Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. júli 1983 í dyrunum á hjólhýsinu, Stefan, Aurelian, Minel og Ostwald stjórnandi með húfuna. Svona líta þeir út í búningunum sínum. Stefan stendur á bliki eftir að myndin var tekin, flaug Stefan upp í loftið. höndum þeirra þriggja sem við spjölluðum við, en augna- Ljósm.: - eik - „Þaögerirekkerttil, þótt það rigni svolítið. Það er hlýtt hér innihjáokkur" sögðu rúmensku akrobatarnir og buðu okkur inn í hjólhýsið sitt, þar sem við höfðum barið að dyrum í grenjandi rigningu í fyrradag. Þeir félagar eru f rá rúmenska ríkissirkusnum og koma fram hjáCirkus Arena. Þeirfara síðan afturtil Rúmeníu. Kapparnirsem við spjölluðum við heita Aurelian Lefter, Minel Gogosaru, Ostwald Hutterer, stjórnandi og Stefan Vulga Dorell, sem er þeirrayngstur. „Maður má aldrei vera hræddur“ „Hér verðum við í 3 vikur, síðan eina á Akureyri og eina í Fær- eyjum. Þaðan förum við til Dan- merkur og svo heim til Rúmeníu. Þetta hefur verið skemmtilegt ferðalag, en það var erfitt að aka yfir „eldfjallavegina" á fslandi með alla vagnana. Við héldum stundum að allt myndi brotna niður. Þvílíkir vegir...“ Og þeir skellihlæja. En hvernig komast menn að sem akro- barið að dyrum í hjólhýsinu hjá rúmensku ríkisakrobötunum í Cirkus Arena batar í sirkus? Ungu mennirnir tveir, Aurelian og Minel svara: „Við höfum verið í þjálfun í 7-8 mánuði. Við erum ekki sirkusbörn eins og stjórnandi okkar, Ostwald, sem hefur unnið í sirkus í 45 ár. Við erum báðir íþróttamenn, en lang- aði að spreyta okkur á þessu.“ „Eruð þið aldrei hræddir?“ „Nei, þá þýðir ekki að vera að þessu. Þú mátt aldrei vera hrædd- ur. Alltaf að hugsa um að þú getir þetta, því annars er voðinn vís. Sannleikurinn er sá að slysin geta alltaf gerst á augnabliki." Stjórnandi rúmenska ríkissirk- ussins, Ostwald, hefur verið akro- bat í 45 ár. „Ég er dæmigert sirkusbarn. Ég byrjaði í sirkus sem smápolli og hef unnið í sirkusum um alian heim, í Ameríku, Ítalíu, Þýskalandi, Bras- ilíu, Argentínu - út um allt. Ég hef verið með ljón og fíla líka, en mest í hreinni akrobatík." „Og hvað getur þú haldið lengi áfram?“ „Miklu lengur en t.d. ballett- dansarar. Ef ég er nógu sterkur og í góðri þjálfun get ég haldið áfram þar til ég er 60-70 ára.“ „Hefur þú aldrei meiðst á þínum langa starfsferli?" „Jú, ég braut bæði hnéð og öx- lina þegar ég datt einu sinni. En það þýðir ekki að gefast upp. Við verðum að lifa við það að geta allt- af slasast, en mega samt aldrei vera hræddir." „En þú, - ert þú aldrei hræddur heldur?" spyrjum við þann yngsta, Stefan, sem þeir fleygja upp í loftið í einu atriðinu. „Nei, aldrei. Við æfum okkur með öryggissnúru. Hann kennir okkur að gera þetta rétt “ og Stefan bendir á stjórnandann. „Maður verður að vera öruggur." Við kveðjum þá félagana í koj- um sínum í litla hjólhýsinu á flöt- inni inni í Heimum. Veðrið er ekki beinlínis sirkuslegt, grenjandi rign- ing og næðingur. „Okkur finnst allt í lagi með veðrið hérna. Bara að það fæli fólk ekki frá því að koma og sjá okkur“ segja þeir og veifa. Cirkus Arena er með sýningar á hverju kvöldi og að degi til um helgar, en héðan heldur hann svo til Akureyrar, þá til Færeyja og loks til Danmerkur. Trúðurinn í sirkusnum hefur alltaf verið eftirlæti barnanna. Hér er hann að leika listir sínar fyrir ungan gest.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.