Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Fimmtudagur 21. júli 1983 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Guðmundur G. Þórarinsson um álviðræðurnar: Viljum skref frá Alusuisse ✓ Alhringurinn á móti alþjóðlegum gerðardómi í viðræðum fulltrúa Alusuisse og íslensku ríkisstjórn- arinnar sem hefjast í dag má búast við að aðilar reyni að ná samkomulagi um einhverja hækkun orkuverðs til álversins sem litið yrði á sem fyrsta skref í átt til heildarsamkomulags. Einnig er sennilegt að viðræðu- nefndirnar undirbúi skipan tveggja þriggjamanna gerðardóma til að fjalla um skattamál og súrálsverð („hækkun í hafi“). „Það er orðið ljóst að það er hægt að koma á samninga- viðræðum við Alusuisse einsog ég hélt fram allan tímann" sagði Guð- mundur G. Þórarinsson í samtali við Þjv. í gær. „En það veit auðvit- að enginn til hvers þessar viðræður leiða og við erum ekkert voðalega bjartsýnir." Guðmundur er fulltrúi Framsóknarflokksins í álviðræðu- nefnd ríkisstjórnarinnar, en hann, sagði sem kunnugt er af sér störfum í svipaðri viðræðunefnd síðustu stjórnar. Fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í núlifandi viðræðunefnd er Gunnar G. Schram, en formað- ur nefndarinnar er Jóhannes Nor- dal. Stjórnarandstöðuflokkarnir eiga engan fulltrúa í nefndinni. Guðmundur G. Þórarinsson sagði að menn hefðu alltaf hugsað sér að endurskoðun orkuverðs færi fram í einhverjum áföngum, og það væri krafa íslensku viðræðu- nefndarinnar að strax við upphaf, samningaviðræðnanna yrði orku- verðið hækkað. Síðan héldu samn- ingar áfram og yrði reynt til þrautar að ná fram samkomulagi sem hægt væri að sætta sig við innan ákveð- inna tímamarka sem sett yrðu fyrir- fram. „Okkar krafa er að fá fram hækkun strax sem skref af hálfu Alusuisse til að menn sjái að samn- ingarnir eru til að hækka orku- verðið“ sagði Guðmundur. - Flefur verið nefnd einhver tala? „Nei, það hefur engin tala verið sett fram. Það er ekki ætlunin að semja í gegnum fjölmiðla, en við í viðræðunefndinni höfum að sjálf- sögðu okkar hugmyndir. Við reynum að ná samkomulagi, hvort það tekst veit ég ekki.“ - Nú á líka að ræða stækkun ál- versins, fleiri hluthafa, deilur íslendinga við álhringinn og svo framvegis. Á að semja um hækkun Guðmundur G. Þórarinsson á gangi með Paul Múller, helsta samningamanni Alusuisse. á orkuverði sem hluta af þessum „pakka“? „Það er alveg óljóst hvernig þetta verður gert. Þessi atriði verða rædd, en hvernig er enn ekki ljóst. Svisslendingarnir hafa til dæmis farið fram á að auka leyfilega hlut- deild annarra hluthafa í ÍS AL úr 49 í 50 prósent, og það er til umræðu. Fyrir einu og hálfu ári var Hjör- leifur Guttormsson með hugmynd- ir um nýja hluthafa í ÍSAL, en nú stimplar Þjóðviljinn hvern þann föðurlandssvikara sem ljær máls á þessu.“ Tveir gerðardómar - Morgunblaðið talar um að á fyrsta fundi ykkar með Alusuisse- mönnum hafi aðilar orðið sammála um að vísa deilum um súrálsverð og skattamál til sérfræðinga- nefnda? „Já, þetta er nú ekki alveg rétt. Alusuisse lagði til að deilurnar yrðu leystar á ákveðinn hátt, ekki með alþjóðlegum gerðardómi heldur tveimur minni gerðardóm- um. Það eru uppi hugmyndir um að gera þetta, og yrðu þrír menn í hvorum, einn frá þeim, einn skip- aður af okkur og hinn þriðji odda- maður sem aðilar kæmu sér saman um. Annar gerðardómurinn mundi þá fjalla um rétt íslendinga til að leggja skatt á ÍSAL aftur í tímann og um það hvernig á að túlka saman ákvæði aðalsamningsins um viðskipti milli óskyldra aðila og ákvæði aukasamnþingsins um bestu kjör. Hinn gerðardómurinn, sem rætt er um að yrði skipaður íslendingum, mundi fjalla um þau atriði sem koma við íslenskum lögum, t.d. um afskriftarreglur og rétt ÍSAL til að leggja 20% af hagnaði í varasjóð. Menn eru að hugsa um þessa gerðardóma vegna þess að málflutningur fyrir alþjóð- legum gerðardómi og gagnasöfnun yrði afskaplega dýr og tímafrekur. Heildarkostnaður af alþjóðlegum gerðardómi í þessum deilum hefur verið áætlaður um tvær milljónir dollara.“ - Frá því hefur verið sagt í fjöl- miðlum að íslenska viðræðu- nefndin hafi „kynnt sér starfshætti" endurskoðendafyrirtækisins Coop- ers og Lybrand. Hvað felst í því? „Hér hafa verið fulltrúar frá Co- opers og Lybrand og við höfum haldið með þeim einn fund. Ég hef á þessu stigi ekkert meir um það að segja. Ég hef enga ástæðu til að draga neitt í efa af því sem þar hef- ur komið fram“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson. -m stræti 7. Þar verður veitt öll almenn þjónusta á sviði erlendra viðskipta. Um leið voru opnaðar gjaldeyris- afgreiðslur í útibúum bankans í Reykjavík og úti á landi. Búnaðarbankinn býður viðskiptavini velkomna í bankann til gjaldeyrisviðskipta. ^BÍINAÐARBANKI íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.