Þjóðviljinn - 15.09.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.09.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. september 1983 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 Skipverji skal ekki missa neins í Um miöjan nóvember á síöasta ári var kveðinn upp dómur í aukadómþingi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu af Jóni S. Magnússyni fulltrúa á sýslu- skrifstofunni í Stykkishólmi, þar sem útgerðarfélagið Lóndrangar hf. sem gerði út skuttogarann Lárus Sveinsson frá Ólafsvík sem nýverið hefur veriðseldurtil Vestmannaeyja var dæmt til að greiða stefnanda Kristjáni Ríkharðssyni háseta á togaranum skaðabætur og málskostnað vegna háseta- hlutar sem dreginn var af launum hans meðan hann var rúmfastur vegna veikinda. Dómurinn féllst í einu og öllu á kröfur stefnanda gegn útgerðinni og er hér um ótvíræðan skilning að ræða á réttindum sjómannatil laugagreiðslna í veikindum og að sögn Bárðar Jensson formanns verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík mun þessi dómur verða sjómannastéttinni allri til góða og því rétt að kynna lesendum forsendur hans og niðurstöður. „Ef skipverji verður óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla, sem hann verður fyrir meðan á ráðningartíma stendur, skal hann eigi missa neins í af launum sínum í hverju sem þau eru greidd, svo lengi sem hann er óvinnufær af framangreindum ástæðum, þóekki lengur en tvo mánuði...“ Þetta ákvæði 18 gr. kjarasamnings Sjómannasambandsins og LIÚ var að fuilu virt við dómsúrskurð. launum á meðan hann er óvinnufær Dómur í stefnu sjómanns gegn útgerðarfélagi um rétt til aflahlutar í veikindum Stefnandi var skipverji á Lárusi Sveinssyni en veiktist og útgerð togarans neitaði að borga samkv. aflahlut þann tíma sem hann átti í veikindum. Málsástæður stefnanda: Stefnandi starfaði sem háseti á m/b Lárusi Sveinssyni SH-126, sem er skuttogari af minni gerd í eigu stefnda, og var lögskráður sam- kvæmt lögskráningarvottorði á •skipið „árið 1981“. Samkvæmt læknisvottorði veiktist stefnandi þann 17. október 1981 og var óvinnufær til 17. janúar 1982. Stefnandi fær laun í veikindum sín- um samkvæmt lögum nr. 49/1980, en þó að frádreginni veiðiferðinni frá 8.11 - 19.11 1981. Sú veiðiferð er dregin af kaupi hans með þeim rökum, að um hafi verið að ræða frítúr, en á skipi stefnda, Lárusi Sveinssyni SH-126, tíðkast það fyrirkomulag, með heimild í kjar- asamningi Sjómannasambands ís- lands, að skipverjar taki frí fjórðu hverja veiðiferð að jafnaði. Því er mótmælt af hálfu stefnanda, að hann hefði tekið sér launalaust frí veiðiferðina 8.11 - 19.11. 1981, m.a. vegna þess, að hann hafði ver- ið veikur frá því 17.10 1981, og ef honum hefði verið batnað þann 8.11. 1981 hefðihann aðsjálfsögðu farið veiðiferðina, sem hófst þann dag. A það er bent af hálfu stefnanda, að réttur sjómanns til þess að taka sér launalaust frí 4. - 5. hverja ^veiðiferð, sé algerlega á valdi sjó- mannsins sjálfs, sbr. 24. gr. kjara- samnings, enda sjáist það í fram- lögðum skjölum, að stefnandi hafi tekið sér launalaus frí óreglulega. Það sé alls ekki á valdi útgerðar- manns að ákveða hvenær sjómaður tekur launalaust frí, enda yrði það hættuleg regla, ef útgerðarmenn gæta ráðið því að geðþótta. Sýknukrafa stefnda Stefndi byggði sýknukröfu sína á því, að honum bæri ekki að greiða stefnanda forfallakaup, nema sem nemur þeim vinnutekjum, sem stefnandi missti af vegna forfall- anna, þannig að stefnandi verði eins fjárhagslega settur óvinnufær og hann hefði orðið vinnufær. Þetta hafi stefndi gert og því eigi stefnandi engar frekari kröfur á hendur honum um frekari greiðslur vegna forfallanna og því beri að sýkna hann, stefnda. Stefnda varð tíðrætt um túlkun á 18. gr. sjómannalaganna. Tilgang- urinn væri sá að gera sjómanni sem forfallast hefur, kleift að sjá sér og sínum farborða. Þarna væri um samhjálparsjónarmið að ræða, að hjálpa þeim sem vegna slyss eða veikinda gætu ekki bjargað sér sjálfir um stundarsakir. í gegnum tíðina hefði þróunin orðið sú að óvinnufærum væri gert jafn hátt undir höfði og vinnufærum, þótt langt væri í það að ekki verði lengur gerður munur þar á. Það sé því algjörlega andstætt þessum grundvallarsjónarmiðum að álíta, að 18. gr. sjómannalaga veiti sjó- manni, sem forfallast hefur, fjár- hagslegan ábata af því að forfallast, þannig að hann fái greidd vinnu- laun í formi forfallakaups fyrir tímabil, sem hann hefði hvort eð er ekki unnið, og þar af leiðandi eng- ar tekjur