Þjóðviljinn - 28.07.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. júlí 1983 iÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Skatturinn:
Islenskir aðalverk-
takar hærri en SIS
Enginn dreifbýlismaður yfir milljón
Skattskrá hefur nú verið lögð
fram allsstaðar á landinu. Vegna
skorts á samræmdum upplýsingum
er erfitt um samanburð milli ára,
en hækkun heildarálagningar
virðist um 45-65% eftir lands-
hlutum. í Reykjavík er hækkun
einstaklingsálagningar 60,7%.
Samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar
frá júnímánuði sl. er áætluð hækk-
un atvinnutekna á mann milli
áranna 1982 til 1983 um 52,5%.
Þorvaldur Guðmundsson greiðir
hæstu skatta allra landsmanna, og
Reykvíkingar skipa þrjú næstu sæt-
in á þeim lista. Gjaldhæsti Reyk-
nesingur er í fimmta sæti. 18 ein-
staklingar greiða yfir milljón í
gjöld, en í þeim hópi er enginn utan
suðvesturhornsins. Upplýsingar
hafa að vísu ekki borist um gjald-
hæstu einstaklinga á Vestfjörðum
og Vesturlandi, en skattakóngur
dreifbýlisins þarutan er Magnús
Stefánsson Akureyri (769 þús.).
Gjaldhæst fyrirtækja og stofn-
ana yfir landið eru íslenskir aðal-
verktakar (62,6 milljónir), þvínæst
SÍS (30,7 milljónir) og Reykjavík-
urborg (18,3 milljónir).
1 Reykjavík er heildarálagning
3024 milljónir. Á fólk eru lagðar
2159,2 milljónir, á fyrirtæki og
stofnanir 864,9 milljónir.
Gjaldhæstir einstaklinga í
Reykjavík eru Þorvaldur Guð-
mundsson (4491 þús.), Gunnar
Jensson (2161 þús.), Guðmundur
Kristinsson (1976 þús.), Ingólfur
Guðbrandsson (1699 þús.), Skúli
Þorvaldsson (1243 þús.), ívar
Daníelsson (1239 þús.), Gunnar
Snorrason (1237 þús.), Órn Schev-
ing (1227 þús.), Birgir Einarsson
(1189 þús.), Gunnar Guðjónsson
(1099 þús.).
Gjaldhæstu fyrirtæki og stofnan-
ir eru SÍS (30. 697 þús.), Reykja-
víkurborg (18.311 þús.), IBM
(17.308 þús.), Eimskip (15.100
þús.), Flugleiðir (14.565 þús.).
Á Reykjanesi er heildarálagning
1564 milljónir. Á fólk eru lagðar
1310,9 milljónir, á fyrirtæki og
stofnanir 252,6 milljónir.
Gjaldhæstir einstaklinga eru
Ragnar Traustason Kópavogi
(1396 þús.), Magnús Björnsson
Garðabæ (1291 þús.), Hreggviður
Hermannsson (1166 þús.), Þormar
Guðjónsson Keflavík (1163 þús.),
Páll B. Samúelsson Garðabæ (1124
þús.).
Gjaldhæst stofnana og fyrir-
tækja eru íslenskir aðalverktakar
(62.615 þús.l, Bandaríkjaher
(5979 þús.), ISAL (5154 þús.),
Byggingavöruverslun Keflavíkur
(4983 þús.), Félag vatnsvirkja
Höfnum (2706 þús.).
Skattstjóri Vesturlandsumdæm-
is vildi ekki gefa upplýsingar um
heildarálagningu og hæstu gjald-
endur, taldi að slíkar upplýsingar
frá honum gætu brotið í bága við
tölvulögin.
Á Vestfjörðum er heildarálagn-
ing 280 milljónir. Á fólk eru lagðar
228,6 milljónir, á stofnanir og fyrir-
tæki 51,4 milljónir.
