Þjóðviljinn - 30.08.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 30.08.1983, Síða 11
Þriðjudagur 30. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Norræn ráðstefna í Borgarnesi: Iðnþróun í strjálbýli Iðnþróun í strjálbýli er verkefni norrænnar ráðstefnu, sem haldin er í Borgarnesi dagana 29.-31. ág- úst. Þar hittast í fyrsta sinn og bera saman reynslu sína þeir aðilar á Norðurlöndum, sem af opinberri hálfu vinna að eflingu iðnaðar og sjá um tækniþjónustu og ráðgjöl utan stórborgasvæðanna. Á Norðurlöndunum öllum er nú unnið að því og talið aðkallandi að auka fjölbreytni atvinnulífsins í strjálbýli og þá fyrst og fremst með því að efla iðnað og fjölga smáfyr- irtækjum. Mikilvægur liður í þess- ari viðleitni er að veita hagræna og tæknilega ráðgjöf og upplýsingar á sviði framleiðslu og rekstrar. Þótt vissir þættir séu sameigin- legir er samt mjög ólíkt eftir lönd- unum hvernig staðið er að iðnþró- un og tækniþjónustu á lands- byggðinni, hver annast hana og á hvaða verkefni mest áhersla hefur verið lögð. Er þess því vænst, að samanburður, skoðanaskipti og e.t.v. áframhaldandi samvinna á þessu sviði verði öllum að gagni. Samstarfsnefnd um iðnráðgjöf í landshlutunum (SIL) stendur að ráðstefnunni af íslands hálfu og skipuleggur hana, en formaður SIL er Hörður Jónsson, framkvæmda- stjóri Þróunardeildar Iðntækni- stofnunar fslands. Á ráðstefnunni verða flutt nokkur erindi frá hverju landi,en síðan unnið í hópum. Hópverkefni verða um tækniþjón- ustu við smáfyrirtæki, atvinnuþró- un og stofnun fyrirtækja, nýsköpun og dreifingu tækniþekkingar og um iðnvæðingu í dreifbýli. Einn hóp- urinn mun sérstaklega taka fundar,- staðinn, Borgarnes, fyrir sem dæmi og ræða skilyrði til iðnvæðingar í bæ af þeirri stærð. Strengja- sveitin á snældu Út er komin 60 mínútna króm- snælda í dolby með Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík. Stjórnandi er Mark Reedman. Helstu verk á snældunni eru „Ant- ice Danze ed Arie“ eftir Respighi og „Simple Symphony“ eftir Britten, einnig verk eftir Hindemith og Purcell. Verkin eru flest þau sömu og sveitin lék í alþjóðlegri tónlistar- keppni strengjasveita í Belgrad í Júgóslavíu sl. sumar en þá hafnaði Strengjasveitin í 4. sæti og vakti mikla athygli fyrir frammistöðuna. Grænlands- sýning framlengd Sýningin Norrænt landnám og búseta til forna á Grænlandi, sem staðið hefur yfir í Norræna húsinu, hefur verið framlengd um þrjá daga. Henni átti að ljúka sl. helgi en vegna gífurlegrar aðsókn- ar hefur verið ákveðið að hún fái að vera uppi í sýningarsölum hússins til miðvikudagsins 31. ágúst. Sýn- ingin er opin daglega frá kl. 14-19. - BELTIÐ SPENNT UíZF FERÐAR Ljóðrænt ferðalag Ingibjörg Haraldsd. skrifar um kvikmyndir Annar dans (Andradansen) Svíþjóð 1982 Stjórn: Lárus Ýmir Óskarsson Handrit: Lars Lundholm Kvikmyndun: Göran Nilsson, Jan Pehrsson Tónlist: Jan Bandell Aðalhlutverk: Kim Anderzon, Lisa Hugoson. Sá sem hvorki syndir né dansar getur ekki elskað - eitthvað á þessa leið mælir Jo, önnur aðal- persónan í mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar, Annar dans. Anna - hin aðalpersónan - dansar ekki fyrren undir lok myndarinnar, en þá dansar hún á eftirminnilegan hátt við mállausan föðurbróður sinn úti fyrir bernskuheimili sínu í Norður-Svíþjóð. Þar lýkur sam- fylgd þeirra Jo og Önnu eftir við- burðaríkt ferðalag. Myndin segir frá þessu ferða- lagi og lýsir samskiptum þessara tveggja ólíku kvenna innbyrðis og viðureign þeirra við karlpen- ing ýmsan sem á vegi þeirra verð- ur. Ólíkar eru þær svo sannarlega. Anna er kona sem víða hefur flækst og margan skellinn hlotið, hún fyrirlítur sjálfa sig innilega og hefur komið sér upp harðri skel til að sigla á í lífsins ólgusjó. Jo er yngri en Anna og uppfull af „ljóðrænum grillum" - hún skoðar lífið, yrkir unt það, ljós- myndar það og tekur það upp á snældu. Hún er semsé á andlega, listræna sviðinu, en Anna er á því holdlega og hversdagslega. Jo er heiðarleg og hreinskiptin; Anna er þjófóttur klækjarefur. Jo skoðar veruleikann einsog gestur á sýningu; Anna er partur af veruleikanum. Kannski sést þetta best í einu atriði myndarinnar þar sem þær aka fram á dýr sem liggur helsært á veginum. Jo þjáist með dýrinu og fílósoferar um þjáninguna, en Anna nær sér í verkfæri og bindur endi á þjáningar dýrsins í eitt skipti fyrir öll, án þess að fjölyrða um það. Tilgangur þeirra með ferðinni er einnig ólíkur. Jo ætlar „eins langt norður og hægt er að kom- ast“, hún er að safna í reynslusjóð sinn. Anna