Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 14
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. júlí 1983
Yfirlýsing frá Samtökum um kvennalista
Albert og hin
hagsýna húsmóðir
Stefna hinnar hagsýnu hús-
móður var eitt af kjörorðum Sam-
taka um kvennalista í kosningabar-
áttunni. Margir hrifust af þessari
hugmynd og nánari útfærslu henn-
ar og hugtakið hin hagsýna hús-
móðir varð mörgum tamt á tungu
fyrir kosningar. Nú hafa þessi
fleygu orð ratað í munn Alberts
Guðmundssonar fjármálaráðherra
um leið og hann boðar niðurskurð
á sviði mennta- og menningarmála
(Tíminn 14. júlí, Þjv. 15. júlí 1983).
Víst er, að ekki hafa allir skilið
þessa stefnu rétt og er fjármálaráð-
herrann sýnilega í þeim hópi.
„Við verðum að taka upp kjör-
orð Kvennalistans og haga okkur
eins og hagsýn húsmóðir. Við erum
með hagsýna húsmóður en fyrir-
vinnu, sem er lasin í augnablikinu,
og barnahóp, sem er kröfu-
harður“, er haft eftir fjármálaráð-
herra í Þjóðviljanum í dag, þar sem
rætt er um málefni Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna.
Afstaða fjármálaráðherrans og
Samtaka um kvennalista til barna-
hópsins er augljóslega ekki hina
sama. Kvennalistakonu dytti aldrei
í hug að skerða rétt barna sinna til
menntunar, þótt fjárhagur heimil-
isins þrengdist um stundarsakir.
Frekar drægi hún að skipta um
teppi á stofugólfinu, þótt það
gamla væri farið að láta á sjá, sam-
anber ótímabæra ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um byggingu nýrrar
flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli.
Breytt verðmætamat var annað
kjörorð Samtaka um kvennalista. í
því felst einmitt að setja manngildi
og farsæld einstaklingsins og um
leið þjóðarheildar ofar skamm-
tímasjónarmiðum stundargróða og
rányrkju. Hin hagsýna Kvenna-
listahúsmóðir veit, að mennt er
máttur, hún veit, að ein af helstu
auðlindum þessa lands er fólkið
sem landið byggir, þekking þess og
tæknikunnátta. Þess vegna ver hún
fé sínu á þrengingartímum til
menntunar barna sinna fremur en
að fjármagna flugstöð eða fara í
Tívolí. Fyrir þá sem hættir til að
hugsa helst í krónum og aurum, má
ennfremur benda á, að lán náms-
manna eru að fullu verðtryggð og
skila sér aftur.
Samtök um kvennalista biðjast
eindregið undan því, að kjörorð
þeirra sé notað til að afsaka „sparn-
aðaraðgerðir" eins og niðurskurð á
námslánum. Þau telja slíkar
aðgerðir alls ekki í anda stefnu
hinnar hagsýnu húsmóður.
SÍNE félagar
Sumarráðstefnan verður haldin laugar-
daginn 23. júlí n.k. í Félagsstofnun stú-
denta við Hringbraut og hefst kl. 14:00
stundvíslega.
Fjölmennið. Umræðuefni skv.
lögum.
Munið lánamálin.
Stjórnin
félags-
Lausar
kennarastöður
Almenn kennarastaða í 6. bekk og staða
smíðakennara eru nú lausar við Grunnskóla
Hafnarhrepps. Góð vinnuaðstaða. Húsnæði
á staðnum.
Upplýsingar veita Sigþór Magnússon í síma
97-8148 og Guðmundur Ingi Sigbjörnsson í
síma 97-8321.
Styrkur til háskólanáms í Japan
Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskóla-
náms í Japan námsárið 1984-85 en til greina kemur að styrktímabil
verði framlengt til 1986. Ætiast er til að styrkþegi hafi lokið há-
skólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiöis í háskólanámi. Þar sem
kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast
að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða
skeið. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. - Umsóknir um
styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum og
heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6,101 Reykjavík, fyrir 15. ágúst n.k. - Sérstök umsóknareyðu-
blöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
13. júlí 1983.
Þökkum af alhug samúð og vináttu við
fráfall
Erlu Hálfdánardóttur
og þökk til vina hennar.