Ekki er enn séð hverjir greiða
hæst gjöld af fólki, en hæstu fyrir-
tækin eru: Norðurtangi Isafirði
(2.038 þús. kr.), íshúsfélag ís-
firðinga (2.022 þús. kr.), íshúsfé-
lag Bolungarvíkur (1696 þús. kr.),
Kaupfélag Dýrfirðinga (1648
þús ).
Á Norðurlandi vestra er heildar-
álagning 208 milljónir. Á fólk eru
lagðar 171,1 milljónir, á stofnanir
og fyrirtæki tæpar 37 milljónir.
Hæstu gjaldendur af holdi og
blóði eru Jón Dýrfjörð Siglufirði
(331 þús.), Einar Þorláksson
Blönduósi (329 þús.), Sigursteinn
Guðmundsson Blönduósi (327
þús.), Sveinn Ingólfsson Skaga-
strönd (320 þús.), Guðjón Sig-
tryggsson Skagaströnd (292 þús.).
Gjaldhæstu lögaðilar eru
Kaupfélag Skagfirðinga (4347
þús.), Togskip Siglufirði (1964
þús.), Kaupfélag A.-Húnvetninga
(1341 þús.).
Á Norðurlandi eystra er heildar-
álagning 511 milljónir. Á fólk eru
lagðar 439,3 milljónir, á fyrirtæki
og stofnanir 71,9 milljónir.
Gjaldhæstir einstaklinga eru
Magnús Stefánsson Akureyri (769
þús.), Ólafur Ólafsson Húsavík
(589 þús.), Teitur Jónsson Akur-
eyri (582 þús.), Gauti Arnþórsson
Akureyri (529 þús.), Oddur Thor-
arensen Akureyri (493 þús.).
Gjaldhæst stofnana og fyrir-
tækja eru KEA (18.789 þús.),
Manville Húsavík (5.631 þús.), Út-
gerðarfélag Akureyringa (4088
þús.).
Á Austurlandi er heildarálagn-
ing tæpar 317 milljónir. Á fólk eru
lagðar 258,8 milljónir, á fyrirtæki
og stofnanir 57,9 milljónir.
Gjaldhæstir einstaklinga eru
Jónas Sigurbergsson Höfn (775
þús.), Eggert Brekkan Neskaup-
stað (398 þús.), Þröstur Júlíusson
Fáskrúðsfirði (328 þús.), Guð-
mundur Sveinsson Seyðisfirði (321
þús.), Jens Magnússon Vopnafirði
(297 þús.).
Gjaldhæst stofnana og fyrir-
tækja eru Sfldarvinnslan Nes-
kaupstað (4276 þús.), Kaupfélag
A.-Skaftfellinga (3954 þús.),
Kaupfélag Héraðsbúa (2757 þús.).
í Suðurlandsumdæmi er heildar-
álagning 327 milljónir. Á fólk voru
lagðar 269 milljónir, á stofnanir og
fyrirtæki 58 milljónir.
Gjaldhæstir einstaklinga eru
Bragi Eiríksson Selfossi (392 þús.),
Daníel Daníelsson Selfossi (354
þús.), ísleifur Halldórsson (335
þús.), Sveinn Guðmundsson
Eyrarbakka (228 þús.), Marianne
Nielsen Vík (220 þús.).
Gjaldhæst stofnana og fyrir-
tækja eru Mjólkurbú Flóamanna
(2.387 þús), Bifreiðastöð Selfoss
(1.039 þús.), Leigan Selfossi (812
þús.).
I Vestmannaeyjum er heildará-
lagning 131 milljón. Á fólk eru
lagðar tæpar 109 milljónir, á fyrir-
tæki og stofnanir 22,5 milíjónir.
Gjaldhæstir einstaklinga eru
Kristmann Karlsson (566 þús.),
Björn Karlsson (399 þús.), Óskar
Kristinsson (374 þús.).
