Þjóðviljinn - 28.07.1983, Page 10

Þjóðviljinn - 28.07.1983, Page 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júlí 1983 Verslunar- mannahelgin Óöum líður að mestu ferðahelgi ársins er landsmenn fylla tanka farskjóta sinna og halda útum hvippinn og hvappinn til að sleikja í sig síðustu leifarnar af sumrinu áður en haustið gengur í garð. Þeir sem engin eiga farartækin láta ekki deigan síga heldur stíga uppí næstu rútu og bruna útí lífið og náttúr- una. Leiðir ferðaglaðra íslendinga liggja í allar áttir, sumir halda á fjöll á vit trölla og huldufólks, en aðrir hreiðra um sig í notalegum bústað við tæra tjörn. Einnig er til í dæminu að menn njóti kyrrðarinnar í borg og bæ, en algengast er að yngri kynslóðin skelli sér á útisamkomu. Til að auðvelda henni valið höfum við gert smá samantekt á því helsta sem við er að vera um verslunarmannahelgina 1983. Austurland: Atlavík ’83 Atlavíkursamkoma Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands verður haldin um verslunarmanna- helgina samkvæmt venju. Eru mótsgestir hvattir til að skemmta sér án áfengis og boðið er uppá vandaða dagskrá. Flosi Ólafsson leikari verður heiðursgestur sam- komunnar og Stuðmenn og Grýl- urnar munu endurtaka leikina frá í fyrra, en þá spiluðu þau samkom- ugesti uppúr skónum. Hátíðin hefst á föstudagskvöld með tónleikum Samkórs lögreglu- félagsins, sem er tónleikagrúppa frá Neskaupstað, en síðan taka Stuömenn og Grýlur upp dans- þráðinn frá síðustu samkomu. Á laugardag er vönduð íþróttadag- skrá sem samkomugestir geta tekið þátt í undir stjórn Hermanns Níels- sonar. Einnig fara fram undanúr - slití Hljómsveitakeppni þar sem valin verður „efnilegasta hljóm- sveitin ’83“ og hafa þegar um 15 sveitir skráð sig. Um kvöldið treður Þursaflokkurinn upp og heldur tónleika en umhverfist síð- an í Stuðmenn og leika þá fyrir dansi ásamt Grýlum. Á miðnætti verður tendraður varðeldur og skotið upp flugeldum. Á sunnudag er sérstök fjölskyldudagskrá sem Flosi Ólafsson kynnir. Grýlurnar koma fram í eitt af síðustu skiptum í núverandi mynd, Sigurður og Randver skemmta, sýnt verður fallhlífastökk og karate. Þá fara fram úrslit í Hljómsveitakeppni og Samkór lögreglufélagsins lætur í sér heyra á ný. Um kvöldið er svo lokadansleikur samkomunnar og enn eru það Stuðmenn og Grýlur sem halda uppi fjörinu og ætti eng- um að leiðast í þeirra návist. Aðgöngumiðaverð er 900 kr. fýrir alla dagana, 800 kr. frá laugar- dagsmorgni fram á sunnudag og 500 kr. frá sunnudagsmorgni. Tjaldstæði eru góð í Atlavík og náttúrufegurð mikil og eindæma veðurblíða hefur leikið við Austfirðinga í allt sumar. Stans- lausar sætaferðir verða frá Sölu- skálanum á Egilsstöðum inní Atla- vík alla dagana. - áþj Þjórsárdalur: Gaukurinn ’83 Um verslunarmannahelgina verður haldin útisamkoma í Þjórs- árdal. Ber hún heitið Gaukurinn ”83 og er kennd við Gauk nokkurn Trandilsson sem bjó á Stöng í Þjórsárdal og getið er að nokkru í Njálu. Það eru Héraðssambandið Skarphéðinn og Ungmennasam- band Kjalarnesþings sem standa að samkomunni og er hún iiður í fjár- öflunarleið félaganna fyrir 18. landsmót UMFÍ, sem haldið verður í Keflavík og Njarðvík næsta sum- ar. Margt verður sér