Þjóðviljinn - 05.07.1983, Side 16

Þjóðviljinn - 05.07.1983, Side 16
DJÚÐVIUINN Þriðjudagur 5. júlf 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur slma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Bush gætt vandlega George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna lendir á Keflavíkurflug- velli í dag klukkan fjögur ásamt konu sinni Barböru og sjö manna „aðalföruneyti“, Evrópumálaað- stoðarutanríkisráðherra, varafor- setaskrifstofustjóra, öryggismála- ráðunauti, varaforsetaferðaskipu- lagningarráðgjafa, varaforsetainn- anríkismálaráðgjafa (ha?) fulltrúa varaforsetans og biaðafulltrúa varaforsetans. Aukaföruneyti skiptir svo tugum, og í þeim hópi eru lífverðir og leyniþjónustumenn. Þetta lið ekur svo áfram vegina í tveimur brynvörðum vögnum. Viðbúnaður lögreglu er mikill, en lögreglu- menn láta sér hvergi bregða og hafa áður séð stóran staut í lítilli grýtu þegar Mondale varamaður Carters leit á landann um árið, þar- áður Nixon og Pompidou, þaráður L.B. Johnson þegar hann var vara- forseti en sá mun fyrsti maður af Hvítahússlekti að ríða í hlað hér- lendis. Bush kemur hingað frá ír- landi. „Við gefum ekki upp hvað lög- regluliðið verður fjölmennt,“ sagði Bjarki Elíasson í samtali við Þjv. í gær. „Það er misjafnt eftir þeim stöðum sem Bush heimsækir". Bjarki sagði að ekki yrði kallað til lið utan af landi, lögreglan í Reykjavík annaði umstangi innan- borgar og utan borgarmarka yrðu málin í höndum lögreglunnar í hér- aði. Bjarki sagði að hin nýstofnaða Víkingasveit kæmi ekki við þessa sögu sem slík, limir hennar stæðu bara sínar venjulegu vaktir. Sam- vinna væri milli íslensku lögregl- unnar og bandarískra öryggis- manna. Þeir hefðu komið fyrir nokkru og litið á staðhætti. Mann- fjöldi í bandarísku öryggissveitun- um væri ekki gefinn upp. - Verða Bandaríkjamennirnir vopnaðir? - Það hefur ekki verið gefið upp. - Er þeim leyfilegt að bera vopn? - Já, ef þeir hafa fengið slíkt leyfi hjá íslenskum stjórnvöldum. - Hafa þeir sótt um slíkt leyfi? - Ég sagði ekki að þeir yrðu vopnaðir. - Fengju þeir slíkt leyfi ef þeir hafa sótt um það? - Ef það væri þá væri það ekki gert opinskátt. - Þegar Bush var í Kaupmanna- höfn var lögreglan með skyttur á húsþökum. Ætlið þið ykkur eitthvað þesskonar? - Nei, við höfum ekki verið með neitt slíkt hér, sagði Bjarki. - m. Dagskrá heimsóknarinnar: Laxveiðar og borðhald Flugvélin „Air Force 11“ lendir á Keflavíkurflugvelli í dag klukkan Ijögur. Útúr henni stígur varafor- seti Bandaríkjanna og tekur í hend- ur forsætisráðherra Islands, utan- ríkisráðherra, kvenna þeirra, ráðuneytisstjóra, sendiherra Is- lands vestra og Bandaríkjamanna hér, lögreglustjóra Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, flotaforingj- ans á Vellinum osfrv. Síðan er haldið til Reykjavíkur, en Bush gistir í gestahúsi forseta- embættisins að Laufásvegi 72. í kvöld heldur Bush uppá þjóðhá- tíðardag Bandaríkjanna í sendi- ráðinu (þjóðhátíðin var raunar í gær) og situr kvöldverðarboð for- sætisráðherra frá 19.55 til 22.25. Á morgun ræðir varaforsetinn við íslenska ráðamenn í Stjórnar- ráðinu, fer síðan til