Þjóðviljinn - 19.07.1983, Page 5
Þriðjudagur 19. júlí 1983! ÞJÓÐVILJINN — SBÐA 5
Merkisatburður hjá Ríkisskip:
Nýja Esjan er komin til landslns
Klukkan fjögur síðdegis, sl. föstudag, lagðist Esja
nýjasta skip Skipaútgerðar ríkisins, að Grófarbryggju í
Reykjavík. Er þetta fjórða Esjan sem verið hefur í eigu
félagsins. Skipið var smíðað í Lowestoft í Englandi og er
495 brúttótonn að stærð. Skipstjóri er Bogi Einarsson.
Þó nokkur mannfjöldi safnaðist
saman á bryggjunni til að fagna
hinu nýja skipi. Mátti þar sjá
marga eldri menn sem muna fleiri
merkar skipakomur. Einum
viðmælanda blaðamanns varð að
orði, að varla væri hægt að kalla
þetta skip. Það var gamall skip-
stjóri sem vandist reisulegra lagi á
skipum og fallegri lit. Hvað sem
um það má segja, er víst að nýja
Esja markar tímamót í sögu Skipa-
útgerðarinnar og kemst vonandi
skriður á endurbætur og bætta fjár-
hagsafkomu fyrirtækisins við komu
hennar, eins og Guðmundur Ein-
arsson, forstjóri þess komst að orði
á blaðamannafundi við komu
skipsins
Skutbrú og
kraftmikill krani
Rekstur Skipaútgerðarinnar er
mjög mikilvægur fyrir fjölmörg
byggðarlög á landsbyggðinni sem
mörg hver eru algjörlega háð
skipakomum félagsins, stóran
hluta af árinu. Nýja Esja er hönnuð
með þetta hlutverk í huga þar sem
búnaður hennar er miðaður við
fjölhæfni í flutningum. Að sögn
Hjartar Emiissonar sem annaðist
hönnun og eftirlit með smíðinni,
eru helstu kostir skipsins óvenju
mikið pláss fyrir gáma en það getur
flutt 60-70, 20 feta gáma auk
smærri gáma; skutbrú sem er 10
metrar að lengd og ber allt að 50
tonnum og óvenju kraftmikill þilf-
arskrani sem lyftir 35 tonnum í allt
að 12 m fjarlægð og 25 tonnum í allt
að 18 m fjarlægð. Vegna þessara
síðasttöldu atriða, er skipið sér-
staklega hentugt til flutnings á stór-
um vinnuvélum og öðrum þungafl-
utningi. Þess ber þó að geta að
aðstaða til að nota skutbrúna er
óvíða til staðar við hafnir á lands-
byggðinni. Til þess þarf sérstakan
vinkil við hafnirnar en vonandi
verður bætt úr því fljótlega svo
möguleikar Esjunnar nýtist.
Aðalráðgjafi við hönnun skipsins
var Sigurður Ingvason og var haft
náið samstarf við yfirmenn á
skipum félagsins í því sambandi.
Skrokklagið var hannað með betri
orkunýtingu í huga og eins felst
orkusparnaður í því að aðalvélin er
notuð til að framleiða rafmagn í
stað hjálparvélar. Aðalvélin er
British Polar 2x1200 hö. og knýr
hún tvær skrúfur auk 400kw rafala.
Skrúfubúnaður er Hjelset. Auk
skutlúgunnar er hliðarlúga sem er
6.5 m. að breidd. Er það þó nokk-
uð breiðari lúga en er á hinum
skipum félagsins, Öskju og leigu-
skipinu Velu og því þægilegra að
athafna sig með langa hluti. Lestar-
rýmið er 3815 m3 og burðargeta
1100 tonn á tveim dekkjum auk þil-
fars.
Pláss fyrir 4 farþega
Farþegaflutningar hafa mjög
dregist saman hjá skipum Ríkis-
skips sl. tuttugu ár og eru einungis
fjögur farþegarými í nýju Esju. Að
Hér sést nýja Esja við Grófarbryggju í Reykjavík. Skipið siglir hring um landið og verður til sýnis aimenningi
á hverri höfn. Ljósm. Leifur.
sögn Guðmundar Einarssonar er
helst þörf á farþegaflutningum
milli staða á landsbyggðinni en hin
skipin tvö hafa enga aðstöðu til
slíks þar sem þau eru eingöngu
byggð sem flutningaskip. Matsalur
er aðeins einn í skipinu en í gömlu
skipunum voru þeir oftast þrír,
einn fyrir yfirmenn, einn fyrir
undirmenn og einn fyrir farþega.
