Þjóðviljinn - 28.07.1983, Side 5
Fimmtudagur 28. júli 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Hungurraðir
í draumalandi
Ólafur
Ragnar
Grímsson
skrifar
Hugsjónir fjárhyggjunnar hafa
lifað blómatíma. Frelsi fjármagns-
ins leysir allan vanda. Slík lausnar-
orð hafa skapað kjörfyigi í ýmsum
löndum. Harðlína Reagans hefur
veitt baráttukraft.
Verslunarráðið á íslandi hefur
kyrjað dyggilega í þessum halelú-
jakór. I aðdraganda kosninganna
birti það verkefnaskrá næstu ríkis-
stjórnar. Fljótiega á vaidaferli fékk
nýr fjármálaráðhcrra svo receptið
skrautritað á stóru spjaldi. Ragnar
í álinu og Albert í ráðinu voru báðir
ánægðir með leiðarvísinn. Sælu-
formúla frá ráðgjöfum Reagans
skyldi einnig reynd hér.
Veruleikinn
á bakvið glansmyndina
í fjölmiðlafári Vesturlanda hafa
menn gleypt þá glansmynd, sem á-
róðursmaskína Reagans hefur ætl-
að veröldinni. Brosandi Ieiðtogar
og ánægðir ráðgjafar hafa birst á
sjónvarpsskermi. í heimsókn Bush
fengum við íslendingar að kynnast
sölumennskunni á eigin grund.
Hagkerfið er á uppleið. Efna-
hagsstefnan hefur borið árangur.
Allt gengur samkvæmt áætlun. Slík
voru svör varaforsetans. Boðskap-
urinn í fullu samræmi við afurðir
hinnar víðtæku áróðursmaskínu.
En við og við fá þó almennir
borgarar í öðrum löndum að gægj-
ast á bak við glansmyndina. Þá
blasir við napur veruleiki. Ömur-
leg fátækt hefur heltekið milljónir
manna í Bandaríkjunum. Lýsingar
á lífi tugþúsunda fjölskyldna í sér-
hverri borg minna á eymdina sem
ríkti fyrir röskri hálfri öld, þegar
heimskreppan var í algleymingi.
Milljónir foreldra hafa glatað
heimilum sínum og eru nú á flæk-
ingi með börn sín. Hungur alþýð-
unnar er orðið daglegt viðfangsefni
borgaryfirvalda.
í víðlesnu erlendu blaði var frá
því skýrt fyrir skömmu, að borgar-
stjórar víðsvegar að úr Bandaríkj-
unum hefðu komið saman til fund-
ar í þeim tilgangi einum að ræða,
hvernig bregðast skyldi við hungri
milljónanna, sem nú setur svip sinn
á allar borgir í Bandaríkjunum.
Skortur á húsnæði, klæðum og mat
er orðinn svo knýjandi, að borgar-
yfirvöld hafa sent matargjafir til
hinna hungruðu fjölskyldna efst á
verkefnalista.
Biðraðir eftir mat
Borgarstjórinn í Detroit, Co-
leman A. Young, lýsti því yfir á
hungurráðstefnu borgarstjóranna,
að matargjafir til hins atvinnulausa
og fátæka fjölda væru nú brýnasta
úrlausnarefni bandarískra borgar-
yfirvalda. Þótt stórfyrirtækin gætu
sýnt aukinn gróða héldi alþýða
manna engu að síður áfram að
þjást milljónum saman vegna
hungurs og örbirgðar. í sérhverri
bandarískri borg væru nú þúsundir
fjölskyldna sem ekki hefði lengur
fjármuni til að kaupa sér mat. Þær
yrðu að þiggja matargjafir frá
borgaryfirvöldum, kirkjum og
verkalýðsfélögum.
Á ráðstefnu borgarstjóranna
kom fram að álagið, sem hið vax-
andi hungur skapar á stjórnkerfi
borganna, væri orðið slíkt að víða
fengju yfirvöld ekkert við vandann
ráðið. Dæmi voru nefnd frá Det-
roit, Denver, Nashville, Oakland
og San Antonio um slíka ásókn
hinna hungruðu atvinnuleysingja.
Matargjafir borgaryfirvalda hefðu
þorrið. Embættismenn og starfs-
fólk neyðst til að vísa hungruðum
íbúum borganna á brott.
Biðraðirnar eftir mat frá yfir-
völdum eru sífellt að verða lengri
og lengri, sagð Fulton borgarstjóri
í Nashville. Og fólkið sem kemur
og biður um mat verður sífellt
yngra og yngra. Heilar fjölskyldur.
Feður og mæður með börn sín sem
nú eiga enga aðra leið, en koma til
okkar og þiggja osta að gjöf frá
borginni.
