Þjóðviljinn - 15.09.1983, Qupperneq 1
DJQÐVIUINN
„Maður skorar
svona mark bara
einu sinni á
ævinni”. Stórgóðir
leikir íslensku lið-
anna í Evrópu-
keppnunum í
knattspyrnu.
Sjábls. 10-11
september 1983
fimmtudagur
208. tölublað
48. árgangur
RISIÐ UPP!
Takið þessu
ekki þegjandi,
sagði
Einar Olafsson,
formaður SFR,
í mötuneyti
Landspítalans
í gær
- Takiö þessu ekki þegjandi,
taliöviö vinnufélagana, rísið
upp og verjiö starfiö ykkar og
þjóðfélag samhjálpar og
samneyslu, sagði Einar
Ólafsson formaöur SFR á
vinnustaðafundi í mötuneyti
Landspítalans í gær meö
starfsfólki mötuneyta
ríkisspítalanna. Hann ásamt
Aöalheiöi Bjarnfreðsdóttur,
Esther Jónsdótturog Kristjáni
Thorlacius geröu grein fyrir
harkalegum viðbrögðum
stéttarfélaganna viö
útboöshugmyndum
ríkisstjórnarinnar.
„Á fundinum í gær gerði fulltrúi
ríkisvaldsins grein fyrir hugmynd-
um ríkisstjórnarinnar um útboð á
þjónustu mötuneyta spítalanna.
Sagði hann að ákveðið hefði verið
að bjóða þennan hluta þjónustunn-
ar einsog ýmsa aðra þætti
heilbrigðisþjónustu sjúkrahúsanna
út á frjálsum markaði. Útboðs-
frestur væri mánuður og ef stjórn-
ananefnd ríkisspítala teldi sig fá
hagstætt tilboð sem fullnægði kröf-
um kæmi til uppsagna starfs-
fólksins.
Hamborgarafundur Alberts ber árangur
Pétur í Aski að
fá sjúkrafæðið?
Hefur þegar fest kaup á tækjabúnaði
Pétur Sveinbjarnarson hamborgarasali og fjármálamaður hefur fest
kaup á tækjaút búnaði sem gerir kleift að fjöldaframleiða máltíðir fyrir
stofnanir einsog sjúkrahús. Pétur Svcinbjarnarson hefur um áraraðir
verið náinn samstarfsmaður Alberts Guðmundssonar í
Sjálfstæðisflokknum. A kosningafundi Alberts fjármálaráðherra í
Háskólabíói í apríl sl. gaf Pétur viðstöddum tvö þúsund hamborgara frá
Aski.
Gluggakarmar í Seðlabankahúsið
Aðallega innflutnlngur
„Gluggar og klæðning á húsið
verður væntanlega boðin út í
einu lagi og ég tel allt benda til
þess að efniviðurinn verði
keyptur erlendis frá”, sagði
Stefán Þórarinsson starfs-
mannastjóri Scðlabankans scm
jafnframt á sæti í bygginga-
nefnd Seðlabankahússins.
Stefán sagði að stutt væri í
að bygginganefndin sendi frá
sér útboðsgögn. „Hins vegar er
ljóst að við munum kaupa af
innlendum aðila þó að efnið
verði framleitt erlendis. Vinnan
verður svo auðvitað unnin af is-
lenskuin aðilum enda skýr fyrir-
mæli um það frá stjórn bank-
ans”, sagði Stefán að lokum.
-hól
í frétt í Þjóðviljanum frá 24. ág-
úst sl. segir að fyrirtækið Veitinga-
maðurinn hafi fest kaup á svoköll-
uðu RS Thermic matreiðslukerfi
sem mikið sé notað erlendis.
Ekki sérhæft fólk
Haft er eftir Pétri Sveinbjarnar-
syni að ekki þurfi að ráða sérhæft
fólk til starfa í mötuneytum og að
fyrirtæki og stofnanir gætu sparað
sér stórar upphæðir sem annars
færi í „kostnað við eldhús í sér-
hönnuðum eldhúsum á vinnu-
stað”.
Pétur Sveinbjarnarson veitinga-
húsaeigandi sagði í viðtalinu að
verð hverrar máltíðar færi eftir
hversu margar máltíðir stofnanir
og fyrirtæki keyptu.
Starfsfólk á sjúkrahúsunum hefur
miklar áhyggjur af hugsanlegum
atvinnumissi ef til útboða ríkis-
stjórnarinnar kemur.
-óg/ór
Uppsagnir vofa yfir
hundruðum
starfsmanna
ríkisspítalanna.
Hvað segja
starfsmenn sjálflr
um fyrirætlanir
Alberts
Guðmundssonar?
Blaðrið í Steingrími
Hermannssyni
forsætisráðherra:
„Óheppilegt slys”,
segir jón
Sigurðsson,
forstjóri
Járnblendiverk-
smiðjunnar.
Fulltrúar stéttarfélaganna Sókn-
ar, Starfsmannafélags ríkisstofn-
ana og formaður BSRB lýstu yfir
harðri andstöðu við þessar hug-
myndir.
Starfsfólkið á fundinum og for-
ystumenn stéttarfélaganna lýsti
yfir vantrú sinni á að einkaaðili úti í
bæ gæti sinnt þeirri þjónustu einsog
eldhúsin og mötuneytin gera nú,
þarsem bæði þarf að| koma til
reynsla og sérþekking, enda þarfir
sjúklinga fyrir fæði mjög mismun-
andi.
Aðalheiður, Einar og Kristján
undirstrikuðu að hér væri á ferð-
inni framhald þeirra árása á laun
almenns launafólks og engu væri
líkara heldur en ríkisvaldið sæi
ekki nema eina leið til sparnaðar:
ráðast á lægst launaða fólkið í
landinu.
Þau sögðu að hér væri á ferðinni
tilraun til að taka samneyslu upp-
ræta, samneyslu og færa „bisniss”
sjónarmið til vegs. Hér væri ekki
um sparnaðarsjónarmið að ræða,
vegna þess að hugsanlegir einkaað-
iljar myndu leggja útí starfsemina
vegna gróðans eins.
Um þetta væri pólitískur á-
greiningur í þjóðfélagjnu og bentu
þau á að heilbrigðisþjónusta ís-
lendinga væri annáluð fyrir gæði og
spurðu hvort einhverjir vildu
pylsusala og hamborgarabraskara
til að sinna líknar- og samhjálpar-
störfum í heilbrigðisþjónustunni?
Bentu þau einnig á að það væri
kreppa í landinu og hver hefði efni
á að kaupa þessa starfsemi?
-óg