Þjóðviljinn - 28.07.1983, Side 6

Þjóðviljinn - 28.07.1983, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júlí 1983 Þrátt fyrir fjandskap og viðskiptabann: Bandarísk vopn streyma áfram tll Khomeinis Peningar lykta ekki er eitt af sígildum lögmálum markaðar- ins - og allra síst af blóði. Þótt klerkaveldi Khomeinis lýsti Bandaríkin Satan sjálfan og jafnvel á meðan íranir héldu 50 bandarískum gíslum í Teheran hátt á annað ár hefur straumur bandrískra vopna legið til íran. Fyrir hundruð miljóna dollara á ári hverju. Og ef íranir segjast nú geta sótt fram inn í Kúrdahéruð íraks, þá er það ir.eðal annars af því, að vopna- verslun þessi stendur með blóma. Vopnasala til írans var mikil á dögum keisarans. Hann keypti bandarísk vopn fyrir um sautján miljarði dollara á áttunda áratugn- um. Bandaríkjastjórnir treystu þessum bandamanni sínum svo vel, að þeir létu honum í té orustuflug- vélar af gerðinni F-14, sem voru svo nýjar af nálinni, að engin önnur erlend ríkisstjórn fékk að kaupa þær. fíaunir Carters Allt þetta mikla vopnabúr féll svo í hendur Khomeinis og manna hans þegar veldi keisarans hrundi í febrúar árið 1979. Nú voru góð ráð dýr. Stjórn Carters gerði út sendi- sveit sem átti í leyniiegum viðræðum við hina nýju valdhafa um áframhaldandi viðskipti. Sum- arið 1979 voru bandarískir sérfræð- ingar á ferð í íran og voru hernum innan handar með loftvarnareld- flaugar og.fleira. En þegar Mehdi Bazargan hafði verið steypt úr stóli forsætisráðherra og bandaríska sendiráðið í Teheran var tekið her- skildi setti Carterstjórnin algjört viðskiptabann á íran. Þetta viðskiptabann reyndist ekki hafa mikil áhrif, að minnsta kosti ekki á sviði vopnasölu. Viku eftir að Carter lýsti viðskiptabanni á íran höfðu um 300 fyrirtæki, bæði bandarísk og vestur-evrópsk, haft samband við stjórnina í Teheran og gert henni tilboð um sölu á vopnum og öðru því sem Carter hafði bann- að. Þessi verslun hefur stóraukist síðan stríðið hófst milli írak og f ran í september 1980, og nú er henni stjórnað frá skrifstofu sem íranir hafa komið sér upp í London. Einstakir ævintýramenn eru at- kvæðamiklir í þessum viskiptum. Einn þeirra er Balanian Hashemi, auðugur íranskur kaupmaður, sem varð að flýja land sitt eftir að keisarinn hafði tapað - en hefur ekkert á móti því að græða á klerkabyltingunni. Hashemi hefur m.a. rekið verslun í Connecticut í Bandaríkjunum, sem þóttist selja persnesk teppi en var ekki annað en hentug „framhlið“ til að fela ólöglega verslun með bandarísk vopn og varahluti í flugvélar. Has- hemi hefur síðan lokað þessu fyrir- tæki en kaupir engu að síður mikið inn af bandarískum vopnum frá London. Einna mest gremst bandarískum embættismönnum sem vikuritið Time hefur rætt við um þessi mál nýlega, að ýmsar ríkisstjórnir, sem éta úr lófa Bandaríkjanna og telj- ast mjög nánir bandamenn hafa gengið öðrum fremur fram í að versla með bandarísk vopn og varahluti við íran. Hér er um að ræða ísrael og Suður-Kóreu, sem hefur um opinber fyrirtæki keypt varahluti í bandarískar orustuflug- vélar sem og loftvarnarskeyti af Hawk-gerð. fsraelar hafa selt mik- ið af bandarískum hergögnum til írans - og virðist það ekki tefja að ráði fyrir þeim viðskiptum, að valdhafar í íran telja ísraela enn verri djöfla en Bandaríkjamenn. ísraelar neita því að vísu stöðugt að þeir hafi brotið gegn samningum við Bandaríkin, en fáir virðast trúa þeim staðhæfingum ef trúa má skýrslu Time um málið. „Okkur er sama“ Öll eru þessi mál nokkur kynd- ug. Tollverðir kvarta yfir því að þeir geti ekki þekkt hluti úr hern- aðarmaskínum þótt þeir sjái þá. „Varan“ er oft flutt út undir föls- uðum og villandi skilríkjum. En það sem mestu veldur um það, hve greiðlega vopnaviðskipti ganga við jafnsvarna féndur Bandaríkjanna og valdhafarnir í Teheran eru, er þó visst kæruleysi utanríkisráðu- neytisins. Time hefur