í sérhverri stórborg hefur hag-
speki fjárhyggjunnar skapað æ
meiri neyð. I Deneverborg einni
eru yfir eitt hundrað miðstöðvar,
þar sem borgaryfirvöld, kirkju-
deildir og verkalýðsfélög sjá um að
dreifa mat til hinna atvinnulausu.
Á hverjum degi myndast biðraðir
rúmlega eitt þúsúnd manna við sér-
hverja miðstöð í borginni. Heit
máltíð er afhent án endurgjalds.
Borgarstjórinn í Detroit áætlar
að yfir 50.000 fjölskyldur í borginni
fái í hverri viku matarpakka frá
yfirvöldum. Embættismenn í Oakl-
andborg í Californíuríki lýstu þeirri
neyð, sem skapast hafði, þegar
þeim mistókst að afla fæðu til
handa 30.000 íbúum, sem ekkert fé
1 höfðu handbært til að kaupa sér
mat.
Aukning vandans birtist skýrt í
frásögnum yfirvalda í San Anton-
io. í þessari stórborg Texasríkis
hefur neyðin vaxið svo á einu ári,
að fjöldi hinna þurfandi hefur
fimmfaldast.
Feimnismálið mikla
Bandaríkin hafa verið sæluríki
fjárhyggjunnar. Reagan forseti er
að skapa draumaland Verslunar-
ráðsins íslenska. Markaðsdrottnun
kapítalsins er þar í algleymingi.
Gróði fyrirtækjanna fer vaxandi.
Bush varaforseti flutti okkur frá-
sagnir um mikinn árangur!
Veruleikinn á bak við þessa
glansmynd er hins vegar greinilega
feimnismál. Hungrið í Bandaríkj-
unum er vandlega falið f fjölmiðl-
um. Örlög milljónanna brenna þó
á borgarstjórunum vítt og breitt
um landið allt. Þeir gefa osta,
smjör, brauð og súpur til þeirra,
sem þúsundum saman safnast að
fæðumiðstöðvum borgaryfirvalda.
Venjulegt fólk sem áður hafði
næga vinnu. Feður og mæður með
börn sín ung. Matargjafir til að
forðast sult. Hungurraðir um land-
ið allt.
Áætlunarferðir BSI
um verslunarmannahelgina
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
Vegaþjónusta
við ferðalanga
Helstu
Vegir Iiggja til allra átta um
verslunarmannahclgina en hvort
enginn ræður för skal ósagt látið.
Bifreiðastöð íslands er með allar
sínar ferðir á hreinu og birtum við
hér yfirlit yfir helstu leiðirnar.
Frekari upplýsingar er hægt að fá á
BSÍ, Umferðarmiðstöðinni við
Hringbraut, í síma 22300 en til að
tryggja sér sæti er fólk vinsam-
legast hvatt ti) þess að kaupa far-
seðia með góðum fyrirvara!
Þjórsárdalur -
Gaukurinn ’83
Frá Reykjavík:
Föstudag kl. 16.00, 18.30, 21.00
Laugardag kl. 14.00, 21.00.
Sunnudag kl. 21.00.
Mánudag kl. 21.00.
Veðrið
Veðurútlitið um verslunarmann-
ahelgina er erfitt að segja til um
þetta löngu fyrir helgi, en sam-
kvæmt tölvuútreikningum þeirra á
Veðurstofunni á’ann að ganga í
norðanátt á laugardag með dumb-
ungi og rigningu um norðanvert
landið en bjartviðri gæti orðið um
sunnanvert landið.
Nákvæmari spá ætti aö liggja
fyrir á fimmtudagskvöld eöa föstu-
dagsmorgni. Eins og allir vita sem
hafa ferðast eitthvað á íslandi þýðir
ekkert að vera að bíða eftir góðu
veðri. Það eina sem dugir er að
búast sem best fyrir brottför og
eiga allra veðra von og taka góða
skapið með!
- áþj.
leiðir
Frá Þjórsárdal:
Sunnudag kl. 03.00, 17.00.
Mánudag kl. 10.30, 17.00.
Þriðjudag kl. 09.00.
Fargjald m/áætlunarbíl, fram og til
baka, kr. 360.00.
Galtalækur
Frá Reykjavík:
Föstudag kl. 20.30.
Laugardag kl. 13.30.
Frá Galtalæk:
Sunnudag kl. 16.30.
Mánudag kl. 12.00, 16.00.
