Þjóðviljinn - 16.09.1983, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN
Kaupmennirnir
kvartaekki núna.
Viðtöl og frásagnir
við verkafólk í
BÚR.
Sjá 8
september 1983
föstudagur
209. tölublað
48. árgangur
SÁÁ-húsið: Arkitektinn
og formaðurinn stofna innflutningsfyrirtæki
„Er þetta
kannski
þeirra
tilboð?4í
segir Asgeir Guðmunds-
son húsgagnaframleiðandi
„Það hefur auðvitað vakið athygli okkar sem störfum við það að
framleiða íslensk húsgögn að aðilar sem hafa ákvarðanavald yfír
jafn mikilvægu máli og því að ákveða hvað verði keypt í hina nýju
sjúkrastöð, skuli alveg nýlega hafa staðið að stofnun fyrirtækis sem
hefur það að markmiði að selja og flytja inn húsgögn og innrétting-
ar.
Það fínnst mér óeðlilegt. En þessir aðilar bjóða samt ekki í
verkið, eða hvað? Er þetta kannski þeirra tilboð?
Við höfðum fullan hug á því að bjóða í verkið, en við höfðum
ekki mikið svigrúm til þess né heldur aðrir íslenskir aðilar á þessum
markaði. Enda fór í raun ekkert útboð fram.“
Þetta sagði Ásgeir Guðmundsson eigandi Á. Guðmundsson hús-
gagnavinnustofu, þegar Þjóðviijinn hafði samband við hann í gær.
Ásgeir er einn þeirra fjölmörgu framleiðenda íslenskra húsgagna
sem varð fyrir miklum vonbrigðum með að þeim fjármunum sem
safnast hafa í sjúkrabyggingu SÁÁ við Grafarvog skuli varið til
þess að kaupa danska húsmuni.
Hluti bygginganefndar SÁÁ: Björgólfur Guðmundsson formaður SÁÁ, Ingimar H. Ingimarsson arkitekt
sjúkrastöðvar SÁÁ og formaður stjórnar Markúsarhúsgagna hf, Othar Örn Petersen formaður bygginga-
nefndar sjúkrastöðvar SÁÁ og í stjórn Markúsarhúsgagna hf og Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur.
Ljósm.: Magnús.
Upplýsingar um fyrirtækið sem
Ásgeir vitnar til er að finna í Lög-
birtingarblaðinu frá 25. ágúst sl.
Heiti þess er Markúsarhúsgögn hf.
og er tilgangurinn að framleiða og
selja húsgögn og innréttingar.
Meðal stofnanda eru Ingimar
Haukur Ingimarsson einn arki-
tekta SÁÁ-hússins, Vinnustofan
Klöpp þar sem Ingimar starfar,
Othar Örn Petersen formaður
byggingarnefndar sjúkrastöðvar
SAÁ við Grafarvog og fyrirtækið
íslenskir ráðgjafar sf.
Stjórn Markúsarhúsgagna hf.
skipa: Ingimar Ingimarsson, for-
maður, Magnús Guðmundsson,
meðstj., Othar Örn Petersen,
meðstj., Jóhannes Guðmundsson,
varam. Framkvæmdastjóri með
prókúruumboði er Magnús Guð-
mundsson. Firmað rita tveir
stjórnarmenn saman. Endurskoð-
andi er Guðlaugur Guðmundsson,
lögg. endursk.
Hlutafé félagsins er kr. 250
000,00 sem greinist í 100 hluti á kr.
2 500,00 hvern.
- hól.
71% andvígir ákvörðun Nató
Afgerandi andstaða við vopnaskak stórveldanna í skoðanakönnun Vikunnar
Af þeim sem taka afstöðu eru
71 % andvígir ákvörðun Nató um
uppsetningu kjarnorkuflauga í
Evrópu, að því er kemur fram í
skoðanakönnun Vikunnar í gær.
Það þýðir að ríkisstjórnin nýtur
ekki stuðnings þjóðarinnar við
þá Natóstefnu sem hún rekur í
dag undir forsjá Geirs Hall-
grímssonar utanríkisráðherra.
Þessi niðurstaða er einkar eftir-
tektarverð afþví er hér er um að
ræða afgerandi andstöðu við þá
grundvallarstefnu Nató sem mest
hefur verið í umræðu á sl. fjórum
árum þ.e. ákvörðun hernaðar-
bandalagsins um staðsetningu
meðaldrægra kjarnorkuflauga ef
samkomulag næst ekki milli stór-
veldanna í Genf fyrir næstu ára-
mót.
Þessi afstaða er undirstrikuð í
öðrum svörum könnunarinnar.
Þannig eru 60% af þeim sem taka
afstöðu hlynnt hlutleysi Vestur-
Evrópulanda gagnvart stórveldun-
um. Upphrópunarmerki við þessa
afstöðu íslendinga er svo að nær
allir í skoðanakönnuninni eru sam-
mála stöðvun kjarnorkuvígbúnað-
ar eða 93% þeirra sem tóku af-
stöðu.
Stórveldunum vantreyst
í könnuninni kemur fram mikil
vantrúa á stórveldin bæði. Þegar
menn eru spurðir hvort stórveld-
anna þeir telji hinu líklegra til að
hefja kjarnorkustríð, svara lang-
flestir eða 57% að annað stórveld-
anna sé líklegra til þess en hitt.
Einsog áður er getið vilja lang-
flestir að gripið verði fram fyrir
hendurnar á stórveldunum í fram-
leiðslu kjarnorkuvopna - og telja
stöðvun framleiðslunnar nauð-
synlega.
Þegar spurt er hvorn þjóðar-
leiðtogann Reagan eða Andropov
menn telji trúverðugri þegar fjall-
að er um friðarvilja telja 56%
þeirra sem tóku afstöðu hvorugan
þjóðarleiðtogann trúverðugri en
hinn.
Sú broslega niðurstaða út úr
könnuninni kemur út, að Androp-
ov nýtur minni trúnaðar á íslandi
(7%) heldur en í Bandaríkjunum
(10%). -óg.
9!
Friðarsamtök lista- j
manna. Viðtal við j
ÖrjuSajomnaa.
Meðgjöfin til Alusuisse eftir nýja álsamninginn:
MILJÓN A DAG
„Meðgjöf Islendinga til Alusuisse
nemur einu íbúðarverði á dag eftir að
hið „ótrúlega afrek“ var unnið í Zúr-
ich“, sagði Ingi R. Helgason, í viðtali við
Þjóðviljann í gær.
Ingi sagði að meðgjöfin næmi einni
miljón á dag eftir að nýi samningurinn
væri genginn í gildi. Væri þá gengið út
frá kostnaðarverðinu 20 mills sem er
rauntala framleiðslukostnaðar Lands-
virkjunar.
Tekjur af þessari hækkun nema 140
miljón krónum á ári. Til samanburðar
má geta þess að tekjur Landsvirkjunar
af síðustu hækkun til almenningsveitna
eru um 1000 miljónir króna. Almenning-
ur greiðir því 1000 miljónir á meðan 140
miljónir fengust út úr stappinu við Alu-
suisse í Zúrich. Þann samning hefur
Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra
kallað „Ótrúlegt afrek“.
-óg.
Forsíða Vikunnar i gær sem birt-
ir skoöanakönnunina. (Ljósm.:
-eik).
Bankarnir fela
hækkanir undir
borðinu...