Aðalheiður Þórarinsdóttir og dætur.
leikhús • kvikmyndahús
Lorcakvöld
Dagskrá úr verkum spænska
skáldsins
Garcia Lorca
fimmtudag 21. kl. 20.30
föstudag 22. kl. 20.30
miðvikudag 27. kl. 20.30.
Síðustu sýningar.
Söngur Mariettu
Finnskur gestaleikur laugardag kl.
20.30.
Aðeins þessi eina sýning.
Blanda
(Tónleikar frá ýmsum öldum)
sunnudag 24. kl. 20.30
mánudag 25. kl. 20.30.
Aðeins þessar tvær sýningar.
I Félagsstofnun stúdenta v/
Hringbraut, sími 19455. Húsið
opnað kl. 20.30, miðasala við inn-
ganginn.
Veitingasala.
SHASKOLABIOj
sim. 271*0 "
SlMI: 2 21 40
Starfsbræður
Spennandi og óvenjuleg leynilög-
reglumynd. Benson (Ryan O'Neal)
og Kerwin (John Hurt) erfalin rann-
sókn morðs á ungum manni, sem
hafði verið hommi. Þeim er skipað
að búa saman, og eiga að láta sem
ástarsamband sé á milli þeirra.
Leikstjóri James Burrows.
Aðalhlutverk: Ryan O’Neil, John
Hurt. Kenneth Mc Milland.
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 14 ára.
TÓNABÍÓ
SÍMI: 3 11 82
Rocky III
„Besta „Rocky" myndin af
þeim öllum."
. B.D. Gannet Newspaper.
„Hröð og hrikaleg
skemmtun."
B.K. Toronto-Sun.
„Stallone varpar Rocky III í
flokk þeirra bestu."
US Magazine
„Stórkostleg mynd."
E.P. Boston Herald Amer-
ican.
Forsíðufrétt vikuritsins Time
hyllir: „Rocky III" sigurvegari
og ennþá heimsmeistari."
Titillag Rocky III „Eye of the
Tiger" var tilnefnt til Óskars-
verðlauna í ár.
Leikstjóri: Silvester Stal-
lone.
Aöalhlutverk: Sylvester Stal-
lone, Talia Shire, Burt Yo-
ung, Mr. T.
Sýnd kl. 5 og 9.1.0.
Tekin upp I Dölby stereo.
Sýnd í 4ra rása Starescope
. Stereo.
Rocky II
Endursýnd kl. 7 og 11.05.
húsbyggjendur
ylurinner
dbgóóur
Lilll
SÍMI: 1 89 36
Salur A
Leikfangiö
(The Toy)
Afarskemmtileg ný bandarísk
gamanmynd með tveimur fremstu
grínleikurum Bandaríkjanna, þeim
Richard Pryor og Jackie Gleason i
aðalhlutverkum. Mynd sem kemur
öllum í gott skap. Leikstjóri: Ric-
hard Donner.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 5, 7, 9og 11.
________Salur B_________
Tootsie
Bráðskemmtíleg ný amerísk úr-
valsgamanmynd í litum. Leikstjóri:
Sidney Pollack. Aðalhlutverk:
Dustin Hoffman, Jessica Lange,
Bill Murray.
Sýndkl. 5, 7 9.05 og 11.10.
ÁllKTUBBtJARHIl'
Simi 11384
Eg er dómarinn
(I, The Jury)
Æsispennandi og mjðg viðburða-
rik, bandarisk kvikmynd í litum eftir
hinni þekktu sakamálasögu eftir
Mickey Spillane, en hún hefur
komið út í íslenskri þýðingu.
Aðalhlutverk:
Armand Assante,
Barbara Carerra.
Islenskur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Endursynd kl. 9 og 11.
LAUGARÁ;
réi
Þjófur á lausu
Ný bandarísk gamanmynd um fyrr-
verandi afbrotamann sem er þjóf-
óttur með afbrigðum. Hann er
leikinn af hinum óviðjafnanlega
Rlchard Pryor, sem fer á kostum í
þessari fjörugu mynd. Mynd þessi
fékk frábærar viðtökur I Bandaríkj-
unum á s.l. ári.
Aðalhlutverk:Richard Pryor, Cic-
ely Tyson og Angel Ramirez.
Sýnd kl. 5-7-9 og 11.