er hinsvegar á leið heim til föður síns, sem býr á eyðilegum stað í Norrland. Þar virðist hún eiga von á peningum, en auk þess má af ýmsu ráða að hún sé að leita að sjálfri sér, upp- runa sínum, einhverri haldfestu í lífinu. Á leiðarenda kemur í ljós að faðir hennar er dáinn og bernskuheimilið þakið kóngu- lóarvef - og Anna dansar. Það virðist liggja beint við að ætla að þarmeð sé Anna frjáls, laus úr viðjum fortíðarinnar, ný mann - eskja.Endirinn sjálfur gefur þó annað til kynná: eftir að hafa kvatt Jo, sem heldur áfram norður í bílnum sínum, dregur Anna upp kveikjara sem hún stal af vinkonu sinni, kveikir sér í sígarettu með skelmislegu glotti og húkkar sér svo far suður á bóg- inn aftur. Kannski verður henni ekki við bjargað. Þessi endir er tíundaður hér vegna þess að í mínum huga er hann dæmigerður fyrir margt sem gengur einhvernveginn ekki upp í þessari mynd. Það er einsog sam- henginu sé stundum fórnað fyrir skemmtileg atriði - þetta með kveikjarann er t.d. óneitanlega fyndið, eftir það sem á undan var gengið. En það ruglaði mig í rím- inu. Kannski var það einmitt ætl- unin? Kannski var ætlunin að segja sem svo í lokin: ekki er allt sem sýnist, og dansinn skipti engu máli. Samt er nafn myndar- innar einmitt dregið af þessum dansi. Ég hika ekki við að skrifa það sem að mínu viti er skortur á sam- hengi í sjálfri frásögninni á reikning handritshöfundarins. Mér finnst það líka vera honum að kenna að myndin er ekki frumlegri en hún er. Það hafa satt að segja verið gerðar afskaplega margar kvikmyndir um svipað efni - þær eru kallaðar „road mo- vies“ í Ameríku og fjalla yfirleitt alltaf um rótlaust fólk sem flækist unt þjóðvegina í leit að sjálfu sér. Fyrir nokkrum árurn var gerð heimsfræg mynd í Sviss um tvær konur sem hittast af tilviljun og ferðast saman í bíl og lenda í æv- intýrum - myndin heitir Messidor og er eftir Álain Tanner. Nú er að sjálfsögðu lítil sann- girni fólgin í því að heimta að hver ný kvikmynd fjalli um eitthvað sem aldrei hefur verið fjallað um áður - þá væru senni- lega ekki framleiddar margar kvikmyndir í veröldinni. Ég nefni þetta hér aðeins vegna þess að mér fannst eitt og annað í mynd- inni minna mig alltof mikið á eitthvað sem ég hafði séð áður, í öðrum myndum. Og það skrifa ég, sem fyrr segir, á reikning Lars Lundholm, sem samdi handritið. Þegar hugað er að úrvinnslu handritsins verður annað uppi á teningnum. Lárus Ýmir-Óskars- son hefur áður sýnt að hann kann fyrir sér í leikstjórn, og Annar dans ber vott um kunnáttu og hæfileika sem mesta goðgá væri fyrir okkur að missa í hendurnar á Svíum. Hér er greinilega kom- inn maður sem kann þetta fræga myndmál sem allir eru að tala um, þennan galdur að láta myndavélina tala, búa til nýjan veruleika úr ljósi og skuggum, tali og tónum. Til liðs við sig hef- ur hann fengið mjög góða kvik- myndatökumenn og tvær önd- vegisleikkonur - og ekki má gleyma hljóðmönnunum. Margir hafa sagt um þessa mynd að hún sé ljóðræn, og undir það tek ég heils hugar. Ljóðræn- an finnst mér fyrst og fremst koma fram í samspili kvikmynda- vélar, leiks og leikhljóða, en mun síður í því sem sagt er í myndinni. Samtölin virðast eiga að vera ljóðræn, stundum minna þau dá- lítið á leikhús fáránleikans, en mér fundust þau oft á tíðum þvinguð og klaufaleg og ansi mik- ið út í hött í því ljóðræna and- rúmsíofti sem skapað hafði verið eftir öðrum leiðum. Þetta kemur þó ekki eins ntikið að sök og ætla mætti vegna þess að samtölum er stillt í hóf, það er ekki mikið talað í myndinni. Kint Anderzon gerir Önnu á- kaflega góð skil og skapar eftir- minnilega persónu, þrátt fyrir vankanta handritsins. Lisa Hugo- son er líka sannfærandi í hlut- verki Jo, og samleikur þeirra oft frábær. Það hvarflar að manni hvort þær séu ekki í rauninni að leika tvær hliðar á sömu konunni - en þann túlkunarmöguleika læt ég væntanlegum áhorfendum eftir að glíma við. Þrátt fyrir nokkra augljósa hnökra sem hér hefur verið tæpt á, er Annar dans kvikmynd sem gaman er að sjá. Hún er notalega fyndin á köflum og sum atriðin reyndar sprenghlægileg - og svo er hún einstaklega fallega tekin á svart-hvíta filmu. Full ástæða er til að óska Lárusi Ými til ham- ingju með hans hlut í þessari ntynd, og jafnframt skal látin í ljós sú von að hann fái sent fyrst tækifæri til að gera kvikmynd hér heima. ih. Lisa Hugoson og Kim Anderzon í hlutvcrkum kvennanna. í aftursæt- inu rövlar íslenska fyllibyttan, leikin af Sigurði Sigurjónssyni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.