Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA' — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. júlí 1983
UOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkv.æmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
JUtstjórar: Árni Bqrgmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Biaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Handrita- cfg prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bilstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
.Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prént.
Prentun: Blaðaprent h.f..
Skotmörk í hvern
landsfjórðung
• Svör utanríkisráðherra við spurningum Ragnars Arn-
alds í utanríkisnefnd staðfesta að ríkisstjórn Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokks ætlar að beita sér fyrir stórfelldum
hernaðarframkvæmdum Bandaríkjamanna á íslandi. „Til
viðbótar byggingu flugstöðvar sem er alltof stór og dýr-
keypt fyrir Islendinga sjálfa vegna þess að hún tengist
hernaðarhagsmunum Bandaríkjamanna virðist nú áform-
að að hefja enduruppbyggingu hernaðarmannvirkja í fjór
um landshlutum, “ segir Ragnar Arnalds m. a. um upplýs-
ingar Geirs Hallgrímssonar.
• Svo virðist sem utanríkisráðherra hafi spjallað um það
á „góðra vina fundum“ eins og hann sagði í sjónvarpi, að
hér þyrfti að byggja upp að nýju allt ratsjárkerfi banda-
ríska hersins. Er það í samræmi við óskir utanríkismála-
ráðstefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir ári síðan. Hinsvegar
virðist engin formleg beiðni hafa borist frá Bandaríkja-
stjórn enn um nýjar ratsjárstöðvar. Ljóst er þó hvert
stefnir ef ekki verður stungið við fótum.
• Það á að setja ný „augu og eyru“ á herinn. Engin
eðlisbreyting er sögð verða á starfsemi hersins vegna
skerptra skilningarvita, heldur sé aðeins verið að færa
herstöðvarnar hér á það stig tækni sem hæfir hernaðar-
bröltinu í dag. Það ratsjárnet sem virðist vera fyrirhugað
að endurnýja er að vísu komið til ára sinna. Það þjónaði
því hlutverki á sínum tíma að gera Sovétmenn fráhverfa
því að þróa langfleygar orrustuflugvélar til árása á Banda-
ríkin ef þurfa þætti. Ofaná það að um langan veg er að
fljúga þá gátu Bandaríkjamenn séð sovéskar sprengju-
flugvélar koma langt að og áttu því allskostar við þær ef til
hefði komið. Nú er að renna upp sú tíð að stórveldin setji
svokallaðar stýriflaugar um borð í flugvélar sínar, og þá er
aftur ratsjárvandi á höndum. Með fljúgandi ratsjám í
AWACS-vélunum og því ratsjárkerfi sem kalla mætti á
íslensku fjarviðvörun eru Bandaríkjamenn sagðir sjá svo
langt að sovéskar sprengjuvélar með stýriflaugum ættu
ekki að veranein teljandi ógnun. Hinsvegar er það veiga-
mikill þáttur í hernaðaráætlunum vestra að nýta þá mögu-
leika sem felast í enn betri „augum og eyrum“ til þess að
efla yfirburði Bandaríkjanna í hugsanlegum lofthernaði
gegn Sovétríkjunum. Hugmyndin er að fíra stýriflaugum
úr flugvélum utan lofthelgi Sovétríkjanna, án þess að
verða fyrir of miklum truflunum af lofther Sovétmanna og
án þess að þeir hafi af tæknilegum ástæðum svipaða
möguleika og Bandaríkjamenn að sjá hin ógnvænlegu
skeyti koma langt að.
• í þessu ljósi ber að skoða tiltölulega nývakinn áhuga
Bandaríkjastjórnar á því að endurnýja ratsjárkerfið á
íslandi. Þessar áætlanir falla einnig saman við þau auknu
flotaumsvif sem ráðgerð eru á Norður-Atlantshafi og sem
miða að því að flytja framvarðarlínuna í vörnum Banda-
ríkjanna nær Sovétríkjunum á þessu svæði. Enda þótt
það ratsjárkerfi sem rætt er um að endurnýja hafi þar til
nýlega verið talið þýðingarminna en áður, hefur það alla
tíð verið mikilvægur hlekkur í fjarskiptakerfi Bandarísku
herstjórnarinnar, og þjónað þeim tilgangi að tengja
saman stjórn kjarnorkuvopnakerfis NATO í Evrópu og
bandaríska hersins í Norður-Ameríku.
• Hinar nýju herstöðvar á íslandi eiga að þjóna marg-
þættu hlutverki í kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkja-
manna. Og enginn þarf að efast um að „augun og eyrun“ í
hernaðarkerfinu eru síst þýðingarminni en vopnin sjálf.