til gamans gert á Gauknum. Útidansleikir verða föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld og einnig verður skemmtidagskrá bæði á laugardag og sunnudag. Hljómsveitirnar Kaktus, Deild 1, Kikk og Lótus halda uppi fjörinu og verður dans- að á tveimur pöllum. Á laugardeginum verður fjöl- breytt dagskrá. Hljómleikar verða eftir hádegi og samtímis fer fram sérstök leikjadagskrá annars stað- ar á svæðinu. Fulltrúi Suðurlands á Heimsmeistarakeppnina í diskó- dansi verður valinn og leikflokkur- inn Svart og sykurlaust verður á ferð og flugi um svæðið í karneval- stemmningu. Sérstök hátíðardagskrá verður á sunnudag þar sem Jóhannes Sig- mundsson fyrrverandi formaður HSK er heiðursgestur og boðið er uppá fjölbreytt skemmtiatriði. Magnús Þór Sigmundsson leikur og syngur, Laddi og Jörundur berja lóminn og Svart og sykurlaust setur upp tvær leiksýningar. Ef veður leyfir er von á svifflugu sem dreifa mun karamellum yfir svæðið auk þess að sýna listir sínar. Fleira verður til skemmtunar, svo sem karatesýning, jazzsportflokkurinn leikur listir sínar og einnig verður reynt að halda fyrsta íslandsmótið í frisbíkasti. Aðgangseyrir á samkomuna er 800 kr. fyrir allan tímann og ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri. Næg og góð tjaldstæði í fall- egu umhverfi eru á staðnum og hreinlætisaðstaða er til fyrirmynd- ar. Sætaferðir eru alla dagana frá Reykjavík og Selfossi á vegum Landleiða. Lagið tekið i góða veðrinu í Atlavík í fyrra. Ef fer sem horfir verður samkoman í ár ekki síðri. Mynd: - áþj. ÚtíEyjum... Þjóðhátíð Vestmannaeyja Þjóðhátíð verður veiyu sam- kvæmt í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Hefst hún kl. 13.30 á föstudag og er boðið uppá fjölbreytt skemmtiatriði. Fyrir yngstu kynslóðina verður kassabílarallí og Brúðuleikhúsið verður með tvær sýningar. Þá verða barnaböll alla dagana. Kvöldvökur verða að vanda og brekkusöngur og brenna á Fjósa- kletti. Eyjamenn verða sjálfum sér samkvæmir og sýna landkröbbum bjargsig og hátíðardagskrá verður á sunnudag. Meðal skemmtikrafta á Þjóðhá- tíð verða hljómsveitirnar Galdra- karlar, Qmen 7 Tappi tíkarrass. Einnig koma fram Þórskabarett, Seafunk corp., Hallbjörn kántrí- söngvari, Þórður og Bryndís ásamt Guðmundi Jónssyni, Hannesi Sig- fússyni og mörgum fleiri. Dansað verður á tveim pöllum öll kvöldin fram eftir nótt og er aðgangseyrir á Þjóðhátíð litlar 700 krónur. Til Eyja liggur leiðin með flugi eða Herjólfi frá Þorlákshöfn og eru sætaferðir þangað frá Reykjavík. -áþj Friðun hafsvæða Vissir þú: að á meðan friðarhreyfingar í Evrópu mótmæla uppsetn- ingu 572 nýrra eldflauga á meginlandinu, á að koma fyrir milli 3 og 4 þúsund slíkum eldflaugum á kafbátum á Norður-Atlantshafinu. að yfir 18 mánaða tímabil voru skráð yfur 100 „slys“ hjá Bandaríkjamönnum ein- göngu þar sem kjarnorku- vopn komu við sögu. að einungis 1 slys gæti stofnað fiskimiðum og lífsafkomu okk- ar í stórhættu. Friðargangan ’83 Friðarhópur kvenna ÍSHA Við neitum að láta tortíma okkur og börnum okkar! Göngum með friði og gegn gjör- eyðingu: ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR OF SEINT -áþj.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.