Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 21. júlí 1983 'þJÓÐVILJINN - SÍÐA 15, fr ndum „Sækjast sér um líkir...” RUV0 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar Þulur velur og kynnir 7.25 Leikfimi Tónleikar 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð. Bryndís Viglundsdóttir talar. Tónleikar 8.30 Mylsna. Þáttur fyrir morgunhressa krakka. Stjórnendur: Ása Helga Ragn- arsdóttir og Þorsteinn Marelsson. 8.40 Tónbilið 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Dósa- strákurinn" eftir Christine Nöstlinger Valdís Óskarsdóttir les þýðingu sina (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagbl. (útdr.). 10.35 Verslun og viðskipti Umsjónarmað- ur: Ingvi Hraln Jónsson 10.50 Áfram hærra. Þáttur um kristileg málefni. Umsjón: Ásdís Emilsdóttir og Hulda H.M. Helgadóttir. 11.05 Danski drengjakórinn, Nana Mouskouri, Catarina Valente og Jo Basile syngja og leika. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.05 „Refurinn í hænsnakofanum" eftir Ephraim Kishon í þýðingu Ingibjargar Bergþórsdóttur. Róbert Arnfinnsson les (19) 14.30 Miðdegistónleikar „Concertge- bouw-hljómsveitin í Amsterdam leikur „Óð um látna prinsessu" eftir Maurice Ravel, Bernard Haitink stj. /St. Martin-in- the-Fields hljómsveitin leikur þátt úr Sin- fóníu nr. 1 í C-dúr eftir Georges Bizet; Neville Marriner stj. 14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guð- mundsson. 15.20 Andartak Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Ciaudio Arrau leikur Píanósónötu nr. 3 í f-moll op. 5 eftir Johannes Brahms. 17.05 Dropar Siðdegisþáttur i umsjá Arn- þrúðar Karlsdóttur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þáttin. Tón- leikar. 19.50 Við stokkinn Gunnvör Braga heldur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Bé einn Þáttur í umsjá Auðar Haralds og Valdisar Óskarsdóttur. 20.45 Leikrit: „Adrian eða öngstræti ást- arinnar" eftir Wolfgang Schiffer Þýð- andi: Sigrún Valbergsdóttir. Leikstjóri: Maria Kristjánsdóttir. Leikendur: Sigrún Edda Björnsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Sigurður Karlsson, Emil Gunnarsson. 21.30 Samleikur í útvarpssal Bernard Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jó- hannesson, Hafsteinn Guömundsson og Joseph Ognibene leika Blásarakvintett op. 43 eftir Carl Nielsen. 22.00 „Af mannavöldum" eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur Geirlaug Þorvalds- dóttir les fyrstu söguna úr bókinni. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræðan Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Útvarp kl. 20.45 Ráfað um öngstræti ástarinnar Fimmtudagsleikrit Ríkisút- varpsins að þessu sinni nefnist „Adrían eða öngstræti ástarinn- ar eftir vesturþýska rithöfund- inn Wolfgang Schiffer. Þýðandi er Sigrún Valbergsdóttir en leikstjóri María Kristjánsdóttir. Leikendur: Sigrún Edda Björnsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Sigurður Karls- son og Emil Gunnarsson. Heinz og Marta fara í sumar- leyfi með 15 ára dóttur sína, Petru, í því augnamiði að deyfa minningar hennar um látinn vin, Adrian, sem haldinn var andborgaralegum lífsviðhorf- um, til mikils ama þeim góðu hjónum. En Petra bjargast á eigin spýtur, eignast nýjan vin og kemur þá til uppgjörs milli foreldranna. Schiffer er þekktur rithöf- undur, margverðlaunaður. Hann hefur lokið háskólanámi í germönskum fræðum, heimspeki og leikhúsfræðum. Starfar nú sem dramaturg við leiklistardeild vestur-þýska út- varpsins í Köln. Þetta er fyrsta útvarpsleikrit hans, sem Ríkis- útvarpið flytur. - mhg Glúmur Hólmgeirsson skrifar: Mikill fagnaðarfundur virðist hafa orðið þegar nýju stjórninni okkar auðnaðist að taka á móti varaforseta Bandaríkjanna og hlýða á friðarboðskap hans, það væri nú aldeilis unnið að friðnum á þeim bæ. En það þyrfti nú hinsvegar, til þess að efla friðinn, að gera ýmis- legt hér: sprengjuheld byrgi fyrir flugvélar, meiri og öruggari olíu- geyma og herskipahöfn og svo hlustunarstöðvar á hverju lands- horni að ógleymdri flugstöðinni. Allt voru þetta miklar fagnaðar- fréttir fyrir stjórnina og DV rak upp hrifningaróp, nú voru blóma- tímar Aronskunnar að renna upp, en hún er utanríkisstefna þess anga af íhaldinu. Hvað var að sýta nokkra útskága, bara ef Glúmur Hólmgeirsson: „Er ekki best að vera sjálfum sér sam- kvæmur eða hvað finnst þér, Al- bert?