Þingvalla og snæðir hádegismat í boði forseta þess alþingis sem kosið var 1979. Síðan flýgur Bush í lax í Þverá. Um kvöldið býður Vigdís í mat að Bessastöðum. Ekki vitað hvort Bush leggur með sér úr Þverárferð- inni. Á fimmtudag rýnir varaforsetinn í Konungsbók Eddukvæða á Árna- safni, heldur 25 mínútna blaða- mannafund að Hótel Sögu, fer út á Keflavíkurvöll að heilsa upp á sína menn og flýgur heim um eittleytið. - m. Lækjartorg kl. 5.30 í dag Utiíundiir Alþýðubandalagið í Reykjavík, Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins, E1 Salvadornefndin á íslandi, Fylkingin og Samtök herstöðvaandstæðinga efna í dag kl. 17.30., kl. hálf sex, til útifundar á Lækjartorgi vegna komu George Bush varafor- seta Bandaríkjanna hingað til lands. Á fundinum verður m.a. mótmælt hernaðaríhlutun Bandaríkjastjórnar í Mið-Ameríku og staðsetningu meðaldrægra eldtlauga Bandaríkjamanna í Evrópu. Á útifundinum verða flutt stutt ávörp af þeim Bjarnfríði Leósdóttur, Sigurbjörgu Árnadóttur, Pétri Tyrfingssyni og' Ólafi Ragnari Grímssyni. Þá mun Sif Ragnhildardóttir syngja baráttusöngva. Að afloknum útifundi munu fundarmenn ganga að bandaríska sendiráðinu með ályktun sem ætlunin er að afhenda þar. ~«g* „Ég er ekki viss um að ég vildi vera að fljúga mikið innanlands eða í millilandaflugi ef ég vissi hvernig álagið er á flugumferðarstjórum“, segir Hallgrímur Sigurðsson í viðtali. Myndin er tekin af flugumferðarstjórum að störfum á Reykjavíkurflugvelli. - Ljósm.: Leifur. Hallgrímur Sigurðsson formaður Félags flugumferðarstjóra: Spurning um öryggi „Við gerum okkur grein fyrir því að meðal almennings er stétt okkar flugumferðastjóra ekki sérlega vin- sæl, sem ekki þarf að telja óeðlilegt ef miðað er við hversu mál okkar hefur verið rangtúlkað í fjölmiðl- um. Mér sýnist sem allt sé lagt á versta veg fyrir okkur. Meginkröf- ur okkar eru fyrst og fremst þær að við viljum minnka óheyrilega yfir- vinnu, stytta vaktirnar. Þetta er spursmál um öryggi farþega í lofti,“ sagði Hallgrímur Sigurðsson formaður félags flugumferðar- stjóra í samtali við Þjóðviljann í gær. Flugumferðastjórar hafa far- ið sér hægt undanfarið og vaktir verið mjög undirmannaðar. Fyrri part dags í gær voru þrír menn á vakt í flugumferðarstjóra- klefanum, en í gærkvöldi var aðeins einn maður á vakt. „í raun og veru er ekki neitt verkfall að ræða, eins og margir vilja halda. Menn eru einfaldlega ekki óðfúsir að taka aukavaktir og vilja ekki láta pína sig áfram. Við viljum frí eins og aðrir menn. Sem dæmi um óheyrilega vinnu flugum- ferðastjóra má nefna sólarhrings- vaktir flugumferðarstjóra á Kefla- víkurvelli. f flugturninum á Reykjavíkurflugvelli kemur það oft fyrir að menn standi 16 klst., vaktir. Ég er ekki viss um að ég vildi vera að fljúga mikið innan- lands eða í millilandaflugi ef ég vissi hvernig álagið er. Meðfram kröfum um minna álag hafa flugumferðastjórar farið fram á hærri greiðslur fyrir aukavaktir. Fjármálaráðuneytið og samgöng- uráðuneytið hafa hafnað þeim kröfum. Hallgrímur sagði að svo virtist sem menn héldu að flugum- ferðarstjórar væru með á milli 600- 700 þúsund krónur í árslaun og jafnvel enn hærri tölur heyrðust. Hann sagði að sín grunnlaun væru um 19 þúsund krónur á mánuði miðað við 20. flokk opinberra starfsmanna, 3. þrep. Kvaðst hann telja sig vera í hærri kantinum og með allri yfirvinnu ættu árslaunin að vera í kringum 400 þúsund á ári. