Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ' Fimmtudagur 21. júlí 1983 Steinn Stefánsson: Þjóðfrelsi íslendinga Annar hluti - „Kostirnir tveir” Áróður frá hendi margra sem til- heyra hinum flokkunum og virðist gjaman beint gegn Alþýðubanda- laginu gengur æ meira út í það, að við höfum aðeins um tvo kosti að vefja: „hervernd“ annars hvors stórveldisins Bandaríkjamanna eða Rússa og þar með hernaðar- samvinnu við annað hvort risaveld- ið, auðvitað með tilheyrandi afsali landsréttar vegna hersetu. Ég spyr: Er slíkt sjálfstæðisbar- átta? Að kjósa um hvort stórveldið eigi að ráða í þessu landi og kúga þjóðina. Skyldi ekki Jóni Sig- urðssyni hafa þótt það vel að verki staðið. Honum hefði nú líklega þótt eðlilegra að þjóðin reyndi að sameina sig um að endurvinna sjálfstæðið. Þetta um kostina tvo er eitt það allra fáránlegasta sem ég hef heyrt. En það svívirðilega skeður, að það er verið að ala ung- dóminn upp í þessu, að við eigum aðeins um að velja „betri kostinn af tveimur", vernd, annars hvors risa- veldisins, sem þýðir auðvitað að farga sjálfstæðinu. Þetta kemur oft fram, þegar ber á góma að reka þurfi herinn úr landi. Þá er svarið einatt: „Viljið þið þá heldur Rúss- ann“, rétt eins og það væri sjálf- sagt. Ofan í ýmsan heimskulegan ár- óður fengum við svo undirskrifta- söfnun „Varins lands“, þar sem af frjálsum vilja er verið að biðja stór- veldið í vestri um varanlegt hernám á þjóð okkar um langa framtíð, sem er algerlega öruggt til að týna þjóðfrelsinu. Þetta held ég að sé heimsmet, enda líklega ekki við neinn að keppa. Það finnst varla nokkur þjóð á jarðríki sem mundi hegða sér á þann veg, sem V-E.- menn ætluðust til af stjórnvöldum okkar, enda hafa þau sem betúr fer ekki beðið um langvarandi her- nám. En tiltækið hefur sjálfsagt haft sín slæmu áhrif ei að síður. Þá koma í hug smærri þjóðir austan tjalds. Það verður víst að segja þeim til afsökunar, að þær hafa sumar búið við þann ófögnuð að vera undir þrýstingi tiltölulega fárra valdsmanna, sem beðið hafa risaveldið í austri um íhlutun, sem auðvitað er óafsakanlegt fram- ferði, svo sem í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. En fólkið ræður að sjálfsögðu ekki við valdsmennina sem beita hernum, þessu djöfuls apparati, sem búið er að vera öllum þjóðum til ills og bölvunar gegnum aidirnar, já meira að segja hvað mest notað af þeim kristnu því mið- ur. Við héldum þó að kristnar þjóðir hefðu lært boðorðið „þú skalt ekki mann deyða", en valds- mönnum þeirra dettur ekki í hug að fara eftir því, fremur en kærleiks- og bræðralagskenningum Krists, og er það auðvitað hern- aðarófreskjunni að kenna. En henni er viðhaldið að yfirlögðu ráði manna sem taldir eru fullvita. Lút- her kynni að hafa sagt - viðhaldið af útsendurum djöfulsins. Þegar rætt er um „betri kostinn af tveimur“, verður manni á að hugsa, hvort mögulegt sé að hér á landi finnist menn sem vildu kjósa handa þjóðinni yfirráð Sovétríkj- anna, þessa stórveldis sem þrátt fyrir mikið tækifæri sem það fékk til að gera vel, hefur í veigamiklum atriðum svikið sósíalismann. Vissulega höfum við mörg von um það, um eina tíð, að það væri verið að skapa þjóðfélag í anda Karls Marx, þar sem raunverulega yrði reynt að framkvæma bræðralags og kærleikskenningar Krists. En það hefur nú farið dálítið öðruvísi. Hér er ekki Tmi til að fara að ráði út í þau firn, þar sem m.a. skoðunar - frelsier virtað vettugi, svo að óg- erningur er að bæta um þaö sem mistekist hefur. Tvlaðurinn er nú einu sinni ekki alfullkominn vera og því eðlilegt að honum mistakist margt. Það hefur líka sýnt sig gegn- um aldirnar sbr. m.a. kaþólska kir- kju fyrr á öldum, valdsmennsku hennar og mistök. En þegar svo fer fyrir ófullkomnum mönnum, þarf að vera leyfilegt að ræða mistökin og hvernig leiðrétta eigi. En til þess þarf skoðanafrelsi. Einu