Þjóðviljinn - 12.08.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. ágúst 1983
Bridge
Leikur Ólafs Lár. og Sigmundar
Stef. í 2. umferð bikarsins var fremur
tíðindalítill. Reyndar voru nokkur
skemmtileg skiftingarspil á ferðinni,
en hvorug sveitin nýtti þau til fulln-
ustu.
Hér er eitt hart „game" sem Magn-
ús Aspelund og Steingrímur Jónas-
son tóku:
Norður
S AD4
H 86
T G73
L AG964
Vestur
S KG6
H 542
T A98
L K1083
Austur
S10853
H K97
T D64
L 752
Suður
S 972
HADG103
T K1052
L D
Spilið var utan hættu og Steingrím-
ur varð sagnhafi í 3 gröndum. Vestur
spilaði út spaða gosa. Eðlilegast
virðist nú að fara upp með ás, til að
tryggja sér tvö stopp í spaða, EF út-
spilið er ekta. En Steingrímur bað um
drottningu. Fór síðan í tígulinn, gosi,
drottning, kóngur og ás. Spaða kóng-
ur átti næsta slag og aftur spaði. Nú
svínaði Steingrímur hjarta. Sam-
gangur er frekar þvælinn í spilinu, svo
sagnhafi sá sér þann kost vænstan
að gefa hjartaslag. Austur var inni á
kóng og tók spaðaslaginn. Hann
hafði horft á félaga sinn gefa til kynna
einhver laufgildi með röð hjarta hund-
anna þegar litnum var spilað, en valdi
samt tígul. Steingrímur vann á tíuna
og virtist ekkert alltof ánægður með
framvinduna. Spilið skyldi þó klárað:
Vestur á hinn bóginn var í enn daprari
hugleiðingum en sagnhafi: tígul-7 í
borði var harla ófögur sjón. Þegar síð-
asta hjartanu var spilað neyddist
hann til að fara niður á lauf kóng stak-
an. Þegar drottningin í laufi síðan birt-
ist stakk hann spilum sínum einfald-
lega í bakkann. Eins og sjá má
hnekkir austur spilinu með laufi, sem
slítur samganginn.
Skák
Karpov að tafli - 183
Það hefur fylgt Karpov í mótum
seinustu ára mikill meðbyr í síðari
helmingi viðkomandi móta. Skák-
mótin í Bugonjo 1978 og 1980 eru
gott dæmi um þessa farsæld hans. Á
mótinu '78 hiaut hann 5 vinninga úr
síðustu sex skákum sínum og í Bug-
onjo 1980 komst hann í efsta sætið
með því að vinna fimm síðustu skákir
sínar eftir að hafa gert jafntefli í sex
þeim fyrstu. Karpov komst upp við
hliðina á Spasskí í Bugonjo '78 með
því að sigra Júgóslavann Bukic í
næst síðustu umferð:
Karpov - Bukic
Hvítur hefur náð að halda öllu mót-
spili svarts niðri og þróar nú stöðu
sína á kóngsvæng:
31. Kh2! De7 37. Hc1 Hc6
32. Df2 Bb7 38. Rd5 Rxd5
33. Bg2 Kg8 39. exd5 Hcc8
34. Df3 Kh7 40. Be4 Rc5
35. Dh5 Df8 41. Bxc5! Hxc5
36. Hf1 Rd7 42. g4!
- Svartur gafst upp. Hann á enga
vörn við hótuninni 43. g5 o.s.frv.
vinnuhópur nun.inr í kj.il.r.nn á Fögrubrekkn i Kópavngi. sMar, .n .( Þi8
Revndar komusl ekki aliir fyrir á .nyndinni og snm vorn ún i sjoppu mjnd.r svo samslæS. heild, .8 h.nn r.nnnr eig.nlega ut eitt. ___
~ , , ... * ir„ cA .rnro horna oinhvÞre v J
'h.nAiin nnn
enn í hugskoti mínu, þessi
draumurbamæskunnar, þrátt
fyrir rúmlega þrjátíu ára
vonbrigði. Og ég sökkvi mér
enn á ný í sólskinsdrauma,
um haf, um glampandi sól,
um...
Hringir síminn.
Ásdís Skúiadóttir býður mér
að hitta krakka í Kópavogi.
Nú jæja, varla eru þessi krakk-
askinn verri en allt hitt fólkið.
