Þjóðviljinn - 28.07.1983, Page 3

Þjóðviljinn - 28.07.1983, Page 3
Fimmtudagur 28. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA»3 Það var nóg að gera inni við Laugardalshöll í gær, þar sem unnið er að því að reisa tvær skemmur og grafa þarf tvo metra niður á fast til að setja niður álstöng frá Álfélaginu fyrir Iðnsýninguna í ágúst. - Ljósm. -eik. Samtökin 78: Mótmæla orða- vali í s jónvarpi Talað um kynvillinga 1 þýðingu Samtökin ’78, félag lesbía og homma á íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þýðingar þáttar sem birtist I sjónvarpinu mánudag- inn 25.júlí sl. í yfirlýsingunni segir: „Samtökin ’78 félag lesbía og homma á íslandi, mótmæla harð- lega niðrandi orðavali um homma, sem Sjónvarpið leyfði sér í íslenskri þýðingu þáttarins „Tvö nútíma- mein“. í frumtexta var ekki tekin afstaða til þessa þjóðfélagshóps með því að kenna hann við neins konar villu, og er því allt tal um „kynvillinga“ á ábyrgð Sjónvarps- ins. Á það skal bent að Ríkisút- varpinu ber sérstök lagaskylda að gæta hlutleysis gagnvart þjóðfé- lagshópum. Lesbíur og hommar una ekki fordómafullu og afstöðumótandi orðavali af þessu tagi.“ Undirbúningur að Iðnsýningunni á fullu: Skemmur og álstöng rísa á útisvæði Nú er unnið af kappi inni við Laugardalshöll við að reisa tvær skemmur, sem standa eiga utan við höllina og hýsa ýmis stærri fyrir- tæki á Iðnsýningunni, sem opnuð verður 19. ágúst. Auk þess er Ís- lenska álfélagið að undirbúa niðursetningu 8 metra hárrar ál- stangar, sem á að standa á miðju útisvæðinu. Stasrri skemman sem nú er verið að reisa er um 250 fm og þar munu 15 aðilar sýna, m.a. steypustöðvar, Sementsverksmiðjan, Isí. járn- blendiverksmiðjan, Hampiðjan, Álverið, fyrirtæki f sjávarútvegi, járnsmiðjur og fleiri. Garðasmiðj- an reisir járngrindina í smiðjunni en Börkur sér um klæðninguna. Þá verður reist minni skemma, um 90 fm, og mun Garðahéðinn sjá um uppsetningu hennar. Bjami Þór Jónsson hjá Félagi ís- lenskra iðnrekenda sagði í viðtali við blaðið að nú væri að komast form á sýninguna, eins og hún lítur út á papprínum, en mikil vinna væri í ýmsum þáttum hennar, ma. tískusýningunum, sem verða mjög fullkomnar. Fenginn verður full-- kominn Ijósabúnaður úr leikhús- unum og þarf væntanlega tvo ljósa- menn til að stjórna þeim. Þá verða mörg fyrirtæki með mjög nýstár- legar kynningar á framleiðslu sinni, sem að þessu sinni er ein- göngu innlend, enda sýningin hald- in í tilefni 50 ára afmælis Félags ísl. iðnrekenda. þs Akureyri Aukíð atvinnuleysl Atvinnuleysi á Akureyri er mun meira í ár en í fyrra. Að sögn Hauks Torfasonar á Vinnumiðlunarskrif- stofu Akureyrar voru 178 skráðir atvinnulausir í júní og voru atvinn- uleysisdagar samsvarandi því að 112 hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. í lok júlí í fyrra voru 58 skráðir eða sem svarar 45 atvinnu- lausum allan mánuðinn. Ekki taldi Haukur góðar atvinnuhorfur í haust, sérstaklega ekki í byggingar- iðnaði. „Fólk fór minna á vertíð eftir áramót nú en áður, vegna gæfta- leysis og lítils afla. Verkafólk hér fer mikið á vertíð í