Þessvegna er það veigamikill þáttur í öllum hernaðaráætl-
unum að blinda og heyrnarskerða andstæðinginn. Slík
skotmörk eru þegar fyrir hendi í Keflavík og við Höfn.
Samkvæmt hinni nýju byggðastefnu ríkisstjórnarinnar
eiga Norðlendingar og Vestfirðingar ekki að verða útund-
an. Skotmark skal verða í hverjum fjórðungi, og til þess
að ekkert komi nú fyrir „strákana okkar“ eins og þeir
segja fyrir vestan eru hugmyndir uppi um að íslendingar
gæti augna og eyrna bandaríska hersins.
klippt
Tvöfaldir í roðinu
Morgunblaðið og utanríkisráð-
herra þess sögðu nú um helgina
að á undanförnum árum hefði
Alþýðubandalagið gengið fram
fyrir skjöldu í auknum hernaðar-
umsvifum bandaríska hersins hér
á landi.
Geir Hallgrímsson lét þessa
skoðun í veðri vaka í sjónvarps-
þætti á föstudagskvöldið og
Morgunblaðið í leiðara á sunnu-
dag. Og í rauninni klifar Sjálf-
stæðisflokkurinn á þessari túlkun
útávið. Þar með er Sjálfstæðis-
flokkurinn væntanlega að afsaka
undirlægjuhátt sinn við banda-
rísk stjórnvöld - um leið og flokk-
urinn opnar allar gátttir fyrir
hagsmunum stórveldisins. Þegar
Sjálfstæðisflokkurinn er að tala
við sjálfan sig, eigin liðsmenn og
nánasta skyldulið, er hins vegar
annað uppi.
Tímamót Geirs Hall-
grímssonar
Geir Hallgrímsson utanríkis-
ráðherra skýrir þetta best sjálfur í
frægum ræðum sínum í Varðar-
ferðum. Geir er ekkert að skafa
utan af þeirri skoðun sinni, að
Alþýðubandalagið hafi komið í
veg fyrir aukin hernaðarumsvif á
umliðnum árum:
„Ýmsar framkvæmdir í örygg-
ismáium þjóðarinnar hafa verið
bundnar neitunarvaldi Aiþýðu-
bandalagsins. Það eru því tíma-
mót þegar slíku neitunarvaldi er
ekki lcngur til að dreifa“. Síðan
telur utanríkissráherrann og for-
maður Sjálfstæðisflokksins upp
þau hernaðarumsvif sem Al-
þýðubandalagið hefur staðið í
vegi fyrir og hann vill nú opna
allar gáttir fyrir: flugstöðin, flota-
höfnin í Helguvík, flugskýli og
ratsjárstöðvar. Og Geir bætir um
betur til að undirstrika tíma-
mótin: „Þurfum við cinnig að
taka sjálfir virkari þátt í öryggis-
gæslu landsins og starfi varna-
liðsins en við höfum gert hingað
til, bæði með aukinni löggæslu,
landhelgisgæslu og með öðrum
hætti“. Sá sem þetta mælir er
sami maðurinn og hélt því fram í
áheyrn alþjóðar á föstudagskvöld
að Alþýðubandalagið hefði leyft
ótakmörkuð hernaðarumsvif á
undanförnum árum.
„Friðarbandalagið “
Þeir kappar Kjartan Jóhanns-
son varaformaður utanríkismála-
nefndar, sem vafi leikur að að
starfi samkvæmt anda stjórnar-
skrár og þingræðis,- og Geir Hall-
grímsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins litu yfir vígvöllinn á
föstudag og komust að þeirri
niðurstöðu að ekkert væri að ger-
ast markvert í utanríkismálum
þjóðarinnar.
Geir Hallgrímsson hampaði
gömlum klisjum úr leiðarasafni
Morgunblaðsins og Varðar-
ræðum fyrri tíma. Þannig var
hernaðarbandalagið Nató „stær-
sta friðarhreyfingin" og mesta.
Og friður í Nató-löndum í þrjátíu
ár var lofaður og prísaður. Þá
hafa þeir gleymt að breski Nató-
flotinnhefur oftar en einu sinni
verið sendur í landhelgi íslend-
inga tii að ógna íslenskuni sjó-
mönnum og innlendri löggæslu.
Þá hafa þeir gleymt óteljandi árás
um Nató-herja á þjóðir þriðja
heimsins.
