Þjóðviljinn - 28.07.1983, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 28.07.1983, Qupperneq 15
Fimmtudagur 28. júlí 1983 lÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15, frá lesendum Gerið þetta fyrir hann Kristin RUV0 Fimmtudagur 28. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónlelkar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón- leikar. 7.55 Daglegl mál. Endurtekinn þáttur Áma Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð. Bryndis Viglundsdóttir talar. Tónleikar. 8.30 Mylsna. Þáttur fyrir morgunhressa krakka. Stjómendur: Ása Helga Ragnars- dóttir og Þorsteinn Marelsson. 8.40 Tónbllið 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstundbarnanna:„Dósastrák- urinn“ eftir Christine Nöstlinger Valdis Óskarsdóttir les þýðingu sina (9). 9.20 Leikfiml. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.35 Iðnaðarmál Umsjón: Sigmar Ármanns- son og Sveinn Hannesson. 10.50 „Horfinn að eilifu", smásga eftir Þröst J. Karlsson Helgi Skúlason les. (Áð.útv. 30.09. '82). 11.05 Frá frægum hljómleikum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 „Hún Antonia mín“ eftir Willa Cather Þýðandi: Friðrik A. Friðriksson. Auður Jóns- dóttir les (2). 14.30 Miðdegistónleikar Hljómsveit Ríkisóp- erunnar í Vínarborg leikur „Vinarblóð", vals eftir Johann Strauss; Anton Paulik stjVConxertgebouw-hljómsveitin í Amster- dam leikur forleik að „Jónsmessunætur- draumi", ettir Felix Mendelssohn; George Szell stj. 14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guðmunds- son. 15.20 Andartak Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Björn Guðjónsson og Gísli Magnússon leika Trompetsónötu op. 23 eftir Kari O. Runólfsson/Bemard Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jó- hannesson, Joseph Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson leika Kvintett fyrir blásara eftir Jón Ásgeirsson/LaSalle-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 3 op. 19 eftir Alex- ander Zemlinsky. 17.05 Dropar Síðdegisþáttur i umsjá Am- þrúðar Karlsdóttur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Guðbjörg Þórisdóttir held- ur áfram að segja bömunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Bé einn Þáttur í umsjá Auðar Haralds og Valdísar Óskarsdóttur. 20.45 Leikrit: „Málverk af frú Potter“ eftir Carol Richards ' 21.30 Gestir i útvarpssal Alan Hacker og Karen Evans leika saman á klarinettu og pianó. a. „Caoine“ eftir Charies Stanford. b. Sex lög í þjóðlagastíl eftir Vaughan Wil- liams. c. „An óg Mhadainn" eftir William Sweeney. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Indlandsdvöl Jesú Krists Dagskrá byggð á tíbetskum þjóðsögum um líf Jesú Krists f Indlandi, Nepal og Palestinu. Samantekt og umsjón: Gisli Þór Gunnars- son. Lesari ásamt umsjónarmanni: Bergljót Kristinsdóttir. 23.00 Á siðkvöldi Tónlistarþáttur i umsjá Katrinar Ólafsdóttur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Útvarp kl. 20.45 Að þessu sinni er fimmtudags- leikrit Ríkisútvarpsins gamanleikur- inn Málverk af frú Potter, eftir Carol Richards. Þýðinguna gerði Margrét Jónsdóttir en leikstjóri er Jill Brook Árnason. Leikritið gerist í bæjarfélagi, sem ekki hefur vaxið mjög ört en er þó orðið 100 ára. Vel þykir hlýða að minnast þessa merkisafmælis með einhverjum hætti og verður að ráði að láta mála mynd af einhverjum meiri háttar borgara bæjarins. Er til þess verks ráðinn ungur og efni- legur málari, uppalinn í afmælis- bænum. En lítið bæjarfélag getur átt ýmsa merkismenn ekki síður en stórt og kann þá að vera úr vöndu að ráða fyrir fyrirsætuna. Að lokum verður ofan á að bæjarstjórafrúin skuli verða viðfangsefni málarans og á hún sjálf drjúgan þátt í því vali. Vill auk heldur hafa ærna hönd í