mætti í þessum
tilgangi. Hann hélt því fram að trefjar
ákveðinnar bambustegundar væri það
eina sem til greina kæmi að nota.
Ekki þótti árennilegt að nálgast
þessa bambustegund þar sem hún óx
aðeins langt inni í frumskógum Suður-
Ameríku.
Ungur og hugdjarfur Iri, Mac Gow-
ans að nafni, tók að sér það vandasama
verkefni að síjórna leiðangri inn í frum-
skógana tif. að ná í þennan ágæta
bambus.
Ferðin var löng og ströng og lentu
leiðangursmenn í alls kyns mann-
raunum. Eitruð skordýr, slöngur,
krókódílar og rándýr herjuðu á þá og
loks kom að því að allir leiðangurs-
menn, að Mac Gowans undanteknum,
gáfust upp og sneru heim á leið.
Mac Gowans hélt ótrauður áfram
ásamt nokkrum aðstoðarmönnum sín-
um, sem allir voru Indíánar. Eftir langa
hrakninga og margs konar erfiði náðu
þeir áfangastað. Indíánarnir voru Mac
Gowans ákaflega hjálplegir og er þess
sérstaklega getið að dóttir höfðingjans
hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til
að leiðangurinn mætti takast.
Bambusrörin voru flutt niður eftir
Amazonfljóti og síðan hina löngu leið
heim í rannsóknarstofu Edisons.
En þegar Mac Gowans kom heim
eftir hina fræknu för, árið 1878, varð
hann fyrir miklum vonbrigðum. Rétt
fyrir heimkomu hans hafði tekist að
finna aðra leið og auðveldari til að út-
búa nothæfa þræði. Mac Gowans varð
svo mikið um að sjá allt sitt erfiði unnið
fyrir gíg, að hann sneri baki við um-
heiminum og hélt aftur út í frum-
skógana. Það er sagt að hann hafi síðar
kvænst dóttur Indíánahöfðingjans. Og
eitt er víst að síðan hefur aldrei til hans
spurst.
©