Þjóðviljinn - 12.08.1983, Blaðsíða 23
1 Föstudagur 1'2. ágúst 1983 ’ÞJÓÐVILJINN —’SÍÐA 23
RUV ©
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar.
Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón-
leikar.
7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Árna
Böðvarssonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir.
Morgunorð - Hilmar Baldursson talar.
8.30 Ungir pennar. Stjórnandi: Dómhildur
Sigurðardóttir (RÚVAK).
8.40 Tónbilið.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Hif opp,
æpti anamaðkurinn" eftir Hauk Matthias-
son Höfundur les (2).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.)
10.30 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar
Kristjánsson frá Hermundartelli sér um þátt-
inn (RÚVAK).
11.05 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum.
Umsjónarmaður: Hermann Ragnar Stef-
ánsson.
11.35 Sumarkveðja frá Stokkhólmi. Um-
sjón: Jakob S. Jónsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
14.00 „Hún Antonía mín“ eftir Willa Cather.
Friðrik A, Friðriksson þýddi. Auður Jóns-
dóttir les (11).
14.30 Á frívaktinni. Ragnheiður Gyða Jóns-
dóttir kynnir óskalög sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16,00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurtregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Hljómsveitin Fíl-
harmónia í Lundúnum leikur forleik að
„Oberon" óperu eftir Carl Maria von Weber.
Wolfgang Sawallisch stj. / Emil Gilels og
Nýja fílharmóniusveitin i Lundúnum leika Pi-
anókonsert nr. 1 i b-moll op. 23 eftir Pjotr
Tsjaíkovský. Lorin Maazel stj.
17.05 Af stað í fylgd með Tryggva Jakobssyni.
17.15 Upptaktur - Guðmundur Benedikts-
son. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Brúðubíllinn í Reykjavik
skemmtir.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor-
oddsen kynnir.
20,40: Hugsað við tóna. Ingibjörg Þorbergs
les frumort Ijóð, samin við tónlist eftir De-
bussy, Chopin og Prokofjeff, (áður útvarpað
1981).
20,55. Létt lög: Menuhin, Stefane Grabbolli
og félagar leika.
21,05. Karl faðir minn, smásaga eftir Damon
Runyan, Karl Ágúst Úlfsson les þýðingu
sína.
21.30 Hljómskálamúsik Guðmundur Gilsson
kynnir.
22.15 Veðurlregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Ástvinurinn" eftir Evelyn Waugh
Páll Heiðar Jónsson les þýðingu sina. (2).
23.00 Náttfari Þáttur i umsjá Gests Einars
Jónassonar (RÚVAK).
00.50 Fréttir. 01.00 Veðurtregnir.
01.10 Á næturvaktinni - Ásgeir Tómasson.
03.00 Dagskrárlok.
RUV
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
20.50 Steini og Olli Skopmyndasyrpa með
Stan Laurel og Oliver Hardy.
21.10 Vélmenni Bresk fréttamynd um þróun
og notkun vélmenna og sjálfvirkra vinnu-
véla. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbog-
ason.
21.35 Verðbólga Bresk heimildarmynd sem
fjallar um eðli og orsök verðbólgu. Þýðandi
og þulur ögmundur Jónasson.
22.00 Mannætan (Blue Water, White Death).
Bandarisk bíómynd (rá 1971. Hvítháfurinn
eða mannætuhákarlinn er talinn skæðasta
rándýr heimshafanna. Sveit kafara og kvik-
myndatökumanna freistaði þess að ná
myndum af ókindinni undan strönd Afríku.
Þýðandi Jón O. Edwald.
23.40 Dagskrárlok.
Útvarp kl. 10.45:
Fornu minnin
Fyrir 33 árum kom út bókin
Faðir minn en þar skrifa 27 höf-
undar um feður sína. Meðal höf-
undanna er Þorsteinn M. Jónsson,
fyrrum skólastjóri, sem á þarna
þátt um föður sinn, Jón Ólafsson
bónda á Útnyrðingsstöðum i
Völlum.
- Jón á Útnyrðingsstöðum vildi
gjarnan að Þorsteinn gerðist bóndi
en hugur hans stóð til mennta á
öðrum sviðum. Vonir Jóns rættust
þó að nokkru því jafnframt kenn-
slunni stundaði Þorsteinn búskap
fyrst eystra og síðar bæði í Skjald-
arvtk og á Svalbarði.
í þætti Einars frá Hermundar-
felli, „Mér eru fornu minnin kær“,
sem er í Akureyrarútvarpinu núna
kl. 10.45 flytur Þórhalla, dóttir
Þorsteins, þátt hans um Jón á Út-
nyrðingsstöðum.
-mhg
fr
ndum
Bjarni Harðarson skrifar:
Rétt í þessu var ég að lesa ágæta
grein í Sunnudagsblaði Þjóðvilj-
ans, eftir Elísabetu Þorgeirsdóttur:
„Bólgan, sem vex“. Þar reifar hún
eilítið þann vanda, sem stafar af
skiptingu landsinsí Reykjavíkog allt
hitt. Til þess að fría sig vandræðum
(og mér til mikillar uppörvunar),
tekur hún strax í upphafí fram, að
hún sé ekki þjóðfélagsfræðingur.