bagga með því hvernig málarinn vinni verkið. Málarinn lætur það gott heita en hugsar sitt, og þegar upp er staðið er málverkið af frúnni nokkuð frábrugðið því, sem hún og bæjarstjórnin ætluðust til en það er önnur saga, sem verður sögð í kvöld. Leikendur eru: Þórhallur Sig- urðsson, Baldvin Halldórsson, Sig- ríður Þorvaldsdóttir, Bryndís Pét- ursdóttir, Steindór Hjörleifsson, Borgar Garðarsson og Jóhanna Norðfjörð. - mhg Hákur skrifar: Ætli það geti skeð að þeir séu eitthvað skyldir, Jónas stýrimað- ur, listmálari, ritdómari, leiklist- ardómari, danslistardómari, rit- höfundur, skáld o.s.frv. og Kri- stinn Snæland, „blaðasali, sendi- sveinn, snúningastrákur, iagerm- aður, pressumaður, vegavinnum- aður, iðnnemi, rafvirki, rafverk- taki, leigubflstjóri, erindreki, sveitarstjóri, (það þarf ekki að segja þeim það á Flateyri), út- beiðslustjóri, rútubflstjóri, vöru- bflstjóri, sjómaður“ og rafmagns- fræðingur? En þannig titlar Kristinn sig í DV nú nýlega. Hefur sennilega ekki treyst DVtilað kynna nema „haus og sporð“, eins og hann Maður með 17 titla. orðar það, en Kristinn kann nú betur við að hafa „miðstykkið“ með líka. Ja, tarna er nú meiri fjölhæfnin og má Jónas bara fara að vara sig. En því koma mér í hug ættar- tengsl milli þessara afreksmanna að um margt eru þeir líkir í skrif- um sínum og „kommarnir" eink- um eitur í beinum beggja. Jónas er að vísu ritfærari og kemst skemmtilegar að orði, þnfCrist- inn bætir það upp með stór- yrðunum. Aftur á móti verður ekki á milli séð um sleggju- dómana. Kynningarpistill Kristins í DV á víst að öðru leyti að vera „svar“ við grein þeirra Árna Sigurjóns- sonar og Björns Birgis Sigurjóns- sonar í DV þann 14. þ.m., eða svo segir hann a.m.k. Enginn maður, sem lesið hefur báðar greinarnar, getur þá séð að Krist- inn haggi við nokkru einasta at- riði í grein þeirra félaga. Kristinn hefði því alveg getað látið nægja kynninguna á sjálfum sér og sleppt hinu. Og sjálfs sín vegna hefði hann nú átt að gera það. En undir eitt skal tekið með Kristni; „Mér finnst sjálfsagt að lesendur geri upp á milli minnar vitlausu greinar og greinar „menntamannanna" 14. júlí sl.“. - Já, þið megið endilega til með að gera þetta fyrir hann Kristin. En ég efast um að Jónas hefði beðið sömu bónar. barnahorn Skrýtlur Jón og Gunni voru í berjamó. Jón: Sjáðu öll berin Gunni. Gunni: Þetta eru ekki ber, kjáninn þinn. Það eru bara eggin úr lömbunum. Jón: Nú, þú átt við lambaspörð. P: Ég veit um mann sem fer til Akur- eyrar á hverjum degi. M: Ertu frá þér, drengur. P: Jú. Bflstjórinn sem ekur rútunni. Emma er volandi af því hún hefur meitt sig í tánni. P: Vertu nú hörð vina mín. E: Nei, ég vil vera mjúk. Ljónamamma: Barn, hvað ertu að gera? Ljónsunginn: Ég er að elta veiðimann kringum trén. Ljónamamma: Er ég ekki búin að banna þér að leika þér að matnum. Að búa tU kassabfl Til þess að búa til kassabfl þarf að fá góðan trékassa eða spýtur, hamar og nagla og hjól. Hjólingetið þiðfengið t.d. af gamalli barnakerru eða gömlu þríhjóli og svo getið þið fengið gott sæti einhvers staðar eða bara setið á púða. Ekki er nauðsynlegt að hafa alvöru stýri, það er enginn vandi að stýra með bandi sem þið bindið sitt hvoru megin í þverspýtuna sem heldur framhjólun- um. Stelpur, þið getið þetta líka en passið ykkur á umferðinni. Best er að leika sér á bflunum á gangstéttum eða göngugötum. Það voru alla vega bílar sem sáust á götum Hafnarfjarðar þegar kassabflarallið fór þar fram, Þessi var frekar vel útbúinn með alvörustýri og flottu sætii Eigandi bflsins er Ivar Þór Ágústsson, 10 ára, og virðist hann líka vera Kiss-aðdáandi. ívar sagði að pabbi sinn hefði hjálpað sér að smíða bflinn. - Ljósm. - eik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.