Þjóðviljinn - 12.08.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.08.1983, Blaðsíða 1
DJODVILJINN RitstjóriTímans boðinn vclkominn í stjórnar andstöðuna. Sjá 5 águst 1983 föstudagur 179, tölublað 48. árgangur Raforkuhækkunin frá því að ríkisstjórnin tók við Mánaðarlaun láglaunamanns / I bráðabirgðalögum um „mildandi aðgerðir” var lofað lækkun húshitunarkostnaðar Hækkun á raforku frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í vor nenfiur liðlega 9000 krónum á ári hjá fjöiskyldu sem notar rafmagn til húshitunar. Þetta er nælægt mánaðarlaunum láglaunamanns. Hækkun á rafmagni til ljósa og almennra heimilisnota nemur 38,5% á þessu tímabili. Samkvæmt viðmiðunum Raf- magnsveitna ríkisins þýðir þetta útgjaldaaukningu upp á hérumbil 4800 krónur á ári. Rafmagn til húshitunar hefur hækkað um liðlega 17% að meðaltali, fastagjaldið er 38,5% en orkugjaldið um 12, 7%. Þessi hækkun þýðir 4300 krónur í útgjaldaauka á ári skv. gjaldskrám Rafmagnsveitna ríkisins. Þar er þó miðað við hús í góðu ástandi og vel einangrað. I mjög mörgum tilfell- um er um mun meiri útgjaldaaukningu að ræða. Samanlagt þýða þessar hækkanir, þ.e. almenni taxtinn og húshitunin, að fjöiskylda sem kyndir hús sitt með rafmagni þarf að greiða 9100 krónum meira á ári fyrir rafmagn heldur en hún gerði fyrir stjórnarslit. Hinar „mildandi aðgerðir“ ríkisstjórnarinnar Þegar ríkisstjómin setti bráðabirgðalög sem afnámu vísi- tölubætur á laun og skertu kaupmátt launa um allt að fjórðung voru jafnframt sett bráðabirgðalög um mildandi aðgerðir sem áttu að koma á móti kaupskerðingunni. í bráðabirgðalögum um verðlagsmál segir í 1. grein: „skulu verðlagsyfirvöld og aðrir opinberir aðilar, sem fara með verðlagsákvarðanir, aðeins leyfa óhjákvæmilega hækkun verðs eða endurgjalds fyrir vöru og þjónustu.“ f bráða- birgðalögum um fjármálaráðstafanir til verndar lífskjörum segir: „Ríkisstjórninni er heimilt að verja allt að 150 milljón- um króna umfram fjárveitingar á fjárlögum fyrir árið 1983 til jöfnunar og lækkunar hitunarkostnaðar á því ári.“ Samkvæmt þessu voru 185 miljónir alls til lækkunar hitun- arkostnaðar á árinu. Nú þegar er búið að ráðstafa 163 mill- jónum króna af þess fé. Er því ljóst, að ríkisstjórnin getur ekki gengið lengra í að „!ækka“ húshitunarkostnað, sem bráðbirðgalögin leyfa. eng Hollendingar segjast eiga gullskipið! Samkvæmt íslenskum lögum tilheyrir flakið íslenska ríkinu Talsmaður hollcnska fjármála- ráðuneytisins heldur því fram að hollenska ríkið eigi gullskipið Het Waapen van Amsterdam sem verið er að reyna að grafa upp á Skeiðar- ársandi. Rökin eru þau að hollenska ríkið sé arftaki allra eigna Hollenska Austur-Indíafélagsins sem gerði skipið út á sínum tíma og týndi því hér við land árið 1667. Við höfum ekkert heyrt frá ís- lenskum yfirvöldum um þetta mál, sagði embættismaðurinn hollenski, annað en það, að íslenska ríkið hafi veitt björgunarmönnum um tveggja miljón dala lán og fyrir- spurn um að, hvort við vildum leggja fram nokkrar miljónir gyll- ina til að