Enda fjallar hún bara um málin
eins og ég og þú og gefur okkur
venjulegum lesendum undir fótinn
með það, að við megum líka skrifa
um þjóðfélagið og dlt það.
Ég ætla því bara að byrja og taka
fyrir efni skylt því, sem Elísabet
reifaði. Sjálfur er ég með annan
fótinn í höfuðborginni, án þess þó
að telja mig þaðan, er eiginlega á
þeim ágæta aldri þegar maður þarf
ekki að telja sig búsettan á neinum
ákveðum stað. Þessa dagana vinn
ég í frystihúsi í litlu plássi, langt í
burtu frá höfuðborginni. í lands-
fjórðungi, þar sem vegalengdir eru
mældar í fjarlægðum milli plássa,
Vinnan göfgar
manninn
sem eru hver öðru lík: Nokkur
hundruð sálir, slatti af aðkomu-'
fólki, frystihús, togari (og eð
bátar), verslun, pósthús, skóli og
e.t.v. gistihús.
Og hver er nú munurinn á að búa
í svona plássi eða þá í Reykjavík?
Jú, hér vinna menn að framleiðslu-
störfum, andstætt Reykvíkingum,
sem flestir stunda þjónustustörf í
einni eða annari mynd. Nú er sjálf-
sagt enginn fær að dæma um hvort
sé skemmtilegra eða betra og tæp-
lega hægt að telja þetta mjög afger-
andi fyrir muninn á lífi á þessum
stöðum. Enda vinna margir hér við
þjónustu og sýnast hreint ekkert
reykvískari en aðrir, og víst er eitt
stærsta frystihús landsins í
Reykjavík.
Menningin.........
Er það þá menningin? Ef nú
menning á eitthvað skylt við mann-
leg samskipti og mikil og góð
menning merki um að menn lifi í
sátt og samlyndi hver við aðra held
ég að X-firðingarnir úti á landi séu
betur settir en margir höfuðborgar-
búar. En hvað er ég að fara? Sam-
kvæmt blöðum og tímaritum er
menning hlutir eins og bíó, leikhús,
tónlist, bækur, blöð og tímarit. Og
þá hafa Reykvíkingar vinninginn.
Og þó. Sem þiggjendur menningar
standa þeir sjálfsagt framar en sem
þátttakendur í skapandi starfi held
ég að landsbyggðarlýðurinn standi
þeim síst að baki.
Er þetta þá paradís á jörð, að
búa í litlu krummaskuði úti á landi?
Nei, andskotinn... Að minnsta
kosti er það svo með okkur, sem
höfum haft nasasjón af borgarlíf-
inu, að við viljum halda áfram að
vera þiggjendur í menningunni.
Við fáum líka stundum að hverfa
inn í fjöldann og vera ein (sem
ekki er hægt í fámennu samfélagi),
og margt fleira mætti telja.
Og vinnan
Og þó er ónefndur einn ómetan-
legur kostur þessa stærsta sjávar-
pláss á landinu, umfram flest
hinna. Þar hefur vinnumafían verið
kveðin niður, ef hún hefur
nokkurntíma náð þangað. Hér á ég
við þann hugsunarhátt, sem telur
40 stunda vinnuviku jaðra við at-
vinnuleysi og þy kir sjálfsagt að vinm
a svo lengi og mæta eins snemma
og fyrirtækið óskar. Andskoti,
sem lýsir sér í endalausu og sljóu
púli árið um kring, í skít ogslori, án
nokkurs tilgangs eða tilhlökkunar í
lífinu. Þankagangur, sem nauðgar
ágætu spakmæli um að vinnan
göfgi manninn.
Öðru fremur er ónáttúra þessi
viðloðandi fiskverkun og raunar
allan sjávarútveginn. Það verður jú
að bjarga þeim afla sem á land
berst er viðkvæðið, og það fer sko
enginn heim fyrr en það er búið.
Það er talað um aflann, sem berst,
rétt eins og þar ráði guðlegir kraft-
ar. Kannski að barmafullum
togarakössum skoli upp á bryggj-
una í stórstreymi?
Nei, öðru nær. Hér er einfald-
lega um ríkjandi stefnu kapítalísks
þjóðíélags að ræða, þar sem
atvinnutæki skulu nýtt til fulls með
óhóflegu vinnuálagi og dagvinnu-
kaupi haldið niðri með offramboði
á næturvinnu. Af sama toga er það
svo að öll vinnuaðstaða við þennan
undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar
er lakari en víðasthvar annarsstað-
ar. Meiri áhersla er lögð á launa-
hvetjandi kerfi en manneskjulega
vinnustaði. Með öðrum orðum:
Velmegun landsbúa er að stórum
hluta haldið uppi með vinnudýrum
fiskiðnaðarins.
brjó
Pyrlukanínan
Þessar kanínur skaltu klippa út. Klipptu svo í lín- meö lími eöa límbandi. Láttu svo eyrnaþyrlurnar
una á milli eyrnanna. Þar sem eru brotnar línur skaltu fljúga til jarðarinnar. Kannski er betra aö nota stífari
brjóta. Brjóttu annað eyraö fram og hitt aftur á báö- pappír en er notaður í dagblöö og þá er bara aö nota
um kanínunum. Ýttu flipanum inn fyrir og límdu hann kalkipappírinn góöa.