Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNj Fimmtudagur 21. júlí 1983 Skák Karpov að tafll - 171 Heldur er óvenjulegt að sjá sterka skákmenn missa af einfaldri vinn- ingsleið og enn undarlegra ef við- komandi skákmaður er f góðu formi. Það vakti því mikla athygli á skákmót- inu í Las Palmas 1977 þegar Karpov sást yfir afar einfalda leið gegn neðsta manni mótsins, Spánverjan- um Cabrera. Þegar skákin var tefld hafði Karpov hlotið 10 vinninga úr 11 skákum, en Cabrera 1/2 vinning: abcdefgh Karpov - Cabrera Staðan kom upp eftir 15. leik svarts Bg7-f8. Karpov sem tefldi þessa skák eins og margar aðrar í mótinu leiftur- hratt lék nú: 16. Bxf8 (Það er ekki ástæða til að gefa þess- um leik spurningarmerki því Karpov heldur eftir sem áður miklum stöðuyf- irburðum. Bandaríski stórmeistarinn Walter Browne sem skrifaði um mótið í „Chess life“ vildi halda því fram, að þarna væri kominn munurinn á Fisc- her og Karpov. Fischer sem ávallt reyndi að finna besta leikinn hefði ár- eiðanlega leikið 16. Hxe6+! með hugmyndinni 16. - fxe6 17. Nh5-Kd8 18. Rxe6 mát. „Karpov teflir eins og vél,“ skrifaði Browne. „Hann leikur yfirleitt góðum leikjum en ekki alltaf besta leiknum." Lok skákarinnar urðu þessi: 16. .. Kxf8 17. bxb7 Dxb7 19. Dh5 Hd8 19. Dh6+ Ke7 20. Dg7 e5 21. dxe5 fxe5 22. Had1 Db8 23. Rd5+ Ke6 24. Dg4+ f5 25. Dg7 - og Cabrera gafst upp. Karpov hafði notað 56 mínútur á alla skákina. Bridge Guðmundur Páll og Þórarinn sátu A-V og sagnir eru forvitnilegar: Vestur Norður Austur Suður Guðmundur Þórarinn 4— L pass 4—T 4-S 5- L 5-S 6—H(!) pass pass 6-S dobl pass/ hringinn Notkun þeirra á „Texas“ og fram- haldið er athyglisvert. Opnunin lofar vitanlega góðum hjartalit og fyrir- stöðu í tveim litum öðrum (minnst). 4-T er bið - og spurnarsögn og 5-L upplýsir hvar fyrirstöðuna vantar. Þórarinn segir síðan slemmuna af ör- yggi, þrátt fyrir „bandstrikið" í tromp- inu! Það var síðan þeirra ólán að hætt- urnar buðu fórn heim. Þeir þræddu vörhina og uppskáru sín 900. 4 impa gróði, en ómældur kerfissigur. Áfram Island. Gcetum tungunnar Sagt var: Flogið er til Lúxem- búrgar.Rétt vaeri:... til Lúxem- borgar. (Staðurinn heitir Lúxemborg á ís- lensku, sbr. t.d. Hamborg.) Gufu- baðið v/ð Laugarvatn Glaðasólskin er engin lífs- nauðsyn kringum Laugar- vatn. Þar er líka hægt að líða vel í dumbungi og smárign- ingu, - einkum ef ferðalangur eða dvalargestur uppgötvar gufubaðið niður við vatnið. Maður klæðir sig úr og lætur hverinn ylja sér þangað til ekki verður lengur þolað við, hægir á huganum og lifir í lík- amanum. Síðan á að tölta eftir hellum útí Laugarvatn, henda sér í eða skvetta á sig, - það, fer eftir hugrekki; að lokum er sest á bekk við baðskálann til að hleypa lofti að líkamanum. Svo er farið aftur inní gufu- baðið og athöfnin endurtekin eins oft og vill. Að lokum er gráupplagt að rölta í gróðrar- stöðina við hliðina og kaupa sér ferskar gúrkur og tómata og papríkur, til áts á staðnum eða þegar heim er komið. Leifur tók ljósmyndirnar. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.