standa undir kostnaði við uppgröftinn. En vegna ósamkomulags um eignarrétt er þetta varla aðlaðandi tillaga - einkum þegar enginn veit hvað flakið hefur að geyma. Samkvæmt íslenskum lögum til- heyrir flakið íslenska ríkinu að því er haft er eftir embættismanni í ís- lenska utanríkisráðuneytinu. Þessi mynd lýsir ekki áhrifum veðurfarsins á sálarlíf íslendinga - hún er tckin á æfingu hjá Stúdentaleikhús- inu. Þar verður á sunnudagskvöld frumsýnt leikritið „Elskendurnir í Metro“ eftir Frakkann Tardieu - er það af skóla fáránleikans og lýsir firringunni í stórborginni....(Ljósm. Leifur). 13 miljónir til framkvæmda í stað 25 miljóna: Seinkar Fljóts dalsvirkjun? Austfirðingar óánægðir Samkvæmt fjárlögum fyrir yfirstandandi ár var aflað heim- ildar til að verja 25 miljónum kr. til rannsókna og undirbún- ings framkvæmda við Fljóts- dalsvirkjun þám. til áframhald- andi vegagerðar frá Egilsstöð- um norðan Lagarfljóts að virkj- unarsvæðinu. Framkvæmdir hófust í fyrra við styrkingu og endurbætur vegarins í Fellum, samkvæmt áætlun frá Vega- gerð ríkisins, og í ár var gert ráð fyrir auknu fjármagni í þessu skyni. Var það liður í stefnu fráfarandi stjórnar að haga framkvæmdum við vænt- anlegar stórvirkjanir þannig að heimamenn ættu þess sem best- an kost að byggja upp getu til þátttöku í virkjunarfram- kvæmdum, í auknum mæli, en stefnt hefur verið að því að Fljótsdalsvirkjun kæmist í gagnið kringum 1990. Eftir stjórnarskiptin hafa málin hins vegar þróast á þá leið að Landsvirkjun hefur gert að tillögu sinni að einungis 13,6 miljónum verði veitt til undirbúnings Fljóts- dalsvirkjunar á þessu ári og er þá ekki gert ráð fyrir neinu framhaldi á vegagerð í byggð á leiðinni inní Fljótsdal. Nú mun fjárveitingar- heimildin til Fljótsdalsvirkjunar vera á sérstökum fjárlagalið, sem ber heitið Virkjunarrannsóknir, og er það því mál manna að Lands- virkjun hafi enga heimild til slíkra ráðstafana sem þessara án þess að hafa fyrir því samþykki iðnaðar- ráðuneytisins, enda málið þannig fyrir lagt af Hjörleifi Guttormssyni fyrrv. iðnaðarráðherra. Hefur þessi stefnubreyting og vakið mikla óánægju eystra, ekki síst hjá þeim aðilum sem ætluðu sér hlut í þessum verkum, svo og í þeim byggðarlögum sem notið hefðu góðs af þessum vegabótum. „Málum vörubílstjóra á Héraði er þannig komið að þeir eru orðnir atvinnulausir á miðju sumri, og ef svo fer sem horfir, verða hreinlega fleiri aðilar gjaldþrota", sagði Björn Pálsson, formaður vörubíl- stjórafélagsins á Egilsstöðum m.a. í samtali við Þjv. í gær. Sjá bls. 3 -áþj Alþjóðlegt fjarskiptaár er í ár. Fjarskipti eru víðtækt hugtak og vegna þess hversu sjálfsagður þáttur þau eru í lífi okkar í dag vil almenningur oft gleyma því hvar við værum stödd án þeirra. Blaðauki Þjóðviljans er að þessu sinni helgaður fjar- skiptum. Fyrsta slarfsfólk fyrstu ritsímastöðvarinnar áSeyð'sfirði: Halldór Skaftason, Dagmar Wathne, Borghild Hansen og Björn Magnússon. Myndiner líklega tckin árið 1906.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.