Q 19 OOO
Frumsýning:
Junkman
Ný æsispennandi og bráð-
skemmtileg bílamynd enda gerð af
H.B. Halicki, sem gerði „Horfinn
á 60 sekúndum"
Leikstjóri H.B. Halicki sem leikur
einnig aðalhlutverkið ásamt
Christopher Stone - Susan
Stone og Lang Jeffries
Hækkað verð
Sýnd kl. 3.15 5.15, 7.15,
I greipum
dauðans
Sýnd kl. 9.05 og 11.05
Mjúkar hvílur-
mikiö stríö
Sprenghlægileg gamanmynd með
Peter Sellers í 6 hlutverkum las-
amt Lila Kedrova-Curt Jurgens.
Leikstjkóri: Roy Boulting
Endursýnd kl. 3.10, 5.10 og 7.10.
Hver er
morðinginn?
Æsispennandi litmynd gerð eftir
sögu Agöthu Chrlstie, Tíu litlir
negrastrákar með Oliver Reed,
Rlchard Attenborough, Elke
Sommer, Herbert Lom. Leikstjóri:
Peter Colllnson.
Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Slóö drekans
Spennandi og flörug karatemynd
með hinum eina sanna meistara
Bruce Lee sem einnig er leikstjóri.
Endursýnd kl. 3.05, 5.05 og 7.05.
Hlaupiö í skaröiö
Snilldarlega leikin litmynd, með
David Bowie - Kim Novak - Mar-
la Schell og David Hemmlngs,
sem jafnframt er leikstjóri.
Endursýnd kl. 9.10 og 11.10.
SIMI: 1 15 44
Karate-
meistarinn
Islenskur texti.
Æsispennandi ný karale-mynd
með meistaranum James Ryan
(sá er lék f myndinni „Að duga eða
drepast"), en hann hefur unnið til
plda verðlauna á Karatemótum
víða um heim. Spenna frá upphafi
til enda. Hér eru ekki neinir viðvan-
ingar á ferð, allt atvinnumenn og
verðlaunahafar í aðalhlutverkun-
um svo sem: James Ryan, Stan
Smith, Norman Robson ásamt
Anneline Kreil og fl.
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
SSStuii
Sími 78900
Salur 1
cuass of m
c-it. 3.
Ný og jafnframt mjög spennandi
mynd um skólalífið f fjölbrautar-
skólanum Abraham Lincoln. Við
erum framtíðin og ekkert getur
stöðvað okkur segja forsprakkar
klíkunnar þar. Hvað á til bragðs að
taka eða er þetta sem koma skal?
Aðalhlutverk: Perry King, Merrie
Lynn Ross, Roddy McDowall.
Leikstjóri: Mark Lester.
Sýndkl. 5, 7,9 og 11.
tjonnuo innan 16 ára.
Salur 2
Merry Christmas
Mr. Lawrence
Heimsfræg og jafnframt
splunkuný stórmynd sem ger-
ist í fangabúðum Japana í síð-
ari helmsstyrjöld. Myndin er
gerð eftir sögu Laurens Post,
The seed and Sower og
leikstýrð af Nagisa Oshima en
það tók hann fimm ár að full-
gera þessa mynd.
Aðalhlv: David Bowie, Tom
Conti, Ryuichi Sakamoto,
Jack Thompson.
Sýndkl. 5, 9 og 11.15.
Salur 3
Staögengillinn
(The Stunt Man)
STUNTMAN
Frábær úrvalsmynd útnefnd fyrir
þrenn óskarsverðlaun og sex gold-
en globe verðlaun.
Aðalhlutverk: Peter O’Toole, Ste-
ve Railsback, Barbara Hershey.
,Sýnd kl. 9.
Svörtu tígris-
dýrin
Hressileg slagsmálamynd. Aðal-
hlutv.: Chuck Norris og Jim
Backus.
Sýndkl. 5, 7, og 11.15.
Salur 4
Svartskeggur
Sýnd kl. 5 og 7.
Píkuskrækir
(Pussy talk)
Sú djarfasta sem komið hefur.
Aðalhlutv.: Penelope Lamour og
Nils Hortzs.
Endursýnd kl. 9 og 11.
Salur 5
Atlantic City
Frábær úrvalsmynd, útnetnd til 5
Óskara 1982.
Aðalhlutverk: Burt Lancaster,
Susan Sarandon. Leikstjóri: Lou-
is Malle.
Sýnd kl. 9.
= Viðvörun
Gera aukaverkanir lyfsíns
sem þú tekur þig hættulegan
í umferðinni?