Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. júlí 1983 IÞJÓÐVILJINN •— SÍÐA 7 . Húsavíkurf lotinn: „Þeir hafa verið fyrir Norður- landi og Vestfjörðum, togararnir, og haft sæmilega góðan afla“ sagði Kristján Ásgeirsson hjá Höfða hf., helstu útgerðarfyrirtaeki Húsvík- inga, en þar voru Þjóðviljamenn á vappi fyrir nokkru. „Annar togar- inn kom inn um daginn með 175 tonn af grálúðu og þorski, hinn var að landa 110 tonnum af hreinum þorski.“ Höfði gerir út tvo togara, Júlíus Hafstein,300tonnaskip, 13manna áhöfn, og Kolbeinsey, sem smíðaður var í hittifyrra á Akur- eyri. Hann er 430 tonn, „eins full- kominn og hægt er að hafa skip“ sagði Kristján, með 15 manna áhöfn. Útgerðarfélagið er í eigu Fiskiðjusamlagsins að tæpum helmingi, aðrir eigendur eru Húsa- víkurkaupstaður, Kaupfélag Þing- eyinga, verkalýðsfélagið og ein- staklingar. Helstu hluthafar í Fisk- „Æ, þetta hefur verið heldur lélegt“ voru fréttirnar af línuveiðum, „þetta var skárra fyrr í sumar. Kristján Ásgeirsson Handfærabátarnir? Já, það er eitthvert kropp hjá þeim á skakinu.“ Ljósm. Leifur. Þokkalegur afli iðjusamlaginu eru svo Samvinnu- félag útgerðarmanna og sjómanna, bærinn og kaupfélagið, þannig að hér á hvað annað. Aflinn hjá bátaflotanum hefur verið heldur lélegur undanfarið. Minnstu bátarnir hafa verið inná Flóanum og útundir Mánáreyjum. Fjórir bátar eru nú á rækjuveiðum á Grímseyjarsvæðinu og gengið vel, einsog öðrum rækjubátum úti- fyrir Norðurlandi. Hvernig koma ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar út fyrir fyrirtæki eins- og Höfða? Kristján sagði að það væri ómögulegt að segja um það ennþá. í útgerðinni væri í mörg horn að líta og áhrif af ráðstöfun- um stjórnarinnar væru enn ekki komin fram í heild. „Við getum tekið einn þáttinn útúr, afnám á olíuniðurgreiðslum og aukninguna á hlut útgerðar í afla, og þá kemur í ljós að miðað við sókn og aflasam- setningu hjá okkur frá áramótum förum við nokkuð vel útúr því“ sagði Kristján. Hinsvegar mætti búast við meiri sveiflum eftir afla- magni og gæðum með þessu fyrir- komulagi, skip notar jafnmikið af olíu í aflahrotu og fiskleysi. „Svo á eftir að líta á aðra þætti, til dæmis þá gjaldliði sem hækka vegna geng- isfellingar. Skuldirnar hjá okkur vegna skipakaupa eru nuna senm- lega hátt á annað hundrað mill- jóna, og þessi lán eru gengistryggð. Þetta þýðir að þótt við tökum 20% útúr rekstrinum greiðist höfuð- stóllinn ekkert niður.“ Það væri því ekkert hægt að segja um niður- stöðuna úr þessu dæmi fyrir út- gerðina fyrr en lengra er liðið á árið. „Svo erum enn náttúrulega ósáttir við kjaraskerðinguna" sagði Kristján. Húsavíkurtogaramir verða úti yfir verslunarmannahelgina, en það á að reyna að klára upp í frysti- húsinu þannig að starfsfólkið fái Togarinn Kolbeinsey í Húsavíkurhöfn. Ljósm. Leifur. þriggja daga aukafrí, föstudaginn togarinn inn með afla á fimmtu- fyrir helgi, þriðjudag og miðviku- daginn. dag eftir helgi. Síðan kemur annar -m Friðarganga ’83 Algjört frelsi innan ramma göngunnar segja þeir hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga - Það er að byrja að færast fjör í hlutina, blessuð vertu, en undir- búningur hefur staðið í nokkrar vikur, þótt skráning sé að fara af stað þessa dagana, en þú mátt skrifa að okkur sárvanti sjálfboða- liðatil að vinna við skráningu og ýinis tilfallandi verkefni. Sá sem þetta mælir er Rúnar Ármann Arthúrsson sem þess dag- ana hefur aðsetur á skrifstou Sam- taka herstöðvaandstæðinga og hef- ur umsjón með undirbúningi fyrir Friðargöngu ’83. Alþjóðleg barátta - Af hverju heitir gangan Friðarganga ’83, er Keflavíkur- ganga ekki nógu gott nafn lengur? - Friðarganga ’83 er heiti göng- unnar alveg eins og var síðast þegar farið var út í aðgerðir