Þjóðviljinn - 27.08.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 27. - 28. ágúst 1983 Undir grænni torfu.... Framhald af 14. slöu. þúsund talsins, en fbúar Færeyja ekki nema 4 þúsund. Ólavur Riddararós er hliðstæða Ólafs Liljurósar, sem allir íslend- ingar þekkja. En hvernig skyldi nú ungt fólk í dag vilja sýna söguna um Ólav? Strax á fyrsta degi var hafist handa við að skipa í hópa og hver hópur fyrir sig reyndi að gera sér grein fyrir því hvernig hann liti þessa sögu. Við reyndum að fá þátttakendur til að gera upp við sig hvernig þau litu á þjóðtrú af því tagi sem fjallað er um í kvæðinu. Hvað eru t.d. álfar? Það kom í ljós að hér höfðu þjóðirnar mismun- andi sýn. íslendingar, Færeyingar og jafnvel Finnar gátu vel hugsað sér að taka álfatrú alvarlega, en Norðmenn, Svíar og þó einkum Danir, höfðu varla heyrt á slíkt fólk minnst. Einhverskonar samsvör- un, - eitthvað yfirnáttúrlegt eða amk. óskýranlegt þekktu þó flestir. Þegar búið var að kafa ofan í forsendur kvæðisins fór hóparnir smátt og smátt að mynda sér skoð- un á kvæðinu, - búa til grind sem hægt var að byrja að vinna að. Við kennararnir höfðum upphaflega hugsað okkur að vera allar í öllum hópunum til að forðast samkeppni og til að láta hópana starfa eins sjálfstætt og unnt var. Það reyndist þó ógerlegt, við urðum að helga Og hér er hópur með sína útgáfu af kvæðinu um Ólav. hún aftur borin.“ ,Hvít er skjúrtan, væl er hon skorin, í blóði so verður okkur sinn hóp hver, þótt við reyndum að fylgjast með hinum líka. Að pissa á ská Dagarnir liðu hratt í Þórshöfn. Strax fyrstu nóttina í Norðurlanda- húsinu fór hitinn á húsinu upp fyrir lágmark og þá fór brunaboðinn í gang. Við sem inni sváfum urðum ekki varar við neitt, en okkur var sagt daginn eftir, að húsið hefði vælt og ýlfrað og hálf Þórshöfn vaknað. Brunabílar komu á stað- inn, en þeir sem áttu að flýja hugs- anlegan bruna, sváfu fast á sitt græna. Húsið er annars stórkostlegt í einu orði sagt. Að vísu er eitt og Laus staða hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann til eftirtalins starfs. Starfskjör skv. kjarasamningum. • Sjúkraþjálfari óskast að Þjónustuíbúðum aldraðra v/Dalbraut sem fyrst. Um hálft starf er að ræða. Vinnuaðstaða er góð og tækjabúnaður nýr. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðumað- ur í síma 85377 frá kl. 13.00 daglega. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m. a. frá menntun og starfsreynslu auk al- mennra persónulegra upplýsinga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 7. september n. k. Kennarar Vegna óvæntra forfalla vantar kennara við Grunnskólann á Grundarfirði. Um er að ræða almenna kennslu í 3. og 5. bekk (ein staða). Húsnæði í boði. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 93-8619 og 93-8637. Dagmæður eða aðrar húsmæður í Reykjavík og ná- grenni, sem gætu hugsanlega aðstoðað hjúkrunarfólk ríkisspítalanna með börn þess, hafið vinsamlegast samband sem fyrst við umsjónarfóstru í síma 29000 (591) frá kl. 10- 12. Vaktavinna hugsanleg. Reykjavík, 28. ágúst 1983 Ríkisspítalar annað dálítið skrýtið, t.d. eru kló- settin á ská, - það er víst svo smart. En það er hinsvegar ekkert mjög smart fyrir lappalanga karlmenn að sitja á þeim, (að því er mér skilst), því þeir verða helst að setja lapp- irnar upp á vegginn eigi þeir að komast fyrir. Svo fannst okkur líka dálítið undarlegt að á hurðinni inn í gestaálmuna eru tvö skráargöt, annað langt fyrir ofan mannhæð og hitt neðst niðri við jörðina og þykir mér mikið ef einhver gesturinn þarna í húsinu á ekki eftir að lenda í vandræðum að næturlagi við að finna þessi ágætu skráargöt. Húsið er allt úr tré, gólfið ólakk- að(dálítiðóhagkvæmtóneitanlega), risastórir glerveggir, þungt torfþak yfir öllu og gráar steinflísar og steyptir stálvaskar á öllum snyrti- herbergjum. Lýsingin var líka dá- lítið skrýtin - ljósarennur í loftum og kastarar allsstaðar. Ef maður fór í bað fékk maður spotljós á ein- hvern líkamshluta en afgangurinn var í myrkri, gestaherbergin, sem eru 5 talsins auk „svítunnar", eru isannarlega engu lík. Manni fannst maður eiginlega þurfa að vera „special design“ til að geta búið þarna. Gluggatjöldin hvað þá ann- að eru sérhönnuð fyrir húsið og fat- askápurinn er nýtískuleg stálgrind útiámiðjugólfi. Næstþegarégferí Norðurlandahúsið ætla ég að velja mér „garderob“ í stfl við glugga- tjöldin áður en ég fer af stað! Mér leið eins og tröllskessu með galla- buxurnar og lopapeysuna inni í öllu fíniríinu. A milli stífra kennslustunda fengum við að skoða Færeyjar. Við fórum til Klakksvíkur, þar sem bæjarstjórinn tók á móti okkur og á