Þjóðviljinn - 19.07.1983, Page 6

Þjóðviljinn - 19.07.1983, Page 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. júlí 1983 Miimingarhátíð um eldmessu Á sunnudag voru hátíöahöld á Kirkjubæjarklaustri til að minn- ast þess aö 200 ár eru liðin frá því að sr. Jón Steingrímsson flutti eldmessuna frægu en undir henni stöðvaðist hraunið sem rann þá hratt í áttina til Kir- kjubæjarklausturs. Heitirþar eldmessutangi. Mikið fjölmenni var við hátíðina og auk heimamanna voru hóp- ferðir frá Reykjavík (Skaftfellinga- félagið) og Höfn í Hornafirði. Þá komu margir gamlir Skaftfellingar á eigin vegum víðs vegar að af landinu til að vera viðstaddir. Hátíðin hófst með messu í Prest- bakkakirkju og var svo margt við hana að fjöldi manns stóð utan dyra og fylgdist með messunni það- an en hátölurum hafði verið komið fyrirutan dyra kirkjunnar. Biskup- inn yfir íslandi, herra Pétur Sigur- geirsson, prédikaði en 7 prestar þjónuðu fyrir altari. Kirkjukórar úr öllum sóknum V- Skaftafellssýslu sungu við mess- una. Viðstaddir messuna voru m.a. Sigurbjörn Einarsson biskup og Jón Helgason kirkjumálaráðherra. Biskupinn, herra Pétur, lagði út af orðum Lúkasarguðspjalls: „Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur." Að lokinni messu var haldið til Klausturs og þar var samkoma í tótt gömlu kirkjunnar þar sem eld- messan var flutt 20. júlí 1783. Séra Sigurjón Einarsson prestur á Kirkjubæjarklaustri stjórnaði sam- komunni. Jón Helgason kirkju- málaráðherra og bóndi á Segl- búðum flutti ávarp en síðan hélt Einar Laxness sagnfræðingur er- indi um sr. Jón Steingrímsson og Skaftárelda. Var það mjög fróðlegt og upplýsandi. Því næst flutti Sig- urbjörn Einarsson biskup ræðu og minntist m.a. gamalla sagna sem hann heyrði í uppvexti um Skaftár- elda en hann er fæddur og uppalinn að Efri-Steinsmýri í Meðallandi. Kirkjukórarnir í V-Skaftafellssýslu sungu og var samkomunni slitið með því að þjóðsöngurinn var leikinn. Síðan var boðið til kaffi- drykkju í Kirkjuhvoli, samkomu- húsinu á Kirkjubæjarklaustri og svignuðu þar borð undir bakkelsi sem konur í sveitinni höfðu lagt til. Eldmessunni lýsir sr. Jón Steingrímsson svo í Eldriti sínu: „Þann 20. júlí, sem var ó. sunnu- dagur eftir trinitatis, var sama þykkviðri með skruggum, eld- ingum, skruðningi og undirgangi. En af því veður var spakt fór ég og allir, sem hér voru þá á Síðunni, innlendir og aðkomnir, sem því gátu við komið, til kirkjunnar með þeim ugga og sorgbitnum þanka, að það kynni að verða í seinasta sinn að í henni yrði embættað, af þeim ógnum sem þá fóru í hönd og nálægðust, er litu svo út, að hana mundi eyðileggja sem hinar tvær (Hólmskirkju og Skálarkirkju). Nær vér þangað komum, var svo þykk hitasvækja og þoka, sem lagði af eldinum ofan árfarveginn, að kirkjan sást naumlega eður svo sem í grillingu úr klausturdyrun- um. Skruggur með eldingum svo miklar kippum saman, að leiftraði inn í kirkjuna og sem dvergmál tæki í klukkunum, en jarðhræring- in iðuleg. Sú stór neyð, sem nú var á ferð og yfirhangandi, kenndi mér nú og öðrum að biðja guð meðrétti- legri andakt, að hann af sinni náð vildi ei í hasti eyðileggja oss og þetta hús, þá var og so hans almætt- iskraftur mikill í vorum breysk- leika. Ég og allir þeir, er þar voru, vorum þar aldeilis óskelfdir inni; enginn gaf af sér nokkurt merki til að fara út úr henni eður flýja þaðan meðan guðsþjónustugjörð yfir stóð, sem ég þó hafði jafnlengri en vant var; nú fannst ei stundin of löng að tala við guð. Hver einn var án ótta biðjandi hann um náð og biðjandi þess, er hann vildi láta yfir koma. Ég kann ei annað að segja, en hver væri reiðubúinn þar að láta Eldmessutangi til vinstri. Þar stöðvaðist hraunið meðan sr. J6n Steingrimsson flutti messuna á Klaustri. Systrastapi til hægri. Ljósm.: GFr Sr. Sigurjón Einarsson á Kirkjubæjarklaustri flytur ritningarorð fyrir altari. Á hægri hönd hans er sr. Hanna María Pétursdóttir prestur í Ásum en á vinstri hönd hans er biskupinn, herra Pétur Sigurgeirsson og sr. Sváfnir Sveinbjarnarson á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Ljósm.: GFr Sigurbjörn Einarsson biskup hélt ræðu og minntist m.a. gamalla sagna sem hann heyrði i æsku um eldinn. Hann er fæddur í Meðal- landinu. Einar Laxness sagnfræðingur flutti erindi um sr. Jón Steingrímsson og Skaftárelda mm mxf -Æ JgplML L r j m h sÆmg 1 n Mannfjöldinn hlýðir á sr. Sigurjón Einarsson á samkomunni í tótt gömlu kirkjunnar á Kirkjubæjarklaustri en þar var eldmessan flutt lífið, ef hónum hefði svo þóknast, og ei fara þaðan burtu, þó að hann hefði þrengt, því hvergi sást nú fyrir, hvar óhult var orðið að vera. Ég hætti að tala hér frekar um, svo ei kunni að segjast með sanni, ég vildi hér með leita mér eða öðrum lofdýrðar af mönnum. Nei, ekki oss, heldur þínu nafni drottinn gef- um vér dýrðina. Skoðum heldur, hvað hér skeði fyrir hans kraft og eftir hans vilja. Eftir embættið, þá farið var að skoða, hvað eldinum hefði áfram miðað, þá var það ei um þverfótar, frá því hann var kominn fyrir það, heldur hafði hann um þann tíma og í því sama takmarki hlaðist saman og hrúgast hvað ofan á annað, þar í afhallandi farveg hér um 70 faðma á breidd, en 20 á dýpt, sem sjáanlegt verður til heimsins enda, ef þar verður ei á önnur umbreyting." Já, hraunið stoppaði skammt fyrir vestan Systrastapa og þar heitir síðan Eldmessutangi. Það sem gerðist í þann mund er séra Jón flutti eldmessuna var það að gosið fjaraði í eldrásinni suðvestan Laka en ný eldrás opnaðist norðaustan Laka og úr henni flæddi hraun aðallega til suðausturs í farveg Hverfisfljóts. GFr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.