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son kom 1. júlí úr 12 daga leiðangri á miðin milli Islands og Færeyja til könnunar á kolmunnagöngum og umhverfisháttum. Sem kunnugt er þá er kolmunninn hlýsjávarfiskur af þorskaætt, sem hrygnir vestur af Bretlandseyjum, en gengur á sumrin norður í haf í ætisleit og þá oftast hlýsjávarmegin við skilin milli kalda og hlýja sjávarins í Norðurhafi. Athuganir í þessum leiðangri á kolmunnaslóð austur af íslandi við mjög svo óregluleg skil heitra og kaldra hafstrauma (hiti 0-7°), sýndu að eins árs kolmunna (ár- gangur 1982) gætti töluvert við góð átuskilyrði í heita sjónum. Líklega er um meira eða minna staðbund- Hallgrímur sagði að í athugun væri að kæra 6 vélar frá Flug- leiðum, Arnarflugi og Flugmála- stjórn vegna meints brots á sjón- flugsreglum. Atvik þessi áttu sér stað síðastliðið föstudagskvöld, en samkvæmt verðurskilyrðum varð að viðhafa blindflug. Þrjár þessara véla voru Fokker-vélar Flugleiða, tvær Arnarflugsvélar og ein vél flugmálastjórnar. -hól. inn fisk að ræða. Eiginlegur göngu- fiskur fannst ekki nema í litlum mæli fyrir norðaustan Færeyjar eða sunnan og austan við kalda sjóinn. Sá fiskur gengur vart á íslandsmið heldur miklu austar í hafinu. Virðist þessi niðurstaða vera í sam- ræmi við óvenju mikla víðáttu kalda sjávarins (Austur- íslandsstraumur) til austurs í vor. Áætlað er að halda þessum rann- sóknum á kolmunnaslóð næst ís- landi áfram á næsta ári. Leiðangursstjóri á r.s. Árna Friðrikssyni var Sveinn Sveinbjörnsson, en aðrir leiðang- ursmenn voru Svend-Aage Malm- berg, Ólafur S. Ástþórsson og Héðinn Valdimarsson. Skipstjóri var Kristján Sigurjónsson. Kolmunninn gengur * vart á Islandsmið Samstarfsnefnd um iðnþróun í Eyjafirði Almennur iðnaður megin- undirstaða atvinnuveganna „Meginniðurstaða samstarfs- nefndarinnar er sú að gera verði stórátak í atvinnuuppbyggingu við Eyjafjörð ef tryggja á áframhald- andi og æskilega fólksfjölgun á svæðinu. Verður sú uppbygging að grundvallast á almennum iðnaði og eru mögulcikarnir fjölmargir tii nýsköpunar og þróunar á því sviði að okkar mati.“ Þetta kom m.a. fram á blm. fundi með samstarfsnefndinni á Akureyri í gær er hún kynnti skýrslu sína fyrir fjölmiðlum. Iðn- aðarráðherra Sverri Hermannssyni var afhent eintak á föstudaginn en hann mun ekki ennþá hafa tjáð sig um niðurstöðurhennar. Samstarfs- nefndin var sett á laggirnar af fy rrv. iðnaðarráðherra Hjörleifi Gutt- ormssyni til að setja fram hug- myndir og spádóma um iðnþróun á Eyjafjarðarsvæðinu. Athygli vek- ur að nefndin telur að byggðin í heild sinni geti án teljandi röskunar tekið við orkufrekum iðnaði en á- hersla er lögð á það að enn liggi ekki fyrir nægilegar upplýsingar úr rannsóknum á náttúrufari til að meta hugsanlega mengunarhættu af slíkum iðnaði. -áþj.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.