Gjaldhæst fyrirtækja og stofn-
ana eru Vinnslustöðin (2052 þús.),
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja
(1958 þús.), Fiskiðjan (1696 þús.).
Allar tölur eru birtar án
ábyrgðar, enda kærufrestur ekki
útrunninn. Persónuafsláttur og
annar afsláttur er ekki reiknaður
með í tölum hér að ofan.
- m.
Onnur dvalarvika á Laugarvatni
„Vel ég læt í eyra þér”
Sagt frá lifandi starfi og leik
Önnur dvalarvika Alþýðu-
bandalagsins í Héraðsskólanum á
Laugarvatni á þessu sumri þótti
lukkast með afbrigðum vel. Alls
voru þátttakendur 81 talsins, sá
yngsti þriggja vikna, en hinn elsti
áttræður. Lánið lék við hópinn og
á þessu rosasumri komu þrír sól-
ardagar, þannig að mikið var um
útiveru, gönguferðir, reiðtúrar,
rútuferð um Laugardal og Bisk-
upstungur, knattspyrnukeppni
Þórður Helgason for með gamanmál á kvöldvökunni og hér sést hann
afhenda Guðrúnu Jóhannsdóttur verðlaun í vísnagátukeppninni sem
var mjög vinsæl dægradvöl. Milli þeirra stendur Guðrún Helgadóttir,
en hún flutti gamanþátt á kvöldvökunni. Vísurnar sem Þórður lét menn
glíma við voru 12 talsins. Hér kemur sýnishorn:
„Hörkutól ég hentugt er. / Heitið dável bæjum fer. / Álfar vist sér völdu
hér. / Vel ég læt í eyra þér.“
þar sem gamlir snillingar sýndu
góða takta að ógleymdum báts-
Það sem mesta hrifningu vakti á kvöldvökunni var frumflutningur á
leikritinu: „Kvöldverðarboðið - Bossableyja - Afi flækist fyrir.“ Hö-
fundar voru jafnframt flytjendur verksins. Á myndinni má sjá frá
vinstri: Önnu Maríu Einarsdóttur, Þórarinnu Söebech, Ljósbrá Bald-
ursdóttur, Hlöðver Sigurðsson, Bryndísi Ólafsdóttur. Auk þeirra léku
Davfð Ólafsson og Hulda Skúladóttir. Leikstjóri var Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir.
ferðum á vatninu. Margir komu
við sögu til að gera dvölina
ánægjulega, en þó sérstaklega
starfsfólk Héraðsskólans. Guð-
mundur Birkir Þorkelsson sagði
frá sögu- sveitarinnar og skóla-
haldsins á Laugarvatni. Óskar
Ólafsson og Margrét Gunnars-
dóttir voru fararstjórar í göngu-
ferðum. Arnór Karlsson leiðsög-
umaður um nálægar byggðir.
Svavar Gestsson spjallaði um
stjórnmál líðandi stundar, Bald-
ur Óskarsson sýndi myndir og
sagði frá Tansaníu og Á-Afríku
en hann hafði einnig stjórn dval-
arvikunnar með höndum. Hrafn-
hildur Guðmundsdóttir annaðist
bamagæslu. Mikið var spilað og
sungið, félagsvist og bingó, sund
og gufubað stundað af krafti.
Síðasta kvöldið var mikil mat-
arveisla og að henni lokinni
kvöldvaka sem tókst með mikl-
um ágætum og komu flestir þátt-
takendur fram. Síðan var stiginn
dans fram eftir nóttu við undir-
leik þeirra Sigurðar Hlöðvers-
sonar og Baldurs Óskarssonar.
Hér á síðunni birtast nokkrar
myndir frá kvöldvökunni
Það sem er sérstaklega ánægju-
legt við þessar samvemstundir á
Laugarvatni er að fjölskyldur,
ungir og gamlir sameinast í upp-
byggj andi og skemmtilegu félags-
lífi.