Vestmanna- eyjum, Höfn eða Þorlákshöfn á veturna. í vetur var algengt að um 120 manns skráðu sig á mánuði. í sumar hafa þeir bæst við sem sagt er upp á vorin t.d. ræstingakonur í skólum en þær fá ekki atvinnuleys- isbætur fyrr en þær hafa tekið út ,orlof í 24 daga. í júní skráðu 64 karlar sig atvinn- ulausa, flest verkamenn eða 48 og 114 konur, þar af 89 verkakonur og 16 verslunarkonur. Ekki er mikið um að skólafólk skrái sig atvinnu- laust, sagði Haukur Torfason á Akureyri. EÞ Blöndusamníngunum frestað fram í ágúst Samningunum um kaup og kjör við væntanlega Blönduvirkjun hef- ur nú verið frestað. Aðilar hafa set- ið linnulítið á fundum með sátta- semjara hátt á aðra viku en ekkert þokað í samkomulagsátt. Næsti formlegi fundur hefur ekki verið ákveðinn, aðeins rætt um að tala saman hinn 20. ágúst. „Menn sáu engan tilgang í að halda þessu áfram, það hefur ekk- ert gerst hingað til“, sagði Hilmar Jónasson hjá ASÍ í samtali við Þjv. Hilmar sagði að það væri ekkert víst að neitt nýtt yrði uppá teningn- um í ágústlok. Ekkert hefði verið ákveðið um aðgerðir af hálfu verkalýðshreyfingarinnar í málinu. „Það er rangt sem komið hefur fram í fjölmiðlum að við í verka- lýðshreyfingunni höfum beðið um sumarfrí. Það var einfaldlega ekki um neitt að tala við þá hinumegin." Útboðum í fyrsta áfanga verks- ins, jarðgöng, skal skilað 12. ágúst, en Morgunblaðið hefur í fyrradag eftir aðstoðarframkvæmdastjóra Landsvirkjunar að hugsanlegt sé að opnun tilboðanna verði frestað „þar sem Landsvirkjun hefði ekki hugsað sér að ráðast í nýjan verk- þátt öðruvísi en samningar lægju fyrir“. „Það er rétt, þeir eru eitthvað að ýja að því að fresta þessu enn einu sinni“ sagði Hilmar. „Það er þá þeirra innanríkismál og þeir geta ekki kennt verkalýðshreyfingunni um það. Þeir eiga að vita að það tekur ákveðinn tíma að ná svona viðamiklum samningum og þeir eiga að gefa sér þann tíma.“ Helstu deilumál aðila eru for- gangsréttur heimamanna til vinnu, greiðslur fyrir ferðir á vinnustað, aðstaða og kjör vegna séraðstæðna við jarðgangnagerð og gildistími samningsins. - m BULGARIA 0RL0FSFERÐIR Alla mánudaga um Kaup- mannahöfn og Sofiu til Varna. Besta baðströnd Evrópu sumarhús - hótel-matar- miðar. 80% uppbót á gjaldeyri - skoðunarferðir m.a. til Istanbul með skipi. Ódýrasta landið í Evrópu. Verð 3 vikur frá kr. 37.000 á Grand Hotel Varna en kr. 28.000- á Shipka Am- bassador. Sumarhús kr. 25.000- örfá sæti laus. FERÐASKRIFSTOFA KJARTANS Gnoðarvogur 44 sími 91-86255 „TÍÐINDALAUST... SÍDUR EN SVO!" Segir Arnþór Helgason um nýútkomna hljómplötu Ingva Þórs Kormákssonar Ljóð eftir: Gunnar Dal Pjetur Hafstein Lárusson Sigfús Daðason Ragnar Inga Aðalsteinsson Þórarinn Eldjárn Stein Steinarr Hallgrím Thorsteinsson SÖNGVARAR: Guðmundur Hermannsson Mjöll Hólm Sverrir Guðjónsson Dreifing: Skífan Útgefandi: I.Þ.K. Umsaqnir Sig. Rúnar Jónsson („Diddi fiðla"): „Hér kveður við nýjan tón miðað við híjómplötuútgáfu undanfarinna ára." Arnþór Helgason: „ . . . einstaklega gott samræmi milli Ijóðs og lags."

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.