Og þeim er að sjálfsögðu fyrir-
munað að vita, að Nató hefur í
vaxandi mæli lagt áherslu á að
hernaðarbandalagið hefði hlut-
verki að gegna utan Nató-
landanna, sem lögregla Vestur-
landa í þriðja heiminum. í „strat-
egíu“ Bandaríkjamanna og Nató
hefur her Vestur-Þjóðverja og
breski herinn verið settur ásamt
Bandaríkjaher til gæslu, á Persa-
flóa t.d.. Nató á að verja efna-
hagshagsmuni Vesturianda gagn-
vart þriðja heiminum. Af sömu
ástæðu hafa Japanir verið dregnir
inní þetta samstarf með óform-
legum hætti en í vaxandi mæli.
Og ef þessi röksemdafærsla um
að ekki hafi verið stríð í Evrópu í
þrjátíu ár - og þarafleiðandi væri
Nató „friðarbandalag" - væri
notuð, fengjust býsna undarlegar
niðurstöður um stríð og frið ann-
ars staðar.
Þess utan hafa Natólöndin inn-
byrðis staðið í átökum og erjum:
íslendingar við Breta, Grikkir
við Tyrki og s.frv. En það kemur
Nató ekkert við, ekki frekar en
kjarnorkusprengjur fslending-
um. Gjöreyðingarvopnin fengu
nýja réttlætingu á föstudags-
kvöldið. Kjarnorkuvopnin eru
svo ódýr, sagði Geir Hall-
grímsson.
-óg
Umhyggja fyrir arð-
bœrum rekstri
Hver er munur karls og konu í
borgaralegum félagskap eins og
Sjálfstæðisflokknum? Sú var tíð
að Albert Guðmundsson fjár-.
málaráðherra sótti um inngöngu í
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt.
Ekki man klippari hverjar urðu
lyktir þeirrar inngöngubeiðni, en
svo gaf á að líta fyrir helgi, að
Hvöt „fagnar þeirri stefnu sem
fram hefur komið hjá fjármála-
ráðherra, Albert Guðmundssyni,
að fyrirtæki og hlutabréf í eigu
ríkisins verði seld til einstaklinga
og félaga.-.Stjórnin (Hvatar)
hvetur til þess að dregið verði úr
skatthcimtu þannig að fyrirtæki
geti sýnt arðbæran rekstur“. Og
fer nú að borga sig að selja am-
ríska kjúklinga á götuhornum.
✓
Orðstír Islendinga
Það er mikil og þjóðleg veisla í
yfirlýsingum stjórnar Hvatar.
Þannig styður stjórnin utanríkis-
ráðherra sinn í flugstöðvarmálinu
þingræðislega og segir: „Núver-
andi flugstöð er þjóðinni til
skammar og það er ótækt að
kommúnistar geti haft ncitunar-
vald í slíku máli.“
Þá fær Sverrir Hermannsson
hrós frá Hvöt fyrir viðræður við
Alusuisse um stækkun álversins, í
Straumsvík. „Slíkar viðræður
eru fyrir löngu orðnar tímabær-
ar, þegar haft er í huga að um
verulega fjölgun atvinnutækifæra
er að ræða“ (þær hafa ekki álykt-
að um fækkun starfsfólks í
Straumsvík).
Síðan segir: „Sleifarslag fyrr-
verandi iðnaðarráðherra var
slíkt í þessum málum að orðstír
íslendinga á alþjóðavettvangi
beið af því ómælt tjón.“
Ekki er nánar tilgreint hvað er
átt við; hvaða orðstír, hvaða al-
þjóðavettvangur?
Bessí í stóriðju-
nefndina
í þeirri ályktun stjórnar Hvatar
sem til er vitnað, segir að stjórnin
skori á „ráðherra flokksins og
þingmenn að gæta þess að konur
séu skipaðar í ráð og nefndir til
jafns við karla, og þá ekki síst til
formennsku í þeim“.
Eftir að Hvatarkonur hafa lok-
ið lofsorði á karlana fyrir öll
þeirra umsvif og nefndarskipanir
hljómar yfirlýsingin um skipan
kvenna í nefndir og ráð hálf hjá-
rænulega. Þær myndu nefnilega
gera nákvæmlega það sama og
karlarnir. Munurinn er sá á Bessí
og Albert, að Albert gat ekki
orðið formaður Hvatar þó hann
hefði alla eðliskosti þar til. Hins
vegar gæti Bessí sem hægast yfir-
tekið hlutverk fjármálaráðherra
og kvittað undir yfirlýsingarnar.
Vonandi að verði eitthvað eftir til
að skera niður og setja á útsölu.
Hvað um leikskólana og dag-
heimilin?
—ekh