sinni var því haldið fram að lýðræði kommúnismans yrði það fullkomnasta sem þekkst hefði. Ja, skv. kenningunni var það víst mögulegt, og því skyldi ekki vera hægt að koma á fullkomnu lýðræði og jafnrétti? Það er verkefni fram- tíðarinnar. En hvernig hefur þetta tekist t.d. í Sovétríkjunum? Því er kannski ekki fljótsvarað. En þar hafa átt sér stað andlýðræðislegar aðgerðir sem sýna sig m.a. í þeim hryllilegu aftökum eða hreinsun- um einmitt gagnvart þeim sam- starfsmönnum Leníns o.fl., sem gagnrýndu framkvæmd kommún- isma Stalíns. En hann tók upp valdastefnuna. Manni getur runnið til rifja, eins og þar eystra er mikið af góðu fólki, hvað það hefur mátt þola. Það má kannski teljast fram- farir að ekki hefur heyrst um hreinsanir eða aftökur þar eystra, síðan Stalín leið. Jú, sjálfsagt er að viðurkenna mörg stórvirki sem unnin hafa ver- ið og mönnum er kunnugt um, og þvf ekki farið ýtarlega út í það hér. E.t.v. ber þar hæst er ólæs miljóna- þjóð var gerð læs. Þá væri sann- gjarnt að nefna hið mikla átak upp- byggíngarinnar eftir að fjöldi heilla borga og bæja voru lögð í rúst í heimsstyrjöldinni síðari. Svo eitthvað sé nefnt. Það var því ekki furða, þótt Rússar hefðu uppi svo mikla friðarsókn eftir stríðið, að sagt var í gamni um allar trissur, að þeir „hefðu fundið upp friðinn". Já þeir urðu illilega fyrir barðinu á stórstyrjöld og vita hvað hún er. Það er meira en Bandaríkjamenn hafa upplifað. En þótt þeir eystra hafi nefnt sitt þjóðskipulag því grátbroslega nafni „alræði öreiganna“, (það er gamalt nafnt úr byltingu) vitum við að það er valdið, valdsmennska ör- fárra manna sem öllu ræður, enda þótt stundum séu haldnar kosning- ar til Æðsta ráðsins. Þannig hefur framkvæmd kommúnismans mis- tekist, þrátt fyrir þjóðnýtingu, og vissulega almenna atvinnu sem er víst stjórnarskráratriði. Nóg um þetta. En ég þekki alls engan mann í okkar kæra landi, sem telur fram- tíð íslenskrar þjóðar best borgið með því að biðja Sovétríkin um hervernd og þar með glata þjóðfrelsinu. Það má þess vegna hætta að brýna fyrir almenningi að við eigum aðeins um að velja „kostina tvo“. Það sem er nauðsynlegt að gera sér ljóst er það, að við höfum her hins vestræna stórveldis, Banda- ríkjanna, hér í landi. Vandamálið er þess vegna, hvernig á að snúast við því. Þótt það liggi fyrir að V.L. hafi fengið mikinn fjölda meðal þjóðarinnar með áróðursblekking- um til þess að undirrita beiðni til Bandaríkjanna um varanlegt her- nám til langrar framtíðar, sem mundi þýða tortímingu fullveldis vors, get ég ekki komist hjá því á efri árum að vona að þetta fólk og þessi þjóð fari að skilja hvað til okkar friðar heyrir og hegði sér í samræmi við það. Ég vil trúa því, að almennt séu landar okkar góðir íslendingar sem vilji í raun og veru heyja okkar gömlu sjálfstæðisbar- áttu til enda, en ekki ganga á hönd „betra“ stórveldisins. Já þá mætti nú skrifa ýmislegt þegar minnst er á betra stórveldið. Finnst þjóð okkar ekkert athuga- vert við fjramferði Bandarikjanna, sem heimta að ráða algjörlega yfir smáríkjum Mið-Ameríku, sem voru þó orðin sjálfstæð, og skammta þeim það þjóðskipulag, sem þeim, U.S.A. sjálfum sýnist? Það má ekki breyta neinu til bóta. Ef þessum þjóðum dettur í hug að fara að beita félagslegum lausnum í stjórnarfari svo sem t.d. á Norður- löndum þá má það ekki. Það er ósamræmanlegt hagsmunum Bandaríkjanna! Þau skulu ráða. Herforingjastjórnir þeirra skulu standa, hvar sem því verður við komið. Eða þá Suður-Ameríku ríki. Jú, svo að á eitt sé minnst. Það var, eigi fyrir mörgum árum, kosið þj óðþing í Chile í frj álsum kosning- um og mynduð stjórn undir forsæti Allendes, foringja flokks sem vildi breyta frumstæðu kúgunarþjóðfé- lagi til félagslegra átta, þar sem lýðræði ríkti og almenningur lifði við betri kjör. Hann var þó ekki kommúnisti. Nú ætluðu Chilebúar