“ þeir fengju nokkrar dúsur að sjúga - og dilla svo skottinu. Kannast nokkur við þessháttar lífverur? Mesta afrek stjórnarinnar við varaforsetakomuna var að á- kveða að byggja flugstöð fyrir og með Bandaríkjamönnum, fyrir of fjár, bákn, sem við höfum enga þöiif fyrir. Hefur stjómin annars nokkra minnstu heimild til þess að binda þjóðinni bagga upp á mörg hundmð miljónir, að öll- um forspurðum: Alþingi og þjóðinni? Og það í algerlega ónauðsynlega framkvæmd. Getur utanríkisráðherrann ákveðið að þjóðin skuli taka á sig stórkostleg útgjöld fyrir tildurhöll, með nafni sínu einu saman, á bak við alþingi og alþjóð? Og hvernig er það með fjármálaráðherrann, er hann skyldugur til þess að taka þegjandi við þessum pinkli? Hefur ekki fjármálaráðherr- ann lýst því yfir að helsta hlut- verk sitt í embættinu væri að losa ríkið við flest þau fyrirtæki, sem það á hlut í? Hvernig er þá hægt að ætlast til að hann geti látið ríkissjóð þvælast inn í þétta fyrir- tæki? Það er þó minnsta krafa sem hægt er að gera til ráðherra að hann sé sjálfum sér samkvæmur. Hvernig getur hann í senn staðið að því að selja ríkisfyrirtæki og láta ríkið leggja stórfé í glæsihöll, sem engin þörf er fyrir að reisa nú? Varla vinnur hann sér álit með því. Og hvað á ríkið eiginlega að fara að vasast í þessari hallar- byggingu, er það ekki einstakl- ingsframtaksins að gera það, Al- bert? Er ekki best að vera sjálfum -sér samkvæmur, eða hvað finnst þér, Albert? Reyndar virðist þessi ríkis- stjórn vera haidin svo mikilli ein- ræðishneigð að hún leiti allra ráða til að losna við afskipti ann- arra af störfum sínum. Nýkjörið alþingi ekki hvatt saman, sem þó var nauðsynlegt og nú frekar en nokkru sinni fyrr. Þar af leiðandi engar þingnefndir til eða löglegir starfsmenn. Jafnvel sá ráðherr- ann, sem mest getur oltið á, er maður, sem kjósendur höfnuðu í kosningunum í vor. Og svo- 1 hreykir þessi stjórn sér sem hún væri einvöld en skríður jafnframt fyrir óprúttnum, erlendum yfir- gangsmönnum. Eitt sinn voru samþykkt hér lög um Landsdóm. Eru þau ekki enn í gildi? Sé svo virðist full á- stæða til að athuga hvort þau hafi aldrei verið brotin. Það gæti verið fróðlegt. Það er nú svo, að þeim, sem álengdar stendur, virðist lítið vit í að vera að burðast með tvo flug- velli með fullkominni þjónustu, annan í Reykjavík, fyrir innan- landsflug, hinn í Keflavík fyrir utanlandsflug. Væri ekki skynsamlegra að hafa einn völl í nánd við Reykjavík fyrir hvoru- tveggja notin? Er ekki hersetan megin ástæðan fyrir því að okkur er nú ætlað að henda stórfé í flug- bramboltið í Keflavík, sem er fyrst og fremst í annarra þágu en íslensku þjóðarinnar. ^ . ,,r -\-***+ — " ■/.; ‘ . - i :: „ . *• t 'i- Ji barnahorn Amma í fótbolta Hafið þið séð hana ömmu ykkar i fótbolta? Haldið þið að hún geti ekki sparkað bolta rétt eins og þið? Ef að þið hafið efast um þetta eða velt því fyrir ykkur þá þurfið þið þess ekki lengur. Ömmurnar geta verið kræfar í fótbolta eins og þessi mynd ber með sér af einni ömmunni fyrir austan. Skrýtlur Stína Vinkona Stínu litlu var í heim- sókn og Stína sagði við hana: - Og hugsaðu þér bara. Kisan okkar eignaðist fimm kettlinga og við vissum ekki einu sinni að hún vœri gift. Kalli - Jæja, Kalli, hvaða stafur kemur á eftir A? - Allir hinir. Sykurmolarnir Einu sinni voru tveir sykurmolar á leið yfir götu. Þá var keyrt yfir annan þeirra. Hinn sagði: - Komdu nú, strásykur, höldum áfram. * I skólanum Kennarinn: Allir þeir hlutir sem sjá má ígegnum eru nefndir gegnsœ- ir. Rósa, nefndu eitthvert dœmi. Rósa: Gluggarúða. Kennarinn: Alveg rétt. En getur þú, Beta, nefnt annan gegnsæjan hlut? Beta: Skráargat.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.