Þjóðviljinn - 27.08.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Blaðsíða 13
Helgin 27. - 28. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Nola Rae lék meðal annars Hamlet með tveim höndum. arvinnu uppi á landi nálægt alda- mótum og er mjög blandað söngv- um og gelískum minningum frá þeim tíma þegar ágjarnir land- eigendur höfðu nær tæmt Hálöndin af fólki en fyllt með sauðfé í stað- inn. Kannski var þarna á ferðinni einhver skosk Salka Valka sem hefði verið gaman að hafa með sér heim. Góö mistök En semsagt: fyrir mistök lentum við á skökkum stað. En sáum þá í staðinn lokaæfingu á leikriti frá ís- rael sem heitir „Sál gyðings“ eða „Síðasta nótt Otto Weiningers“. Sérkennilegt verk og áhrifasterkt eftir Jesúa Sobol. Weininger var hinn efnilegasti heimspekingur á sinni tíð en framdi sjálfsmorð aðeins 23 ára gamall. Leikritið er svo látið gerast þessa síðustu nótt og rifjast upp fyrir sjálfsmorðingj- anum misheppnaðar tilraunir hans til ásta, deilur um trúmál og síon- isma og sálgreiningu og kvenhatur - Sigmund Freud skálmar um sviðið, August Strindberg kemur í heimsókn. Nokkuð djarft tiltæki reyndar að rifja upp sögu Ottos Weiningers. Hann var gyðingur en fullur með hatur á gyðingdómi, snerist til kaþólsku og formælti hin- um síoníska draumi um gyðingaríki í Palestínu. Þennan fjandskap við eigin frændur (sálfræðin kallar þetta víst sjálfshatur þess, sem get- ur ekki sætt sig við að vera sá sem hann er) blandaðist svo saman við magnað kvenhatur: konan er ekk- ert, karlinn eitthvað, snilligáfan er karlmennskan hrein en konan er órökvís og siðlaus og þar fram eftir götuni. Petta þykir víst ekki góð latína nú á tímum. En það má minna á það, að bók Weiningers „Kynferði og skapgerð" hafði veruleg áhrif á Halldór Laxness um það leyti sem hann var að setja saman Vefarann mikla frá Kasmír. Petta var semsagt vel gerð sýning og áhrifasterk, Doron Tavori af- burðagóður Weininger, og þver- sagnakenndar hugmyndir raktar af mikilli fimi (að svo miklu leyti sem hægt var að fylgjast með enskri þýðingu í öðru eyra meðan hebr- eska glumdi í hinu). Já, hvar skal byrja og hvar skal hætta? Og hefur þó ekki verið minnst einu orði á alla tónleikana og djasshátíðina og myndlistarsýn- ingarnar eða kvikmyndahátíðina, en allt er þetta í gangi í einu. Og sem sagt: hátíðin var rétt að byrja um síðustu helgi.... Herskipalyndi Það er \ langsniðugast að bakka svona inn á höfnina. Uppskera garöávaxta og grœnmetis: Slæmar horfur Að sögn Óla Vals Ilanssonar, garðyrkjuráðunauts Búnaðarfé- lags Islands eru uppskeruhorfur á útiræktuðu grænmeti með þeim allra lökustu sem verið hafa um langt árabil. Á markað hafa komið hvítkál, blómkál og rófur en í litlum mæli og illa þroskað. Af Kínakáli hefur uppskera orðið sæmileg, enda ræktað undir gróðurhlífum en ekki á berangri. Sæmileg uppskera hefur verið á gróðurhúsaafurðum svo sem tóm- ötum, gúrku og papriku. Verulega dregur þó úr sprettu vegna sólar- leysis og trúlega verður því heildar- uppskera þessara afurða minni en í meðal ári. Illt útlit er með kartöflusprettu á Suðurlandi. Til eru þeir kartöflu- bændur, sem telja allar horfur á algjörum uppskerubresti. Bændur á Norðurlandi telja aft- ur á móti að verði tíð sæmileg fram í miðjan sept. muni sumir fá sæmi- lega uppskeru en spretta er þar á- kaflega misjöfn. - Ekki eru taldar líkur á því að nýjar, íslenskar kart- öflur verði á markaði fyrr en upp úr næstu mánaðamótum. -mhg ÞÓRA DAL, AUGLÝSINGASTOFA SF [ tilefni Iðnsýningarinnar í Laugardalshöil og 50 ára afmælis Félags íslenskra iönrekenda fæst, gegn framvísun afsláttarkorta okkar, 10% staögreiðslu- afsláttur á öllum framleiðsluvörum Rafha en 5% ef keypt er á kaupsamningi. Skoðiö Rafha-básinn í Laugardalshöll og fáið afsláttarkort. Gildirtil 5. september 1983. Einstætt tækifæri til að gera góð og hagkvæm kaup á vandaóri, íslenskri framleiðslu. KYNNIO YKKUR VERD OG GÆOI. RAFHA — VÖRUR SEM ÓHÆTT ER AO TREYSTA! ojitmJhi n Verslunin Rafha, Austurveri, Háaleitisbraut 68. Símar: 84445,86035. Hafnarfiörður, símar: 50022, 50023, 50322. Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar h/f verður haldinn í Glóð- inni (efri hæð), Hafnargötu 62, Keflavík, þann 10. september 1983, kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um aukningu hlutafjár. 3. Önnur mál. Sjóefnavinnslan h/f Embætti auglýst laus til umsÓKnar Auglýst eru laus til umsóknar neöangreind tvö embætti: 1) Embætti forstöðumanns Byggingarsjóðs ríkisins. 2) Embætti forstöðumanns Byggingarsjóðs verkamanna. Æskilegt er, að umsækjendur hafi viðskipta- eða hagfræðimenntun. Launakjör eru samkvæmt samningum fjármála- ráðuneytisins við samtök ríkisstarfsmanna. Umsóknir ber að senda til framkvæmda- stjóra stofnunarinnar eigi síðar en föstudaginn 16. september n.k. Reykjavík, 24. ágúst 1983, c§31 IÚMiæðisstofnun ríkisins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.