Fargjald m/áætlunarbíl, fram og til
baka, kr. 360.00
Þjóðhátíðin
í Eyjum
Þorlákshöfn-Herjólfur
Fimmtudag kl. 11.00, 19.30
Föstudag kl. 08.00, 16.30
Laugardag kl. 11.00
Sunnudag kl. 16.30
Mánudag kl. 11.00, 19.00
Frá Þorlákshöfn:
Fimmtudag kl. 11.00, 21.30
Föstudag kl. 09.30, 17.30
Laugardagkl. 11.00
Sunnudag kl. 17.30
Mánudag kl. 11.00, 21.00
Fargjald m/Herjólfi kr. 290.00
Fargjald m/áætlunarbíl kr. 170.00
fram og til baka
Húsafell
Frá Reykjavík:
Föstudag kl. 12.30, 18.30, 22.00
Laugardag kl. 13.00
Frá HúsafcIIi:
Sunnudag kl. 15.00
Mánudag kl. 15.00
margir eiga eftir að velta fyrir sér
um verslunarmannaheigina.
- Mynd: - gel.
Ballferðir verða frá tjaldsvæðinu í
Húsafelli að Brautartungu og
Brún.
Fargjald m/áætlunarbíl, fram og til
baka, kr. 520.00.
Þórsmörk
Frá Reykjavík:
Daglega kl. 08.30
og einnig föstudag kl. 20.00
Frá Þórsmörk:
Daglega kl. 15.00.
Tjaldstæði kosta kr. 50.00
Gisting í skála Austurleiðar kr.
100.00 á nótt.
Fargjald m/áætlunarbfl, fram og til
baka, kr. 750.00.
Laugarvatn
Frá Reykjavík:
Föstudag kl. 10.00, 19.30
Laugardag kl. 10.00
Sunnudag kl. 10.00
Frá Laugarvatni:
Sunnudag kl. 17.00
Mánudag kl. 16.00
Hjálparbifreiðir FIB verða á
ferðinni um landið um verslunar-
mannahelgina til að liðsinna öku-
mönnum sem lenga í erfiðleikum
með farskjóta sína.
FÍB-menn hvetja fólk til að láta
yfirfara bflinn áður en lagt er af
stað í langferð og að þess sé gætt að
algengustu varahlutir svo sem
kerti, platínur og viftureim séu
með í förinni. Allt of algengt er
einnig að tjakkurinn nauðsynlegi
hafi orðið eftir heima þegar skipta
þarf um dekk.
Hægt er að ná í FÍB-bflana á rás
19 á CB-talstöðvum og einnig er
hægt að hafa samband við Tjalda-
leiguna á Laugarvatni (99-6155) og
Tjaldaleiguna í Þrastarlundi. Ef
Tjaldstæði kosta kr. 50.00 á nótt
(lágmarksgjald)
Fargjald m/áætlunarbfl, fram og til
baka, kr. 290.00
Sætaferðir frá Laugarvatni á ball-
staði í nágrenninu.
Arnarstapi
Á Snæfellsnesi
Ferðir í sambandi við áætlunar-
ferðir vestur.
Fargjald m/áætlunarbíl, fram og til
baka, kr. 630.00.
Þingveliir
Daglega kl. 14.00
einnig föstudag kl. 20.00.
Frá Þingvöllum:
Daglega kl. 17.00
Fargjald m/áætlunarbfl, fram og til
baka, kr. 160.00
allt um þrýtur þá situr Bjarni Pét-
ursson við síma 17421 í Reykjavík
og hjálpar fólki að komast í sam-
band við þessa riddara þjóðveg-
anna.
Ferðir FÍB-bflanna um verslun-
armannahelgina:
FÍB 2: Vestur-Húnavatnssýsla.
FÍB 3: Selfoss og austur.
FÍB 4: Þingvellir.
FÍB 5: Borgarfjörður.
FÍB 6: Bjarkarlundur.
FÍB 7: Höfn og Skaftafell.
FÍB 8: Laugarvatn og Þrastar-
lundur.
FÍB 9: Vaglaskógur að Ásbyrgi.
FÍB 10: Egilsstaðir að Atlavík.
FÍB 11: Vík í Mýrdal.
FÍB 12: Galtalækur og Þjórsár-
dalur.
Atlavík
Frá Akureyri:
Föstudag kl. 16.00
Frá Atlavík:
Mánudag kl. 14.00
Fargjald m/áætlunarbíl, frám og
tilbaka, 1.250.00.
Einnig eru sætaferðir í Atlavík frá
Húsavík, Egilsstöðum o.fl.
stöðum.
Laugar
Frá Akureyri:
Föstudag, fyrsta ferð kl. 17.30 og
eftir það á klst. fresti meðan þörf
er.
Frá Laugum:
Mánudag. Ferðir á u.þ.b.
klst.fresti.
Fargjald m/áætlunarbfl, fram og til
baka, kr. 350.00.
Einnig eru sætaferðir að Laugum
frá Húsavík.