Klukkan hálf níu að kvöldi
þriðjudagsins 9. ágúst stíg ég út
úr bíl við leikskólann Fögru-
brekku í Kópavogi. Utan á húsið
hefur verið límdur miði: „Fagra-
brekka“ og undir teiknuð stór ör
sem bendir í allt aðra átt en ég átti
að fara. Ég átti nefnilega að fara
Starfsamir unglingar
í Kópavogi:
Kóparokk II
Ég sit í afskaplega
dapurlegum þönkum við
skrifborðið mitt. Vinnan hefur
verið með stressaðra móti
undanfarið, sífelldar sím-
hringingar og hlaup úr og í
leigubíla. Allskonar fólki finnst
þaö endilega eiga erindi við
alla landsmenn (eða a.m.k.
hluta þeirra í gegnum
Þjóðviljann) og auðvitað ber
að sinna því öllu - þrátt fyrir
stressið.
Og svo er það veðrið.
Draumur minn um að ganga
upprétt á þessu blessaða
landi ætlar víst aldrei að
rætast. Samt leyndist hann
ofan í kjallarann, sagði Ásdís, en
örin bendir á stóra blokk á móti.
Ég sting mér samt ofan í kjalla-
rann - treysti Ásdísi betur en
örinni. í dyragættinni skullu á
mér þvílíkar hljóðbylgjur að ég
ætlaði aldrei að komast inn. En
það hafðist. Og þarna stóð Ásdís
í málningargalla og stjórnaði
málningarvinnu unglinganna í
Kópavogi, þótt stjórnin sæist
hvergi, en slík stjórn er best.
Þarna eru krakkarnir að inn-
rétta félagsmiðstöð fyrir sig -
hafa fullt leyfi bæjaryfirvalda til
að haga henni nákvæmlega eftir
sínu höfði. Þau velja meira að
segja húsgögnin sjálf. Meiningin
er að miðstöðin opni í lok ágúst
eða byrjun september. Og þá
„Skorum á alla að mæta á Kóparokkið og í félagsmiðstöðina“ hljóðar áskorun þessara ungmenna ur
Kópavoginum. Talið frá vinstri: Liv Bcrgþórsdóttir, Héðinn Sveinbjörnsson, Guðjón Þór Baldursson og
Flosi Þorgeirsson (Ljósm. —eik—) y. _______________
verður nú fjör í Kópavoginum,
maður, og kona.
Ég nældi mér í fjögur ung-
menni og læddi þeim út í horn til
að fræðast betur. Þau heita Liv
Bergþórsdóttir, Héðinn Svein-
björnsson, Guðjón Þór Baldurs-
son og Flosi Þorgeirsson. Tveir
hinna síðastnefndu eru meðlimir
hljómsveitarinnar XAF, sem hef-
ur komið nokkuð oft fram í
Kópavogi, en þeir spila einnig
sveitinni Eating Plastic, sem er
tiltölulega nýstofnuð. Þeir Guð-
jón og Flosi eru ásamt öðrum
Kópavogspoppurum að undirbúa
KÓPAROKK II, sem haldið
verður í Bíóbæ nk. laugardag, en
rokkið hefst kl. 8 um kvöldið
„Þarna mæta flestar Kópa-
vogshljómsveitirnar, en þær eru
einar 6 eða 7“, segja þeir Guðjón
og Flosi. „Þá mun hljómsveitin
Vonbrigði einnig koma fram.
Svaka fjör. Við skorum á alla
Kópavogsbúa og aðra velunnara
rokksins að láta sjá sig á rokkhá-
tíðinni. Við lofum góðu fjöri“.
„Jú, það hefur farið mikil
vinna í að undirbúa félags-
miðstöðina“, segja Liv og
Héðinn. „Hvort við sjáum eftir
tímanum? Nei, hreint ekki. Þetta
er afskaplega gaman. Það er mik
ill áhugi á þessari miðstöð hér
enda höfum við enga aðstöðu til
að hittast í Kópavogi“.
Þau Liv og Héðinn voru sam
mála um, að húsnæðið sé hreint
ekki það ákjósanlegasta - þetta
er nær gluggalaus kjallari, fer-
metrafjöldinn ekki mikill og
fremur lágt undir loft. „En þetta
er þó betra en ekkert“, segja þau
og vildu í lokin skora á fólk að
láta sjá sig í miðstöðinni, þegar
hún tekur til starfa.
Unglingastarfshópurinn
Kópavogi hefur gefið út merkt
blað undir heitinu „Æskan hefur
orðið“ og var því dreift nýlega til
Kópavogsbúa. Þetta er allra
hressilegasta blað og svo er að sj
að unglingar Kópavogs geti verið
fyrirmynd unglinga um allt land
Og stelpurnar hafa verið drif-
krafturinn í starfinu (Áfram
stelpur!).
Þegar ég gekk út úr kjallaran
um fannst mér einhvern veginn
eins og sólin skini. Samt rigndi
úti. Skrýtin er tilveran
stundum.
ast