Þjóðviljinn - 19.07.1983, Side 15
Þriðjudagur 1<>: júlí 1983‘ÞjÓÐVlUINN - SÍÐA 19
Ruve
frá lesendum
7.0Ö Veöurfregnir. Fréttir. Bæn
Tónleikar Þulur velur og kynnir
7.25 Leikfimi. Tónleikar.
7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Árna
Böövarssonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir Dagskrá 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: Guðríður Jónsdóttir talar
Tónleikar.
8.30 Mylsna Þáttur fyrir morgunhressa
krakka. Stjórnendur: Ása Helga Ragn-
arsdóttir og Þorsteinn Marelsson.
8.40 Tónbilið
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Dósa-
strákurinn" eftir Christine Nöstlinger
Valdis Óskarsdóttir les þýöingu sina (2).
9.20 Leikfimi 9.30Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Tónleikar
10.35 „Man ég það sem löngu leið“ Ragn-
heiður Viggósdóttir sér um þáttinn.
11.05 Íslénskír einsöngvarar og kórar
syngja
11.30 Blítt og létt Blandaður þáttur í umsjá
Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Þriðjudagssyrpa - Páll Þorsteins-
son.
14.00 „Refurinn í hænsnakofanum" eftir
Ephraim Kishon I þýðingu Ingibjargar
Bergþórsdóttur. Róbert Arnfinnsson les
(7) Þriðjudagssyrpa frh.
15.20 Andartak Umsjón: Sigmar B. Hauks-
son
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Sfðdegistónleikar. Fidelio-kvartett-
inn leikur Strengjakvartett nr, 2 í A-dúr
eftir Juan Arriga/Alexander Lagoya og
Orford-kvarlettinn leika Gítarkvintett ,í
B-dúr eftir Luigi Boccherini.
17.05 Spegilbrot. Þáttur um sérstæða tón-
listarmenn síðasta áratugar. Umsjónar-
menn: Snorri Guðvarðarson og Benedikt
Már Aðalsteinsson (RÚVAK).
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar
19.50 Við stokkinn. I kvöld segir Gunnvör
Braga börnunum sögu fyrir svefninn.
20.00 Sagan: “Flambardssetrið" eftir
K.M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les
þýðingu sína. (13)
20.30 Sönghátíð í Reykjavík 1983. Frá
Ijóðatónleikum Elly Ameling í Austur-
bæjarbiói 30. f.m. Dalton Baldwin leikur
á píanó. Kynnir: Hanna G. Sigurðardóttir.
21.40 Útvarpssagan: „Að tjaldabaki",
heimildaskáldsaga eftir Grétu Sigfús-
dóttur Kristin Bjarnadóttir les (6).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Skruggur. Þættir úr íslenskri sam-
tímasögu. Kollumálið og Kreppu-
pólitík Umsjón: Eggert Þór Bernharðs-
son. Lesari með umsjónarmanni: Þórunn
Forseti íslands:
Valdalaus
homreka?
Árni Halldórsson skrifar:
Ég er ákafur lesari forustugreina
í Þjóðviljanum, sérstaklega þeirra,
sem merktar eru með K.
Það er lenska hér á Fróni að
nöldra yfir öllu, sem miður fer, en
þegja þunnu hljóði þegar vel er
gert.
Samvisku minnar vegna get ég
ekki látið hjá líða að þakka K. frá-
bæra forustugrein í blaðinu föstu-
daginn 1. júlí 1983.
Sérstaklega vil ég taka undir
þessi orð: „Forseti lýðveldisins,
hver sem hann er, hefur til þess
fyllsta rétt að taka frumkvæði og
beita sér í máli sem þessu“.
Að vísu skil ég ekki hvers vegna
K. notar orðin „sem þessu“. Að
mínu mati eru þau orð hortittur,
því að í 2. grein stjórnarskrárinnar
er kveðið tæpitungulaust á um að
„Alþingi og forseti íslands fara
saman með löggjafarvaldið. For-
seti og önnur stjórnvöld samkvæmt
stjórnarskrá þessari og öðrum
landslögum fara með framkvæmda
valdið“.
Forseti íslands á því ekki að vera
valdalaus hornreka í stjórnkerfinu,
einhvers konar Helga í öskustónni.
Minnir mig, að sá frómi ráðherra,
Albert Guðmundsson, hafi bent á
þetta við síðustu forsetakosningar,
enda er hann sá eini valdamanna,
er stutt hefur forseta vorn við
sjóðstofnunina góðu.
Ég á ekki orð til að lýsa and-
styggð minni á skrifum Morgun-
blaðsins um forsetann nú á síðustu
dögum.
Að stærsta blað landsins, mál-
gagn Sjálfstæðisflokksins, sé með
nöldur og nagg út af því að forset-
inn tekur frumkvæði í að stofna til
menningarverðlauna, ekki í sínu
nafni, heldur í nafni Jóns Sigurðs-
sonar, er nefndur hefur verið sómi
íslands, sverð þess og skjöldur og
skáldin hafa mært, eða hvað segir
ekki Megas í drápu sinni um Jón:
„Jón Sigurðsson var sveitungi
óþekktrar konu“ og var ekki vel til
fundið, að fyrsta íslenska konan á
forsetastóli stofnaði til verðlauna í
hans nafni og héldi þannig á lofti
merki sjálfstæðisbaráttunnar, ef til
vill hafandi í huga síðasta erindið
úr Megasardrápu:
„Og nú er Jón dauður,
en sjálfstœdisbarátlan blífur
og berjumst til þrautar
fyrir tungu og frelsi.