eftir einum embættismanni í því ráðuneyti, að „okkur er skítsama (um vopnasöl- una) meðan að það hefur ekki áhrif á valdajafnvægið á svæðinu eða bandamenn okkar þótt íranir eða írakir slátri hver öðrum“. Og því má alls ekki gleyma, að þegar allt kemur til alls, þá gefur vopnasala mikið í aðra hönd - hver sem viðtakandinn er. áb tók saman. Vinnudeilur hefjast oftast nær vegna ágreinings um laun. En í Vestur-Þýskalandi dregur nú að átökum stærsta verka- lýðssambands landsins við atvinnurekendur vegna kröf- unnar um 35 stunda vinnuviku, sem aðstæður kreppu og hraðrar tæknivæðingar hafa sett efst á blað hjá verka- mönnum. Járniðnaðarmenn í Þýskalandi 35 stunda vlnnuvlka er nœsta krafan Stærsta verkalýðssamband Vestur-Þýskalands er IG-Metall, samband járniðnaðarmanna. Það hefur fyrir nokkru ákveðið að setja kröfuna um 35 stunda vinnuviku á oddinn. Meirihluti forystumanna þess sambands, og yngri menn í því, telja það óumdeilanlegt, að veruleg stytting vinnuvikunnar sé eina leiðin til að tryggja þau störf sem enn eru eftir og ef til vill skapa ný. Atvinnurekendur segjast hins- vegar harðákveðnir í því að fara aldrei inn á þessa braut vegna þess að þar með verði þýskur iðnaður enn síður samkeppnisfær á alþjóð-. legum mörkuðum en hann nú er. t frásögn af þessu máli telur Spiegel að langt sé síðan „aðilar vinnu- markaðarins“ hafi verið svo gjör- samlega ósammála og er búist við því að til meiriháttar verkfalla geti komið út af þessum ágreiningi áður en langt um líður. Ekki einhugur En nú er á það að líta, að þótt forysta verklýðssambandsins hafi komist að ofangreindri niðurstöðu, þá nýtur hún enn ekki stuðnings meirihluta meðlima járniðnaðar- mannasambandsins. Skoðana- könnun bendir til þess, að um 54% meðlimanna vilji halda óbreyttri 40 stunda vinnuviku, en 39% vilja stytta hana. Hitt er svo ljóst að krafan um styttri vinnuviku á mestu fylgi að fagna meðal yngra fólks - eftir því sem verkamenn eru eldri þeim mun verr líst þeim á slík- ar breytingar. Og það er einnig ljóst, að verkamenn í litlum fyrir- tækjum eru hliðhollari óbreyttu ástandi en þeir sem vinna í stærri fyrirtækjum. Samband j árniðnaðarmannahef- ur því ákveðið að ráðast í mikla fundaherferð þar sem reynt verður að útskýra fyrir þeim sem enn eru ■ Unga fólkið og þeir sem vinna hjá stórfyrirtækjum taka best undir kröfuna um styttri vinnuviku. neikvæðir eða tvístígandi að krafan um 35 stunda vinnuviku sé nauðsynjamál dagsins. Minni tekjur? Á hinn bóginn er það ljóst, að atvinnurekendur eru ekki allir á sama máli um að spyrna af öllu afli gegn styttingu vinnuvikunnar. All- margir hafa þegar boðið upp á það að starfsmenn þeirra styttu vinnu- tíma sinn upp á eigin spýtur. Vegna þess blátt áfram að margir eru reiðubúnir til siíks samkomulags - jafnvel þótt tekjurnar minnki um íeið og vinnuvikan styttist. 35% þeirra sem spurðir eru eru fúsir til að kaupa styttri vinnuviku slíku verði. Óg ef að litið er á konur í verklýðssambandinu þá eru 47% þeirra reiðubúnar til þess. Volkswagen hefur til dæmis tekið upp sérstakt fyrirkomulag fyrir hjón sem bæði vinna hjá fyrir- tækinu, vinnur annað þeirra þá hálfan vinnudag (og þau geta skipst á um að gera það). Um 700 manns hafa tekið þessu tilboði - enda má reikna það út, að skattar lækka það mikið á hjónum við þetta, að mun- urinn á því sem þau nú hafa til ráðstöfunar og fyrri tekjum fyrir tvo heila vinnudaga er sáralítill. Aftur á móti er meira deilt um tilhneigingu ýmissa fyrirtækja (Mannesmann, Siemens og fleiri) til að ráða ungt fólk í hálfs dags yinnu, einkum þá sem nýlokið hafa iðnnámi. Verkalýðsfélögin líta þetta mjög homauga - m.a. vegna þess að reynslan hefur þegar sýnt, að það er mjög erfitt að semja um að hálfsdags vinna breytist í fulla vinnu - eins þótt hagur fyrirtækis batni. (áb tók saman.)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.