Léttir einn matsalur því störf mat-
sveinsins svo og góð aðstaða sem er
í eldhúsi skipsins. Matsveinn á
Esju er Hörður Sævaldsson. Tíu
manna áhöfn er á skipinu. Fyrsti
stýrimaður er Atli Michaelsson,
annar stýrimaður Ragnar Eyjólfs-
son, og yfirvélstjóri Unnsteinn
Þorsteinsson.
Til sýnis almenningi
út um land
Að sögn Guðmundar Einars-
sonar er siglt á 33 hafnir á landinu,
frá Patreksfirði til Vestmanneyja
en siglingar á Breiðafjarðarhafnir
hafa nær alveg lagst niður síðustu
ár. Er komið við fjórum til átta
sinnum í viku á hverri höfn og
T ommanefndin
Ólafur
Ragnar
Grímsson
skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í tíu
ár ætlað að leggja Framkvæmda-
stofnunina niður. Þrátt fyrir miklar
heitstrengingar hefur ekkert mið-
að. Stofnunin hefur blómstrað.
Frjálshyggjustrákarnir blótuðu í
hljóði.
Vissulega hefur það reynt á þol-
rifin í hugsjónadeild íhaldsins að
sjá Sverri sitja árum saman í hásæti
kommissars. Ingólfur á Hellu bætti
svo salti í sárin með því að gerast
formaður í sjálfri spillingunni. Arf-
takinn, Eggert Haukdal, fetaði svo
í fótspor Hellugoðans jafnt heima í
héraði og við Rauðarárstíg. Ösku-
reiðir ofurhugar úr markaðsdeild
íhaldsins skrifuðu þá svívirðingu
hins vegar á reikning Gunnars
Thoroddsen.
Þegar Verslunarráðsvorið rann
upp í íslenskum stjórnmálum og
Geirsarmurinn tók höndum saman
við Albert um myndun drauma-
stjórnar hinna sterku markaðsafla
var eðlilegt, að stuttbuxnadeildin
teldi að nú væri runninn upp hinn
landþráði tími. Nú yrði staðið við
gömul loforð.
Auk ráðherrasveitarinnar myndi
unga baráttusveitin í þing-
flokknum, - Friðrik Sophusson,
Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen,
Ellert Schram og aðrir slíkir -
tryggja að Framkvæmdastofnunin
yrði lögð niður. Þeir hefðu árum
saman svarið þess dýra eiða að
koma Stofnuninni fyrir kattarnef.
Leyniplaggið
Þegar málefnasamningur
„Sterku stjórnarinnar“ sá dagsins
ljós varð ungherjaliðið í gervöllum
flokknum felmtri slegið. Ekki staf-
ur um stofnunina vondu! Átti nú
enn á ný að svíkja stefnuna? Hug-
sjónaeldurinn -brann. Stormar
reiðinnar skullu á Valhöll. Jarð-
skjálftarbrigslana fundust í öllum
flokksdeildum.
Þá barst sá boðskapur út til
lýðsins, að ráðherrarnir Albert og
Geir hefðu rænt gömlu ráði frá
Gunnari Thoroddsen. Þeir höfðu
líka búið til leyniplagg! Þar væri
dýrmæt skrá yfir það sem gera
skyldi. Efst á blaði væri uppstokk-
un Stofnunarinnar vondu og brott-
rekstur kommissaranna illræmdu.
Það vakti kurr að Albert og Geir
skyldu beita sömu brögðum og
Gunnar. Var fyrirheitið um Fram-
kvæmdastofnun kannski orðið
feimnismál? Sumir sögðu þó að
leyniskjalið væri skárra en ekki
neitt. Og Friðrik Sophusson reyndi
að telja kjark í liðið.
Prófsteinninn:
Tómas út!!
Varaformaðurinn tilkynnti að
strax í haust myndi sjást árangur
baráttunnar. Tómas Arnason yrði
rekinn út úr musterinu við Rauðar-
árstíg. Áður en Alþingi hæfist
skyldi í gildi ganga sú gullna regla
að kommissar og löggjafi gætu
aldrei gengið með sama hatt. Líkt
og frelsarinn forðum myndi frjáls-
hyggjudeildin á baráttuglöðum
stúttbuxum henda merkisbera
brasks og spillingar burt úr must-
erinu.
Yfirlýsingin var afdráttarlaus.
Fyrirheitin skýr og ákveðin. Strax
þegar dimmir í haust mun árangur
sjást.
Mótleikurinn
Ráðherrar Framsóknar reyndu
fyrst að andmæla hikstandi í mál-
gögnum stjórnarinnar. Baráttu-
gleði hinna ungu þingmanna
Sjálfstæðisflokksins yfirgnæfði
hins vegar allt slíkt andóf. Þá var
sest á rökstóla í herbúðum Maddö-
munnar og hugað að mótleikjum.