af þessu tagi, en í júní 1981 var farið í friðar- göngu frá herstöðinni á Keflavík- urflugvelli til Reykjavfkur og í ág- úst sama ár frá herstöðinni á Stokksnesi inn á Höfn. Að þessu sinni verður farin ganga frá her- stöðinni í Keflavík til að minnast fórnarlamba atómsprengjunnar á Híróshíma og Nagasagi, en Híróshímasprengjunni var varpað 6. ágúst 1945. Með þessari göngu viljum við árétta þá ósk allra viti- borinna manna að slíkir atburðir endurtaki sig aldrei. Nú, Samtök herstöðvaandstæðinga hafa fyrir löngu skipað sér í fylkingarbrjóst í friðarbaráttunni hér á landi og tekið upp samstarf við hópa og samtök í nálægum löndum sem. berjast fyrir sömu markmiðum. Nægir að minna á baráttu fyrir kröfunni um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd, baráttu fyrir friðlýs- ingu N-Atlantshafs, baráttu gegn uppsetningu nýrra meðaldrægra NATÓ-flugskeyta í V-Evrópu og fleira og fleira. Langtímamarkmið samtakanna er endurheimt hlut- leysis íslands sem kristallast í kjör- orðum samtakanna: ísland úr NATÓ - herinn burt, og trú þeim kjörorðum hafa samtökin barist einarðlega gegn öllum hernaðar- umsvifum NATÓ hér á landi og má raunar segja að oft hafi verið þörf en nú sé nauðsyn, í ljósi síðustu frétta af nýjum vígbúnaðarfram- kvæmdum NATÓ og ameríkanans hér. Gömul járn og ný - Já, þetta höfum við heyrt áður. Verður ekki reynt að brydda upp á einhverjum nýmælum í göngunni? - Gömul járn bíta best, segir í fornu spakmæli, og mættu menn gjarnan hafa það í huga. Hitt er annað mál að í Friðargöngu ’83 eru allir velkomnir með þær kröfur sín- ar á lofti sem falla að meginkröfum göngunnar um stöðvun vígbún- aðarkapphlaupsins og eyðilegg- ingu allra gjöreyðingarvopna, gegn hernaðarbandalögum og yfirgangi hervelda; fyrir friði og afvopnun. í framkvæmd er þetta þannig að menn geta útfært sín kröfuspjöld og þær uppákomur sem þeir vilja hafa í frammi eftir eigin höfði, svo fremi að það stangist ekki á við megininntak göngunnar. Innan þess ramma ríkir algjört frelsi. Nú, svo mega menn líka ef þeir vilja koma ríðandi til göngunnar, hvort heldur þeir vilja á hjólhestum eða lifandi gæðingum, og þeir sem það kjósa geta fylgt göngunni eftir á einkabílum eða í rútum göngunn- ar. Sérstök þjónusta verður líka fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir og vil ég biðja fólk um að snúa sér til okkar til að fá nánari upplýsingar um það, símarnir eru 2-92-12 og 1-79-66 og er sjálfvirkur símsvari sem tekur við skilaboðum tengdur við síðara númerið utan skrifstofu- tíma. Skemmtidagskrá - Verður þá engin undirbúin dagskrá á viðkomustöðum göng- unnar? Jú, auðvitað verður það og sú dagskrá er nánast alveg tilbúin og verður byrjað að auglýsa hana í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Þar verður um að ræða skemmtidagskrá með tónlist og leikuppákomum og svo verða að sjálfsögðu haldnar ræður. Meðal þeirra sem hafa þegar orðið við óskum okkar um að taka til máls á viðkomustöðum göngunnar eru: Ragnar Arnalds. Sólrún Gísla- dóttir, Vésteinn Ólason, Bergþóra Gísladóttir og sr. Rögnvaldur Finnbogason. Til starfa - Að lokum, friðargangan 1981 tengdist mikilli friðargöngu kjarn- orkuvopnaandstæðinga frá Kaup- mannahöfn til Parísar. Er eitthvað slíkt á ferðinni núna? -Ekki beinlínis, kannski, en þær konur sem stóðu fyrir þeirri göngu 1981 fara af stað 6. ágúst, sama dag og við verðum á ferðinni í göngu frá Osló til Washington, það er að segja þær ætla að fljúga frá Osló og ganga síðan frá New York til Was- hington. Þannig að okkar ganga tengist henni svona óbeint. - Með þessum orðum ljúkum við viðtalinu og skorum á fólk að drífa sig í að láta skrá sig í gönguna eða til starfa fyrir hana. Á.S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.