Og við gefum af bókum út
eitthvert firna fár
og förgum stundarhagsmunum
fyrir nýtl helsi".
Var ekki vel til fundið að fyrsta íslcnska konan á forsetastóli stofnaði til
verðiauna í nafni Jóns Sigurðssonar?
Valdimarsdóttir.
23.15 Rispur. Suöurgata 7. Umsjónar-
menn: Árni Óskarsson og Friðrik Þór
dæmisögur Ivan Kriloffs
Friðriksson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
RUV &
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Gömul er jöröin. Kanadisk teikni-
mynd sem sýnir upphaf og þróun jarðar
um fimm milljarða ára skeið. Þýðandi er
Óskar Ingimarsson.
20.45 l' Vargaklóm. NÝR FLOKKUR. (Bird
of Prey). 1. Leyniskýrslan. Breskur
sakamálamyndaflokkur í fjórum þáttum
gerður eftir sögunni Bird of Prey eftir Ron
Hutchinson. Aðalhlutverk Richard
Griffiths. - Tölvufraeðingur í þjónustu
ríkisins fær veður af álþjóðlegri fjársvika-
starfsemi. Þótt yfirmenn hans reyni að
letja hann hefur tölvufræðingurinn
könnun á eigin spýtur og kemst fljótt að
raun um að við harðsnúna glæpaklíku er
að etja. Þýðandi: Óskar Ingimarsson.
21.35 Mannsheilinn. 3. Málið. Breskur
fræðslumyndaflokkur í sjö þáttum. I
þriðja þætti er fjallað um heilastöðvar
sem stjórna tali, málskilningi og lestri og
hvernig rannsóknir á heilaskemmdum
hafa varpað nýju Ijósi á þessa flóknu
heilastarfsemi. Þýðandi og þulur er Jón
O. Edwald.
22.30 Dagskrárlok.
Sterki
maurinn
Einu sinni fyrir mörgum árum var til
maur, sem var svo ótrúlega sterkur að
enginn hafði vitað neitt þvílíkt fyrr.
Eftir því sem sannorðir sagnfræðingar
segja gat maurinn lyft tveimur bygg-
kornum frá jörðinni.
Maurinn var líka frægur fyrir hug-
rekki sitt. Ef hann rakst á orm, þá réðst
hann þegar í stað á hann og réð niður-
lögum hans. Einu sinni hafði hann
meira að segja ráðist á könguló.
ÖU mauraþúfan suðaði af sögum um
hetjudáðir hans.
Maurinn okkar var hreykinn af öllu
því hrósi, sem hann fékk og hann fór að
álíta sjálfan sig alveg frábæran maur.
Hann varð mjög þóttafullur og loks á-
kvað hann að ferðast til borgarinnar og
afla sér nýrrar frægðar.
Hann klifraði upp á heybíl, skreið til
ökumannsins og ók þannig með sóma til
borgarinnar. En hann varð fyrir mikl-
um vonbrigðum. Hann hafði búist við
að fólkið á markaðstorginu kæmi
hlaupandi að horfa á hetjudáðir hans,
eins og til að horfa á eldsvoða. En það
var nú eitthvað annað, fólkið rak erindi
sín eins og venjulega og tók ekki einu
sinni eftir skordýrinu.
Maurinn okkar gerði það sem hann
gat til að vekja athygli fólksins. Hann
lyfti upp laufblaði, sneri því við, hopp-
aði upp á því og velti sér niður af því.
Fólkið stansaði ekki.
Loks varð hann þreyttur á þessu erf-
iði og skreið til hundsins sem lá við
hliðina á vagni húsbónda síns.
„Seppi minn, hvers konar borg er
þetta“, sagði hann. „Fólkið er gersam-
lega kærulaust og tekur ekki eftir
neinu. í heila klukkustund hef ég strit-
að við að sýna krafta mína og leikni.
Getur það verið að enginn hafi tekið
eftir mér? Heima í mauraþúfunni er
ekki talað um annað en mig“.
Og maurinn fór vonsvikinn heim í
mauraþúfuna sína aftur.
Skop
Tvö systkin og Villi kunningi þeirra
höfðu farið upp á háaloft og voru þar
að gramsa í dóti.
- Hvað eruð þið að gera þarna uppi?
kallaði faðir systkinanna.
- Ekkert.
- En hann Villi?
- Hann er að hjálpa okkur.
Kennarinn: Allir þeir hlutir, sem sjá
má í gegnum eru nefndir gagnsæir.
Rósa, nefndu dæmi.
Rósa: Gluggarúða.
Kennarinn: Alveg rétt. En getur þú
Beta, nefnt mér annan gagnsæjan hlut?
Beta: Skráargat.
Ný tœkni?
Mikki iitli fékk dag einn að hjálpa
pabba sínum við að mála garðstólana.
Þegar hann kom inn, útataður í máln-
ingu frá hvirfli til ilja, var mamma hans
að tala í símann. Mikki vildi óður og
uppvægur fá að segja nokkur orð við
frænku sína í símann. Hann sagði henni
auðvitað frá hinum fínu nýmáluðu stól-
um sem stóðu úti í garði, beint undir
glugganum. Allt í einu teygði hann sig
út um gluggann með símtólið og sagði
hróðugur: „Viltu sjá stólana frænka?“