Þjóðviljinn - 27.08.1983, Blaðsíða 3
Mikil
rósasýning
\í Reykjavík
Hvað
er líf
án
rósa?
r4iJ3£
Helgin 27. - 28. ágúst 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 3
Ó mín rósin rjóð - verst að geta ekki birt myndina í lit, en ekki skortir litadýrðina á rósasýningunni í
Blómavali þessa dagana.
Alþingi verði
kvatt saman
„Þingflokkur Alþýðuflokksins skorar
á ríkisstjórnina að skipa nú þegar starfs-
hóp með aðild stjórnmálaflokka, lán-
astofnana og áhugamanna um úrbætur í
húsnæðismálum, til þess að samræma
tillögur um lausn á neyðarástandi
þeirra, sem nú eru að koma sér upp
húsnæði."
Svo segir í ályktun Þingflokks Al-
þýðuflokksins sem gerð var í gær. Þar
segir ennfremur að: „f ljósi þess alvar-
lega ástands sem skapast hefur í
húsnæðis- og kjaramálum ítrekar þing-
flokkur Alþýðuflokksins þá skoðun
sína, að stjórnvöldum sé ekki lengur
stætt á því að hafna kröfu stjórnarand-
stöðunnar um að Alþingi komi saman
til þess að aflétt verði hið fyrsta ríkjandi
neyðarástandi."
Rósasýning mikil var opnuð í
versluninni Blómaval í gær og verð-
ur hún opin fram á sunnudag. Þeir
sem daprir eru orðnir yflr veðrinu,
efnahagsástandinu eða annarri
óáran sem hina íslensku þjóð hrjá
um þessar mundir, geta nú gleymt
sér um stund við angan fagurra
rósa og glatt augað.
Þarna eru sýndar afskornar rósir
af mörgum gerðum. Ingimar Sig-
urðsson, brautryðjandi rósaræktar
hér á landi, sýnir 18 tegundir rósa,
nýjar tegundir frá Hollandi hafa
verið fluttar sérstaklega til landsins
og þarna gefur einnig að líta 10-15
fallegustu garðrósir Iandsins.
-ast
I .......... .........
Edda Þórarinsdóttir í hlutverki í
Lokaæfingu Svövu Jakobsdóttur.
Þjóöleikhúsiö:
Fyrsta
frumsýning
ií Færeyjum
í morgun átti hópur frá
Þjóðleikhúsinu að fara til Færeyja
þar sem hann ætlar að frumsýna
leikrit Svövu Jakobsdóttur
Lokaæfíngu. Þetta verður þannig
fyrsta frumsýning vetrarins og fer
fram í nýja Norðurlandahúsinu í
Þórshöfn. Þar verða tvær til þrjár
sýningar í boði Norðurlandahúss-
ins og er raunar förin farin
Þjóðleikhúsinu að kostnaðarlausu
þar sem færeyska landstjórnin
styrkir fyrirtækið.
Seinna á svo að sýna þetta á litla
sviðinu. Það eru Edda Þórarins-
dóttir, Sigurður Karlsson og Sigrún
Edda Björnsdóttir sem leika en
leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir.
Leikmynd og búninga gerir Birgir
Engilberts og Ásmundur Karlsson
stjórnar lýsingu.
íslenskir bridgespilarar hafa aldrei
fengið tækifæri sem þetta:
Við efnum til viku skemmtisiglingar með M.S. Eddu og skipuleggjum tvö
stórmótum borð, þar sem spilað er um ein hæstu verðlaunsemsögurfaraaf
í íslenskri bridgesögu 160.000 kr.
■ Tvímenningskeppni ■ Viðkoma i Bremerhaven og Newcastle
■ Sveitakeppni ■ Lúxus aðbúnaður
■ Bridgenámskeiö ■ Verð aðeins kr. 7.800 pr. farþega
í tveggja manna klefa.
■ Valkostur: 2ja nátta hótelgisting í Newcastle án aukakostnaðar.
Upplýsingar og pantanir hjá Samvinnuferðum-Landsýn í Reykjavík og hjá
umboðsmönnum um land allt.
Spilið rétt úr draumahöndinni,
- tryggið ykkur þátttöku í tíma.
Samvinnuferdir- Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899