baícaleiðinni var komið við í göml- um færeyskum bæ og borðaður jkvöldmatur. Við fórum einnig til Nólsoyar og ferðuðumst við ýmist siglandi eða akandi á láði og legi. Ég verð að segja að nokkuð er færeyska vegakerfið fullkomnara en hið íslenska. Við fengum líka nasasjón af fær- eyskri myndlist sem er mjög sér- stæð, en sýning á henni stóð uppi í aðalsalnum í Norðurlandahúsinu þegar við komum. Álenskir þjóð- dansarar heimsóttu húsið eitt kvöldið og alltaf var troðfullt í hús- inu, ef eitthvað var um að vera. Höfðu menn á orði að húsið virtist draga til sín Færeyinga jafnt sem ferðamenn. framfðrsla í Norðurlandahúsinum“ Fyrr en varði var þessi vika á enda og við blasti að sýna Færey- ingum afrakstur námskeiðsins - og jafnframt að leyfa þeim að sjá hvernig hið nýja hús hæfir uppá- komum af þessu tagi. Það var talsvert stress í mann- skapnum þegar síðasti dagurinn rann upp. Akveðið var að hafa tvær sýningar á hinum þremur mis- munandi útgáfum af ,,Ólavi“, þar sem fyrirsjáanlegt var að aðsókn yrði mikil og við vildum ekki fá yfir 300 manns á sýningu. Hver blettur í húsinu var nýttur fyrir æfingar þennan síðasta dag og öll önnur kennsla var felld niður. Þess á milli var útvarp, sjónvarp og blaðamenn sífellt að trufla okkur. Gerður var langur þáttur í útvarpinu um nám- skeiðið og blöðin skrifuðu öll mik- ið um það. Við báðumst hinsvegar undan því að danska sjónvarpið tæki upp alla sýninguna. Nóg var samt lagt á krakkana. Hver hópur fyrir sig nýtti sinn hluta af húsinu. Fyrsti hópurinn ætlaði að sýna í aðalsalnum, annar hópurinn í „gryfjunni" með áhor- fendur í aðalsalnum, en þá þurfti að renna til hliðar risastórum vegg sem skilur aðalsalinn frá „gryfj- unni“. Síðasti hópurinn lék svo ein- göngu í gryfjunni, en sneri leiksvæðinu við. Með þessu móti gátu áhorfendur séð hvernig hægt er að nýta húsið og hver sýning fékk ákveðið sérkenni. Er skemmst frá því að segja að þetta tókst með miklum ágætum. Sýningarnar voru ákaflega ólíkar, tónlist var mikil hjá öllum hópun- um og tungumálaerfiðleikarnir miklu minni en ætla mátti. Fullt var á sýningunum og undirtektir mjög góðar. Á eftir voru svo ræðuhöld og allskyns afhendingar. Við kenn- ararnir fengum hver sína myndina af okkur. Tvær færeyskar stúlkur höfðu eytt síðustu nóttinni í að gera af okkur risastórar klippmyndir. Og víst er að Færeyingar eru slung- nir myndlistarmenn. Það sýndu þessar myndir greinilega. Löng kveðjustund Og þá var ekki annað eftir en að kveðja alla og Færeyjar. Sú kveðjustund dróst þó heldur betur á langinn. Megnið af nemendunum átti að fara fljúgandi heim, til Kaupmann- ahafnar og þaðan til Svíþjóðar, Finnlands eða hvert sem heima- landið var. Þegar krakkarnir voru komin alla leið til Vágar, þar sem flugvöllurinn er, var ekki hægt að lenda vegna þoku. Þau voru sett þar inn á hótel. Við Helga, sem áttum að fljúga heim til íslands sama daginn, fórum hins vegar aldrei af stað frá Þórshöfn, vegna þess að vélin fór aldrei að heiman. Þarna máttum við dúsa í þrjá daga og krakkarnir sömuleiðis. Þau voru allan tímann á hótelinu í Vág- ar, en við bjuggum aleinar tvær undir græna þakinu í Norðurlanda- húsinu. Og við urðum svo myrk- fælnar að við fluttum okkur saman í svítuna síðustu nóttina. Þegar loksins leit út fyrir að hægt yrði að fljúga fórum við út á Vágar og hittum allan hópinn okkar, sem var orðinn ansi langeygur eftir rúminu sínu. SAS-vélunum tókst loks að lenda og rífa sig upp með allt liðið um leið og völlurinn lok- aðist aftur vegna þoku og engin vél kom frá íslandi. Og við máttum dúsa eina nótt enn í Færeyjum, nú á Hótel Vágar. Það urðu því íslensku nemend- urnir sem höfðu vit á því að fara heim með „Norröna" sem urðu þrátt fyrir allt fyrstir heim. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Kópavogshælið Sjúkraþjálfari óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, sími 41500 Vífilsstaðaspítalinn Sjúkraþjálfari óskast til afleysinga í sept- ember mánuði. Upplýsingar veitir yfir- sjúkraþjálfari sími 42800. Kleppsspítalinn Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú í september eða eftir samkomulagi. Upplýs- ingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. iStarfsmenn óskast til eldhússtarfa frá 1. september eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir matráðskona, sími 38160. Reykjavík, 28. ágúst 1983 Sveitarstjórastarf Staða sveitarstjóra í Suðureyrarhreppi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. Nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í síma 94-6122 og oddviti í síma 94-6170. Hreppsnefnd Suðureyrar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.