Ekki kæmi til mála að láta íhald-
ið einnig fara illa með Tómas. Nóg
væri að gert hjá hans eigin flokks-
bræðrum. Framsóknarmenn á
Austurlandi höfðu þrýst honum
niður í annað sæti framboðslistans.
Formaðurinn með tilstuðlan þing-
flokksins hafði svo kippt burtu ráð-
herrastólnum. Brottrekstur úr
Framkvæmdastofnun kæmi þvíj
ekki til greina. Skyndilega fylltist
Framsóknarflokkurinn allur ríkri
samúð í garð Tómasar. Nú skyldi
safnað liði í kringum okkar mann.
Auðvitað var lausnin að skipa
nefnd. Verkefni hennar skyldi
helst gert svo mikið að starfið entist
árum saman. Á meðan sæti Tómas
svo í hásæti kommissars í skjóli
þeirrar staðreyndar að nefndar-
störfum væri enn ólokið.
í síðustu viku var tilkynning birt.
Nefndin var fædd og verkefnið
stórt. Ráðuneytin öll og stofnana-
herinn frá toppi til táar. Breyting á
Framkvæmdastofnun yrði aðeins
lítið brot af hinni miklu umfjöllun.
Framsóknarflokkurinn hefði for-
ystu í störfum nefndarinnar. Full-
trúar hans hefðu þegar verið skip-
aðir. Sjálfstæðisflokknum voru af-
hent auð sæti og þjóðinni sagt að
bíða nánari frétta. Ihaldið ætti eftir
að velja þá sem salta skyldu hug-
sjónina stóru.
Hánefsstaðahlátur
Til að kóróna sköpunarverkið og
veita Tómasi pottþétta tryggingu
var sonurinn sjálfur valinn til for-
mennsku í nefndinni. Þeir Hánefs-
staðamenn hafa löngum kunnað að
koma ár sinni vel fyrir borð.
Eiríkur Tómasson hefur nú feng-
ið í hendur alla framkvæmd á höf-
uðatriði leyniplaggsins. Hann skal
skoða stjórnkerfið gervallt vítt ogi
breitt og út og suður. Það mun taka
langa stund og áraraðir. Á meðan
situr Tómas svo sæll og glaður íi
sínu sæti.
í musterinu góða verður enginn
brottrekstur þegar haustar. Stóru
orðin hjá foringjum stuttbuxna-
deildarinnar reynast enn á ný holur
hljómur. En gellandi hlátur Há-
nefsstaðafeðga mun heyrast víða.
krefst sú þjónusta þriggja skipa.
Gamla Esja hefur þegar verið seld
og Hekla er til sölu þannig að nú
verða nýja Esja, Askja og Vela í
siglingunum en samningar við hina
norsku eigendur Velu renna út í
desember nk. Er enn óráðið um
framhald þeirra.
Áætlað er að Esja sigli vestur um
land og snúi við á Húsavík en flutn-
ingur á kísilgúr er mikill hjá fé-
laginu. Fyrst mun hún þó fara
hringferð og verður til sýnis al-
menningi á hverri höfn. Sl. laugar-
dag og sunnudag var hún til sýnis
almenningi í Reykjavík. Til fróð-
leiks má geta þess að skip Ríkis-
skips sigla frá Reykjavík austur
um, aila fimmtudaga, vestur og
norður alla þriðjudaga og annan-
hvern föstudag.
Mikil ánægja ríkti meðal starfs-
manna Ríkisskips,jafnt hafnar-
verkamanna sem stjórnunarmanna
með hið nýja skip og óskar Þjóð-
viljinn þeim og öðrum lands-
mönnum til hamingju með það.
Einstaka menn ræddu um það sín á
milli, í veislu sem haldin var sl.
föstudag í tilefni af komu skipsins,
hvort Albert myndi selja fyrirtækið
einkaaðilum og sýndist sitt hverj-
um en öllum bar saman um að slíkt
mætti ekki koma niður á þjónustu
við hin fjölmörgu byggðarlög sem
treysta á komu skipanna. EÞ
FLUG - BILL
0RL0FSHUS
f ýmsum löndum
eins og hver vill
Frjálst, ódýrt og þægilegt
ferðalag eins og hver óskar
eftir.
Sumarbústaðir - Norður-
löndum - Vestur-Evrópu -
Bretlandseyjum.
Afsláttarkort á járnbrautum
- bílar á flugvöllum
Verð ákjósanlegt.
Sjáum um að skipuleggja og
panta fyrir farþega. Fljúgum
með Flugleiðum á næstu
flughöfn. Allt öruggt og
tryggt.
FERÐASKRIFSTOFA
KJARTANS
Gnoöarvogur 44
sími 91-86255