að fara að verða sjálfstæð lýðræðisþjóð. En þetta gátu Bandaríkin ekki þolað, heldur studdu bak við tjöldin herforingja- uppreisn í Chile, þar sem hinni frjálsu þingræðisstjórn var steypt og Allende tekinn af lífi. Er það þetta sem okkur vantar með lang- varandi her „vernd“ Bandaríkj- anna? Ætlum við að minnast nánar á E1 Salvador og slátranir þar, Gu- atemala o.fl.? Nei, það yrði of langt mál hér. En þetta sem svo margt fleira segir okkur, að Banda- ríkin eru síst betri en önnur stór- veldi. í sögunni hafa stórveldi ávallt verið ógeð og þar eru Banda- ríkin síst af öllu undantekning. Framhald. ------------------------------1--- Minningarorð_____________________ Gunnlaugur Pálsson arkítekt F. 25. mars 1918 — í hópi þess alúðlega starfs- fólks, sem tók á móti mér, er ég réðist bókasafnsfræðingur við Bókasafn Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins í lok ársins 1980 var Gunnlaugur Páisson. Ég var Gunnlaugi að góðu kunn. Sem ungur blaðamaður við Dagblaðið Vísi var oft leitað fréttaaf byggingamálumtilGunn- laugs. Sömuleiðis mun Gunn- laugur hafa haft samband við mig. I starfi sínu sem deildarstjóri útgáfu- og upplýsingadeildar Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins mun hann eflaust að einhverju leyti hafa haft sama háttinn á. Ég minnist starfa hans í nefnd um bætt réttindi fatlaðra í skipulagi og fyrirkomulagi bygg- inga og kynningarrita sem haft var upp á í því skyni, aðallega frá Danmörku. Gunnlaugur var einnig menntaður úr Danmörku. Sumir hafa köllun til bóka- varðarstarfs, til þess að koma upp d. 14. júlí 1983 safni. Ég tel víst, að upplýsinga- mál á sviði bygginga hafi verið Gunnlaugi hugstæð, en þar að auki lagði hann á sig að sýna áhuga á því sem kallað er hér al- hliða upplýsingaþjónusta, með bókasafn sem einn kjarna henn- ar. Til þess samdi hann íslenskt flokkunarkerfi fyrir byggingar- iðnaðinn. Flokkunarkerfi fyrir byggingariðnað Rb/Sfb (SfB Samarbetskommittén för Byg- gnadsfrágor - að hluta til byggt á bókstöfum). Rit þetta var gefið út árið 1970 af Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins. Upprunalega var hliðstætt kerfi notað í Svíþjóð og í Englandi. Fleiri þjóðir munu einnig hafa tekið það upp. Upp úr og eftir þessu kerfi varð bókasafn, lið- tækt á sínu sviði. Kanntu að skrifa bréf? Allt í einu var Gunnlaugur kominn inn til mín einn daginn. Jú, ég taldi mig kunna það. Þetta var í byrjun starfs mín og bréfaskriftirnar bar ekki meira á góma í það sinnið. Stundum gat Gunnlaugur verið ótrúlega léttur á sér, hann hafði kímnigáfu og kunni að meta gott skop. Gunnlaugur er fallinn frá fyrir aldur fram. Ég sé á eftir góðum starfsfélaga. Eftirlifandi maka hans Ás- laugu Zoéga og börnum þeirra, ættingjum, votta ég samúð. Svanlaug Baldursdóttir. Guðmundur Jónsson, Eyrún Guðmundsdóttir og Davíð Oddsson, borgar- stjóri. Milli þeirra er eitt málverkanna. Mynd: A.S. ✓ I minningu Kjarvals: Dýrmæt Ustaverkagjöf Reykjavíkurborg og Kjarvals- stöðum um leið, hlotnaðist nýlega ákaflega verðmæt og höfðingleg gjöf. Guðmundur Jónsson, lög- fræðingur, afhenti þá fyrir hönd foreldra sinna, Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara og Eyrúnar Guðmundsdóttur, fjögur olíumál- verk og 22 teikningar, eftir Jóhann- es Kjarval og er gjöfin helguð minningu málarans. Munu þessi listaverk nú verða sameinuð safni Kjarvals að Kjarvalsstöðum. Davíð Oddsson, borgarstjóri, tók á móti gjöfinni og þakkaði hana fyrir hönd borgarinnar og Kjarvalsstaða. Þeir Jóhannes Kjarval og Jón Þorsteinsson voru ákaflega miklir mátar. Var Kjarval tíður gestur í húsakynnum Jóns, íþróttaskólan- um við Lindargötuna, vann þar stundum að verkum sínum og sýndi þau. Þau hjón hafa nú þakkað fýrir þessa samveru með þeim hætti að eftir verður tekið - og munað. - mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.