haft, hefði hann verið vinnufær. Ákvæði, sem fæli í sér slíka mismunun væri andstæð al- mennri réttarvitund og fæli í sér ósanngjarna og óeðlilega niður- stöðu, þegar tillit er tekið til til- gangs laganna, að bæta rétt óvinnufærra sjómanna og reyna að færa hann til jafns við rétt vinnu- færra til launagreiðslna, smátt og smátt. Kröfugerð Kröfur stefnanda í umræddu máli voru þær að Lóndrangar greiði skuld að fjárhæð 5.695.60 auk 37% ársvaxta frá 1. desember 1981 til stefnubirtingardags, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist máls- kostnaðar samkvæmt gjaldskrá lögmanna eftir málskostnaðar- reikningi. Loks er krafist að viður- kenndur verði sjóveðréttur í m/b Lárusi Sveinssyni SH-126 fyrir öllum tildæmdum fjárhæðum. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig: Hásetahlutur veiðiferðina 8.11- 19.11 1981 kr. 4.381,37. Neta- mannshlutur að auki kr. 876,27. Orlof 8,33% kr. 437,96. Samtals kr. 5.695,60. Dómkröfur stefnda eru: 1. að stefndi verði sýknaður af öllum dómkröfum stefnanda, 2. að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt gjaldskrá lögmanna, 3. að málskostnaður verði felldur niður tapi stefndi málinu. Dóms- niðurstöður í niðurstöðum dómsins segir m.a. að af gögnum málsins megi ráða að stefndi hafi tekið sér launa- laus frí óreglulega. í 24. gr. kjara- samnings Sjómannasambands fs- lands og Landssambands íslenskra útvegsmanna frá 25. febrúar 1981, og gilti á umræddum tíma, segir m.a.: „Skipverjar skulu eiga rétt á fríi fjórðu hverja veiðiferð“. Samn- ingsákvæði þetta ber að skilja svo, að það sé á valdi skipverja sjálfra, hvort þeir taka sér þetta frí eða ekki. Gegn mótmælum stefnanda, sem heldur því fram, að hann hefði ekki tekið sér frí veiðiferðina 8. nó- vember-19. nóvember 1981, verð- ur fullyrðing stefnda um hið gagn- stæða ekki talin hafa sönnunar- gildi. Yfirlýsing stefnanda er einnig studd þeim rökum, að stefnandi hafði verið veikur frá 17. október 1981, og því fullyrt af hans hendi, að hann hefði farið í veiðiferðina, sem hófst 8. nóvember 1981, ef hann hefði þá verið orðinn heill heilsu. Túlkun þessi er í samræmi við ákvæði 3. mgr. 18. gr. laga nr. 67/1963, sbr. lög nr. 49/1980, sem hér eiga við, en þar segir m.a.: „Ef skipverji verður óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla, sem hann verður fyrir meðan á ráðningar- tíma stendur, skal hann eigi missa neins í af launum sínum, í hverju sem þau eru greidd, svo lengi sem hann er óvinnufær af framan- greindum ástæðum, þó ekki lengur en tvo mánuði.“ Röksemd stefnda alfarið hafnað Röksemdum stefnda hér að framan er hafnað, og hugleiðingar hans um hlutverk styrktar- og sjúkrasjóða sjómannafélaganna eru óháðar rétti sjómanna til launa í veikinda- og slysatilfellum. Samkvæmt ofangreindri rök- leiðslu og staðhæfingum stefnanda verða kröfur hans teknar til greina að öllu leyti, en af hálfu stefnda hefur því verið iýst yfir, að ekki sé tölulegur ágreiningur um fjárhæðir stefnukrafna. Það ber því að dæma stefnda til þess að greiða stefnanda kr. 5.695,60 auk 37% ársvaxta frá 1. desember 1981 til stefnubirting- ardags, hinn 21. júní 1982, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Samkvæmt þessum lúrslitum ber að dæma stefnda til þess að greiða stefnanda máls- kostnað, sem ákveðst kr. 7.605,- samkvæmt máiskostnaðarreikn- ingi, sem stefnandi hefur lagt fram í málinu. Viðurkenndur og staðfest- ur er sjóveðréttur í m/b Lárusi Sveinssyni SH-126 fyrir öllum til- dæmdum fjárhæðum. Enn óuppgert Dómi þessum bar að fullnægja innan 15 daga frá birtingu. Lón- drangar h/f áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar en í sumar synjaði Hæstiréttur áfrýjunarleyfi. Dóms- skuldin var þá komin upp í tæpar 19 þúsund krónur og óskaði lög- mannsskrifstofa stefnanda upp- boðs á b/v Lárusi Sveinssyni vegna skuldarinnar. Síðast þegar blaðið hafði spurnir af hafði ekki tekist að innheimta skuldina hjá Lóndröng- um, en útgerðarfyritækið hefur ný- lega selt skuttogarann Lárus Sveinsson til útgerðaraðila í Vestmanneyjum. „Þrátt fyrir það er þessi dómur mikill réttlætissigur og fullvíst að hann á eftir að koma allri sjó- mannastéttinni til góða þegar svip- aðar aðstæður koma uppá í fram- tíðinni“, sagðir Bárður Jensson formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík. Það var Viðar Már Matthíasson hdl. á lögmannsskrifstofu Arn- mundar Backmans sem flutti mál stefnanda gegn Lóndröngum h/f. ->g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.