Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 1
MOmiUINN Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ hvetur til að stjórn Nicaragua verði steypt. Átta bandarísk herskip eru komin á vettvang. Sjá6 julí 1983 fimmtudagur 160. tölublað 48. árgangur Fallist á kröfu Alusuisse um að taka deilumál úr alþjóðlegri gerð Undanhald í álmálinu Framleiðslu- kostnaður raforku er nú 20 mills þýða að raforkuverðið til Alusuisse hækkaði úr 6.5 mills í 7.5 til 8 mills. Til samanburðar má geta þess að meðalframleiðslukostnaður raf- orku í núverandi orkukerfi er sam- kvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 1982 um 20 mills. Tuttugu prósent upphafshækkun myndi þýða það að niðurgreiðsla almennings á raf- orkuverði til Alusuisse myndi lækka úr 440 milljóna íslenskra króna á ári niður í 390 milljónir króna á ári. Forsætisráðherra hefur sjálfur sett markið við 17 til 18 mills. Frá því hefur og verið skýrt að Alu- suisse hafi hug á að stælcka álverk- smiðjuna í Straumsvík um rúman helming að því er framleiðslugetu snertir og fá inn nýja eignaraðila. Til þess að anna raforkuþörf slíkrar stækkunar þarf nýjar virkjanir og orkuverð verður að miða við fram- leiðslukostnað þeirra ætli íslend- ingar að hagnast á orkusölunni -ekh Sjá viötal við Guðmund G. Þórarinsson á 16. síðu Af fréttum málgagna ríkis- stjórnarinnar í gær má ráða að fallist hafi verið á þá kröfu Alusuisse að fella nið- ur það mál sem vísað hefur verið af auðhringnum til al- þjóðlegs gerðardóms vegna skattakröfu fyrri ríkisstjórn- ar á hendur honum. I stað þess verði fallist á þær hug- myndir Alusuisse að loka deilumálin inni í sérskip- uðum gerðardómum deilu- aðila, sem starfa munu fyrir luktum dyrum. Prátt fyrir kröfur t.d. Tímans um fyllstu upplýsingar af gangi samn- ingaviðræðna hefur ekkert verið látið uppi um könnunarviðræður þær sem áttu sér stað milli aðila 25. júní sl. Morgunblaðið fullyrðir að þá hafi legið fyrir samkomulag um að taka deilumál úr alþjóðlegri gerð. Samningamenn ríkisstjórn- arinnar neita þessu og segjá að þessi mál hafi aðeins verið reifuð lauslega. Samningamenn þeir sem Þjóð- viljinn ræddi við í gær vildu ekki gera uppskáar kröfur íslenskra stjórnvalda um hækkun raforku- verðs en tala ýmist um „verulega hækkun“ eða „upphafshækkun" sem skref í átt til samninga. DV segir að íslenska samninganefndin geti fellt sig við 20% upphafshækk- un, en Alusuisse 13%. Það myndi Við háborðið undir trjónu Avacs-ratsjárvélar voru Brement sendiherra og yfirmenn bandaríska hersins. Á bandarísku Nató-herstöðinni f Keflavík urðu yfirmannaskipti við hátíðlega athöfn í gær. Viðstaddir voru meðal innlendra tignarmanna forsætisráðherra og utanríkisráðherra ríkisstjórn- arinnar. Um fimm hundruð hermenn voru viðstaddir þessa athöfn sem og tíðindamenn Þjóðviljans. (Ljósmyndir Leifur). Hœkkunarkröfur Landsvirkjunar þýða „mesta skattahœkkunarár í sögunni(< Beiðni um frestun á 31% hækkun hafnað Slysin geta alltaf gerst, samt má maðuraldrei vera hræddur, segja rúmensku rflrisakrobatarnir, sem komaframí Cirkus Arena. „Ég tek heilshugar undir þessi orð Þórarins ritstjóra Tímans“, sagði Ólafur Ragnar Grímsson stjórnarmaður í Landsvirkjun í samtali við blaðið. í forystugrein segir Tíminn að nái hækkunarkröfur Landsvirkjunnar og annarra opinberra fyrirtækja fram að ganga, verði árið 1983 „mesta skattahækkunarár í þjóðarsög- unni“ og „viðnám gegn verð- bólgunni væri þá fokið út í veður og vind“. Tillaga Ólafs Ragnars um að fresta 31% hækkunarbeiðni Landsvirkj- unar var hinsvegar felld að frumkvæði Jóhannesar Nordals stjórnarformanns á stjórnar- fundi í sl. viku. „Fyrir stjórnarfundinum lá til- laga, sem ekki hafði verið kynnt áður, um 31 % hækkun á heildsölu- verði raforku frá Landsvirkjun til almenningsveitna. Nái hún fram að ganga mun raforkuverð til heimila í Reykjavík hækka um 23%. Ég lagði fram tillögu um að samþykkt hækkunarbeiðnarinnar yrði frest- að fram yfir helgi þannig að tóm gæfist til þess að kanna forsendur hennar nánar. Ég benti á að hækk- un af þessu tagi væri ailtof mikil. og óréttlátt að almenningur bæri slík- an þunga af orkuútsölunni til Alu- suisse. Ég benti á það að í skýrslu Landsvirkjunar segir að raforku- verð til stóriðju þurfi að vera 18-22 mills til þess að standa undir fram- leiðslukostnaði, og fengist orkan til Alusuisse hækkuð úr 6.5 mills í 20, þá þyrfti verðhækkun til almenn- ings aðeins að vera óveruleg. Jó- hannes Nordal tók sér formanns- vald til þess að hafna frestun með- an málið væri skoðað, og 31% hækkunarbeiðnin var samþykkt með atkvæðum allra stjórnar- manna gegn atkvæði mínu og með hjásetu Böðvars Bragasonar sýslu- manns, annars fulltrúa Framsókn- arflokksins. -ekh Sjóður til minningar um Eðvarð Miðstjórn Alþýðusam- bands íslands hefur ákveðið að stofna sjóð til minningar um Eðvarð Sigurðsson. Sjóðnum er ætlað það hlut- verk að styrkja verkafólk til að afla sér fræðslu um málefni og starf verkalýðshreyfingar- innar. Eðvarð Sigurðsson var í ár- atugi einn af mestu áhrifa- mönnum íslenskrar verka- lýðshreyfingar og einn óum- deildasti forustumaður sem hún hefur átt. Miðstjórn Alþýðusam- bandsins telur við hæfi að stofnaðúr'sé sérstakur sjóður í minningu þessa mikilvirka forustumanns. Þeir sem vilja minnast Eðvarðs Sigurðs- sonar með framlögum í sjóðinn geta komið þeim á framfæri á skrifstofur Alþýðu- sambandsins, Verkamanna- sambandsins og Dagsbrúnar. (Fréttatilkynning).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.